Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐSTAÐA til vegabréfaeftirlits og tollskoðunar í Seyðisfjarðarhöfn og á Egilsstaðaflugvelli er algjörlega ófull- nægjandi, samkvæmt nýrri skýrslu sem Ástríður Grímsdóttir, settur sýslumaður á Seyðisfirði, hefur látið vinna. Á flugvellinum fá brottfararf- arþegar farangur sinn í hendur eftir að vopnaleit hefur farið fram og geta auðveldlega fært muni úr ferðatösk- um og sett í handfarangur. Ástríður segir að þetta sé falskt öryggi og að flugvöllurinn myndi aldrei standast skoðun Schengen-nefndarinnar sem hefur eftirlit með millilandaflugvöll- um innan Schengen-svæðisins. Ástríður var sett sem sýslumaður á Seyðisfirði 15. október sl. til 1. maí nk. en hún var áður sýslumaður á Ólafs- firði. Meðal hennar fyrstu verka var að biðja um fyrrnefnda skýrslu sem dómsmálaráðherra mun brátt fá í hendur. Um ástandið í Seyðisfjarðarhöfn segir Ástríður að þar séu hvorki gegnumlýsingartæki fyrir tollskoðun né tæki til að rannsaka hvort vega- bréf séu fölsuð. Aðstaða til tollleitar í farangri sé auk þess afar bágborin og t.a.m. sé ómögulegt að vísa farþegum til hliðar meðan leitað er í farangri þeirra og því þurfi leit að fara fram fyrir allra augum. Nýtt hús til tollleitar, m.a. með að- stöðu til leitar í bifreiðum, var tekið í notkun árið 2003 en Ástríður segir að húsið sé of lítið. Í húsinu sé aðeins hægt að leita í fólksbílum og nánast óbreyttum jeppum en húsbílar, sem eru verulegur hluti þeirra bíla sem koma til Seyðisfjarðar með ferjunni Norrænu, komist þar ekki fyrir. Því verði að leita í húsbílum utandyra og þar með sé slík leit illgerleg enda þurfi við tollleit að færa farangur út úr bílunum meðan leitað er í þeim. Smyglarar vita um ástandið Norræna siglir reglulega til Seyð- isfjarðar og í ár hafa 13–14.000 far- þegar komið með ferjunni frá útlönd- um, að sögn Ástríðar. Vegna ferjuumferðarinnar er talin mikil hætta á smygli um höfnina m.a. vegna þess að mun auðveldara er fyrir smyglara að fela hluti og fíkniefni í farangri og í bifreiðum heldur en að smygla í vörugámum. Ástríður segir ekkert vafamál að miklu sé smyglað um Seyðisfjarðarhöfn og rökstuddur grunur sé um fíkniefnasmygl. Bendir hún á að í sumar hafi fundist um 4 kíló af metafmetamíni sem hafði verið kirfilega falið í bifreið. Fleiri staðfest dæmi eru um að fíkniefnum hafi verið smyglað með þessum hætti. „Þeir sem ætla sér að smygla inn í landið þeir kanna möguleikana og þeir vita nákvæmlega hvernig ástandið er hér.“ Geta tekið skæri um borð Varðandi Egilsstaðaflugvöll segir Ástríður að þar séu hvorki tæki né fullnægjandi aðstaða til vegabréfa- skoðunar. Starfsmenn hafi ekki að- gang að tækjabúnaði til að greina hvort vegabréf séu fölsuð en falsarar hafi fyrir löngu náð því að falsa vega- bréf þannig að ekki sjáist munur með berum augum. Þurfi að gera líkams- leit á farþegum fari hún fram á kaffi- stofu starfsmanna og sé einhver í kaffi þegar slík leit þurfi að fara fram sé sá hinn sami rekinn út á meðan. Á flugvellinum eru tæki til vopna- leitar, bæði leitarhlið og gegnumlýs- ingartæki fyrir farangur. Ástríður segir að búnaðurinn veiti falskt ör- yggi þar sem farþegar fái farangur sinn aftur í hendur áður en þeir láta hann af hendi við innritunarborð. Inn- ritunarsalurinn sé þröngur og því hægðarleikur fyrir farþega að færa muni úr farangri sem á að fara í far- angurslest flugvélarinnar yfir í hand- farangur. Þeir sem vilji t.d. taka skæri með sér um borð geti það auð- veldlega. Þá fylgist engar öryggis- myndavélar með farþegum. Egilsstaðaflugvöllur er varaflug- völlur fyrir Keflavíkurflugvöll, þaðan er vikulegt flug til Danmerkur og í febrúar mun hefjast beint flug til Pól- lands og verður flogið tvisvar í viku. Ástríður segir brýnt að embættið fái nauðsynlegan tækjabúnað áður en Póllandsflugið hefjist og einnig verði að bæta við búnaði við höfnina áður en áætlun Norrænu breytist og hún byrjar að hafa viðkomu á Hjaltlandi. Ástríður segir að samkvæmt tolla- lögum beri flutningsfyrirtækjum að útvega fullnægjandi húsnæði fyrir tollgæslu. Næsta skref sé að hefja viðræður við þau um úrbætur á hús- næðismálum. Ófullnægjandi aðstaða til tollleitar og vegabréfaskoðunar á Austurlandi Vopnaleitarbúnaður veitir aðeins falskt öryggi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KNATTSPYRNUSAMBAND Ís- lands og menntamálaráðuneytið und- irrituðu í gær samning um 200 millj- óna króna styrk ríkisins til uppbyggingar aðstöðu áhorfenda á Laugardalsvelli. Nýlega hófust fram- kvæmdir á Laugardalsvelli og hefur KSÍ þegar undirritað samning við Reykjavíkurborg þess efnis að borgin leggi til 398 milljónir króna á næstu þremur árum til viðhalds og endur- bóta á eldri mannvirkjum í eigu borg- arinnar við völlinn. KSÍ mun síðan leggja til 440 milljónir vegna bygg- ingar kennslu- og fræðslumiðstöðvar og skrifstofuhúsnæðis fyrir knatt- spyrnuhreyfinguna. