Tíminn - 23.02.1971, Blaðsíða 3
ÞKIÐJUDAGUR 23. febrúar 1971
TIMINN
3
MEGN
ANDÚÐ
Á fundi í Ritihöfundafélagi ís-
lands, sem haldinn var þann 19.
febrúar s. 1.,. voru eftirfarandi til-
lögur samþykktar: „Fundur í Rit-
höfundafélagi íslands, haldinn 19.
febrúar 1971, lýsir megnri andúð
sinni á, hvernig dagblöðin Morgun
blaðið og Tíminn hafa að undan
fömu notáð samþyk'kt rithöfunda
þings um gestaprófessor í íslenzk
um samtímabókmenntum við’ Há-
skóla íslands til árása á núver-
andi bókmenntakennara við Há-
skólann og telur það sízt til þess
fallið að skapa það vinsamlega
andrúmsloft milli rithöfunda og
Háskóla íslands, sem að var
stefnt með samþykkt rithöfunda
þings.“
Síðari tillagan hljóðar svo:
lrFundur haldinn í Rithöfundafé
lagi íslands 19.2. 1971 skorar á
menntamálaráo'herra að samþykkja
og láta hið bráðasta koma til
fram'kvæmda ,-Frumvarp að reglu
gerð um Rannsóknarstofnun í bók
menntafræði við Háskóla ís-
lands“, sem samþykkt var á fundi
í Heimspekideild Háskólans 2.
sept. 1969.”
Báðar tillögurnar voru samþykkt
ar samhljóða.
Frá Rithöfundafélagi íslands.
Athugasemd. Hvað snertir Tím
ann og fyrri tillögu annars af
ritihöfundafélögum landsins,- þá
lýtur hann engri ritskoö'un hjá
þessum aðilum. Varðandi bók-
menntakennarann þá er það að
segja, að ekki verður séð hvaða
kennara er átt við í tilllögunni,
enda hefur aðeins almennt verið
rætt um bókmenntakennslu í Há
sfcólanum í sérstökum þætti £ blað
inu, og vitnað þar til ummæla
nemanda við Háskólann. Gott er _
ef að Rithöfundafélag fslands eða
einstakir félagsmenin þess eru í j
svo nánum tengslum við bók-j
menntabennsluna, að þeir viti við
hvenn þeir eiiga. En það Ikemur
eigi Tímanum viS. — Ritstjóri.
RKÍ hafa borizt 280 þúsund
krónur í póstávísunum
Merkjasalan er á öskudaginn
SB—Reykjavík, mánudag.
Merkjasöludagur Rauða kross
ins veriAir í 45. sinn á miðviku
daginn, öskudag. Merkin verða
seld á 96 stöðum á landinu.
Ágóða af merkjasölunni er var
ið til endurnýjunar á sjúkra-
bílakosti og til að styrkja starf
semi félagsins innanlands. Merk
in kosta nú 50 kr. og fá sölu
börn 5 kr. fyrir hvert selt
merki.
Rauði krossinn vinnur mjög
að því að efla starfsemi sína
innanlands og fer allt þaö fé,
sem safnast í merkjasölu og af
útgáfu dagatals í það. Merkja
sölustöðum á landinu hefur ver
ið fjölgað verulega, þannig að
nú fást þau á 96 stöðum. Ágóði
af mexkjasölunni hefur undan
farin ár verið um hálf milljón
á landinu og 300 þús í Reykja
vík. Af dagatalinu, sem RKÍ
gaf út nú um áramótin hafa fé-
laginu borizt um 280 þús. kr.
í póstávísunum, en þaö er
varla fyrir útgáfukostnaðinum.
Um aðra starfsemi RKÍ má
geta þess, að hluti almanna-
varna um landið er á vegunj fé
lagsins og er framkvæmdastjóri
norska Rauða krossins, Hákon
Mathiesen væntanlegur hingað
og verður hér í 3—4 mánuði
til aö sjá um skipulagningu
kerfisins. Hann hefur samið
bók um skipulag almannavarna
og hefur hún verið send til
deilda RKÍ um land allt.
Um þátttöku RKÍ í alþjóða
samtökunum er helzt að geta,
að félagið sendi um 2 millj.
króna virði af hjálpargögnum
til flóðasvæðanna í Pakistan. í
því skyni keypti RKÍ upp öll
gölluð ullarteppi á landinu og
mest allt mjólkurduft sem til
var. Hjálparbeiðnir berast hing
að 23. hvern dag til jafnaðar,
en það skal tekið fram. að
ágóó’i af merkjasölu og alman
aki fer ekki úr landi, heldur er
veitt til eflingar starfseminnar
innanlands.
