Morgunblaðið - 22.12.2005, Side 64

Morgunblaðið - 22.12.2005, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi ARNALDUR Indriðason heldur toppsæt- inu á Bóksölulista Morgunblaðsins en glæpasaga hans Vetrarborgin var sölu- hæsta bókin á landinu dagana 13.–19. desem- ber samkvæmt sam- antekt Félagsvís- indastofnunar HÍ. Í öðru sæti listans er bók Jóhanns Inga Gunn- arssonar og Sæmundar Hafsteinssonar, Með líf- ið að láni – Njóttu þess og bók Guðmundar Magnússonar um Thorsarana er í þriðja sæti. Fjórða mest selda bókin á tímabilinu er Landsliðsréttir Hagkaupa og Harry Pott- er og Blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling verður að gera sér fimmta sætið að góðu en sú bók hefur fram að þessu verið í öðru af tveimur efstu sætunum. | 35 Arnaldur söluhæstur ELDUR logaði út um glugga í rúmlega fimm metra hæð þegar slökkvilið kom að húsnæði veiðarfærasölunnar Ísfells við Óseyrarbraut 4 í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 19 í gærkvöldi. Húsið var mannlaust og engan sakaði í brun- anum. Mikill eldur var í netadræsum inni í húsinu, og barst hann í lyftara sem þar var áður en tókst að hemja logana, segir Sigurður A. Jóns- son, stöðvarstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins (SHS) í Hafnarfirði. Allt tiltækt lið SHS var kallað út þegar ör- yggisvörður tilkynnti um eldinn, enda húsið stórt og óvíst hversu mikill eldur leyndist þar inni. Slökkviliðsmenn úr Hafnarfirði voru fyrst- ir á vettvang, og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins á um 20 mínútum. Í kjölfarið var ósk um frekari aðstoð afturkölluð, en þá höfðu slökkvi- liðsmenn sem voru á frívakt verið kallaðir út. Ekki var vitað með vissu hvort fólk væri inni í húsinu þegar að var komið, og voru sendir inn fjórir reykkafarar til þess að ganga úr skugga um að það væri mannlaust. Lítil starfsemi mun hafa verið í húsinu, sem er nýbyggt, en inni voru netadræsur og eitthvað af fiskkörum úr plasti, en eldurinn náði ekki í þau. Húsið er nokkuð skemmt eftir eld og reyk. Morgunblaðið/Júlíus Eldur logaði út um gluggana STARFSMENN færeysku Sjóbjörgunarmið- stöðvarinnar brugðust ekki við á réttan hátt eftir að þeim barst sjálfvirkt neyðarkall frá M/S Jök- ulfelli, leiguskipi Samskipa, sem sökk um 60 sjó- mílur norðaustur af Færeyjum 7. febrúar sl. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa á eynni Mön, þar sem skipið var skráð. Með skipinu fórust sex skipverjar, en fimm var bjargað úr sjónum með þyrlu danska varðskips- ins Vædderen eftir tvær og hálfa klukkustund í sjónum. Allir í ellefu manna áhöfn skipsins voru búsettir í Eistlandi, en þrír voru með rússneskan ríkisborgararétt. Hæg viðbrögð færeysku Sjóbjörgunarmið- stöðvarinnar við sjálfvirka neyðarkallinu eru gagnrýnd í skýrslunni, og er talið að þyrla hefði getað verið komin á vettvang um klukkustund fyrr en raunin varð ef rétt hefði verið brugðist við. Ekki er þó fullyrt neitt um að það hefði breytt einhverju fyrir þá skipverja sem létust, en þess getið að það hefði getað stytt þann tíma sem þeir sem lifðu af þurftu að bíða í sjónum. Í skýrslunni segir að skiljanlegt sé að ekki hafi verið kallað út allt tiltækt lið þegar sjálfvirka neyðarkallið barst, enda eitthvað um að slík neyðarköll séu send út fyrir mistök. Hins vegar segir að þegar staðfest hafði verið að Jökulfellið var á svæðinu og ekki náðist samband við skipið hefði þegar í stað átt að senda þyrlu af stað, í stað þess að senda færeyskt varðskip á staðinn eins og gert var, en það var nokkuð frá slysstað. Breytingar hafa verið gerðar á starfsreglum björgunarmiðstöðvarinnar til að tryggja að slíkar tafir verði ekki í framtíðinni. