Morgunblaðið - 22.12.2005, Side 37

Morgunblaðið - 22.12.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 37 UMRÆÐAN HINN 9. desember sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Stefán Guðmundsson, stjórnarmann í Fé- lagi ábyrgra feðra, og víkur hann þar í annað sinn að störfum um- boðsmanns barna. Í grein minni sem birtist hinn 28. nóvember var gerð grein fyrir því hvert hlutverk um- boðsmanns barna er í forsjár- og umgengn- ismálum. Ég ætla ekki að endurtaka það sem þar kom fram né það sem þar sagði um fund minn með þrem- ur stjórnarmönnum í FÁF í mars sl. Ég læt duga að árétta að þeir voru ekki tilbúnir til að ræða málin á öðr- um forsendum en sín- um eigin. Það er of langt mál fyrir stutta blaðagrein að rekja skoðanaskipti okkar. En það er rangt hjá Stefáni að þær til- lögur þeirra sem ég var ekki reiðubúin að taka undir í einu og öllu hafi síðan verið meginmálið í tillögum þeim sem fram komu í lokaskýrslu svokallaðrar for- sjárnefndar. Í grein sinni leggur Stefán fyrir mig níu spurningar og biður um stutt og hnitmiðuð svör. Spurning- arnar sjálfar eru hins vegar flestar margþættar og sumar geta gefið tilefni til langrar umfjöllunar. Ég ætla því aðeins að fjalla í einni heild um þau efnisatriði sem spurningarnar gefa tilefni til. Börn eiga rétt á forsjá og umönnun beggja foreldra sinna hvort sem þeir búa samvistum eða ekki. Sem betur fer bera foreldrar oftast gæfu til þess að komast að samkomulagi um hvernig þessu verði best fyrir komið þegar þeir slíta samvistum. En því er ekki alltaf að heilsa. Í samskiptum barna og foreldra er staðan sú að börnin eiga réttinn en foreldrarnir bera skyldurnar. Ef hagsmunir barns og foreldris rekast á verða hagsmunir for- eldrisins að víkja. For- eldrar eiga sinn rétt en hann beinist þá fyrst og fremst að hinu foreldrinu eða stjórnvöldum. Íslensk löggjöf og þeir al- þjóðlegu samningar sem Ísland hefur full- gilt á sviði mannrétt- inda byggjast á þess- um grundvallar- sjónarmiðum. Það er tvímælalaust mikilvægast fyrir börn að sem mest sátt ríki um málefni þeirra við og eftir skilnað foreldra og að þau fái að njóta samvista við báða foreldra sína í sem ríkustum mæli. Fyr- irkomulag samvista barns og for- eldra verður ávallt að byggjast á því sem barninu er fyrir bestu í hverju einstöku tilviki. Sjónarmið um jafnrétti á milli foreldra mega ekki ráða för ef það stríðir gegn þörfum barns fyrir öryggi og stöð- ugleika. Í einhverjum tilvikum kann að henta barni að vera nær til jafns hjá foreldrum komist þau að samkomulagi um slíkt en ég tel óraunhæft að setja um það ákvæði í lög enda hefur það hvergi verið gert á Norðurlöndum. Það er ekki rétt sem skilja má af grein Stefáns að forsjárnefnd hafi gert tillögu um breytingu á barnalögum í þá veru. Nýlega lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um að foreldrar fari áfram með sameig- inlega forsjá barns við skilnað og sambúðarslit nema annað sé ákveð- ið, þ.e. með samningi foreldra eða dómi. Foreldrar þurfa að komast að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barnið eigi lögheimili. Í um- sögn minni til allsherjarnefndar Al- þingis er tekið undir þessa tillögu en bent á nokkur atriði sem huga þarf að samhliða slíkri breytingu. Þótt barn eigi lögheimili hjá öðru foreldri sínu og þar með að jafnaði fasta búsetu eins og segir í barnalögum, þá er barnið auðvitað jafnframt heimilismaður hjá hinu foreldrinu þegar það dvelur hjá viðkomandi. Samvistaslit foreldra eru börnum mjög erfið og oft áfall og for- eldrum ber skylda til að gera þeim þá breytingu eins bærilega og unnt er. Að eiga barn felur í sér skuld- bindingu til langs tíma og þótt for- eldrar geti ekki búið saman verða þeir að geta átt góða samvinnu um málefni barna sinna. Því miður tekst ekki alltaf að leysa mál í sátt og þá þurfa stjórnvöld og dóm- stólar að kveða uppúr um ágrein- ing aðila. Samkvæmt barnalögum ber að hraða meðferð síkra mála. Ákvæði barnalaga um umgengni og úrræði til að knýja hana fram eru samskonar hér og á hinum Norð- urlöndunum. Það á einnig við um þær viðmiðunar- og verklagsreglur sem gilda um hvernig umgengni skuli háttað. Það atriði sem helst hefur sætt gagnrýni hér er máls- hraðinn en fyrrnefndu frumvarpi dómsmálaráðherra er m.a. ætlað að bæta þar úr. Við endurskoðun barnalaga 2003 fjallaði sifjalaganefnd m.a. um hvort veita ætti dómstólum heimild til að kveða á um sameiginlega forsjá með dómi gegn vilja for- eldra. Nefndin taldi ekki rétt að leggja það til. Ég tel rétt að fara varlega í þessu efni, slíka breyt- ingu eigi ekki að gera nema að vel athuguðu máli. Danir hafa ekki tal- ið rétt að stíga þetta skref. Á hin- um Norðurlöndunum hefur slík heimild hins vegar verið í lögum. Í Svíþjóð hefur reynslan verið á þann veg að umboðsmaður barna þar í landi hefur vakið máls á því að gengið hafi verið of langt í því að dæma sameiginlega forsjá. Í skýrslu nefndar sem unnið hefur að endurskoðun sænskra laga og lögð var fram sl. vor kemur fram að hún telur að sameiginleg forsjá sé í flestum tilvikum barni fyrir bestu en grundvallarforsenda hennar sé að foreldrar geti unnið saman um málefni barns og sýnt hvort öðru virðingu. Sameiginleg forsjá fari í bága við hagsmuni barns þegar samstarfserfiðleikar eru fyrir hendi milli foreldra. Í nýju frumvarpi er því lagt til að þrengja heimildir dómstóla þannig að þeir geti því aðeins dæmt sam- eiginlega forsjá ef líkur eru til þess að foreldrar geti unnið saman um málefni barnsins. Ég tel mun brýnna að koma á lögbundinni sáttameðferð fyrir dómstólum eins og nágrannaþjóð- irnar hafa gert. Sáttaumleitan hjá sýslumönnum var tekin upp árið 2001 og hefur gefist mjög vel. Eng- um vafa er undirorpið að nið- urstaða sem fæst með sam- komulagi aðila er vænlegust til árangurs og í mestu samræmi við hagsmuni og þarfir þeirra barna sem í hlut eiga. Réttur barna – skyldur foreldra Ingibjörg Rafnar svarar grein Stefáns Guðmundssonar um störf umboðsmanns barna ’Samvistaslit foreldraeru börnum mjög erfið og oft áfall og foreldrum ber skylda til að gera þeim þá breytingu eins bærilega og unnt er. ‘ Ingibjörg Rafnar Höfundur er umboðsmaður barna. Föt fyrir allar konur á öllum aldri Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.