Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 29 DAGLEGT LÍF Síðumúla 3, sími 553 7355. Opið virka daga frá kl. 10-21, Þorláksmessu frá kl. 10-23 og aðfangadag frá kl. 10-13. Gjöfin hennar • Undirföt • Náttföt • Náttkjólar • Sloppar • Gjafakort Omega 3-6-9 FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Fjölómettaðar fitusýrur XE IN N -S N 05 12 00 2 Þú sérð öll jólatilboð Smith & Norland á heimasíðu okkar, www.sminor.is. Smelltu þar á bæklinginn Fyrir jólin og skoðaðu 16 glæsilegar síður sem eru fullar af eigulegum hlutum á góðu verði. Um jólin er ljósagleði lands-manna í hámarki. Aldrei er sú vísa of oft kveðin að varkárni skuli viðhöfð þegar svo mikið er um alls kyns ljós og kveikt er á kertum sem aldrei fyrr. Á vef Neytendastofu eru nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga þegar líður að jólum og er stiklað á þeim helstu.  Látum aldrei loga á jólatrénu yfir nótt eða þegar við erum að heiman.  Hendum gömlum jólaljósum sem eru úr sér gengin.  Notum ætíð ljósaperur af réttri gerð, stærð og styrkleika.  Inniljós má aldrei nota utan- dyra.  Látum logandi kerti aldrei standa ofan á raftæki.  Góður siður er að skipta um rafhlöður í reykskynjurum fyrir hver jól.  JÓLALJÓS Morgunblaðið/Jim Smart Frekari leiðbeiningar hjá Neytendastofu á www.neyt- endastofa.is Góð ráð fyrir jólin Á Bretlandi er haldið upp ásjálf jólin hinn 25. desem-ber en margir fara í mið- næturmessu að kvöldi þess 24. Þá er búið að skreyta allt húsið með jólavið, mistiltein, blómum og grenikrönsum og að sjálfsögðu setja upp jólatréð. Jóladagurinn hefst með því að fólk tekur upp pakkana og kíkir í sokkana sem hanga við arininn eða á öðrum góðum stað. Eftir það er farið að huga að jólamatnum sem er oftast boðið upp á milli tvö og fjögur. Jólaknöllin fastur siður Bretar setja alltaf jólaknöll á hvern disk og þegar sest er að borðum tekur hver einstaklingur í endann á tveimur knöllum með krosslagða handleggi fyrir framan sig og togar í. Alls lags skemmti- legheit eru inni í knöllunum, þar á meðal mottó og hattar sem allir setja á sig og hafa á kollinum með- an snætt er. Jólamaturinn í Bret- landi hefur verið fuglakjöt; kjúk- lingur, gæs en þó aðallega kalkúnn. Fylltur kalkúnn með ofn- bökuðum kartöflum, rósakáli eða öðru grænmeti og svo sósu fyrir kjötið. Annar matur sem borðaður er í kringum jólin í Bretlandi eru „mince pies“ e.k. ávaxtabökur og koníaks-, púrtvíns- eða viskílegar jólakökur með ávöxtum í. En að- almálið er jólabúðingurinn í eft- irrétt. Allir hræra í búðingnum Það er mikil hefð í kring- um jólabúðinginn og hafa þeir meira að segja dag sem heitir „hrært-upp- sunnudag- ur“ sem er síðasti sunnudag- urinn fyrir aðventuna. Þá koma allir í fjölskyldunni saman og hræra upp í búðingnum. 120 g sykraður ávaxtabörkur 120 g hveiti 120 g fersk hvít brauðmylsna 60 g möndluflögur 2 tsk sítrónusafi rifinn börkur af 1 sítrónu rifinn börkur af 1 appelsínu 5 egg, hrærð 1 tsk kanill 1 tsk sætt krydd (blanda af kanil, kóríander, engifer, negul og múskati) 1 tsk múskat smásalt 150 ml koníak Blandið saman öllum þurrefnum í stóra skál og bætið svo við koníakinu og eggjunum. Deigið sett í hátt smurt kökumót (jafnvel tvö) og bökunarpappír eða álpapp- ír settur yfir og þétt vandlega að mótinu með snæri. Lykkja búin til á snærið svo auðvelt sé að ná mótinu upp. Mótið sett í stóran pott og sjóðandi vatni hellt í 2⁄3 af pottinum. Lok sett yfir og soðið í 5–6 klukkustundir og vatni bætt í eftir þörfum. Þá er mótið tekið upp úr og nýr bök- unarpappír eða álpappír settur yf- ir og bundið vel fyrir. Geymt í kældum eldhússkáp fram til jóladags. Á jóladag er hægt að skreyta búðinginn með jólavið og rifs- berjum og er búð- ingurinn borinn fram með rjóma, hnetusósu, van- illusósu eða kon- íakssmjöri.  JÓLAHEFÐ Breskur jólabúðingur ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Stærðfræðileikur fyrir börn Tívolí Tölur er nýr stærðfræðileikur sem www. kennslu- forrit.is gefur út. Leikurinn er fyrir börn á aldrinum fimm til átta ára sem geta lært stærðfræði með því að spila hann. Hægt er velja þyngd og tegund verkefna í leiknum. Allur texti og talað mál er á íslensku.  NÝTT Húðvörur fyrir ungbörn Cetus ehf. vill vekja at- hygli á að Baby Naturals ungbarnalína fæst nú aft- ur á Íslandi. Þessar húð- vörur innihalda verulegt magn af kamilluolíu og Aloe Vera og henta vel fyrir börn og fullorðna. Vörurnar eru án litarefna, eru ekki prófaðar á dýrum og henta vel fyrir viðkvæma húð. Baby Nat- urals línan samanstendur af átta vörutegundum: Sérstaklega ber að kynna höfuðolíuna sem segir í fréttatilkynningu frá Cetus ehf. að vinni vel gegn skán á höfði barna. Hver einstaklingur verður að hræra þar sem það á að boða lukku og þegar þeir hræra óska þeir sér um leið. Nauðsynlegt er að hræra í búðingnum frá austri til vesturs í minningu vitringanna og samkvæmt hefðinni er búðingurinn gerður úr 13 hráefnum sem tákn fyrir Jesú og lærisveina hans. Oft á tíðum er settur peningur í að auki og merkir hann auðæfi fyrir þann sem hlýtur hann. Margar nútímafjölskyldur kaupa búðinginn tilbúinn þar sem þeim finnst of mikið mál að búa hann til frá grunni. Það er þó gaman að halda í hefðir og kannski vilja ein- hverjir Íslendingar prófa nýja siði því hér kemur því uppskrift að breskum jólabúðingi. Jólabúðingur 225 g hrásykur 225 g sykraðir ávextir 340 g ljósar rúsínur (sultanas) 340 g rúsínur 225 g rifsber ein áskrift... ...mörg blöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.