Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI HJALTI Jón Sveinsson skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akureyri næsta vor, en prófkjörið verður í febrúar á næsta ári. Hjalti Jón telur að nú sé tækifæri til að taka þátt í stjórnmálum á vettvangi bæjarstjórnar. Hann telur mikilvægt að styrkja Akureyri sem skólabæ í víðasta skilningi þess orðs, þ.e. öll skólastig frá leikskóla upp í háskóla. Búa megi betur að skólunum og nauðsynlegt sé nú að styðja betur við bakið á ungu fólki. Þá þurfi að gera Akureyri að eftirsóknarverðum valkosti varðandi búsetu fyrir ungt fólk, gera hann meira aðlaðandi fyrir ungt fólk sem læra vill í bænum, búa þar og ala upp sín börn. Þá verði jafnframt grund- völlur tryggður fyrir fjölgun íbúa og eflingu fjölbreytts atvinnulífs. Hjalti Jón sækist eftir ein- hverju af fjórum fyrstu sæt- um listans og er reiðubúinn að styðja Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóra, fari hann fram á ný við bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Hjalti Jón hefur metnað fyrir hönd skólanna í bænum og unga fólksins sem stundar í þeim nám og telur sig hafa talsvert til málanna að leggja í þeim efnum. Efla þarf forvarnir og herða eftirlit varðandi áfengis- og vímuefna- neyslu ungmenna. Þá telur Hjalti Jón að skynsamlegt sé að koma á öflugum almenningssamgöngum í Eyja- firði, slíkt sé ekki fullreynt, en þannig gætu ungmenni á því svæði sótt skóla til Akureyrar að morgni og komist heim að kvöldi. Þá vill hann að gerð Vaðlaheiðaganga verði flýtt sem kostur og er sáttur við að stóriðja rísi við Skjálfanda. Hjalti Jón Sveinsson Hjalti Jón Sveinsson skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri Tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks VEGNA gríðarlegrar eftirspurnar eftir miðum á Fullkomið brúðkaup og fjölda áskorana hefur seinni hluti leikársins 2005–2006 hjá LA verið endurskipulagður og stokk- aður upp. Ákveðið hefur verið að halda áfram sýningum á Fullkomnu brúðkaupi í janúar og febrúar. Til að gera þessa breytingu mögulega þarf að fresta frumsýningu á söng- leiknum Litla hryllingsbúðin en hún verður frumsýnd 23. mars. Frumsýningu á Maríubjöllunni er á hinn bóginn flýtt til 17. febrúar en sú sýning verður frumsýnd í nýju leikrými sem LA tekur í notkun og getur því gengið samhliða sýn- ingum á Fullkomnu brúðkaupi. Sýningum á Fullkomnu brúð- kaupi átti að ljúka um áramótin en troðfullt hefur verið á allar sýn- ingar og aukasýningar sem bætt hefur verið við hafa allar selst upp jafnóðum. Sýningin hefur verið sýnd allt að fimm sinnum í viku hverri en ekkert lát er á aðsókn. Aukasýningarnar á Fullkomið brúðkaup í janúar og febrúar voru settar í sölu í gær. Forsala á Mar- íubjölluna hefst 25. janúar en for- sala á Litlu hryllingsbúðina hefst 20. febrúar. Miðasala er opin alla virka daga frá kl. 13–17 og allan sólarhringinn á netinu. Áfram sýn- ingar á Full- komnu brúðkaupi SKIPVERJAR á fjölveiðiskipinu Þorsteini ÞH frá Þórshöfn hafa verið í loðnufrystingu um borð í skipi sínu á Eyjafirði síðustu daga. Að sögn Harðar Más Guðmunds- sonar, skipstjóra á Þorsteini, var skipið með um 350 tonn af loðnu sem fékkst í tveimur hölum í flott- roll um 50 mílur norður af