Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Arnkell Berg-mann Guð- mundsson, bók- bandsmeistari, fæddist í Reykjavík 7. desember 1924. Hann lést á Land- spítalanum fimmtu- daginn 15. desember síðastliðinn. Móðir hans var Sólveig Bergmann Sigurðar- dóttir, f. á Munaðar- hóli á Snæfellsnesi, og faðir hans var Guðmundur Gamal- íelsson, f. í Hækilsdal í Kjós. Hálf- systkini hans, sammæðra, eru: Jó- hanna, f. 1913, d. 1996, Ólafur, f. 1917, Alda, f. 1921, og Hólmfríður, f. 1923. Hinn 24. október 1959 kvæntist Arnkell Huldu Guðmundsdóttur, f. 12.12. 1926 á Akureyri. Börn þeirra eru: 1) Ásdís Jóna Berg- mann, f. 9.3 1960, gift Róberti V. Tómassyni, f. 14.11. 1959. Sonur þeirra er Róbert Bergmann, f. 23.11. 1992. 2) Arnkell Bergmann, f. 4.5. 1970, í sambúð með Huldu Nönnu Lúðvíksdóttur, f. 2.12. 1973. Synir þeirra eru: Lúðvík Thorberg Bergmann, f. 16.5. 1997, og Aron Daði Bergmann, f. 26.3. 2003. Fyr- ir hjónaband eignaðist Arnkell Gunnar Bergmann, f. 3.8 1948, Herdísi Bergmann f. 6.7. 1951, og Hafdísi, f. 17.12. 1954. Arnkell ólst upp í Reykjavík. Hann stundaði nám í bók- bandi í Ísafold og fékk meistararétt- indi 1949. Hann vann í Ísafold 1942–1946 og 1950–1966, hjá Petersen og Peder- sen í Kaupmanna- höfn 1946–1947, í Gutenberg 1966–1993, sem verk- stjóri 1966–1972. Hann tók virkan þátt í félags- og trúnaðarstörfum. Var formaður BFÍ 1976–1980, í trúnaðarráði FBM frá 1980–1994 og í varastjórn Félags bókagerð- armanna 1980–1992. Hann sat í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur 1967–1968. Arnkell varð Reykja- víkurmeistari í golfi 1961, hlaut gullmerki GR 1984. Hann varð Ís- landsmeistari í fluguvigt í hnefa- leikum 1942, léttvigt 1943–1944, 1947 í millivigt. Hann var í liði ÍR sem fyrst hóf körfuknattleik á Ís- landi 1949. Útför Arnkels verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku pabbi. Þú varst alltaf ró- legur og tókst öllu með jafnaðar- geði. Síðustu ár voru oft erfið en þú varst alltaf jafn rólegur og gast alltaf fundið húmorinn í öllu. Við vorum nýbúin að fara saman í bæ- inn og við hlökkuðum til jólanna. Á afmælidegi þínum 7. desember fórstu í kaffi heim til mömmu. Ekki grunaði mig að það væri þín síðasta heimsókn þangað. Ég veit að þú ert kominn á góð- an stað þar sem þú getur spilað golf og rabbað við fólk frá ólíkum menningarheimum. Guð blessi þig, pabbi minn. Þín Ásdís. Ég trúi því varla enn að elsku- legur pabbi minn sé horfinn yfir á annað tilverustig. Því þrátt fyrir að vera nýlega orðinn 81 árs hafði hann sterka lífs- löngun og var svo ungur í anda. Í veikindum sínum sýndi hann ótrú- legan styrk og seiglu, kvartaði aldrei og var afar jákvæður. Hann var glaðsinna, mikill húmoristi og oftast stutt í hláturinn. Hann hélt þeim einkennum til hinstu stundar. Hann var velviljaður og talaði ekki illa um nokkurn mann, heldur sá hið góða í samferðamönnum sínum. Pabbi átti marga vini og kunn- ingja og þegar ég var lítill strákur og fékk að fara með honum í bæinn heilsaði hann öðrum hverjum borg- arbúa svo mér fannst að hann hlyti að vera frægur maður. Sem smá- gutti sat ég oft í fanginu á honum fyrir framan sjónvarpið og hann út- skýrði fyrir mér og þýddi mynd- irnar af mikilli þolinmæði. Og sama átti við þegar við fórum saman í bíó. Mér leið alltaf vel í návist hans. Pabbi var mikill