Tíminn - 03.01.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.01.1971, Blaðsíða 16
Hafís eina vörnin! EB-Rvík, laugardag. Mikil snjókoma var á ísafirSi í nótt. Sagði fréttaritari blaðsins á ísafirði, Guðmundur Sveinsson í viðtali við blaðið í morgun, að snjóiagið væri um 30 cm. Hins vegar rigndi á ísafirði fram eftir deginum í gær. Sagði Guðmundur að nú væri ísinn skammt undan, sem er eina vörn Vestfirðinga fyrir ásókn erlendra togara á mið- in þar vestra svo og eina vörn fiskistofnsins þar. Stórum verksmiðjutogurum hef ur fjölgað mjög á fiskimiðunum fyrir Vestfjörðum á síðustu mán- uðum. Togarar þessir geta veitt í mun verra veðri en önnur fiski- skip og er mikill hafís það eina sem hamlar því að stóru togararnir geti mokað upp fiski á þessum slóðum nær allan ársins hring. Það er ekki nema í aftakaveðrum sem verksmvðjutogararnir leita vars eða í hafnir. Brennur voru á víð og dreif um alla borgina á gamlaárs kvöld, og munu þaer hafa verið naer fjörutíu talsins. Ljósmyndari Tímans, Gunnar, tók þessa mynd vlð borg arþrennuna svokölluðu, sem var við Miklubraut og var það stærsta brennan í borginni. ARIÐ KVATT MED ELDI Jónas Kristjánsson Jónas forstöðu- maður Handrita stofnunarinnar Daginn fyrir gamlársdag mælti menntamálaráðhcrra með því við forseta fslands, að Jónasi Krist- jánssyni, handritafræðingi, yrði veitt staða forstöðumanns Hæid- ritastofnunarinnar, en áður hafði heimspekideild mælt með honum í stöðuna að fenginni álitsgerð þriggja tilkvatldra manna. Mun Jónas Kristjánsson taka við starf inu nú um áramótin af prófessor Einari Ólafi Sveinssyni, sem veitt hefur stofnuninni forstöðu frá stofnun. Jónas Kristjánsson fæddist 10. apríl 1924 að Fremstafelli í S- Þingeyjarsýslu. Varð stúdent frá Menntaskólanum í Keykjavík 1943 og cand. mag. í íslenzkum fræð- um frá Háskóla íslands 1948. Síðan starfaóá hann við hand- ritarannsóknir og útgáfu hand- rita við Árnasafn í Kaup- mannahöfn til 1952. Þá varð hann skjalavörður við Þjóðskjalasafnið og ráðinn sérfræðingur við Hand- ritastofnunina 1963 og hefur starf að þar síðan. Eftir Jónas liggja allmörg fræði Sunnlendingar — rit, útgáfur og þýðingar, svo og margar greinar og-ritgerðir. Síðast í haust kom út bókin Handritin og fornsögurnar eftir hann. Á næstunni mun koma út bók um rannsóknir hans á Fóstbræðra- sögu, og hefur heionspekideild met ið hana gilda til doktorsvarnar. og mun doktorsvörn fara fram á þessu ári. Áramótin gengu stórslysalaust fyrir sig um allt land. Mikið var um gleðskap í hinu bezta veðri, og sums staðar, svo sem í Reykja- vík og Hafnarfirði var mikið um ölvun, og liafði lögreglan meira cn nóg að gera fram eftir aðfara- nótt nýársdags. Áberand| var, hversu ölvun í heimahúsum hefur mjög aukizt frá síðustu áramót- um, en liins vegar verið minna um ölvun og ærsl á almannafæri, að sögn lögreglunnar í höfuðborg inni. Mikil umferð var í Reykjavík í sambandi við brennurnar á gaml- árskvöld, en að sögn lögreglunnar var kvöldið tiltölulega rólegt. En þegar Oíða tók á nóttina var mik- iö' að gera vegna ölvunar borgar- anna. Var lögreglan kölluð út á 80 staði og vora útköllin nær öll í sambandi við ölvun á almanna- færi og í heimahúsum. Hefur erill lögireglunnar þessa nótt minnkað mikið í sambandi við ærsl á almannafæri, en fjölg- að mikið vegna drykkjuláta í heimaihúsum. Rólegt var í borg- inni fram að þeim tíma að dans- leikjum lauk, en þá fékk lögregl- an nóg ag gera og var tnikið á ferðinni fram undir morguo. Slys uröu ekki teljandi nema smávægi- leg meiðsl. ’S.l. nótt varð umferðarslys rétt fyrir kl. 2.30. Þá varð harður árekstur á mótum Mikluibrautar og Grensásvegar. Voru báðir bílarn- ir á Grensásvegi og komu á móti hvor