Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 27 Ájólum gera allir eins vel viðsig og efni standa til og ergrjónagrauturinn þar eng-in undantekning. Jóla- grautnum fylgir oftast möndlugjöf sem þarf að henta öllum aldurs- hópum því enginn má vita fyrir fram í hvaða skál mandlan lendir. Hér á eft- ir eru uppskriftir að hvoru tveggja og sýnishorn af hefðbundnum út- færslum og nýstárlegum. Möndlugrautur Fyrir 4 1 msk. smjör eða matarolía 1 b. hrísgrjón ( búðingsgrjón) ½ vanillustöng 1 b. vatn 1 b. mjólk 1 b. rjómi salt 2 dl rúsínur Bræðið smjörið í þykkbotna potti. Setjið vatnið út í og hitið að suðu. Setjið vanillustöngina út í og bætið grjónunum hægt saman við. Hrærið stöðugt í á meðan. Hellið mjólkinni og rjómanum smátt og smátt saman við. Látið grautinn malla í a.m.k. 45 mín- útur en hrærið af og til í honum. Fjar- lægið vanillustöngina. Saltið grautinn örlítið og bætið rúsínum saman við ef vill. Setjið grautinn í skálar og setjið möndlu í eina skálina. Berið fram með kanilsykri, ískaldri mjólk og/eða berjasaft. Með brenndu smjöri Tilbrigði við þennan hefðbundna jólagraut er að bera hann fram með brenndu smjöri. Látið smjör í pott og látið malla þar til það hefur fengið á sig dökkan lit og hellið út á grautinn í skálunum. Ris à l’amande Fyrir 4 1 msk. smjör 1 b. hrísgrjón (búðingsgrjón) 2–3 b. mjólk ½ vanillustöng ½ tsk. salt 50 g möndluflögur 2 msk. sykur 2 msk. sérrí (má sleppa) ½ lítri rjómi (þeyttur) Bræðið smjörið í þykkbotna potti. Setjið tvo bolla af mjólk út í og hitið að suðu. Setjið vanillustöngina út í ásamt salti og bætið grjónunum hægt saman við. Hrærið stöðugt í á meðan. Látið malla í a.m.k. 45 mínútur en hrærið af og til í grautnum. Bætið meiri mjólk út í eftir þörfum. Takið af hitanum og fjarlægið vanillustöngina. Látið grautinn kólna í pottinum með lokið á. Þegar grautinn er orðinn kaldur er möndluflögum, sykri og sérríi bætt vandlega saman við og að lokum þeytta rjómanum. Berið fram með t.d. þykkri kirsuberjasósu sem fæst í litlum fernum fyrir jólin eða karamellusósu. Karamellusósa 300 g sykur 3 msk. smjör 1 peli rjómi Brúnið sykurinn á þurri pönnu þar til hann er farinn að freyða. Bætið smjörinu saman við og bland- ið vel. Takið af hitanum og bætið rjómanum saman við. Setjið aftur á helluna og látið malla í a.m.k. 5 mín- útur.  MATUR Það er lítið mál að sparibúa jólagrautinn og bera á borð fyrir gesti, hvort sem hann er í formi möndlugrauts, sem yfirleitt er borinn fram á undan jólasteikinni, eða sem eftirréttur á franska vísu, „Ris à l’amande“. Margrét Þóra Þorláksdóttir eldaði jólagraut. Höfundur er matgæðingur. Jólagrauturinn Morgunblaðið/Þorkell Ris á l’amande með kirsuberjasósu. DAGLEGT LÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.