Tíminn - 09.01.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.01.1971, Blaðsíða 8
8 TIMINN LAUGARDAGUR 9. janúar 1971 Allt bensín sem íslendingar nota, kemur frá Sovétríkjunum Á síðari tímum hefur ísland keypt af Sovétríkjunum á ári hverju um 400 þús. stnál. af olí- um. Til dæmis var í septem- ber s.l. undirritað samkomulng í Moskvu um sölu 395 þúsund. smál. af olíum ári'ð 1971 fyrir meira en 900 milljónir króna. íslendingar selja til Sovétríkj- anna hefðbundnar fiskafurðir og á síðari tímum alls konar uilarvörur. Þá má geta þess, að í október 1970 var skipað út um Ventspils fyrstu 50 smá- lestunum af Karelíu-pappír sem fer til íslands. Þessi pappír kemur frá pappírsgerð inni í Kondopog sem framleið- ir 20% af öllum pappír í Sovét ríkjunum. Hér fer á eftir yfirlit um þró un sovézk-íslenzkrar verzlunar. Verzlun milli Sovétríkjanua og íslands hófst á þriðja tug aldarinnar. Árið 1927 skiptust aðilar á orðsendingum þar sem þeir veittrj hver öðmm ,.beztu kjör“. Á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina fluttu Sovét- ríkin timbur, járn, stál og olíu vörur til íslands en ísleiding- ar saltsíld til Sovétríkjanna. Þótt verzlunin væri ekki um- fangsmikil á þessum árum, þá komst á traust samband milli íslenzkra og sovézkra fyrir- tækja, sem hélt áfram að þró- ast eftir stríð. Gott dæmi um þetta eru viðskiptasamböndin milli „Prodintorg" og Síldar- útvegsnefndar, „Exportlés“ og „Timburkaupmanna", sem hafa staðið í næstum oví 40 ár. Eftir að ísland varð lýðveldi árið 1944 urðu Sovétríkin með þeim fyrstu til að koma á diplómatísku sambandi og við- skiptum við rikið. Árin 1946— 47 fóru um 20% af útflutningi íslendinga til Sovétríkjanna, og átti þetta sinn þátt í uppbygg- ingu íslenzks efnahagslífs eftir stríðið. Framfarasinnuð blöð á íslandi skrifuðu um nauðsyn þess að gera viðskiptasamning milli landanna til að stuðla að sjálfstæði íslenzkra gjaldeyris- viðskipta. Eftir nokkra lægð 'ög híé á Karelíu-pappír fer til íslands frá pappírsgerSinni í Ron dopog, en þar eru framleidd 20% af öllum pappir i So- vétrlkjunum. viðskiptum gerðu ísleazk stjórnarvöld ráðstafanir til að taka upp á ný viðskipti við Sovétríkin árið 1953. í ágúst 1953 var gerður samningur milli landanna um vörumagn og greiðsluskilmála og var með honum stigið stórt skref fram á við í þróun viðskipta milli landanna. Það reyndist íslenzk- * um aðilum einkar hagkvæmt hve reglubundin og 'örúgg'lin,n- ' kaup Sovétrikjanna voru og efldi þetta sjélfstæði þeirra gagnvart bandarískum og vest- ur-evrópskum fyrirtækjum. Yfírlit yfir viðskipti íslands og Sovétríkjanna. Milijónir króna. 1946 1953 1969 Velta 930 630 1680 j'jtflutningur 180 200 790 (f rá1' Só vétríkj titíuih) Innflutningur 800 430 890 (frá Sovétríkjunum) Fyrstu árin, sem samuingur- inn var í gildi fluttu Sovétrík- in út til íslands vörur eins og díselolíu, bensín, bifreiðar, timbur, stál, járn, pípur, rúg. kol og sement. Síðar bættust við útflutningsvörur eins og léttir málmar, hjólbarðar og dráttarvélar. Allt bensín sem Framhald á bls. 14. Stjórnsýsla VIII. ' Arðurinn og arðsvonin Fyrr í þessum greinafloldd var komizt að þeirri niðurstöðu, að hagnaður væri ekki tilgang- ur