Langa- nesi. Aðspurður sagði Hörður að lítið hefði sést af loðnu á svæðinu en þó hefði gengið vel að ná þess- um afla. „Þetta er þessi leitarkvóti sem skipin hafa verið að veiða,“ sagði Hörður en bætti við að óvissa væri um framhald loðnuveiðanna. Hann sagði að ef gefinn yrði út loðnukvóti í byrjun næsta árs yrði haldið strax til veiða. Þorsteinn ÞH hélt til veiða þann 17. desember sl. en skipið hafði þá verið á veiðum frá 8. september vegna bilunar. Skipið fékk í skrúf- una í Smugunni með þeim afleið- ingum að gírinn brotnaði. Viðgerð fór fram í Slippnum á Akureyri. „Hér virkar allt vel og aldrei geng- ið betur.“ Loðnufrysting um borð Morgunblaðið/Kristján Loðnufrysting Fjölveiðiskipið Þorsteinn ÞH er hér á siglingu á Eyjafirði í gær en um borð unnu skipverjar við að frysta loðnu. Þorsteinn ÞH kominn til veiða á ný Friðarljós | Friðarljós verða seld úr bíl sem verður í göngugötunni í Hafnarstræti á Þorláksmessu frá kl. 11 til 23 og einnig verður tekið við framlögum til Hjálparstarfs kirkj- unnar. Friðarljósin verða einnig seld við Kirkjugarðinn á Akureyri á að- fangadag. FORMLEG vígsla snjóframleiðslukerf- isins í Hlíðarfjalli fór fram um síðustu helgi en fresta varð vígslunni um viku vegna óhagstæðs veðurs. Snjófram- leiðsla hófst í Hlíð- arfjalli um miðjan nóvember og hefur gengið vel. Það var Vetraríþrótta- miðstöð Íslands stóð að framkvæmdinni og afhenti Þórarinn B. Jónsson, formaður stjórnar VMÍ, þeim Kristjáni Þór Júlíussyni bæj- arstjóra og Birni Snæbjörnssyni, formanni íþrótta- og tómstundaráðs, snjóframleiðslubúnaðinn til afnota að viðstöddu fjölmenni. Snjóframleiðslan byggist á að vatni er dælt undir þrýstingi að snjóbyssum sem þeyta vatninu upp í loft þar sem það kristallast og fellur til jarðar sem snjór. Til að hægt sé að framleiða snjó þarf lofthiti að vera undir frostmarki. Í fyrsta áfanga voru keyptar 7 snjóbyssur til framleiðslunnar en þær eru færðar á milli 30 tengistúta í fjallinu með snjótroðara. Hver byssa getur fram- leitt úr allt að 600 lítrum af vatni á mínútu. Morgunblaðið/Kristján Vígsla Gestir við vígslu snjóframleiðslukerfisins í Hlíðarfjalli standa framan við eina snjóvélina. Snjóframleiðslukerfið vígt formlega Álftanes | Fulltrúar íbúasamtakanna Betri byggðar á Álftanesi afhentu í gær Guðmundi G. Gunnarssyni bæj- arstjóra undirskriftir frá um 700 íbú- um bæjarfélagsins sem mótmæla til- lögu að deiliskipulagi miðsvæðis sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 8. nóvember sl. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að tillagan uppfylli ekki væntingar undirritaðra til miðbæjar- og þjón- ustuhverfis varðandi legu gatna og göngustíga, stærð og staðsetningu bygginga. Jafnframt er farið fram á að skipulagið verði tekið upp að nýju, efnt verði til hönnunarsamkeppni og íbúar fái sjálfir að kjósa á milli til- lagna. Með þessu telja samtökin að vilji íbúa nái fram að ganga en að öðr- um kosti verði undirliggjandi óánægja ríkjandi með starfandi bæj- aryfirvöld. Á Álftanesi búa um 2.200 manns og segja fulltrúar Betri byggðar að íbúar sætti sig ekki við þá tillögu sem sam- þykkt hefur verið af meirihluta bæj- arstjórnar. „Það náðist ótrúlega góður árangur í undirskriftasöfnuninni og 