Tíminn - 03.01.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.01.1971, Blaðsíða 1
Svo sem frá hefur verið sagt í Tímanum, voru í desember ger'ö'- ir samningar milli félaganna í Sjómannasambandi íslands og LÍÚ um nýja samninga, en þeir grundvölluðust á ákveðinni fisk- i verðshækkun og skyldu því ekki lagðir fyrir félög sjómanna fyrr en fiskverð hefði verið ákveðið. 30. desember varð svo samkomu- lag um fiskverð, og er meðaltals- hækkun 25%, en mismunandi hækkanir á einstökum fjsktegund- ÞJ—Húsvík, laugardag. Hótelhúsig á Húsavík, sem var gömul timburbygging, eyðilagðist af eldi aðfaranótt gainlársdags. Kom eldurinn upp um kl. 12 á miðnætti og tókst slökkviliðinu á Húsavík ekki að slökkva eld- inn fyrr en á sjöunda tímanum um morguninn. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eru elds upptök enn ókunn, en líklegast er talið að kviknað hafi í út frá kælivél í kjallara hússins. Byggingin stendur enn uppi. Var stililt veður um nóttina, en í gær er hvessti lítilsháttar, gaus upp eldur í byggingunni á nýjan leik. Hafði neisti leynzt í þakinu. Ekki varð þó úr xuikill eldur, og s.’ökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva hann. Bruni á Hellissandi ÁJ—Hellissandi, laugardag. Á nýársdagsmorgun brann stórt verzlunarhús hér á Hellissandi til kaldra kola. Eldsins varð vart um fimmleytið. Áramótafagnaður stóð -tíér til kl. 4 og voru menn því nýfarnir hver til síns heima. Gekk illa að ná saman slökkviliðinu. Slökkviliðið á Ólafsvík kom hins vegar fljótlega á vettvang og gat bjargað næstu húsum, þó sprungu þar rúó*ur. Varð þetta geysimikið eldhaf og var verzlunnrhúsið fall- ið kl. 7 um morguninn Þetta var mjög gamalt hús, for- skalað, úr timbri. Ýmsir hafa verzl að þar, m.a. rak Benedikt Bene- diktsson þar verzlun um langt skeið. Á efri hæðinni var íbúð, en þeirri neðri verzlanir. Húsið var mannlaust, en flutt hafði ver- ið úr því fyrir jólin. Þar var þó allmikið af vörum. Steinavör h.f. í Reykjavík átti húsic/, sem barnn. Gizkað hefur verið á að kviknað hafi í út frá rafmagni. Ekið á hús KJ—Reykjavík, mánudag. Á nýársnótt. var ekið á tvö hús á Suðurlandi, timburhús á Eyrarbakka og steinhús á Sel- fossi Á Eyrarbakka var ekið inn í húsið Blómsturvelli, en það er lít- ið timburhús, og býr þar roskin kona. Konan mun ekki hafa verið í húsinu, er ekið var inn í það, en atburðurinn varð um klukkan fimm um morguninn, og var það staðarmaður sem þar var að verki á fólksbifreið. Engin slys urðu á fólki við þessa óvenjulegu ákeyrslu." Á Selfossi var ekið á hús á mótum Engjavegar og Hjarðar- holts, nánar tiltekið húsið Engja- veg 75, en þar býr Þorvarður Þórð arson frá Votmúla. Atburðurinn varð rétt eftir ag nýja árið var gengið í garo', og var heimilisfólk- ið að óska hvert öðru gleðilegs Framhald á bls. 14 Áramótaávarp forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárn, er á bls. 8. EJ—Reykjavík, laugardag. Bátaflotinn mun fara á veið- j ar nú fljótlega upp úr áramót- unurn, þar sem fiskverð hefur | verið ákveðið á þeim grundvelli, I sem samningar við sjómenn gerðu ráð fyrir, og því talið vist, að nýgerðir kjarasamningar verði samþykktir í sjómannafélögunum næstu dagana. Þá hefur samnings. aðili sjómanna á Vestfjörðum, sem semja yfirleitt sér, einnig tilkynnt, að hann sé því samþykk ur að sjómenn þar láti skrá sig á bátana þótt nýir samningar hafi ekki verið gerðir. SANDI OG HÚSAVÍK 60 stiga heitt vatn í Eyjum KJ—Reykjavík, laugardag. í síðasta mánuði var sprcngd út borhola sú í Vestmannaeyj um, sem boruð var þar fyrir nokkrum árum í því skyni að fá hcitt vatn. Við þessa spreng ingu fengust 3 sekúndulítrar af 60 stiga heitu vatni. Lítiil árangur varg í fyrstu af boruninni, og var talið að aðeins hefðu fengizt þrír fjórðu úr lítra af 60 stiga heitu vatni, og menn því von- litlir um borunina. í desember var svo holan sprengd út eins Framhald á bls. 14. BRUNAR Á HELLIS- Gaman aö sjá jólasveina Það ríkti mikil gleði á jólatrés fagnaði Framsóknarfélaganna, sem haldinn var í Súlnasal Hótel Sögu á miðvikudaginn. Þarna voru sam ankomin böm á öllum aldri í fvlgd með foreldrum sínum. Mátti sjá, að böm hafa enn gaman af að sjá jólasveinana, en á fagnaðinn komu þeir Kjötkrókur og Gátta- þefur og spiluðu þeir á harmóníku fyrir bömin og sungu og dönsu'ðu. Gunnar Ijósmyndari Tímans tók þessa mynd er dansinn var itiginn hvað ákafast. Andrés Kristjánsson Andrés Kristjánsson, ritstjóri, í ársfrí Blaðstjórn Tímans hefur að beiðni Andrésar Kristjánssonar, ritstjóra, veitt honum ieyfi frá ristjórastörf um árið 1971 vegna ritstarfa, sem hann hefur tekið aó' sér fyrir sam- vinnuhreyfinguna. Andrés mun þó skrifa greinar í Tímann við og við á árinu, til að mynda um bækur. um. Þessi fiskverðsákvörðun var í samræmi við kjarasamningana, sem verða lagðir fyrir félög sjó- manna næstu dagana. Alþýðusamband Vestfjarða, sem sér um samningsgerð fyrir sjó- menn á Vestfjörðum, auglýsti fyr- ir áramótin, að það myndi ekki setja sig á móti því að sjómenn létu skrá sig á skip nú þegar, og er því ljóst, að róðrar geta haf- izt næstu daga. Bátarnir fara á margs konar veiðar. Margir þeirra hafa und- anfarið verið á togveiðum og neta veiðum, og halda þeim veit5um áfram nú eftir áramótin, en einn- ig munu margir bátar fara á línu. ARIÐ VAR MEÐ ELDI KVATT - BLS. 16 1. tbl. — Sunnudagur 3. janúar 1971. — 55. árg. j .ii r’R > FBVSTBoarrwi -v/ rlfjn-n FRYSXISKAPAR 2>yuté£azM^£oA. Jt-f , lanarnim a. sfaa 1 FLOTINN TILBÚINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.