Morgunblaðið - 22.12.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.12.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 15 FRÉTTIR fiEIR SEM TAKA KB ÍBÚ‹ALÁN Í DAG GREI‹A SÖMU VEXTI NÆSTU 40 ÁRIN E N N E M M / S ÍA – kraftur til flín! Kynntu flér máli› í næsta útibúi, á kbbanki.is e›a í síma 444 7000. MAGNÚS Kristinsson, sem er nýr eigandi Toyota- og Lexus- umboðsins á Íslandi, afhenti kl. 13.44 í gær 4.544. nýja Toyota- bílinn sem seldur er á þessu ári. Talan 44 hefur verið sérstök happatala Magnúsar Krist- inssonar og fjölskyldu hans. Ekki spillti fyrir að Björgvin Njáll Ing- ólfsson, deildarstjóri hjá P. Sam- úelssyni hf., sem var Magnúsi Kristinssyni til fulltingis við af- hendinguna, fagnaði 44 ára af- mæli í gær. Um var að ræða bíl af gerðinni Toyota Avensis Sedan sem hjónin Björn Jóhannsson og Guðrún F. Heiðarsdóttir keyptu. Af þessu tilefni fengu þau blómvönd og gjafabréf upp á flugferð fyrir tvo til Evrópu. Talan 44 hefur lengi fært Magnúsi og fjölskyldu hans gæfu og má geta þess að bátur föður hans, Bergur, bar skráning- arnúmerið VE 44. Magnús sagði að þegar hann kom til starfa hjá fyrirtæki föður síns um 1970 hafi fyrirrennari hans þar verið byrj- aður að „44-væða“ félagið. „Fyr- irrennari minn, sem var móð- urbróðir minn og vann á skrifstofu fjölskyldufyrirtækisins, reyndi að koma tölunni 44 fyrir alls staðar þar sem hægt var að velja. Forsaga þessa er kannski sú að langafi minn gerði út skútu frá Hafnarfirði, Surprise GK 4, og þaðan kemur talan fjórir inn í fjölskylduna. Ég hef haldið þessu merki hátt á loft síðan,“ sagði Magnús. Hann sagði einnig að ætti hann val yrði talan 44 fyrir valinu. Þannig birtist talan 44 í nöfnum og númerum á borð við símanúmer fyrirtækja hans. Eitt fyrirtækja hans heitir t.d. MK44. Magnús kvaðst vera stoltur af því að fá að taka þátt í að af- henda 4.544. nýja Toyota-bílinn kl. 13.44 á fyrsta heila deginum sem Toyota-umboðið, P. Sam- úelsson, var í eigu hans. Honum þótti ekki verra að Björgvin Njáll skyldi eiga 44 ára afmæli sama dag. Toyota-bíll nr. 4.544 afhentur kl. 13.44 Morgunblaðið/Kristinn 4.544. Toyota-bíll ársins var afhentur kl. 13.44 í gær. F.v.: Björgvin Njáll Ingólfsson, deildarstjóri hjá P. Samúelssyni hf., Björn Jóhannsson og Guð- rún F. Heiðarsdóttir, og Magnús Kristinsson, nýr eigandi umboðsins. Talan 44 er happatala ♦♦♦ SÓLVEIG Pálsdóttir, framhalds- skólakennari og leikkona, gefur kost á sér í annað sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar næsta vor. Próf- kjörið fer fram 4. febrúar næst- komandi. Í fréttatilkynn- ingu kemur fram að helstu áherslu- atriði hennar séu áframhaldandi sterk fjármálastjórnun án skatta- hækkana, hvatapeningar til eflingar íþrótta- og æskulýðsmála og list- rænnar þátttöku barna frá 6–16 ára, mótun heildstæðrar menningar- og safnastefnu, bætt aðstaða fyrir fé- lagsstarf unglinga og fyrir almennt tómstundastarf eldri jafnt sem yngri íbúa Seltjarnarness ásamt frekari eflingu miðbæjarkjarnans á Eiðistorgi. Sólveig hefur verið for- maður menningarnefndar Seltjarn- arness og varabæjarfulltrúi frá árinu 2002. Sólveig Páls- dóttir gefur kost á sér í annað sæti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.