Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 52
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn BORÐA, SOFA. SOFA, BORÐA ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI VERIÐ KÖTTUR SKILDU EFTIR UMSÓKN OG MEÐMÆLI OG SVO HRINGI ÉG Í ÞIG HOBBES ER ALLTAF SVO LÍTIÐ ÓSTÖÐUGUR EFTIR AÐ HAFA LENT Í ÞURRKARANUM HVERNIG FERÐU AÐ ÞESSU SNOOPY ÉG VERÐ ALLTAF STRESSAÐUR FYRIR LEIK ÞÚ VERÐUR ALDREI STRESSAÐUR VIÐ ATVINNUMENN ERUM VANIR MIKLU ÁLAGI HVAÐ ER Í GANGI HRÓLFUR? ÞEGAR ÞAÐ GENGUR ILLA AÐ RÆNA OG RUPLA ÞÁ VERÐUR MAÐUR BARA AÐ BJARGA SÉR ÉG ER FARINN AÐ BJÓÐA UPP Á ÚTSÝNISFERÐIR ÚTSÝNIS- FERÐIR HREINN GERÐI SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ HANN ÆTTI VIÐ VAN- DAMÁL AÐ STRÍÐA ÞEGAR HANN GAT EKKI HÆTT AÐ SKOÐA „DIRTY“ ÞVOTT Á NETINU HVAR FÉKKSTU ÞETTA MÁLVERK ÉG MÁLAÐI ÞAÐ SJÁLF ÞÚ SEGIR EKKI? ÉG VAR Á MYNDLISTAR NÁMSKEIÐI Í SUMAR OG ÞAÐ VAR ALVEG FRÁBÆRT GOTT, ÉG ÓTTAÐIST AÐ ÞÚ HEFÐIR BORGAÐ FYRIR ÞAÐ EINBEITUM OKKUR AÐ ÞÍNUM VANDA- MÁLUM ÉG HLÍT AÐ HAFA SOFNAÐ HVAÐ SVAF ÉG LENGI? ÆTLI RÓSA SÉ ENNÞÁ ÓHULT? HÚN ER HORFIN. ÆTLI TARANTÚLAN HAFI NÁÐ HENNI? KÓNGULÓARMAÐURINN VAKNAR AF VÆRUM BLUNDI... Dagbók Í dag er fimmtudagur 22. desember, 356. dagur ársins 2005 300 manns vinna ásuðurpólnum og hópurinn kom út á inniskónum, enda man liðið ekki eftir eins miklum hita og nú. Aðeins 9 stiga frost. Já, svona kom suð- urpóllinn Gunnari Eg- ilssyni jeppakalli fyrir sjónir þegar hann var búinn að keyra á jeppa í 70 klukkutíma frá Patriot Hills og sagði frostið ekki hafa farið yfir 12 stig. Ótrú- lega gott veður. Sjald- an hefur samhengi hlutanna, þegar kemur að umhverf- isvernd og tali um gróðurhúsaáhrif, verið sett í eins skýrt samhengi og með þessum frækna leiðangri. Ekið er á suðurpólinn og tekið fram að jeppinn hafi eytt mun meira elds- neyti en reiknað var með. Já, ekið var á vélknúnu ökutæki beint inn í hitamæli heimsins og reynt um leið að hækka hitastigið örlítið meira, svona eins og það sé ekki allt of hátt fyrir. 70 klukkutíma akstur á þriggja hásinga tröllajeppa. Og eyðslan var mun meiri en menn ætluðu. Síðan koma starfsmenn rannsóknastöðv- arinnar út á inniskónum í blússandi hita á sjálfum suðurpólnum og ís- hellan minnkar og minnkar allt í kringum þá. Fréttir af þessum leiðangri sögðu fleiri orð en margar skýrsl- ur samanlagt um hlýn- un jarðar. Þessi akstur mun vera nýtt heimsmet sem svo skemmtilega vill til að kemur rétt í kjölfarið á sigri Unnar Birnu í Miss World. Mun umhverfis- ráðherra senda jeppa- kallinum heillaóska- skeyti eins og forseti Íslands sendi Unni Birnu? Þá vill Víkverji, svona á svip- uðum nótum og verkefnastýrur Bar- áttuárs kvenna 2005 í tilviki forset- ans og Unnar Birnu, taka fram að með því að senda skeyti í nafni allrar þjóðarinnar væri verið að gera lítið úr baráttu gegn mengun. Íslend- ingar vara nú mjög við mengun t.d. frá kjarnorkuverinu í Sellafield í Skotlandi því óhapp þar gæti meng- að íslensk fiskimið og lagt efnahag- inn í rúst í einu vetfangi. Var nauð- synlegt af Íslendingum að fara með risajeppa á suðurpólinn og menga þar? Víkverji er svona að velta þessu fyrir sér en óskar Gunnari hjartan- lega til hamingju með afrekið. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Tónlist | Undanfarin ár hefur hefð skapast fyrir því að „tenórarnir þrír“ láti raddir sínar hljóma á svölum Kaffi Sólon á Þorláksmessu. Í miðri ösinni og síðustu jólainnkaupunum hljómar söngur þeirra, sem er í hugum margra orðinn ómissandi hluti af þeirri hátíðlegu stemningu sem skapast í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu. Í ár eru það Gunnar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson (á myndinni) og Þorgeir J. Andrésson sem þenja raddir sínar og flytja vel valin jólalög og þekktar aríur af svölunum. Píanó- leikur er í höndum Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og eru endurteknir kl. 21. Morgunblaðið/Jim Smart Tenórsöngur á Þorlák MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra. (Mt. 18, 20.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.