tungumálamað- ur og hafði gaman af að ferðast og vera innan um fólk. Hann var með þeim fyrstu sem spiluðu golf á Ís- landi og vann til margra verðlauna. Ég fékk stundum að fara með hon- um til að draga golfkerruna og skynjaði sterkt hversu vel hann naut útiverunnar. Hann og félagar hans göntuðust mikið og mér fannst gaman að fá að vera með. Hann auðgaði líf mitt og það er mér dýrmætt veganesti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Arnkell Bergmann Arnkelsson. Mín fyrstu kynni af tengdaföður mínum Arnkeli B. Guðmundssyni áttu sér stað vorið 1981, þegar ég var gestkomandi á heimili hans og Huldu í Stórholtinu. Ég man hvað mér fannst hann formlegur í fasi. Hann átti það til að hafa við mig alls konar athuga- semdir í fyrstu, eins og að ég ætti að bjóða góðan daginn þegar ég kæmi í heimsókn og að mér bæri að kynna mig í síma þegar ég hringdi til dóttur hans. Þegar ég kom á sunnudögum spurði hann mig hvort ég ætti ekkert annað en gallabuxur til að vera í. Ég tók þessar athugasemdir alvarlega því að ég vildi að honum líkaði vel við mig. Síðar áttaði ég mig á því að hann var bara að leika sér að mér og hafði gaman af. Arnkell var mikill húmoristi og einstakt ljúf- menni sem sýndi manni ávallt vel- vild í einu og öllu. Áður en hann veiktist átti ég þess oft kost að spila með honum golf bæði hér á landi og erlendis en hann var mikill áhugamaður um golfið enda búinn að stunda þá íþrótt lengi. Hann var mikill keppnismaður og var það hrein un- un að fá að spila með honum og Geira vini hans en þar var hvergi gefið eftir og keppt fram á síðustu holu. Arnkell var mikill fagmaður í iðn sinni og tók lífstíðarstarfi sínu sem bókbandsgerðarmeistari með fullri alvöru og áhuga. Hann sýndi mér oft muninn á illa og vel bundinni bók. Síðustu árin starfaði hann hjá Gutenberg og var hann þá í alls kyns verkefnum við viðgerðir á gömlum bókum og handgyllingum sem vélar nútímans gátu ekki unn- ið en Arnkell hafði lært þessa iðn hér heima og svo seinna úti í Kaupmannahöfn á sínum yngri ár- um. Arnkell hafði gaman af því að ferðast og fór víða bæði sem al- mennur ferðamaður og einnig á vegum Bókbindarafélagsins. Þegar við bjuggum í Bandaríkjunum komu þau hjónin í heimsókn til okkar og spilaði Arnkell þá golf með mér. Honum fannst gaman að bera saman hina ólíku menningar- heima og hafði gaman af að spjalla við aðra golfara og segja þeim sög- ur af Íslandi og spyrja þá um þeirra heimaslóðir. Ég kveð þig, Arnkell, með sökn- uði. Hvíl þú í friði. Þinn tengdasonur Róbert. Arnkell tengdafaðir minn hafði góða nærveru og líflega framkomu. Hann var orðheppinn og mikill húmoristi og sagði gjarnan skemmtilegar sögur af mönnum og málefnum. Hann var tungumála- maður og sló um sig með frösum á hinum og þessum málum, þegar það átti við. Hann naut sín vel þar sem fólk kom saman í veislum og gleðskap, enda vanur að vera hrók- ur alls fagnaðar. Það var honum mikilvægt að vera vel til fara og flottur í tauinu. Skömmu eftir að ég kynntist fjölskyldunni fékk hann blóðtappa í höfuðið í annað sinn um ævina og missti þá að nokkru leyti hæfileikann til að tjá sig þó hann væri fullkomlega með á nótunum að öðru leyti. Til að gera sig skiljanlegan notaði hann oft svipbrigði eða brá fyrir sig ensku, sem virtist auðveldara fyrir hann, þegar mér gekk illa að ná því hvað hann