Tíminn - 03.01.1971, Blaðsíða 5
SI4ftfi»UJ>AG«R 3. janúar 1971
TIMINN
5
I V,;-:
*
Hann Edward HeatH' frá
Englandi fór fyrir nokkru að
heimsækja viti sinn hann Ric-
hard Nixon í Bandadkjunum.
Eins og sannur vinur og góður
gestgjafi gerði Richard allt sem
hann gat láti'ð sér detta í hug
fyrir vin sinn hann Edward, og
þegar allt í einu kom í ijós, að
framundan voru nokkrar klukku
stundir, sem ekki hafði verið
ráðstafað lét Richard menn
sína þegar koma með þyrlu, cg
þeir félagarnir brugðu sér 1
heimsókn til hennar vinkonu
sinnar, Mamie Eisenhower,
ekkjunnar hans Ike, eða fuliu
nafni Dwjght D Eisenhower
fyrrum forseta. Edwai'd sagði,
að það hefði verið mjög
skemmti.'egt, að fá tækifæri iil
þess að hitta Mamie, þau hefðu
sézt allt of sjaldan, og hann var
líka ánægður með annað, n
fyrir hann bar i þessari heim-
sókn, enda var ekkert til spar-
að, að gera honum lífið ljúft.
Hér horfir Edward Heath
áhugasamur á, þegar Richard
Nixon kyssir Mamie Eisenhow-
er á kinnina.
Jón bóndi átti gæðing, sem
bar af öðrum hestum, og hann
var mjög upp með sér af hon-
um. Dag einn reið hann í kaup-
staðinn og batt hann vendilega
við hestastein fyrir framan
gildaskálann. Tveir þjófiar,
voru á hraðri ferð gegnum
þorpið, sáu hestinn og ákváðu
að stela honum. En þeir sáu
fljótlega, að hesturinn var allt-
of fa.legur til þess að hægt
væri að stela honum á venju-
legan hátt, svo að þeir ákváðu
að beita brögðum.
Annar þeirra leysti hestinn
í flýti og þeysti burt. Hinn
beið hjá hestasteininum.
Loks kom bóndinn úr kránni.
Þegar hann sá, að hestur hans
var ekki þar sem hann hafði
skilið hann eftir, ætlaði hann
að hrópa upp yfir sig, en þá
gekk þjófurinn til hans. Hann
sagði með sorgarhreim í rödd-
inni:
— Herra, ég er hesturinn
yðar. Fyrir mörgum árum
drýgði ég synd, og fyrir það
var mér refsað, og nú er ég
frjáls aftur, ef þér viljið sjá
aumur á mér.
Flestir hljóta að hafa heyrt getið
um þau Nínu og Friðrik. Þau
brugðu sér bæði tvö til Drente
í Hollandi til þess að eyða þar
jóiunum me<ð börnum sínum
þremur. Fréttir herma, að par-
ið hafi ákveðið að taka saman
aftur, en þau Nína hafa ekki
búið saman lengi. Hins vegar
neita þau bæði að staðfesta
þessar fréttir. Frederik van
Pallandt, sem er hollenzkur
barón kom til Hollands í fy.’gd
með Nínu, fyrrverandi konu
sinni, en systir hans, baróness-
an De Vons van Steenwijk sagði
í viðtali við fréttamann frá
Reuter-ftféltastofimni;«rað þetta
væri ekkert óeðlilegt, og þyrfti
ekki að þýða, að þau hyggðust
nú taka saman að nýju, því þau
hefðu á hverju ári komið til
Hollands til þess að eyða þar
jólunum. Myndin er af þeim
Ninu og Friðrik, skömmu eftir
komuna til Hollands.
Það eru ekki aðeins lögreglu-
þjónar, sem taka mótorhjólin í
þjónustu sina, þvi í París hefur
nú verið sett á fót sveit slökkvi-
liðsmanna, sem þjóta um borg-
ina á mótorhjólum. I þessari
fyrstu slökkviliðsmótorhjó.’a-
sveit eru fjórir menn og tvö
mótorhjól. Þessari nýju sveit er
ætlað að geta smogið í gegnum
bilaþvögur, þegar umferð er
hva® mest í Parísarborg, og
einnig eiga mótorhjólamennirn-
ir að geta rennt sér meðfram
gangstéttabrúnum, þar sem
venjulegir slökkviliðsbílar eiga
enga möguleika á að komast
áfram. Á þennan hátt geta þeir
komizt mun fyrr á brunastað
en ella.
Tveir menn sitja á hvoru mót-
orhjóli. í Marsei.'les hefur verið
gerð svipuð tilraun, nema hvað
annar maðurinn hefur setið þar
í hliðarkörfu áfastri hjólinu.
Mótorhjólasveitin í París er bú-
in margvíslegum tækjum, slöng-
um, slökkvitækjum, sem sér-
staklega eru ætluð til þess að
ráða niðurlögum olíuelds, gas-
grímum, hökum og köð.'um, svo
nokkuð sé nefnt. Verði árang-
ur af slökkvistarfi þessara
manna góður, er ætlunin að
fjölga í sveitinni.
★
Richard Burton hefur sagt
frá því í blaðaviðtali, að senn
sé kominn tími 1:1 fyrir hann
og konu hans, Liz Taylor, að
þau fari að undirbúa sig fyrir
ellina. Þau líti annað slagið í
spegil, og hafi af .þcim sökurn
kömizt að þessarLi^ðurstöðu,
því í speglinum sjá þau, að
dökkir baugar eru komnir undir
augun, og undirhökunum fjölg-
ar, en hvorugt mun vera sér.'ega
hentugt fyrir kvikmyndastjörn-
ur, sem vilja halda áfram að
vera á toppinum, eins og það er
kallað.
Sigurður gamli var lasinn
og leitaði læknis. Læknirinn
sagði honum að koma næst
með þvagprufu. Það fannst
Sigurði gamla hreinasti óþarfi
og hugsaði sér að leika á lækn-
inn og færði honum á f.’ösku
þvagprufu úr einni kúnni í
fjósinu. Læknirinn rannsakaði
innihaldið og gaf eftirfarandi
úrskurð:
— Það er ekkert að nýranu
í þér, Sigurður minn, en það er
annað verra, þú gengur með
káH.
— Herra læknir. Ég er svo
langt niðri, að ég gæti svipt
mig lífinu.
— Kæri vinur, sagði læknir-
inn. — Hafið engar áhyggjur.
Látið mig um það.
— Og þú ert búinn a'ð fá
þér varðhund.
— Já, það má nú segja. Ég
hef ekki' komizt inn í -búðina
í þrjá daga.
— Ég þori að veðja fimmkalli
um. að þú hittir ekki upp í
ömnui þína íncð þessari svefn-
pillu.
DENNI
DÆMALAUSI
— Mikið ósköp er leiðinlegt
að borða, þcgar maður verður
að nota bæði hníf og gaffal.
MEÐ MORGUN
KAFFBNU
I