Morgunblaðið - 22.12.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.12.2005, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF E lmar Diego, eigandi Fiskbúð- arinnar Vegamót á Seltjarnar- nesi, segir skötusöluna hjá sér hafa verið góða það sem af er og að hún fari ört vaxandi eftir því sem nær dregur Þorláksmessu, en þá nær sal- an hámarki. „Það er hægt að fá nokkrar teg- undir af skötu. Það er þó aðallega venjulega stórskatan og tindabikkjan, svo er mikið af fólki sem kaupir saltfisk fyrir Þorláksmessu,“ segir Elmar. Það er hægt að fá skötuna miskæsta. Elmar segir vinsælast að kaupa millikæsta og svo séu sumir sem vilji fá mjög sterka skötu. Hann segir mikla aukningu hafa verið undanfarin ár í skötusölunni og það borði hana alls konar fólk, ekki bara eldra fólkið. „Vestfirðingarnir vilja yfirleitt tindabikkjuna, þeir eru vanari henni. Hún er minni og yfirleitt mjög sterk,“ segir Elmar sem er sjálfur Vestfirðingur. Elmar verkar skötuna sem hann selur sjálf- ur. „Flestir sem verka skötu eru að safna henni yfir allt árið og frysta. Um sex til tíu vikum fyr- ir Þorláksmessu er hún tekin úr frosti og látin þiðna, standandi í körum, svo það leki af henni vökvinn. Hún er látin standa í kerinu þennan tíma og snúið reglulega. Skatan úldnar ekki svo lengi sem hún liggur ekki í miklum vökva, hún kæsist bara. Það eru engin efni notuð við verkunina,“ segir Elmar og neitar þeim sögu- sögnum að það sé migið á skötuna við verkun. Skatan er soðin í tíu til fimmtán mínútur. „Best er að sjóða vatnið fyrst og setja skötuna svo ofan í. Yfir suðutímann er gott að fleyta froðuna, sem kemur á vatnsyfirboðið, af. Sum- ir vilja skipta um vatn til helminga í miðri suðu og láta suðuna koma upp aftur.“ Elmar segir skötuna yfirleitt nætursaltaða, fyrir utan tindabikkju, svo það þarf ekki að salta í pott- inn. „Meðlætið er vestfirski hnoðmörinn og hamsatólg sem er hægt að kaupa hjá mér líka. Svo eru kartöflur, smjör og rófur gott með.“ Elmar eldar sjálfur skötu á Þorláksmessu og segir hana lostæti. Eitt kílógramm af skötu hjá Vegamótum kostar 895 og 995 kr. Skatan selst vel á Siglufirði Hjá Eysteini Aðalsteinssyni hjá Fiskbúð Siglufjarðar kostar kílógrammið af skötunni frá 800 til 1.100 kr. Hann hefur rekið fiskbúðina í tæp þrjátíu ár og segir skötusöluna ganga ágætlega. „Hún eykst ár frá ári, yngra fólkið er farið að borða meira af þessu en var áður fyrr. “ Eysteinn verkar ekki skötuna sjálfur. Hann er með mjög sterka tindabikkju að vestan, frá Hnífsdal, og stóra skötu sem er kæst og söltuð frá Ólafsfirði. „Það er mjög vel látið af þessari skötu. Ég er búin að smakka hana í ár og hún er prýðilega góð.“ Eysteinn hefur borðað skötu frá unglingsárum og þykir hún best vel kæst og söltuð. „Mér finnst hún full sterk ef hún er bara kæst. Flestir vilja hafa hana að- eins saltaða líka, þá tekur hún ekki eins rosa- lega í.“ Í Hagkaupum í Kringlunni fæst skata í fisk- borðinu, þar kostar kg. 998 kr. og segja þeir söluna á henni hafa byrjað vel. Skatan þykir nokkuð kæst í ár en hún kemur frá Furðu- fiskum sem fá hana að vestan.  