öðrum. í öðrum bílnum var ein kona og í hinum karlmaður og tvö börn, 12-og 14 ára. Slasaðist allt fólkið og var flutt á slysa- deild Borgarspítalans og var gert að meiðslum þess þar. 14 ára telpa liggur enn á sjúkrahúsinu. en faitt fólkiö var sent heim að lokinni aðgerð. Á gamlárskvöld og um nóttina voru 10 ölvaðir ökumenn teknir fastir. Drukknir Hafnfirðingar flutt* ir til Keflavíkur í Hafnarfirði urðu engin slys eða óhöpp yfir áramótin. Hins vegar var mikil ölvun í bænum á gamlárskvöld. Fylltist fanga- geymsla lögreglunnar fljótlega um kvöldið. Var þá leitað ásjár lög- reglunnar í Reykjavík til að hýsa þá Hafnfirðinga, sem ekki fengu að vera á almannafæri eða heima hjá sér, en í Reykjavikinni voru I allar fangageymslur yfirfullar. Þá var það tekio' til bragðs að flytja drukkna menn frá Hafnarfirði suð- ur á Keflavíkurflugvöli, en þar var sæmilega gott rúm í fanga- geymslum. Þar urðu menn að dúsa fram á nýársdagsmorgun og sjá sér sjálfir fyrir fari til Hafn- arfjarðar aftur. Kópavogsbúar héldu friðsæl áramót og þurfti lögreglan þar ekki að hafa afskipti af drukknu fólki og slys urðu engin, svo telj- andi væri. Rólegt hjá slökkviliði KJ-Reykj avík ,1 augardag. Óvenju rólegt var hjá slökkvi- Framhald á bls. 14 ÍÞRÓTTIR Gunnar M. Magnúss, Jón Helgason, Jóhann Hjálmarsson og Sigfús Daðason við mótttöku fjárins úr Rithöfunda- Sunnlendingar ® Framtíð Suður- lands í atvinnu- og menningar- málum, verður umræðuefnið á almennum fundi á Hvoli, laugar- daginn 9. janúar ___ kl. 3. — Fram- sögumenn Ágúst Þorvaldsson, Björn Fr. Björnsson og Helgi Bergs. Allir velkomnir. FUF-félögin á Suðurlandi. sjóði útvarpsins. (Tímamynd Gunnarj Fjórir fengu styrk úr Rithöfundasjóði útvarps AK-Rvík, laugardag. — Sí'ðdegis á gamlársdag voru að venju veittir styrkir úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins, og voru þeir fjór- ir að þessu sinni. Styrkina hlutu: Gunnar M. Magnúss, rithöfundur, Jóhann Hjálmarsson, skáld, Jón Helgason, ritstjóri og rithöfund- ur, og Sigfús Daðason, skáld. Athöfnin fór fram í Þjóðmiuja- safni að viðstöddum dr. Kristjáni Eldjárn, forseta íslands, mennta- málaráðherra og fleiri gestum. Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor, formaður sjóðsstjórnar innar, afhenti styrkina með ræðu. Hann sagði, að nú væra veittir styi'kir úr Rithöfundasjóði ríkisút- varpsins i 15. sinn. Styrkir þessir hefðu ýmist verið einn, tveir eða þrír áður, en samtals hefðu verið veittir 28 styrkir í þessi 14 skipti, eða að meðaltali tveir á ári. Nú væri gerð alger undan- tekning og veittir fjórir styrkir, hver að upphæð 50 þúsund kr., en það væri sama upphæð og í fyrrá. Gunnai' M Magnúss þakkaði heiður og stuðnina með styrkveit ingu þessari fyrir hönd fjórmenn inganna, er styrkinn hlutu að þessu sinni. Rithöfundasjóður ríkisútvarps- ins var stofnaður upphaflega af framlagi ríkisútvarpsins, en fær síðan þau höfundarlaun, sem ríkis útvarpið greiðir. en ekki finnast réttmætir eigendur að, eða er ekki vitjað innan þriggja ára. Er þetta núorðið nokkurt fé á hverju ári, og hefur gert sjóðnum fært að fjölga styrkjum árlega. um helgin í dag hefst aftur keppni í íþrótt um á höfuðborgarsvæðinu, að af- loknu jólafríi. Það eru körfu- knattleiksmenn, sem fyrstir fara af stað, en handknattleiksmenn degi síðar. „íþróttir um helgina“ verða þessar: SUNNUDAGUR: Körfuknattleikur: íþróttahúsif Seltjarnarnesi kl. 19.30. 1. deild, UMFN—ÍR og KR—Valur. MÁNUDAGUR: Handknattleikur: Laugardalshöl) kl. 20.00 Hraðmót HKRK í Mfl karla. 5 leikir. Víkingur—ÍR KR—Fram, Ármann —Þróttur Valur—Haukar. FH—Sigurveg- ari úr leik Vikings/ÍR (Úrslita leikirnir þriðjudagskvöld).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.