75% að- spurðra skrifuðu undir áskorunina til bæjaryfirvalda,“ segir Kristinn Guð- mundsson hjá íbúasamtökunum Betri byggð. „Það var greinilegt á máli bæj- arbúa að þeir treysta ekki núverandi meirihluta fyrir frekari framkvæmd- um og þess skal einnig getið að þetta er í annað skipti á þessu ári sem bæj- aryfirvöldum eru afhent mótmæli 75% íbúa,“ sagði Kristinn og vísar til þess að snemma á árinu voru þáver- andi bæjarstjóra afhentar um 500 undirskriftir ósáttra íbúa. Engin efnisleg átök Guðmundur Gunnarsson, bæjar- stjóri Álftaness, tók við undirskrift- unum og mun færa skipulagsnefnd þær á fundi næstkomandi miðviku- dag. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Guðmundur ekki hafa fundið fyrir almennri óánægju en frekar fengið hvatningu frá íbúum. Hann segir vinnuferlið við deiliskipulag miðsvæð- isins hafa verið heiðarlegt og vel kynnt en viðurkennir að staðan sem upp er komin sé vissulega nokkuð skrítin. Engin efnisleg átök séu um málið, gagnrýnin sé huglæg og við það sé erfitt að glíma. „Við fengum heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa skipulagið og þar með segja þeir að ferlið sé gott og í lagi,“ segir Guðmundur og bætir við að ekki komi til greina af hans hálfu að taka skipu- lagið aftur upp og efna til hugmynda- samkeppni. „Það er allt of mikið í húfi. Bæjarfélagið hefur eignast stóran hluta af miðsvæðinu og lóðum fyrir allt að 80 íbúðum verður úthlutað um leið og skipulagið verður formlega staðfest. Einnig fáum við hjúkrunar- heimilið Eir sem samstarfsaðila í stórt og skemmtilegt verkefni fyrir eldri borgara á nesinu og mér dettur ekki til hugar að leggja það til að þessum stóru málum íbúa sé offrað.“ Íbúar á Álftanesi óánægðir með skipulag miðbæjarkjarna Vilja fleiri valkosti og kosningu milli þeirra Morgunblaðið/Guðmundur Böðvarsson Afhent Kristín Bergþórsdóttir, fulltrúi Betri byggðar, afhendir Guðmundi Gunnarssyni bæjarstjóra undirskriftarlista með nöfnum um 700 íbúa. Eftir Andra Karl andri@mbl.is JÓLASKEMMTUN var í Öskjuhlíð- arskóla sl. þriðjudag. Kertasníkir kom í heimsókn og gengið var í kringum jólatréð og sungið. Nem- endur skólans voru með ýmis skemmtiatriði m.a. flutti 8. bekkur helgileik sem fjallaði um jóla- guðspjallið. Helgileikur hefur verið sýndur á jólaskemmtuninni á hverju ári allt frá stofnun skólans 1975 og er yfir 30 ára hefð á því að sýna helgileikinn. Jólaskemmtun í Öskjuhlíðarskóla Laugardalur | Öldungaráð Frjáls- íþróttasambands Íslands hefur gert samkomulag við FÍRR um æfinga- tíma í Laugardalshöll á miðvikudög- um og föstudögum frá kl. 18–22. Allir sem eru 35 ára og eldri, skokkarar, skokkhópar, núverandi eða fyrrver- andi iðkendur í frjálsum íþróttum geta nýtt sér þessa aðstöðu. Um er að ræða aðgang að hlaupa- brautum, 200 m. hring, kastaðstöðu og kastáhöldum, langstökksaðstöðu, hástökksaðstöðu og stangarstökks- aðstöðu. Mjög góð lyftingaaðstaða er nú komin í Höllina og á hún eftir að batna enn frekar, en aðgangur að henni er einnig innifalinn í sam- komulaginu. Lámarksgjald er tekið fyrir að- stöðu en ef menn vilja æfa undir til- sjón þjálfara er mögulegt að semja um það. Öldungar æfa frjálsar íþróttir í Laugardal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.