ÞORLÁKSMESSA | Margir borða skötuna með kartöflum, rúgbrauði og hnoðmör eða hamsatólg Skötusala hefur aukist undanfarin ár Á morgun munu mörg heimili landsmanna vera undirlögð af skötulykt. Sumum þykir skatan hið mesta lostæti á meðan öðr- um finnst hún argasta óæti. Skötusalan hefur gengið ljómandi vel undanfarna daga að sögn fisksala. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Elmar, eigandi Vegamóta, skellir nokkrum vel völdum skötubitum á vigtina. Steingrímur, starfsmaður Vegamóta, sker skötuna í hæfilega stóra bita. Ég frétti nú af Reykvíkingi semvar í sakleysi sínu að takabensín hérna niður frá, í Bjarnabúð, og hann skildi ekkert í því hvaða fnykur þetta var sem lá í loft- inu,“ segir Guðfinna Jóhannsdóttir sem á og rekur veitingastaðinn Klett- inn í Reykholti í Biskupstungum. Með þessum orðum lýsir hún lyktinni á staðnum þegar skatan er elduð af miklum móð á Klettinum á Þorláks- messu. „Við erum með skötustöppu sem er mjög vinsæl. Í stöppunni er mikill hvítlaukur, smjör og kartöflur. Þetta er allt stappað og sett inn í ofn. Við erum með tindabikkju, venjulega skötu, saltfisk og þetta er borið fram með rófum og kartöflum og heima- löguðu rúgbrauði sem við bökum í hvernum hérna í Reykholti. Út á þetta eru svo settir hamsar, smjör eða venjuleg tólg.“ Það kemur margt fólk til Guðfinnu á Þorláksmessu. „Sveitungarnir koma frá 12 á hádegi og fram eftir degi. Í fyrra komu yfir hundrað manns.“ Guðfinna segir að skötu- veislan sé orðin að hefð í sveitinni og sífellt fleiri komi með hverju árinu, en hún hefur verið með veitingastaðinn í fimm ár. „Sumir vilja bara saltfisk og eru að kafna úr lyktinni, hún er ekkert geðs- leg. Starfsfólkið geymir líka fötin sín úti í bíl, úlpurnar og svoleiðis. Lyktin festist náttúrlega svo rosalega í föt- unum.“ Guðrún Hárlaugsdóttir sér um að elda skötuna á Klettinum og gengur hún almennt undir nafninu Gunna skötustjóri. Við fáum að lokum uppskriftina að skötunni vinsælu. Tekið er fram í upphafi að þegar fólk eldar skötu þarf að hafa tilfinningarnar með í spilinu. Tungnaskata 2 kg soðin og kæld skata 11⁄2 kg soðnar kartöflur ½ stk. brætt smjörstykki 2–3 pressuð hvítlauksrif Allt þetta er stappað saman og á að vera löðrandi í smjöri. Síðan er það sett í eldfast mót og hitað í ofni. Ágætt er að gera stöppuna daginn áður svo að hún nái að „brjóta sig“.  REYKHOLT | Gunna skötustjóri sér um að Tungnamenn fái skötu Hvítlaukur með skötunni Það er jólalegt um að litast í sveitinni. Í veitingahúsinu Klettinum í Bisk- upstungum er boðið upp á ærlega skötuveislu á Þorláksmessu. Skatan getur orðið mjög stórog stærstu sköturnar sem veiðst hafa eru yfir tveir metr- ar á breidd, og um 3 metrar á lengd. Gaddar skötunnar eru nær eingöngu á hala hennar og þeir stærstu eru í beinni röð eftir miðju efra borði halans. Skatan er breið og flatvaxin. Eyruggarnir sem nefnast börð eru mjög stórir og þess vegna er hún svona breið. Utan um egg skötunnar er hulstur sem nefnist pétursskip. Morgunblaðið/Ómar Skatan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.