Tíminn - 09.01.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.01.1971, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 9. janúar 1971 TlMINN 3 VÍSIR AÐ SÖNG-EDA KÓRSKÓLA FB—Reykjavík, föstudag. Pólýfónkórinn hefur ák'vcðiö' að efna til söngnámskeiðs, og hefst það 11. þessa mánaðar. Er ætlunin, að námskeig þetta verói eins konar vísir að söng- eða kórskóla á vegum kórsins, og er námskeiðið öllum opið á aldrin- um 16 til 40 ára. Kennsla fer fram eitt kvöld í viku, og hafa verið fengnir tii hinir færustu kennarar, þau Ruth Magnússon og GarÓ'ar Cortes, sem munu kenna raddbeitingu, taktæfingar og innur undirstöðuatriði tónlist- ar. Inntökuskilyrði eru engin, og þátttökugjald aðeins 1000 krónur fyrir 10 vikur. Nánari upplýsingar og innritun fer fram í símum 21680, 81916 og 42212. Allir geta hætt rödd sína, og flestir geta lært að syngja með réttri tilsögn, hafi þeir góða tón- heyrn. Þess hefur nokkuð gætt, að fólk heldur að inntökuskilyrði Pólýfónkórsins séu mjög ströng, viðfangsefni erfið og æfingar: strangar. Svo er þó ekki, því að aðeins er æft tvö kvöld í viku,1 tvær stundir í senn nokkra mán- uði ársins og flestir eyða | mun meiri tíma til tóm- stundaiðkana. Einnig hefur kór- inn lagt meiri áherzlu á tónvísi nýnri umsækjenda en mikla söng- getu, því að þjálfunin fer fram á vegum kórsins sjálfs. Kóríélögum ber saman um, að vart geti betra né skemmtilegra tómstundastarf, og flestum ber saman uim, að iiamlag Pólýfónkiórsins til ís íenzkra tónlistarmála sé orðið töluvert, þau 14 ár, sem hann heíur staríað. Nokkrir þeirra, sem starfað hafa í Pólýfónkórn- um lengur eða skernur, eru nú starfandi söngkennarar eða kunnir einsöngvarar, og má þar nefna Guðfinnu D. Ólafsdóttur, Halldór Vilhelmsson, Friðbjörn G. Jóns- son og óperusöngvarana Sigríði E. Magnúsdóttur og Ólaf Þ. Jóns- son, sem sungu í kórnum, áfíur en þau fóru utan til framhalds- náms. Starf Pólýfónkórsins var táls- vert umfangsmikið og viðburða- ríkt á liðnu ári. Hann kom nokkr- nm sinnum fra-m í sjónvarpi og útvarpi, hélt opinbera tonleika í Reykjavík og fór í söngferð til Austurríkis, þar sem hann tók þátt í stærsta söngmóti álfunn- ar við hinn bezta orðstír. Var þuð þriðja söngferð kórsins til útlanda. Nú vinnur kórinn aÖ und irbúningi þjóðlagadagsfcrár fyr- ir sjónvarpið, og hinn 28. þ.m. kemur hann fram á hljómleikum Sinfóníuhljómsveitar fslands í Háskólabíói. Þá er einnig hafinn undirbúningur ag flutningi Matt- heusarpassíunnar eftir J. S. Bach, sem er eitt frægasta og tilkomu- mesta verk tónlistarinnar, en ekki er afráðið, hvenær flutningur þess fer fram. Til þess þarf að stæbka kórinn nokkuð frá því sem nú er, og skorar kórinn á góða söng- krafta til liðsinnis. Verður það í fyrsta sinn, sem Mattheusarpassí- an er flutt hér á landi. Áður hefur' kórinn flutt Jólaóratoríu Bachc nokkrum sinnum, Jóhann- esarpassíuna og Messu í h-moll. FARA MEÐ GRÁTSÖNGV ARANN í LEIKFÖR FB—Reykjavík, föstudag. Ungmennafélag Hrunamanna frumsýndi 12. desember s.l. Grát- söngvarann, sem er skopleikur í þremur þáttum eftir Vernon Syl- vaine. Þýðandi er Ragnar Jóhann- esson, en leikstjóri Erlingur E. Halldórsson. Frumsýningin var á Flúðum, og þar var einnig næsta sýning 27. desember. Nú hefur félagið hins vegar ákveðið að fara í leikför, og var fyrsta sýn- ingin á Selfossi í kvöld, föstu- dagskvöld, en næsta sýning verð- Citroén og Panhard- eigendur halda fund Þriðjudaginn 12. janúar Í971, kl. 20,00 e.h. verður í Félagsheim- ili Kópavogs við Neðstutröð, kynn ingarkvöld fyrir áhugamenn og eigendur Citroen og Panhairdbif- reiða. Kynntar verða ýmsar breytingar og tækninýjungar. Kvikmynd sýnd, ný frétta- og myndablöð munu úggja frammi. Umboðsmaður verksmiðjanna mætir. Stjórnin. ur í Aratungu á morgun, laug- ardag kl. 21.30. Leiknum hefur verið mjög vel tekið, og verða nú sýningar á níu stöðum á næstunni. Sýning- airnar vero'a sem hér segir: Sunnudag 10. jan. Brúarlandi Holtum kl. 3. Hvoli kl. 9.30 13. ján. Miðvikud. kl. 9, Hvera-gerði. 