Tíminn - 29.12.1970, Qupperneq 16

Tíminn - 29.12.1970, Qupperneq 16
^rSðjodagur 29. desember 1970 Landshöfbin.gjahú.sið Næpan - bls. 6-7 • •, •’■ , • Helga Ragnheiður Óskarsdóttir eftir sigurinn, ásamt unnusta sínum, Pétri J. Eiríkssyni. (Tímamynd GE) HLÚ ER HÚN HEYRÐI UM SIGUR SINN SJ—Reykjavík, mánudag. Ungfrú Reykjavík 1970 var 'kosin úr hópi sex keppenda að kvöldi annars dags jóla. Sig urvegari varð Helga Ragnheið- ur Óskarsdóttir, nemandi í 4. bekk latínudeildar Mennta- skólans við Hamrahlíð. Næst- flest atkvæði hlaut Linda Mar- grét Björnsdóttir og þriðja varð Jenny Grettisdóttir. Gest- ir og dómnefnd völdu stúlkurn ar. Tiu keppendur höfðu verið kosnir til þátttöku í fegurðar- samkeppni þessari á dans- leikjum í Reykjavík í vetur. Fjórar stúlkur hættu við að taka þátt í keppninni, þar af ein á siðustu stundu í Laugar- dalshöllinni á laugardagskvöld. Stúlkurnar sex voru á aldrin- um 1B til 21 árs. Að sögn gesta var keppnin illa skipulögð og stúlkurnar flestar barnslegar og óöruggar .Ekki var unnt að ná tali af forstöðumönnum fegurðarkeppninnar í dag. Unglingar voru í yfirgnæf- andi meirihluta a dansleikn- um í Laugardalshöllinni, sem var heldur tætingslegur. Borð og stólar voru engir, og sátu unglingarnir á áhorfendapöll- unum onilli þess, sem þeir döns uðu. Einhver skemmtiatriði voru höfð frammi, m.a. tízku- sýning á vegum Verðlistans. Við náðum tali af Ungfrú Reykjavík 1970, Helgu Ragn- heiði Óskarsdóttur, sem er elskuleg stúlka. Hún sagði, að þær þrjár, sem flest atkvæði fengu í keppninni, hefðu áunn ið sér rétt til þátttöku í keppni um titilinn Ungfrú ísland í apríl 1971, en ekki vissi Helga um að þær hlytu önnur verð- laun eða viðurkenningu. — Ég var fram á sðustu standa. Og ég kippti mér alls við að taka þátt í keppninni, sagði Helga Ragnheiður, — en svo ákvað é? að láta slag standa. Og ég kippi mér alls ekki upp við þetta tilstand. Framhald á bls. 14 Öldru5 kona hætt komin í reyk KJ—Reykjavik, mánudag Á sunnudagsmorguninn var 78 ára gömul kona, Anna Gunnars- dóttir, Bólstað í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu, hætt komin á heim- ili sínu, en vinnumaðurinn á Bólstag Stefán Steindórsson fann hana meðvitundairlausa og hand leggsbrotna í miðstöðvanherbergi í kja.lara, þar sem eldur var laus, og vart sást handa skil fyr- ir reyk. Tildrög þessa slyss munu hafa verið þau, að Anna fór nic/ur í kjallara til að kveikjá upp í mið stöðinni á bænum. Af einhverjum orsökum kviknaði í miðstöðvar- herberginu eftir að hún var kom in upp á hæðina aftur, og hefur Anna þá farið aftur niður í kjall- arann. Vinnumaðurinn Stefán Steindórsson var vió' mjaltir, og vissi hann ekkert um hvað gerzt hafði inni í bænum fyrr en Ijós ið í fjósinu slokknaði. Fór hann inn í bæinn að huga að hvað gerzt hefði, og komst þá að raun um, að eldur var laus í kjallaran um. Stefán náði þá í vatn og fór niður í kjallara, en fann þá Önnu liggjandi meðvitundarlausa á gólf inu í mio'stöðvarherberginu, sem í var mikill reykur. Bar hann Önnu út, en fór síðan aftur inn í bæ, til að vekja bóndann Bryn jólf Melsted, sem svaf uppi á lofti í bænum. Skrúfað var síðan fyrir olíu- leiðslu er lá inn í kjallarann, utan dyra, og dó eldurinn þá út af sjálfu sér en eitthvert ólag mun hafa verið á olíukyndingunni og kveikti Anna ekki upp í henni, heldur koiakatli sem var þarna lika. Anna var flutt á sjúkrahús SAMIÐ HJA ÍSAL EJ—Rcykjavík, mánudag. Starfsfólk hjá ÍSAL hefur gert nýjan kjarasamning við fyrirtæk ið og gildir hann til 1. desember 1972, eða í tvö ár. Fékk starfs fólkið ýmsar kjarabætur, sem hafa verið metnar sem samtals 30—40% kauphækkun. Þau verkalýðsfélög, sem þarna eiga aðild að, eru Verkamannafé- lagið Hlíf, Verkakvennafélagið Framtío'in^ Málm- og skipasmíða- samband íslands, (fyrir hönd þriggja aðildarfélaga), Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnar firði og Félag Matreiðslumanna. í samkomulaginu er m. a. bein kauphækkun (8%), hækkun