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að farmur skipsins, tæp 1.800 tonn af steypustyrktarstáli, hafi færst til í lestum skips- ins þegar það fékk á sig brot, með þeim afleið- ingum að skipið lagðist á hliðina og sökk. Skipið var á leið frá Kaupmannahöfn til Reyðarfjarðar þegar slysið varð, en farminn tók skipið í Lett- landi. Allir fimm skipverjarnir sem lifðu af náðu að komast í flotgalla á þeim nokkrum mínútum sem liðu frá því að farmurinn færðist til þar til skipið fór á hliðina. Talið er að flotgallarnir hafa bjargað lífi þeirra, en sumir af hinum látnu höfðu ekki náð að renna upp flotgöllum sínum. Steypustyrktarstálið var ekki skorðað nægi- lega vel í lestum skipsins, að mati rannsóknar- nefndarinnar. Það lá á lestarbotninum og var ein- ungis fest með strekkiböndum (e. webbing straps), en nefndin segir að rétt hefði verið að hluta farminn niður og festa hann með vírum til að koma í veg fyrir að hann ylti um allt lest- argólfið í miklum sjógangi. Rannsókn á tildrögum þess að Jökulfellið sökk við Færeyjar lokið Björgunarmiðstöðin brást ekki rétt við neyðarkallinu Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Steypustyrktarjárnið um borð í Jökulfellinu rann til þegar skipið fékk á sig brotsjó. TENÓRSÖNGVARINN Garðar Thór Cortes heldur toppsæti Tónlist- ans en samnefnd plata hans er lang- mest selda plata vikunnar. Plata hans stendur á bakvið 12,5% af allri sölu á topp 30. Sæti tvö og þrjú skipast einnig eins og í síðustu viku. Björgvin Halldórsson er í öðru sæti með Ár og öld og í því þriðja sitja Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar með Ég skemmti mér. Plötur Garðars Thórs og Björgvins eru komnar í platínusölu og Guðrún og Friðrik í gullsölu. Það stefnir allt í stór íslensk tónlistarjól. | 60 Garðar Thór enn á toppnum BRUNAVARNIR Héraðs unnu í gærkvöldi við að hreinsa upp elds- neyti sem lak úr olíuflutningabíl er valt í hálku í heimreiðinni að bænum Bót skammt frá Fellabæ. Eldhætta skapaðist þar til tókst að aftengja rafkerfi bílsins en hann flutti um tíu þúsund lítra af eldsneyti skv. upplýs- ingum lögreglunnar á Egilsstöðum. Ökumaðurinn slapp með skrekkinn. Leki í olíu- flutningabíl AÐGENGI íslenskra bóka að erlendum mörkuðum hefur batnað verulega á undan- förnum árum, ekki síst eftir velgengni ís- lensku glæpasögunnar og segir Valgerður Benediktsdóttir, forstöðumaður Réttinda- stofu Eddu sem sér um sölu og samninga fyr- ir hönd höfunda forlagsins, að æ betur gangi að selja útgáfurétt til útlanda. „Frá stofnun Réttindastofu árið 2000 hefur verið gengið frá samningum fyrir upphæð sem nemur hundruðum milljóna króna. Samningarnir eru á sjötta hundrað, fyrir hátt í fjórða tug höfunda í tæplega 40 löndum.“ | B6 Samningar fyrir hundr- uð milljóna HJÁ Símanum er verið að kanna ýmsa möguleika á aukinni þjónustu við heimilin og fyrirtækin í landinu, að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, for- stjóra Símans. Meðal þess sem verið er að kanna er að bjóða upp á ýmiss konar öryggisbúnað í gegnum tæknina sem fyrirtækið býr yfir. „Þróunin í rafrænni heima- hjúkrun er mjög hröð,“ segir Brynj- ólfur, „og við erum að vinna í því að kanna hvernig hægt er að bjóða upp á ýmsar mælingar og prufur í gegn- um okkar net, t.d. blóðþrýstings- mælingar og fleira. Það er mikið verið að vinna í þessum málum í heiminum í dag. Augljóslega væri hægt að spara háar fjárhæðir í heil- brigðiskerfinu ef sjúklingar þyrftu ekki að fara eins mikið inn á spít- alana og nú er í ýmiss konar reglu- bundið eftirlit. Það er spurningin um að geta tengt ýmis af þeim mæli- tækjum, sem eru undir miklu eft- irliti á spítulunum, inn á heimilin og nota fjarskiptatæknina til mæl- inga,“ segir Brynjólfur. Á hluthafafundi Símans í fyrra- dag var samþykkt að rýmka tilgang félagsins þannig að hann taki ekki eingöngu til þjónustu á sviði fjar- skipta- og upplýsingatækni eins og verið hefur til þessa. Eru þetta dæmi um þjónustu sem Síminn gæti boðið fram. Brynjólfur segir í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag ekkert úti- lokað í þeim efnum hvort Síminn stefni inn á raforkumarkaðinn, þeg- ar heimilin og fyrirtækin geta keypt rafmagn af þeim sem þeir kjósa frá og með næstu áramótum. Rafræn heimahjúkrun í gegnum net Símans  Síminn færir | B9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.