Morgunblaðið - 22.12.2005, Side 30

Morgunblaðið - 22.12.2005, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Kerti úr sama pakka geta brunnið mismunandi hratt og á ólíkan hátt MARGIR hafa gaman af því að dúlla sér við að pakka inn jólagjöf- unum. Morgunblaðið fékk snill- ingana í Blómagalleríi Hagamel til að koma með nokkrar hugmyndir að fallegum jólapökkum sem allir geta búið til. Berta Heiðarsdóttir, blóma- skreytir í Blómagalleríi, reyndist mjög hjálpleg og hugmyndarík. Hvítur einfaldur pakki skreyttur með slaufu. Svona pakka er hægt að skreyta á ýmsan hátt, t.d. með könglum, já, eða bara því sem hug- urinn býður. Jólagjöfin er sett í fallegan gegn- sæjan poka sem skreyttur er með slaufu og lifandi hýasintu. Utan á svartan pappírinn eru settar furunálar sem síðan eru festar með því að vefja vír utan um pakkann. Glimmer til frekari skreytingar. Einfalt, fallegt, glæsilegt  HUGMYNDIR DAGLEGT LÍF TREFJARÍKT mataræði veit- ir ekki vörn gegn krabbameini í þörmum, að því er bandarísk rannsókn gefur til kynna. Í Svenska Dagbladet er greint frá rannsókninni sem byggist á gögnum frá 700 þúsund manns. Áður hafði fólk mikla trú á að trefjar í fæðunni minnkuðu lík- ur á krabbameini en með aukn- um rannsóknum hefur fjarað undan þeirri trú og að sögn Anders Ekbom, prófessors við Karolinska sjúkrahúsið, stað- festir þessi rannsókn að ofur- trú á trefjaríku fæði eigi ekki við rök að styðjast. Niðurstöðurnar eru birtar í Journal of the American Medi- cal Association og m.a. er greint frá því að vissulega eigi þeir sem ekki neyti trefjaríkrar fæðu frekar á hættu að fá krabbamein en á sama tíma eru engar sannanir fyrir því að þeir sem borði mikið af trefjum séu síður í áhættuhóp en þeir sem borða lítið af trefjum. „Þetta sannar að einfaldar lausnir eru ekki til, segir Ekbom. Hann bendir á að forvarnir séu nauð- synlegar en þegar komi að krabbameini í þörmum sé því miður ekkert sem liggi beint við til forvarnar. Efasemd- ir um gagnsemi trefja  KRABBAMEIN KAFFI Viðvík opnaði 23. júní árið 2004 og ber nafn vertshús sem hét Viðvík og var líka á Skagaströnd. „Það var seinasta vertshúsið á staðn- um um miðja 18. öld og við ákváðum að endurvekja það nafn,“ segir Dagný sem blaðamaður náði að setj- ast niður með meðan Sigrún og Kristín héldu viðskiptunum gang- andi. „Þetta hús var upphaflega byggt sem verslunarhúsnæði árið 1912, frá 1922 til 1958 var hér skóli og eftir það ýmislegt, eins og lög- reglustöð, sýslumaður, íbúðir og í kjallaranum á sínum tíma var oft tal- að um að væri hreppskassinn, þar bjuggu þeir sem minna máttu sín. Árið 2000 tekur hreppsnefndin ákvörðun um að gera húsið upp og varðveita í sinni upprunalegu mynd.“ Sveitarfélagið vildi að það yrði eitt- hvað í nýuppgerðu húsinu og bað íbúana að koma með hugmyndir um nýtingu þess. Þær þrjár tóku sig saman og sendu hugmynd sína að kaffi- og menningarhúsinu. „Sú hug- mynd var reyndar sú eina sem barst svo við fengum reksturinn og sjáum ekki eftir því. Við leigjum húsið en eigum allt innbúið sjálfar. Þetta er náttúrúlega heilmikil vinna, því fyrir utan afgreiðsluna bökum við allt sem er boðið upp á hér.“ Kaffi Viðvík er bara opið á sumrin en yfir vetrartímann er það stundum opið fyrir sérstakar samkomur. Skemma ekki stefnumót Dagný segir aðallega íslenska ferðamenn koma til þeirra og fólkið í nágrenninu. „Við vinnum hérna þrjár og svo er ein sem leysir okkur af þeg- ar við þurfum frí. Við erum ekki að þessu til þess að verða ríkar heldur er þetta til menningarauka.“ Þær segjast sækjast eftir mann- legu samneyti með rekstrinum og auka ánægju sína og gestanna. „Markmið okkar er að gestunum sem koma hingað líði eins og gestum, ekki eins og viðskiptavinum. Að þeir finni að þeir séu velkomnir og við vonumst til að þeir fari út með þær minningar að þeir hafi komið hingað í heimsókn. Við höfum alla þjónustu mjög per- sónulega og ræðum við gestina, en að sjálfsögðu erum við ekki ofan í hverj- um gesti og fólk fær að vera út af fyr- ir sig. Við skemmum ekki rómantísk stefnumót með forvitni.“ Í kjallara hússins eru þær með lítið gallerí til skemmtunar og fróðleiks, seinasta sumar var þar sýningin Strandmenning í samvinnu við Byggðasafnið á Reykjum. Á kaffi- húsinu sjálfu var svo sýning á göml- um mannlífsmyndum frá Skaga- strönd. „Við erum líka með aðrar menningaruppákomur, eins og fyrir jólin, og svo höfum við fengið til okkar tónlistarmenn, upplesara og grínista.“ Núna í vetur hélt hljóm- sveitin Hundur í óskilum tónleika hjá þeim. Og svo hefur verið jóla- og handverksmarkaður á neðri hæðinni í desember. Almenn fróðleiksmiðstöð Þær eru líka með upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn og almenna fróðleiksmiðstöð eins og þær kalla það. „Það kemur oft ferðafólk hingað sem segir að skyldmenni þess hafi búið í húsinu og þá er Sigrún oft ansi góð að rekja ættir og finna tengingu. Við spjöllum oft mikið við gestina um staðinn og fleira.“ Kaffi Viðvík er innréttað á gam- aldags hátt og er mjög rúmgott og notalegt kaffihús. „Það er svo góður andi í þessu húsi að þótt við séum ekki að vinna endum við oft hérna samt í kaffi,“ segja þær. Þær sjá ekki að heilsárs- afgreiðslutími muni ganga, segja ekki grundvöll fyrir því, en stefna þó að því að hafa alltaf eitthvað opið yfir vetrartímann. Framundan hjá þeim er síld- arhlaðborð og bókaupplestur fyrir jólin og trúlega verður eitthvað um að vera á milli jóla og nýárs segir Dagný. Þær hafa klætt húsið í jóla- búninginn og bjóða upp á jólabakk- elsi og kakó þá daga sem kaffihúsið er opið nú fyrir jólin. Svo verður aft- ur dagleg opnun frá júní 2006.  KAFFIHÚS | Á Kaffi Viðvík á Skagaströnd er boðið upp á heimabakað bakkelsi Skemma ekki rómantík með forvitni Á Skagaströnd er ekki aðeins kúrekamenning því þar reka þrjár hressar konur Kaffi Við- vík. Þær Sigrún Lár- usdóttir, Dagný Marín Sigmarsdóttir og Krist- ín Kristmundsdóttir búa allar á Skagaströnd og ákváðu að opna kaffihús til menningarauka fyrir staðinn. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Ingveldur Geirsdóttir Þær Sigrún, Dagný og Kristín á Kaffi Viðvík bjóða upp á síldarhlaðborð, tónleika og bókaupplestur fyrir jólin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.