vaktaálags, lenging orlofs, fjölg un veikindadaga, auknar slysa- tryggingar og ýmislegt fleira. ið á Selfossi. íbúðarhúsið að Bólstað I nokkuð skemmt, og óíbúðarhæft er I sem stendur. Sendi út neyíarkall eftír niðursetningu KJ—Reykjavík, mánudag. J morgun sendi aflaskipið Geir fugl úr Grindavík út neyðarkall, þar sem það var statt rétt utan við hafnargarðinn í Njarðvíkum. Hafði vél skipsins stöðvazt og skipið lent upp í hafnargarðinum. Geirfugl úr Grindavík hefur verió' í slipp í Njarðvíkum að undanförnu, þar sem verið var að gera það klárt fyrir vetrarver tíðina. Bræla var utan við höfn ina og lamdist skipið töluvert við hafnargarðinn áður en hægt var að koma því í var. Að því er hafnarstjórinn í Landshöfninni, Ragnar Björnsson sagði Tímanum, þá er garöWinn skemmdur á 55 metra kafla, og þar af er skarð í honum niður að dekkinu um 15 metra breitt nærri yzt á garðinum. Þegar óhappið varð voru að- eins þrír menn um borð, og tókst einum þeirra að stökkva í land, og koma taug á milli skips og lands. Slasaðist skipverjinn við þetta, og liggur nú á sjúkrahúsi í Keflavík. Ekki mun fullkannaö' hvað olli þessu óhappi, en talið er að það megi rekja til bilunar á röri í gír bátsins. Skipið er mjög mik ið dældað, en ekki þó neðan sjó- línu, og þess vegna kom ekki leki að bátnum. Báturinn verður tekinn upp í slipp í Njarðvíkum. Slysavamafélaginu var gert að- vart um óhappið, ef vera skyldl að bjarga þyrfti skipverjum í land, en til þess kom ekki, og gátu skipverjar sjálfir bundið bát inn við endann á hafnargarðinum, og þannig forðað bátnum frá frekari skemmdum. Geirfugl er stálskip 145 irúm lestir, smíðaður í Noregi árið 1960 og eigandi bátsins er Fiska- nes h. f. í Grindavík. Féll fyrir björg á leið á dansleik KJ—Reykjavík, mánudag. Fimm piltar frá Bíldudal ætl- uðu í gærkvöldi á dansleik í Tálknafirði, en festu bílinn á leiðinni, og hugðust þá ganga það sem eftir var. Einn piltanna, Óttar Ingimarsson féll jfyrir björg á leið inni, og ligigur nú á sjúkrahúsi á Patreksfirði. Piltarnir villtust á göngunni, en voru kpmnir niður undir byggð er óhappið varð. Komst einn niður innar, og gat gert aðvart, en bera varð Óttar langa vegalengd, áður en honum var komið í bíl. HÖFUÐKÚPU- BROTNADI í BÍLSLYSI FB—Reykjavík, mánudag. Aðfaranótt sunnudagsins varð alvarlegt slys skammt frá Eskifirði, er bíll fór út af veg- inum með þrjá unga menn. Einn mannanna, 17 ára gamall Reyðfirðingur höfuðkúpubrotn aði, og liggur nú á Landakots- spítala og hefur ekki komið til meðvitundar frá því slysið varð. Eins og fyrr segir voru pilt- arnir, sem eru 17 og 18 ára gamlir á leið til Eskifjarðar frá Reyðarfirði um 3d. 1.30 aðfaranótt sunnudagsins. Mikil hálka var á veginum, en snjóföl yfir öllu. Rann bíllinn út af veginum í hálku. Gjöreyðilagð- ist bifreiðin, sem var af gerð- inni Renault 8. Bílstjórinn slas aðist allmikið, en var þó kom- inn af stað til byggða, þegar annan bíl bar að, sem gat flutt hann til læknis og komið boð- um um slysið. Var þegar farið á slysstað og náð í hinn slas- aða, sem fluttur var til Norð- fjarðar, en þangað var siðan send flugvél frá Birni Pálssyni, sem flutti piltinn til Reykjavík ur, og liggur hann nú á Landa- koti. JOL ATRESSKEMMTUNIN ER A MIÐVIKUDAG Jólat résskemmtun Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður í Súlnasalnum á Hótel Sögu miðvikudaginn 30. desember og hefst kl. 3. Jóla- sveinn kemur í heimsókn og skemmtir börnunum á ýmsan hátt, veitingar verða bornar fram að vanda, og dans verður stiginn umhverfis jóla- tré. í lok jólaskemmtunarinnar fá öll börnin jólagjafir, og er um að velja margs konar skemmtileg leikföng. Einnig fá börnin epli og sæigæti. Aðgöngumiðar eru til sölu í Bankastræti 7, á afgreiðslu Tímans, og einnig á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hringbraut 30.. Þá er hægt að panta miða i sima 2 44 80 og í síma 1 2323. T ryggið ykkur miða strax. I V

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.