Tíminn - 03.01.1971, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 3. janúar 1971
3
TÍMINN
Á myndinni sést Mattí Ross (Kim Darby), La Boeuf (Glen Campbell),
„Hani'* Cogburn (John Wayne), Jeremy State og Dennis Hopper,
Æðislegt atriði í kofanum.
HOUSE OF EDGEWORTH
, MAKERS OF FINE TOBACCOS SINCF 1877
— lafB^rtJfi6'rtéR7>rSnú)t:ín8 Tobaccos.
KVIK
MYNDIR
Hörkutólið. Á frummálinu
„True grit“. Ks—lrit: Margu-
erite Roberts, byggt á sögu eftir
Charles Portis. Leikstjóri:
Herary Hathaway. Kvikmynd-
#ri: Lucien Ballard. Tónlist:
Elmar Bernstein. Bandarísk frá
1969. Sýningarstaður: Háskóla-
bíó. íslenzkur texti.
Arkansas um 1880. Fimmtán
árum eftir borgarastyrjöldina
einkennist lífið í vesturhéruð-
unum annars vegar af iðjusömu
fólki, sem vinnur hörðum hönd
um í sveita síns andlits og
ógæfusömum mönnum, sem
lent hafa í kasti við lögin og
fara myrðandi og rænandi um
í fíokkum.
Eitilhanðir lögreglumenn
reyna að hafa hemil á óaldar-
mönnum, sem yfirleitt eiga um
eitt að velja, vera drepnir
strax eða seinna og harka lög-
reglumannanna birtist einkum
í því að koma mönnum að óvör-
um og vera fyrstir til að skjóta.
í þessu andrúmslofti þreifst
það bezta og versta. Þegar liður
á myndina er maður ekki viss,
hvort er meira hörkutól unga
stúlkan Mattí Ross (Kim Dar-
by) eða Reuben J. „Rooster“
Cogburn. Morðinginn Tom
Chaney (Jeff Corey) er botn-
dreggjarnar, mannfeysa og fól.
Það er ekki eingöngu til að
sjá John Wayne leika Oscars-
verðlaunahlutverkiö sitt, að
fólk flykkist á þessa mynd.
Hún hefur upp á margt gott að
bjóða, sem ekki hefur sézt síð-
an „She wore yellow ribbon“
og „The man who shot Liberty
Valance" voru sýndar.
Myndin er fjörug og fyndin.
Kvikmyndunin er frábær og
allar fjarlægðir gerðar raun-
verulegar og lifandi fyrir áhorf
andann. Tónlistin er mjög
sparlega notuð og aðeins til að
auk áhrifin. Robert Duval.’
bregður upp lifandi mynd af
útlaga, sem er jafn skyldur
„Hana“ Cogburn og Mattí Ross.
Strother Martin leikur hrossa-
kaupmann, sem Mattí gengur
alveg fram af með einurð og
þrjózku, mjög skemmtilega.
Mattí Ross endurspeglar það
bezta, sem landnemakynslóðin
hafði til að bera, heiðar.'eika,
festu og einurð. Henni er vel
borgið í höndum Kim Darby.
Þessi litli bókhaldari, sem vill
að rétt sé rétt og fárveik gleym
ir ekki að hafa allt skriflegt,
lætur ekkert aftra sér frá
skyldu sinni, hefnir föður síns,
því að lit.’i bróðir hennar er of
ungur.
„Hani“ Cogburn er persóna,
sem enn veður uppi í sögum
vestursins, hörkutól, sem hélt
lifi af því að hann var fyrri til
að skjóta. Wayne er vel að
Oscarsverðlaununum kominn.
Nú fyrst leikur hann mann á
líkum aldri og hann er sjálfur.
Feitur, farinn að eldast. Honum
fatast hvenrgi tökin á hlutverk-
inu. Það er einhver tign yfir
einvíginu í rjóo'rinu, þegar
hann aleinn .'eggur til atlögu
gegn fjóruim mönnum að
óþörfu. Svoleiðis galdrakarl er
Hathaway, að maður hlær að
manndrápunum þarna, þegor
„Hani“ geysist fram með riffil
í annarri hendi og skammbyssu
í hinni og með beizlistaumana
milli tannanna.
Hinum veiku hliðum hans er
ekki sleppt, drykkjunni, vafa-
samri fortíð og óorði síðan í
borgarastríðinu.
Glen Campbell ,'eikur „La
Boeuf“, Texasmanninn, sem er
á höttunum eftir Chaney fyrir
annað morð. „Hestabaninn
mikli frá E1 Paso“ segir
„Hani“ spottandi, þegar hinn
hefur misst marks. „La Boeuf‘
fullkomnar tríói'ð, eggjar og
espar „Hana“ og verður ástfang
inn af Mattí.
Handritið er kunnáttusam-
lega samið og fyndnin missir
ekki marks, en myndin er mjög
gamansöm frá upphafi til enda.
Framhaic a bls i2
Hver áfangi í
baráttu SÍBS er
ávinningur okkar allra
Vinnuheimilið að Reykjalundi á nú 25 ára
starfstímabil að baki, Um 150 vistmenn
geta nú átt þar heimili, stundað vinnu og
notið endurhæfingar og hjúkrunar. Happ-
drætti S.l.B.S. hefur greitt 83 milljónir
króna til uppbyggingar á staðnum.
En margir bíða eftir vist og vinnu. Auka
þarf hi2!jrými og vélakost í vinnustofunum
Múlalundi í Reykjavík, þar sem 50 öryrkjar
vinna nú við þjóðnýt framleiðslustörf.
Markmiðið er að allir sem fara halloka í
viðureign við sjúkdóma, fái starf og um-
önnun við sitt hæfi. Þess vegna leggur
Happdrætti S.Í.B.S. í nýjan áfanga og
væntir þess að enn fleiri verði með.
Hinn frægi sigur, sem vannst í baráttunni
við berklaveikina, hefur aukiS þrótt og
sóknarmátt S.Í.B.S. svo að nú geta sam-
tökin aðstoðaS hvers konar öryrkja —
hvaðanæva af landinu. Öllum ágóða af
happdrættinu er varið til þess starfs.
Því er ávinningur í hverjum miða, sem
keyptur er í Happdrætti S.I.B.S., og meira
en fjórði hver miði hlýtur vinning.
það borgar sig
að vera með