Tíminn - 09.01.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.01.1971, Blaðsíða 13
LAÍIG-ARDAGUK 9. janúar 1971 IÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR sagdi nei! Eins og sagt var frá á sendu formenn allra Reykja- íþrótfcasílðuimi sJ. þriðjudag, víkurfélaganna, sem hafa knatt spyrnu á stefnuskrá sinni, stjórn Knattspyrnusambands ís- lands bréf, þar sem þess er óskað að KSf hætti við fyrir- huguð málaferli við ÍBR út af 9% vallarleigunni. Var þetta bréf sent KSÍ um áramótin, og hefur nú borizt svar við því, þar sem þessari málaleitan er hafnað. Þetta „nýja vallarleigumál" hefur verið mikið til umræðu meðal íþróttaforustumanna að undanförnu, og eru skiptar skoðanir manna um þetta „heita“ mál, sem ekki á sinn líka í íslenzkri íþróttasögu. f þættinum „á vítateigi" í blaðinu á morgun, mun Alfreð Þorsteinsson ræða um þetta mál. v — klp.— Markhæstir r \ Maikhæstu leikmenn 1. deild- arinnar ensku (þar innifalið 1. deildin, deildarbikarinn og enski bikarinu). Mörk Martin Chivers, Tottenh. 18 Tony Brown, West Br. 14 Ray Kemnedy, Arsenal 14 John Radford, Arsenal 14 Colin Bel'l, Man. City 13 Alan Gilzean, Tottenham 13 Bobby Gould, Wolves 13 ,Mike Channon, Southamp. 12 Franeis Lee, Man. City 12 'Keith Weller, Ohelsea 12 Ron Davies, Southampt. 11 Neil Martin, Cowentry 11 Markhæsti leikmaður yfir all ar deildirnar fjórar er leikmað- /ur 4. deildarlðsins, Bournemouth, ;Ted Macdougall, en hann hefur ' skorað samtals 28 mörk. Landsliðið aftur af stað klp—Reykjavík. Eftir nær 2ja mánaða hlé taka knattspyrnmenn okkar aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið og byrja nú af fullum krafti að æfa fyrir næsta verkcfni, sem er landsleikur við Frakkland um miðjan maí. Á morgun verður fyrsta æfing- in, og leikur þá landsliðið við unglingalandslióSð. Hefst leikur- inn, sem fram fer á Melavellin- um kl. 14.00. Til landsliðsæfinga hafa verið valdir 17 menn og eru þaft sömu mennirnir og skipuðu landsliðs- hópinn í leikjunum gegn Noregi og Danmörku s.l. sumar. Hafsteinn Guðmundsson mun sjá um liðið fram að KSÍ, en þá hættir hanŒ sem „einvaldur." Einhverjar breytingar geta orö'ið á landsliðshópnum frá því aem nú er. Þegar hafa tveir menn tilkynnt að þeir verði ekki með. Þeir Ellert B. Schram og Guðjón Guðmundsson og Hermann Gunn- arsson má ekki ieika með liðinu gegn Frökkum, því fyrrverandi atvinnumönnum, er bannað að taka þátt í leikjum í sambandi við Olympíuleikana. Davíð og Golíat — Nei, þetta eru ekki DavíS og Golíat, en engu að síður eru þetta tveir heimsfrægir náungar, hvor á sínu sviði. Sá litli er söngvarinn og leikar- inn Sammy Davis jr., en sá stóri er W>lt Chamberlain, sem talinn er bezti körfuknattleiksmaður heims, og sá, sem mestar tekjur hefur af öllum íþróttamönnum í heiminum. Myndin er tekin, þegar kapparnir komu fram í sjónvarpsþætti Dan Rowans, og er sá litli heldur ófrýnilegur að sjá. „Handknattleiks hátíð“ um helgina Þrjátíu og sex leikir fara fram í öllum flokkum og deildum í Reykjavík og Seltjarnarnesi klp—Reykjavík. Þessi helgi verður hrein há tíðahelgi fyrir handknattleiks- unnendur hér á Sjtór-Reykja- víkursvæðinu. Þá fara fram hvorki mcira né minna en 36 leikir í fslandsmótinu, og eru þeir í öllum flokkum og deild um. Athafnasvæðið verður í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, !