atvinnufyrirtækis, eins og oft er haldið fram, heldur væri hann fremur mælikvarði á hæfni þess. Þetta skal nú athug- að nokkru nánar. Orðalag hér á eftir verður væntanlega ögn „fræðilegra" en áður, en menn ættu samt að lesa greinina til enda. Hvaðan kemur um arðinn og arðsvo.ilna sem ah’sráðandi afl í gerðum kaup- sýslumannsins? Hún er runnin undan rifjum svonefndrar virð- is-kenningar hinna „klassásku" hagfræðinga, en hún f jallar um myndun verðs á vöru og þjón- ustu og einnig á sjálfum fram- leiðsluþáttunum fjórum: landi, fjármagni og vinnu ásamt skipu lags- og stjórnarhæfileikum at- vinnurekandans. í grunnatrið- um sýnir kenningin, hvernig framboð og eftirspurn leita ætíð jafnvægisstöðu bæði á mörkuð- um framleiðs.'uvaranna og fram leiðsluþáttanna. Þegar markað- ur er í jafnvægi, er verðlag stöðugt og eðlilegt, og meðan hlutfallið milli framboðs og eft- irspurnar helzt óbrejdt, mun sérhver tilraun ti' röskunar á verðlagi setja öfl í gang, sem koma jafnvægi á að nýju. Hin almenna virðis-kenning skýrir tiltekin svið þjóðhag- fræðinnar, en hún hefir og ver- ið víkkuð o" látin gilda utn ein- Si.uk iiivumulyrirtæki. Hagfræð- ingurinn skoðar fyrirtæki ekki augum löggjafans (sbr. síðustu grein), heldur lítur á það sem sértækt fyrirbæri, — heild, sem til er fyrir þá sök eina að fuL'nægja þörf með því að fram leiða gegn verði vöru eða þjón- ustu. Aiðalhvötin, sem ræður þá stefnu fyrirtækis, er að ná sem mestum ágóða eða þola sem minnst tap. Fyrirtækið er þann- ig nokkurs konar ummyndunar- ;i ";!i, er tekur vlð verðmætum í ymsu formi og skilar þeim frá sér með virðisaúka. Löngunin til að auka gróðann knýr fyrir- tækið til að leita ítrustu hag- kvæmni í öllu, sem afla'ð er ti.' framleiðslunnar, svo að náð verði lægsta kostnaði á hverja framleiðslueiningu. Þá opnast ekki aðeins leið að mestum hagnaði, heldur jafnframt að mestu afkesti (öðru nafni fram- leiðni). Þegar fyrirtæki ákveð- ur, hvort hækka skuli eða lækka verð fram.'eiðsluvörunn- ar, er það skv. kenningunni tal- ið reikna út tekjuauka eða tekjurýmun, sem er samfara smábreytingu á seldu magni, en gera síðan samanburð á tilsvar- andi hækkun eða lækkun ko?' i- aðar. Ef tekjur vaxa og kostn- aður minnkar vilð tiltekna verð- breytingu, er hún greinilega hagstæð. Verðbreytingin er einnig hagstæð, þó að bæði kostnaður og tekjur hækki, ef tekjurnar hækka aðeins meira. Og söm yrði útkoman, þó að bæði kostnaður og tekjur lækki, ef kostnaðurinn lækkar aðeins nveira. Hagnaðurinn nær há- marki, þegar svonefndur tak- marka-kostnaður og takmarka- tekjur standast á. Það er jafn- vægis-framleiðslumagn fyrirtæk isins. Lengra skal þessi virðis-kenn- ing fyrh-tækja ekki rakin. Enda þótt hún þjóni tilgangi sem ski.'greiningartæki, stenzt hún ekki í raun. Ástæðúrnar eru margar og einkum þó sú, að arðurinn eða arðsvonin eru ekki ein um að ráða gerðum atvinnurekandans. Aðrar hvatir geta legið þeim að baki, sumar með öllu óháðar ágóðasjónar- miðinu. Fyrst er á það að líta, a'ð hinn almenni iðnrekandi eða kaup- sýslumaður beitir ekki í starfi sinu nákvæmnishugtökum eins og takmarka-kostnaði og tak- marka-tekjum, sem auk þess er erfitt að mæla. Slík hugtök hafa aðallega