Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 53 DAGBÓK Sólrún Bragadóttir söngkona og Kári Þormar organisti halda tónleika í Frí-kirkjunni í Reykjavík í kvöld, sem hefj-ast kl. 18. Tónleikarnir verða stuttir, um klukkustund án hlés, og verða þar flutt Maríu- kvæði frá ýmsum tímabilum. Hver er hugmyndin að baki þessum tónleikum, Sólrún? „Það hefur blundað með mér lengi að halda tónleika af þessu tagi, með kirkjulegu efni. Ég hef mikið velt fyrir mér sambandinu við áheyr- endur á tónleikum með tónlist af þessu tagi. Ég lít nánast á tónlist sem heilun, og mér finnst að á þessum tíma árs þegar fólk er undir miklu álagi, hafi það þörf fyrir hvíld af slíku tagi; að geta sest niður og fengið heilun gegn um tóna, fyllst orku, hreinsað hugann og nærst.“ Hefur þú unnið frekar með þessar hugmyndir? „Já, ég hef gert það. Undanfarin ár hef ég unnið að því að ná fram ákveðnum tærleika í röddinni, sem getur gert það að verkum að tónn- inn nái að heila fólk. Ég hef upplifað að fólk með verki hafi farið verkjalaust útaf tónleikum hjá mér, fólk hafi fyllst af orku og jafnvel séð sýnir. Ég er engin kraftaverkakona, en þetta finnst mér spennandi; að nota röddina og tónlistina í þessum tilgangi. Mér finnst fólk hafa mikla þörf fyrir slíkt í dag, þegar áherslan er svo mikil á glamúr og afþreyingu. Það vantar mótvægi við það.“ Hvað ætlið þið Kári Þormar að flytja? „Alls konar Ave Maríur. Það er úr miklu efni að moða og því var erfitt að velja – við þurftum að setja margt til hliðar sem ég hefði líka viljað syngja. En ég held að þetta sé mjög falleg efnis- skrá sem við erum með.“ Geturðu nefnt dæmi um verk á efnisskránni? „Við flytjum til dæmis tvær Ave Maríur eftir Verdi, aðra úr óperunni Óþelló og hina sem köll- uð er Ave María í D-dúr og er yndisleg. Viljandi tókum við út þessar allra frægustu eins og þær eftir Schubert og Kaldalóns, en flytjum reyndar Bach/Gounoud Ave Maríuna. Síðan flytjum við skemmtileg verk eftir Saint-Saëns, César Franck, Hans Nyberg og fleiri, sem er ekki alltaf verið að syngja, og svo flytjum við eitthvað ís- lenskt líka.“ Þú átt heima í danskri sveit; finnst þér mikið jólastress hér í Reykjavík? „Já, það er mikill munur að koma úr sveitinni og hingað til Íslands. Ég er samt svolítil sveita- pía sem kem til borgarinnar og uppveðrast – mér finnst gaman að sjá ljósin og fylgjast með öllu. Málið er bara að smitast ekki af stressinu – það er það mikilvægasta.“ Tónlist | Sólrún Bragadóttir og Kári Þormar með tónleika í Fríkirkjunni í kvöld Tónlistin hreinsar og nærir  Sólrún Bragadóttir er fædd árið 1959. Hún hóf söngnám í Reykja- vík, en hélt þaðan til náms við Indiana- háskóla í Bloomington í Bandaríkjunum og lauk þaðan bachelors- og mastersgráðu í tónlist. Að námi loknu var hún fastráðin við Pfalz- theater í Kaiserslaut- ern í Þýskalandi í þrjú ár, því næst við Staatstheater í Hannover í fjögur ár og hefur síðan sungið í óperuhúsum víða um heim; þar á meðal í München, Bremen, Kiel, Kassel, Heidelberg, Karlsruhe, Mann- heim, Bern, Avignon, Belfast, Reykjavík og Liége. GULLBRÚÐKAUP | Í dag, 22. desem- ber, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjón- in Jarmila Hermannsdóttir og Gunn- laugur Björnsson, Hraunteigi 13, Reykjavík. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Elísa Margrét Pálmadóttir, Júlía Rut Ágústsdóttir, Auður Guðlaugsdóttir, Birta Sif Kristmannsdóttir og Freyja Björt Björnsdóttir Árdal, sungu lög við 10-11 í Laugalæk og söfnuðu þær kr. 9.141 til styrktar Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/Golli Marimekko flytur um áramót úr IÐU húsinu að Laugarvegi 7. 30-40% afsláttur af öllum fatnaði til jóla. Vönduð jólagjöf á góðu verði. STÓRÚTSALA V/FLUTNINGA Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla Tröllafell Barna- og unglingabókin í ár „Grípandi saga um spennandi tröll, hugaða krakka og skemmtilega illkvittna þrjóta.“ The Guardian www.stilbrot.com/trollafell Við í bókabúðinni IÐU óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. ANGELUS er titill ljósmyndasýningar sem nú stendur yfir í gallery Augafyr- irauga, Hverfisgötu 35, Reykjavík. Myndirnar sem eru verk Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur eru teknar í kirkjugörð- um víðs vegar um heiminn. Inga hefur fengist við að mynda í kirkjugörðum síð- an 1987 og sér ekki fyrir endann á þeirri áráttu enda eru slíkir garðar endalaus uppspretta myndefnis, að hennar sögn. Inga Sólveig hefur haldið yfir 30 einka- sýningar auk samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Ljósmynda- sýningin Angelus ELLEN Bjarnadóttir myndlistar- maður sýnir nú í Menningarsalnum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ellen er fædd 1919 í Reykjavík. Hún hefur alla tíð haft ánægju af að mála. Á síðustu árum hefur hún sótt málaranámskeið og er þetta þriðja einkasýning Ellenar, auk þess hefur hún tekið þátt í samsýn- ingum. Ellen sýnir á Hrafnistu AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Glatað tækifæri. Norður ♠ÁD10875 ♥– S/NS ♦KD982 ♣Á9 Suður ♠4 ♥G76 ♦ÁG74 ♣KDG54 Vestur Norður Austur Suður – – – 2 lauf * 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu Pass Pass 6 lauf Allir pass * Precision: 11–15 punktar og minnst fimmlitur í laufi. Alslemma í tígli er líkleg til vinn- ings og því verður það að teljast held- ur slök niðurstaða að enda í sex lauf- um á 5–2 samlegu. En ekki þar fyrir, sú slemma virðist standa fyrir sínu. Vestur spilar út hjartaás, sem sagnhafi trompar með níu blinds, leggur niður laufásinn og svo spaðaás með því hugarfari að stinga spaða heim og taka trompin: Norður ♠ÁD10875 ♥– ♦KD982 ♣Á9 Vestur Austur ♠K62 ♠G93 ♥ÁKD1053 ♥9842 ♦– ♦10653 ♣8732 ♣106 Suður ♠4 ♥G76 ♦ÁG74 ♣KDG54 Allt gengur að óskum, trompin skila sér í KDG og vörnin fær aðeins einn slag á hjarta í lokin. Þegar spilið er skoðað virðast NS geta vel við unað, því ekki mátti sagn- hafi reyna að spila tígli heim í þriðja slag. En vestur var ekki ánægur með eigin frammistöðu: „Ég var klaufi að láta ekki spaðakónginn undir ásinn.“ Sem er rétt athugað. Sagnhafi hefði þá skipt um hest í miðri á – spil- að tígli, sem vestur hefði trompað og tekið tvo slagi á hjarta! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.