Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 4
4 MYNDASÍÐA BUBBI Bubba Morthens þarf að sjálfsögðu ekki að kynna fyrir lesendum Málsins og aðdáendur hans geta glaðst yfir því að Bubbi ætlar að halda síðbúna út- gáfutónleika í Þjóðleikhúsinu næsta mánudags- kvöld, það verða tvennir tónleikar, klukkan 19 og 21.30. Þar spilar Bubbi lög af plötunum sem hann gaf út síðastliðið sumar, Ást og Í sex gráðu fjarlægð frá paradís, en Bubbi lofar að gamlir klassíkerar eins og „Rómeó og Júlía“ og „Svartur Afgan“ fái að fljóta með. Þegar MÁLIÐ náði tali af Bubba var hann á fullu að gera allt klárt og æfa fyrir tón- leikana. „Maður mætir ekki óundirbúinn í stærsta leikhús landsins.“ Flottir strákar „Tilgangurinn með tónleikunum er líka bara að hafa gaman af og stunda vinnuna sína,“ segir Bubbi sem hefur fengið nokkra af efnilegustu tón- listarmönnum yngri kynslóðarinnar með sér í lið. Með honum á tónleikunum spila Barði í Bang Gang og trommari og gítarleikari Mínuss, þeir Bjössi og Bjarni. „Þetta eru flottir strákar. Ég hef alltaf verið mikill Mínuss-aðdáandi þannig að mér finnst æð- islegt að spila með þeim og ég held að þeir séu gallharðir Bubba-aðdáendur.“ Það er reyndar óhætt að segja að flestir tónlistarmenn af þeirra kynslóð séu Bubba-aðdáendur. Hvernig finnst þér að spila með yngri tónlistar- mönnum? „Mér finnst ég vera á sama aldri og þeir,“ segir Bubbi og hugsar sig um. „Ég hef kannski lengri spilareynslu í tónlist en músík er bara litir og þegar þeir passa saman skiptir engu máli hvort fólk er átt- rætt eða tvítugt. Tónlist hefur engin landamæri sem slík og enga þröskulda.“ Sem útskýrir vinsældir Bubba og hvernig nýjar kynslóðir taka upp gömlu lögin hans. Þess má geta að nýlega voru endur- útgefin Konu-platan og Ísbjarnarblús. Jakob Smárason bassaleikari sem hefur spilað með Bubba í áratugi og Hrafn Thoroddsen spila einnig á þessum tónleikum: „Síðan vænti ég þess að Esther Talía komi og syngi með mér.“ Með annan fótinn í Bretlandi og Danmörku Þessa dagana er Bubbi ekki mikið á Íslandi. Hann er að vinna bæði í Bretlandi og Danmörku. „Ég var að gefa út barnabók í Bretlandi sem kom út fyrir mán- uði og ég skrifaði með Robert Jackson, sem er breskur rithöfundur.“ Í Danmörku er hann að vinna í tónlist en vill ekki gefa mikið meira upp um það. „Ég kann mjög vel við mig í Bretlandi og ég kann sérstaklega vel við mig í Danmörku enda er það móðurlandið mitt. Þar á ég föðurland og móð- urland.“ Miðasala er hafin og hægt er að nálgast miða í Þjóðleikhúsinu. BUBBI STÍGUR Á SVIÐ TÓNLEIKAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Texti Hanna Björk Á föstudaginn síðastliðinn var opnuð fataverslunin Gyllti kötturinn í Aust- urstræti 8. Þar má finna notuð föt og ný föt, pallíettur, fína síðkjóla, pelsa, hettupeysur, eldgamalt Adidas-dót, stígvél, belti, ýmislegt glingur, klukk- ur og gamla síma. Markmiðið er að bjóða upp á íslenska hönnun líka. Búðin er bæði fyrir stráka og stelpur og fyrir strákana fást gamlar Adidas- vörur sem eru ónotaðar en eru pruf- ur sem hafa aldrei farið í framleiðslu og því algjörir dýrgripir. GYLLTI KÖTTURINN GLYS OG GLAMÚR Myndir Árni Torfason Tónlist hefur engin landamæri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.