þar sem 8 leikir verða leiknir í dag, þar af einn í 2. deild karla milli Breiðabliks og KA, og í Laugardalshöllinni, sem bæði í dag og á morgun verð- ur undirlögg fyrir handknatt- leik. í dag hefst keppnin þar kl. 14.00 og verður þá leikiö í yngri flokkunum, en keppn- inni lýkur með leik Þróttar og Þórs frá Akureyri í 2. deild karla. Á morgun byrjar ballið kl. 13.30, og þá rekur hver stór- leikurinn annan fram til mið- nættis. Fyrstu tveir leikimir á morgun verða í 2. deild karla. Fyrst leika Ármann og Þór, en síðan KR og KA. Ættu þess- ir leikir að geta orðið skemmti- legir, sérstaklega þó sá síð- ari. Að þeim leikjum loknum verða 2 leikir í 1. fl. kvenna, en sío'an verður leikin heil umferð í 1. deild kvenna. Fyrst mætast Fram og Víkings-stúlk urnar, og reyna Fram-stúlkurn ar áreiðanlega að hefna ófar- Hvað gerir HSK á útivelli? klp—Reykjavík. Þrír mikilvægir leikir í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik, verða leiknir um helgina. Fara tveir þeirra fram á Seltjarnar- nesi og einn á Akureyri. í dag kl. 16.00 fer fram leikur milli Þórs og UMFN í íþrótta- skemmunni á Akureyri, en á henni hafa verið gerðar miklar breytingar að undanförnu m.a. skipt algjörlega um gólf. Verður þetta fyrsti leikur Þórs í 1. deild í vetur. Lítið er vitað um getu Þórsara, en þeim hefur borizt liðsstyrkur að undanförnu m. a. frá Sauðárkróki, og má því búast við þeim sterkum. UMFN liðið er ekki eins gott og þaÖ var í fyrra, enda misst góðan leikmann úr liðinu, Barry Nett- les, en ef það nær sér á strik getur það náð prýðis leikjum. í íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi leika á sunnudagskvöldið Valur — HSK og KR—Ármann. Báðir þessir leikir ættu að geta orðið spennandi og skemmtileg- ir. HSK sýndi klærnar er það sigraði KR á Laugarvatni á dög- unum, og verður fróó'legt að sjá í leiknum við Val hvort sá sigur var eingöngu heimavellinu..i að þakka. Síðari leilkurinn annað kvöld verður á milli KR og Ármanns, og eir ekki að efa að þar verða miklar sviptingar eins og oftast þegar þessi lið mætast. anna úr Reykjavíkurmótinu gegn Víkings í þeim leik. Þá leika Ármann og Njarðvík, en þau eru mjög áþefck lið, og loks leikur svo hið fræga kv^rmalið Vals, sem verið hef- ur hálf dauft að undanförnu, við KR og ætti það einnig að geta orðið jafn leikur. Að kvennaleikjunum lokn- um — en það má áætla að verði um kl. 19.00 — fer fram leikur í 1. fl. karla, KR—Þrótt- ur, en síðan verða leiknir tveir leikir í 1. deild karla. Báðir mikilvægir leikir, en þó sér- staklega sá fyrri. Framhald á bls. 14 Gunnlaugur til ÍR? Eins og flestir vita, sem fylgjast með íþróttum, var Gunnlaugi Hjálmarssyni sagt upp störfum sem þjálfari íslandsmeistaranna í handknattleik karla, Fram, í byrj un þessarar viku. Nú hefur Gunnlaugi boðizt þjálf arastaða hjá öðru 1. deildarliði, en það er hjá ÍR, sem hefur verið þjálfaralaust síðan í liaust, er landsliðsþjálfarinn Hilmar Björns son, yfirgaf liðið. Gunnlaugur mun mæta á fundi með forráðamönnum handknatt- leiksdeildarinnar n.k. mánudag, og þar verður gert út um hvort hann kemur aftur til ÍR, en eins og flestir vita, lék hann í f jölda mörg ár með ÍR, og var þá m.a. í stjórn félagsins. — klp — .V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.W.V Aðalfundur Aðalfundur knattspynmudeildar Þróttar verður haldinn sunnudag- inn 17. jan. og hefst kL 14.00, að Freyjugötu 27 (uppi). Venjuleg aöalfundarstörf. Mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. Þessi mynd er frá úrsiitaleiknum í hraðkeppnismóti HKRR, en beim leik og mótinu lauk með sigri Hauka. Það er Stefán Jónsson, Haukum, swjt hefur losnað á línunni, og þá er ekkl að sökum að spyrja — knötturinn er í netinu. Eins og sjá má sitja áhorfendurnir á hinum nýju bekkjum, sem hafa verið settir upp í höllinni. Gera þeir og leikmenn liðanna góðan róm að þessum bekkjum, áhorfendurnir eru miklu nær, og andrúmsloft- ið er allt annað. Sjálfsagt verður það hlaðið spennu nú um helgina, því þá fara fram r.iargir leikir í öllum flokkum í íslandsmótinu í handknattleik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.