15. ján. Föstud. kl. 9 Hlégarði. Borgarfjörður. 16. jan. Laugard. kl. 9.30 Loga- landi. 17. jan. Sunnud. kl. 9.30 í Borg arnesi kl. 9, Akranesi. 22. jan. Föstud. kl. 9.30 Þjórs- árveri, 23. jan. Laugard. kl. 9.30, Laugarvatni, 24. jan. Sunnud. kl. 9.30, Borg, 30. jan. Laugard. kl. 9.30, Flúðum (síðasta sýning). Anna Magnúsdóttir, Helgi Daníelsson, Loftur Þorsteinsson og Haraldur Sveinsson i hlutverkum sínum í leiknum. Hundrað en Happdrætti SÍBS getur breytt þeim í milljón Því ekki að nota möguleikana? Einu sinni geturðu fengið heila milljón og einu sinni hálfa. 10 hljóta 300 þúsund og 15 hreppa 100 þúsund, 500 manns fá tíu þúsund og 1400 fimm þúsund. Og 14473 sinnum sjá einhverjir að þeir hafa hlotið tvö þúsund. Aldrei minna en 1000 vinningar á mánuði. Auk þess Jeep Wagoneer Custom —1 þifreiS fyrir byggðir og óbyggðir, vinnuna og fjölskylduna — tveir bílar í einum. Sterk, rúmgóð og kraftmikil bifreið sem kostar venju- lega 570 þúsund, en verðmæti hennar til vinningshafans verður 725 þúsund vegna sérstaks útbún- aðar til öryggis og þæginda. Dregið ll.janúar AÐALUMBOÐ: AUSTURSTRÆTI 6, REYKJAVÍK það borgar sig að vera meó Uppgrip og stjórnleysi Núverandi stjórnarflokkar hafa verið 12 ár við völd á ísliandi. Þetta tímabil hefur verið, þegar á heildina er litið, langmesta uppgripatímabil í sögu þjóðarinnar og yiðskipta- kjör við önnur lönd þau beztu, sem þekkzt hafa, og það svo framúrskarandi. að þegar talað var um verðfall og jafnvel verð hrun 1968 jöfnuðust viðskipta- kjörin á við það, sem bezt tíðk. aðist fyrir 1960. Þetta er ekki sagt til þess að neita því að lægra verðlag á útflutnings- mörkuðum 1968 en toppárin á undan hefði áhrif á afkomu þjóðarbúsins, heldur til að skýra myndina og staðreyndirn ar þegar þessi áratugur er gerð ur upp og menn reyna að gera sér grein fyrir áhrifum þeirrar efnahagsstefnu, sem fylgt hef- ur verið, en hún var upp tekin og yfirlýst til- a® stöðva verð- bólgu og tryggja verðgildi krón unnar og koma í veg fyrir gengislækkanir. Þegar talað var um aflabrest á þessu tímabili 1968 var heild araflinn þó í meðallagi miðað við það, sem lengstum tíðkað- ist, þótt síldina vantaði að mestu, en hana hafði vantað alveg í 10 ár fyrir 1960. Hliðstæða fthnst ekki Þessi 12 ár" eru langmestu framfaraár allra nálægra þjóða í efnahagslegu tilliti og það svo, að sums staðar má nálega kalla byltingu. En hvað hefur gerzt hér? Við höfum búið við bullandi verðbólgu og gengis- hrun. Óðaverðbólgan og óttinn við næstu gengislækkun hafa verið látin og eru látin enn stjórna fjárfestingunni, því að það hefur ofan á annað verið liður í stjórnarstefnunni að stjórna ekki fjárfestingarmál- um og hafa ekki forystu um uppbyggingu atvinnulífsins í liöndum stjórnar og þings, eins og áður hafði þó tíðkazt hér á landi. Stjórnleysisstefnan var tekin í stað forystu- stefnu þeirrar, sem Framsókn- arflokkurinn hafði forystu um og áður var fylgt, en árangur hennar hafði orðið sá, að í lok 10. sfldarleysisársins í röð 1958 höfðu hér allir verk að vinna og vantaði fólk og varð að flytja það inn og kaupmáttur launa var þá meiri en hann var á öllu „viðreisnar-tímabilinu“, sem var þó uppgripatími eins og fyrr er sagt. Það er óðaverðbólgan, sem verið hefur hinn raunverulegi stjórnandi á þessu landi s.l. 12 ár. Hún hefur stjórnað fjárfest ingunni í umboði ríkisstjórnar- innar þannig, að í lok tíma- bilsins varð tilfinnanlegur skortur framleiðslu. og atvinnu tækja, verulegt atvinnuleysi hélt innreið sína, sem enn er viðvarandi. Framkvæmdir hafa þó nokkrar verið, unnar fyrir lánsfé, og mestar fyrir kosning- ar. Landið hefur hiaðizt skuld- um og togaraflott landsmanna var látinn grotna niður. Stjórn arflokkarnir brugðu fjötri nauð ungarsamningsins við Breta í landhelgismálinu um fót þjóð- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.