Tíminn - 03.01.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.01.1971, Blaðsíða 6
6 Varnar- lausum börnum misþyrmt Evrópuráðið hefur lagt fram tillögur um rétt- indaskrá barna, þannig að komið verði í veg fyrir illa meðferð þeirra. Aðalatriðið er vernd ung- menna, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Lagt er til að læknar séu leystir undan þagnar- skyldu og að séð sé fyrir aðstoð bæði til handa iUa meðförnum börnum og foreldrum þeirra. Jafnvel hinir mesta ágætis- foreldrar kunna að sleppa sér og slá um óf til barnanna. Það getur verið skiljanlegt, en ekki «r alltaf hægt að fyrirgefa það. En hvað þá um móðurina, sem missir þolinmæðina vegna þess að barnið er ekki nógu duglegt að drefcka og rekur því pelann í muan þess eins og verið væri að beita pynting artækjum frá miðöldum, þann ig að bamið verður marið og blóðugt? Eða hvað um föðurinn, sem lætur grát sonarins fara í taug arnar á sér og lemur hann, ekki aðeins einu sinni eða tvisvar, heldur e.t.v. 20—30 högg? Þetta eru daglegir viðburðir og það jafnvel í siðmenntuð- ustu framfaralöndum heims, eins og Bandaríkjunum, löad- um Vestur-Evrópu og Norður- löndum. Að sjálfsögðu er ill meðferð barna ekki eins algengur hlut- ur og áður var. Hætt er að senda 8—10 ára börn niður í námur til að ýta kolavögnum eða út á akra til að þræla myrkranna á milli og inn í loft MALVERK Pallegt málverb er góð iólagiöi Við höfum tiJ sölu t mörgum stærðum. úrvals listaverk þekktra listamanna. Málverkasalan, Týsgötu 3. Sími 17602. lausa og SÓtuga ' skorsteina, sem þrífa þarf. Allt um það er alvarlegt og ógnvekjandi til þess að hugsa. að á tímum allsnægta og auk- inna þæginda skuli þúsundam barna líða mjög illa, þótt ekki heyrist til þeirra. MANNRÉTTINDASKRÁ BARNANNA Sérfræðingar í málefnum bama og félagsmálafu'/rúar hafa iátið í ljós sívaxandi áhyggjur sínar. Og ráðgjafa- þing Evróþuráðsins hefur svo miklar áhyggjur, að það hefur gert drög að ítarlegum tillög- um um hvernig útrýma beri því, sem hugsandi, fullorðið fólk telur óþolandi félagslegt vandamál. Tiilöguna má gjarnan kalla „Mannréttindaskrá barnanaa", því meginreglan er vernd ung- menna, sem ekki geta veitt sér vörn. Öllum er kunnugt um að grimmdin birtist í ýmsum myndurn. Hún getur verið and- leg og líkamleg eða hvoru tveggja. Áhyggjur manna beinast nú til dags aðallega að .því, sem kallað hefur verið tilfelli mis- þyrmdra barna eftir orðala^i Bandaríkjamannsins C. Henry Kempe. Hann notaði þetta orða lag eftir að hafa skoðað börn, sem hjúkrað hafði verið í sjúkrahúsum vegna meiðsla er ekki hlutust af slysförum, og síðan hefur okkur aukizt þekk ing á þessu vandamáli. Menn eru yfirleitt sammála um að mest sé áhættan fyrir börn, sem eru innan við 4ra ára gömul. En sérfræðingai eru ekki samdóma um hvaða tegund foreldra er líklegust til að gera sig seka um slík grimmdarverk. TÍMINN SUNNUDAGUR 3. janúar 1971 'Ii iVt iit f’V ú ók -H'i>tr, -<uL— , , , , , Á tímum alfsnægta er óskaplegt til þess að hugsa að þúsundir barna þola önn, án þess að frá þeim heyrist Myndin er frá velferðarstofnun barna í sjúkrahúsi í Strassborg. MÆÐUR, SEM GETA EKKI GEGNT IILUTVERKI SÍNU Evrópuráðið hefur talið að mæður, sem geta ekki gegnt hlutverki sínu, séu venjulega í lágstéttum, búi í heilsuspill- andi og þröngu húsnæði og eigi stórar fjölskyldur. Oft er ofdrykkja ein helzta ors'ök hegðunar þeirra. En nokkur