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar er allt að 1.200 milljónir króna og undirritaði KSÍ einnig verksamning í gær við Ístak um framkvæmdirnar en Ístak átti lægsta tilboð í verkið. Erlendur stuðningur mikilvægur „Þessi samningur við ríkið gerir það að verkum að við getum hafist handa við þessar framkvæmdir sem ég tel mjög brýnar til þess að skapa knattspyrnunni á Íslandi sambæri- lega aðstöðu og er í öllum löndum í kringum okkur,“ sagði Eggert Magn- ússon, formaður KSÍ, við undirrit- unina. Eggert sagði að menntamála- ráðherra hefði beitt sér fyrir því í ríkisstjórn að settar yrðu 200 millj- ónir í þessa uppbyggingu þegar ljóst var að möguleiki væri á fjárstuðningi frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusam- bandinu, FIFA, en þessir aðilar munu leggja til 3–400 milljónir. Þakkaði hann ráðherra fyrir að hafa skilið hvað í húfi væri og fyrir að hafa beitt sér í þessu máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra íþróttamála, sagði að ekki hefði verið hægt annað en fara í þetta samstarf með KSÍ þegar tækifæri gafst til að fá töluvert mikla erlenda fjármuni til framkvæmdanna. „Það hefur verið ánægjulegt fyrir mig og mína í ráðuneytinu að eiga í samstarfi við KSÍ, þið eruð með metnaðarfulla en markvissa og raunhæfa áætlun um uppbyggingu knattspyrnunnar hér á landi og það er ánægjulegt fyrir rík- isvaldið að eiga þátt í því að reyna að stuðla að enn frekari eflingu þessarar skemmtilegu íþróttar,“ sagði Þor- gerður Katrín. Mun rúma 10.000 manns í sæti Stúkan verður lengd til norðurs og suðurs auk þess sem hún verður byggð fram niður að hlaupabraut og nýtt þak verður byggt yfir alla stúk- una. Fullgerð mun stúkan rúma um 6.500 sæti og völlurinn alls um 10.000 manns í sæti. Við stúkuna, til vesturs, mun rísa ný bygging sem hýsir skrif- stofur KSÍ og fræðslusetur. Þessi bygging verður einnig þjónustubygg- ing fyrir stúkuna og leikvanginn í heild. Stefnt er að því að klára stækkun stúkunnar fyrir fyrsta leik að vori en öllum framkvæmdum á að vera lokið í ágúst eða september á næsta ári. Endurbættur Laugardalsvöllur mun líta svona út. Aðkoma verður að framanverðu en hún var áður til hægri. Styrkur upp á 200 millj- ónir til uppbyggingar Morgunblaðið/Kristinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Eggert Magn- ússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, undirrita samning sín á milli. Loftur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, fylgist með. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is GAT kom á heitavatnsæð við dælustöð í Stekkjarbakka í Reykjavík í fyrradag vegna vatns- tæringar úr umhverfinu. Vart varð við bilunina síðdegis á þriðju- dag og var unnið að viðgerð að- faranótt miðvikudags. Sökum þessa voru rúmlega þrjátíu þúsund íbúar á svæðinu frá Vesturbergi að Stekkjarbakka án heitavatns í samtals níu klukkustundir í fyrri- nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur tók við- gerðin sjálf tiltölulega skamman tíma, en mestur tíminn fór í að tæma vatnslögnina. Loka þurfti fyrir vatn frá Vesturbergi að Stekkjarbakka og losa vel á annað hundruð tonn af vatni úr lögninni áður en hægt var að komast að pípunni til viðgerða. Lögnin er 40 sentimetra breið og hluti af um 2 þúsund kílómetra lagnakerfi hita- veitunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gat kom á heitavatnsæð RÚMLEGA tvítugur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stinga annan mann með hnífi ofar- lega í utanvert læri þar sem þeir voru staddir á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var hann dæmdur til að greiða 150.000 krónur í miskabætur. Maðurinn játaði sakargiftir en sagðist hafa dregið upp hnífinn eftir að hafa fengið höfuðhögg og hann hafi því verið að verjast árás. Þessu hafnaði dómurinn og benti á að hann var á leið út af staðnum í fylgd dyra- varða og að engin rök stæðu til þess að líta á hnífaárásina sem neyðar- vörn. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafði ekki áður brotið gegn hegningarlögum og að áverkinn sem hann veitti var grunn- ur. Á hinn bóginn var litið til þess að hnífurinn hafði 11 sentimetra langt blað og að við beitingu slíkra vopna getur verið tilviljunum háð hvaða áverkar hljótast af. Haldi maðurinn skilorð í þrjú ár fellur refsingin niður. Ingveldur Einarsdóttir kvað upp dóminn. Katrín Hilmarsdóttir sótti málið af hálfu ákæruvalds en Hilmar Ingimundarson hrl. var til varnar. Skilorðsbundið fangelsi fyrir hnífstungu LAUNAVÍSITALA nóvembermán- aðar hækkaði um 0,6% milli mán- aða og hefur síðustu tólf mánuði hækkað um 7,3%. Þessi tólf mánaða hækkun er tvöfalt meiri en í mán- uðunum þar á undan þegar hækk- unin milli mánaða var 0,3%. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar hefur verið yfir 6% allt þetta ár. Launavísitala hækkaði um 7,3%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.