fræðilegt gildi. í fyrirtækjum nútímans er cg sjaldan einn eigandi, sem kveð- ur á um verð og fram.’eiðdu- magn. Enn fátíðara er, að arð- urinn falli í hlut einstaklings. Akvarðan'. eru að jafnaði tekn- ar af mörgum aðilum á stjórn- ar- og/eða félagsfundum, og við skiptingu hagnaðar verður að vega og meta kröfur hlut- hafa og starfsmanna á móti þörfum fyrirtækisins sjálfs fyr- ir fjármagn til þess að standast haglægðir og aðrar áhættur sem og til þess að endurnýjast og stækka. Ótal mörg atriði — önnur en áhrif á gróða — verður að taka með í reikninginn, þegar stefna fyrirtækis varðandi verð og framleiðs.’umagn er mörkuð. Fyrirtæki kann að vilja halda verðlagi niðri — og þar með fórna arði — til að forðast sam- keppni, opinbera íhlutun eða afskipti verkalýðsfélaga. Því kann að vera í mun að tryggja sér hylli viðskiptavina, bæta vinnuskilyrði eða ná fótfestu á markaði. Einnig kunna aiðrar hvatir að vera gróða.'önguninni yfirsterkari, svo sem mætur á tómstundum, alúð við vöruvönd- un eða þörf fyrir samfélags- viðurkenningu. Rétt er að láta þess getið, að ef fyrirtæki hegðuðu sér sam- kvæmt virðis-kenningunni, eins og hún var skilgreind hér a0 framan, ættu öfl samkeppninn- ar að draga úr eða eyða af- kastamismun þeirra, þar sem öll kosta kapps um sem mest- an arð — og hljóta því endan- Jega að ná hæstu framleiðni. Staðreyndin er hins vegar sú, að slíkur afkastamismunur helzt, og er hann meira að segja eitt markverðasta sér- kenni hagkerfisins. Annað mik- i.'vægt atriði er hneigð sumra fyrirtækja til stækkunar og fjölgunar. sem fær ekki heldur samræzt virðis-kenningunni. Slík útþensla skerðir gróða, þeg ar hún ieiðir til hækkaðs ein- ingarkostnaðar, lækkaðs ein- ingarverðs eða hvors tveggja. Dæmi um þá þróun eru að vísu fyrir hendi, þegar framleiðslu- varan er aðeins ein. En fyrir- tæki, sem framleiða margar vörutegundir, eru ekki háð nein um hindrunum að því leyti. Þau sækja á æ nýja markaði og greinast og f.’éttast í allar áttir. Vöxtur er metnaðarmál stjórn- endanna, og nýr gróði skapar möguleika á síauknum landvinn- ingum. Þetta fyrirbæri þekkja allir, sem fylgjast' með við- skiptalífinu. Orðið ágóði hefir í rauninni tvenns konar merkingu — eftir því hver á í hlut. Gagnvart fyr- irtækinu táknar það lífsandann sjálfan, því a® án ágóða þrífst það ekki. Gagnvart starfsmönn- um táknar ágóði hins vegar tekjur einhverra annarra aðila, — atvinnurekenda eða hlut- hafa. Þetta skýrir hina a.'da- gömlu óbeit verkamanna á arði og svonefndum „arðræninjgj- um“. Athyglisvert er, að slík óbeit er engu síður áberandi í þjóðnýttum fyrirtækjum en einkafyrirtækjum, sbr. t. d. hin illvígu verkföll eftir seinni heimsstyrjöld í bílaiðnaði franska ríkisins og í kolaiðnaöi Bretlands. Aður hefir verið sagt, að frumskylda fyrirtækja gagnvart samfé.’aginu væri að skila arði, hvort sem þau eru í eigu einka- aðila eða opinbers aðila. Stjórn- sýslu ber að afla skilnings á því sjónarmiði meðal starfs- manna og launþega almennt, að nægjanlegur arður fyrirtækis er öruggasta atvinnutryggingin fyrir þá sjálfa. Næsta grein mun birtast 1 byrjun febrúar, framhaldið síð- an reglui’ega. M. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.