rannsókn hefur leitt í ljós að foreldrum úr mið stétt, sem líta virðulega út og hafa sæmilega góð efni, kann að vera jafn gjarnt að fara illa með börn sín. Eigi þetta fólk nofckuð sam- eiginlegt er það, að það hefur sjálft farið á mis við kærleika. Móðirin getur ekki gegnt hlut- verki sínu vegna þess að hún hefur aldrei sjálf notið saunr- ar móðurástar í æsku. Eins líklegt er að faðirinn sé upp- alinn á heimili þar sem lítið hefur verið úm ástúð, jafnvel þótt skilyrði hafi verið hag. stæð. Þau hrópa á hjálp alveg eins og hin ólánssömu fórnardýr þeirra. Þannig er nokkuð almennt viðurkennt að lítið hafis' upp úr að hegna foreldrunum. Það leysir ekki vanda barns. ALLIR GETA VEITT AÐSTOÐ Ein helzta tillaga Evrópu- ráðsins er að leysa bæri lækna undan þagnarskyldunni, sem kemur oft í veg fyrir að þeir geti látið viðkomandi yfirvöld vita um illa meðferð, er þeir komast að raun um í daglegu starfi sínu. Ámóta mikilsverð er áskorun ráðsins um félagsmálaþjónustu, er hafi yfir að ráða nægu fé og starfsliði til að geta hjálpað bæði illa meðförnum böruum og foreldrum þeirra. En allur almenningur gæti veitt meiri aðstoð. Vissu’.ega er furðulegt, hversu margir nágrannar fylgjast vel með því, að litli drengurinn eða stúlkan í næsta húsi líði ólýsanlegar kvalir án þess að gera neitt í því, af því þeir óttast að Út er kominn nýr upplýsinga- bæklingur um ísland á ensku, Handy Facts on Iceland, helztu upplýsingar um land og þjóð í samþjöppuðu formi. Hann er í handhægu broti, 64 blaðsíður, ein- göngu með litmyndum, sem eru 36 talsins. Ennfremur er í bækl- ingnum litprentað kort af fslandi. Það er Atlantica & ICELAND REVIEW, sem gefur þennan bækling út, og er hann sá fyrsti í fyrirhuguðum flokki handbóka með þessu sniði, ætlaður erlend- um ferðamönnum á íslandi og til dreifingar erlendis. Eins og nafnið bendir til, fjallar „Handy Facts on Iceland" um land og þjóð í heild .skiptist i tvo meginkafla, þar sem annars vegar er fjallað um helztu staðreyndir í sambandi við ísland, legu þess, náttúru og^ veður. Hinn kaflinn fjallar um íslendinga, sögu þjóðarl innar, stjórnarfar, menntun ogl flækjast í málið. Þeir lofca aug unum, leggja hlustirnar ekki við og segja ekkert um það, sem þeim býr í brjósti. Á síðustu áratugum hafa menn komizt til tunglsins og tekið meiri framförum en for- feður þeirra gat látið sig dreyma um. En meðan eitt lítið barn sæt ir illri meðferð og hljóðar af sársauka, eigum við mjög langt í land og höfum litið sem ekk- ert af að státa. James Render. menningu o.s.frv. Kaflaskipting er annars sem hér segir: Landfræðileg lega, Eldfjöll, Hverir, Jöklar, Fljót og vötn, Gróður, Dýralíf, Veður. Þá er: Fólkið í landinu, Saga, Nokkur söguleg ártöl, Reykjavík, Helztu kaupstaðir, Stjórnarfar, Utanríkis þjónusta, Sendiráð og ræðismanns skrifstofur á íslandi, Menning, Menntun, Menningarlegar stofnan ir í Reykjavík. Þjóðfélagsmál, At- vinnuvegir, Ferðamál og samgöng ur, Gagnlegar applýsingar fyrir ferðamenn, íþróttir og tómstunda iðja. Textann hefur Sigurður A. Magnússon tekið saman í samráði við útgefendur, en útlit annaðist Gísli B Björnsson Engar auglýs- ingar eru í Handy Facts on Ice- land, sem auk staðgóðra og gagn- legra upplýsinga flytur fjðldann allan af falle.gum litmyndum frá ýmsum stöðum á alndinu, eins og fyrr greinir. HANDY FACTS ON ICELAND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.