vildi segja. Þegar bróðir minn kom heim eftir ársdvöl í Dan- mörku hittust þeir og „Addi pabbi“ spurði hann auðvitað á dönsku hvernig hefði verið. Ég fór til hans í byrjun desember eftir að einhver tími hafði liðið frá síðustu heim- sókn vegna flutninga og anna. Þá glotti hann til mín og sagði sposkur „Long time no see“. Hann naut þess að hlusta á hvað á daga okkar Adda hefði drifið, vildi vita hvort það væri mikið að gera í vinnunni og hvernig strákarnir okkar hefðu það. Hann minnti mig alltaf á það í tíma, þegar líða tók á haust, að nú kæmi senn að afmælisdögunum okkar og Huldu tengdamóður, því við erum öll fædd í desember. „Addi pabbi“ var fluttur á Land- spítalann að kvöldi 13. desember. Heilsu hans hrakaði hratt en hann fylgdist samt með því sem fram fór í kringum hann til hinstu stundar. Sjálfum sér líkur, þegar hann varð þess áskynja að ég þurfti að skjót- ast ögn frá, opnaði hann vel augun og blikkaði mig í kveðjuskyni. Ég kveð hann með söknuði og minn- ingin um hann mun lifa áfram í hjarta mínu. Ég bið algóðan Guð að styrkja Huldu, Adda, Ásdísi og aðra aðstandendur. Hulda Nanna Lúðvíksdóttir. Elsku afi. Ég man hvað það var gaman þegar þú og amma komuð að heimsækja okkur þegar við bjuggum í Boston. Við bjuggum til golfvöll í garðinum okkar og við spiluðum þar golf. Þú varst alltaf svo góður maður. Ég á eftir að sakna þín. Róbert Bergmann. Elsku besti Addi afi okkar er dá- inn. Þegar hann sá okkur koma í heimsókn lyftist hann allur upp í ARNKELL BERGMANN GUÐMUNDSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN MARÍA ÞÓRÐARDÓTTIR, Holtsbúð 103, Garðabæ, áður Stangarholti 24, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 20. desem- ber. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 29. desember kl. 13.00. Björg Haraldsdóttir, Jóhann Petersen, Halldór Þórður Haraldsson, Ingibjörg Barðadóttir, Ástbjörg Guðrún Haraldsdóttir, Hreiðar Einarsson, Friðrk Haraldsson, Kristrún Zakaríasdóttir, barnabörn og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, DAVÍÐ STEFÁNSSON bóndi á Fossum í Landbroti, andaðist á Borgarspítalanum þriðjudaginn 20. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Karítas Pétursdóttir. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTRÚN SIGFRÍÐUR GUÐFINNSDÓTTIR, Gerðavöllum 1, Grindavík, andaðist á Landspítala Hringbraut miðvikudaginn 21. desember. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur Agnarsson, Sigríður J. Guðmundsdóttir, Hallgrímur Ó. Helgason, Þuríður Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Hafþór Halldórsson, Agnar Á. Guðmundsson, Friðrik B. Guðmundsson, Karen Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR BERNHARÐSSON fv. bankaútibússtjóri, síðast til heimilis á Dalbæ, Dalvík, lést þriðjudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 29. desember nk. kl. 13.30. Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR GUÐMUNDSSON, Kirkjulundi 6, Garðabæ, lést á Landspítalanum Landakoti þriðjudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 29. desember kl. 13.00. Jóhanna Pétursdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Sigurður Hansson, Róbert G. Einarsson, Steinunn Gunnarsdóttir, Erna Einarsdóttir, Edda Einarsdóttir, Jan Hansen, Pétur Einarsson, Katrín Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.