Það eru stúlkur úr kvenna
skólanum og Húsmæðraskólan
um, sem hjá um afgreiðslu
merkjanna á öskudaginn í
Reykjavík, en í Hafnarfirði eru
þau afhent í Öldutúnsskólanum.
Þar rennur ágóðinn af sölunni
til greiðslu á nýjum sjúkrabíl,
sem Hafnfirðingar hafa tekið
í notkun.
Náttúrugripasafnið á Akureyri 20 ára:
Annast rannsóknir fyrir Norðlendingafjórðung
Erlingur Bertelsson
héraðsdómslögmaðnr
Kirkjutorgi 6
Símar 15545 og 14965
SB-Reykjavík, föstudag.
Náttúrugripasafnið á Akureyri
er 20 ára um þessar mundir. í
því tilefni er efnt til sýningar á
bókum og ritum um náttúrufræði,
gömlum og nýj-um. Náttúrugripa
safnið býr vio' mjög þröngan húsa
kost og er nú í athugun að útvega
því nýtt. Margvíslegar rannsóknir
fara fram á vegum safnsins oig
miðast þær við Norðlendingafjórð
ung allan. Safnvörður er Helgi
Hallgrímsson, en Dr. Hörður Krist
insson sér urn grasafræðideildina.
Náttúrugripasafnió' á Akureyri
er talið stofnað 17. febrúar 1951,
en þá var efnt til sýningar í Barna
skólanum, á uppstoppuðum fugl
um og eggjum. Þetta safn átti
Jakob Karlsson, fyrrum forstjóri
Eimskips, og gaf hann síðan bæn
um safnið, með því skilyrði, að
það yró*i vísir að náttúrugripa-
safni. Kristján Geirmundsson varð
síðan safnvörður þess til 1963, en
þá tók Belgi Halilgrímsson við þvi
starfi.
Fram yfir 1960 var uppistaða
safnsins fmglar að mestu, en nú
hafa bætzt við önnur dýr og fisk
ar, steinar Oig svo mikió' plöntu
safn, en Helgi er sérfræðingur á
því sviði.
Safnið hefur gengizt fyrir ýmis
konar rannsóknum m. a. á vatna-
og jarðvegslíffræði. Til þess hef
ur verið safnað bæði mold og
vatni og er þannig til orÓ*ið mjög
sérstætt safn, sem hvergi er. til
nerpa á Akureyri. Lögð er áherzla
á, að Náttúrugripasafnið sé meira
en sýningarsafn fyrir Akureyringa,
það sé einnig eins konar rannsókn
arstöð fyrir Norðlendingafjórðung.
Fram að þessu hefur Akureyrar
bær einn la-gt fram fé til safns
ins, ásamt smávegis ríkisstyrk, en
í bígerð er aó' þessu verði breytt.
Þá hefur safnið einnig beitt sér
fyrir náttúruverndarmálum og
beitti sér m. a. fyrir stofnun al-
mannasamtaka um náttúruvernd á
Norðurlandi.
Húsrými safnsins er löngu orð
ið allt of lítið, en nú stendur til
að ráða bót á því, og hefur sam-
komuhúsið Lón komið til tals í
því sambandi.
Náttúrugripasafnið á Akureyri
hefur til þessa verið opið á sunnu
dögum frá 2—4 ao' vetrinum, en
daglega á sumxin. Á sunnudaginn
kemur, er ætlunin að kynna starf
semi safnsins og hafa þá opnar
allar deildir þess, auk sýningar
safnsins. Bókasýningin, þar sem
sem sýnd eru náttúrufræðirit allt
frá 1790, er á neðstu hæð safnsins
að Hafnarstræti 81 o-g verður hún
opin í hálfan mánuð.
SAMYINNUBANKINN
HAGKVÆMNI - FEGURD - ÞÆGINDI
Þetta er hið glæsilega Mon-
arco.sófasett. Lausir púðar
úr dialon-ull og politter i
SÆTI OG BAKI. Sanis.
konar púðar á örmum sem
orsaka fjórfalda nýtingu.
Sófasettið er á kúluhjólum
að framan og þar af leiðandi
mjög þægjlegt að flytja það
til. 4ra sæta sófar eru cinn-
ig fáanlegir. Skoðið okkar
glæsilega húsgagnaúrvai a
700 ferm. Góðir greiðs'.u-
skilmálar, staðgreiðsluaf-
sláttur.
SKEIFAN
Kjörgarði — Sími 18580
— 16975
Erindi, sem gat breytt
viðhorfi fólks
Erindi Sigurðar Blöndal,
skógarvarðar á Hallormsstað,
vakti mikla og verðskuldaða at
hygli. Ekki fyrst og fremst
fyrir þá auglýsingu, sem Þor-
valdur Þórarinsson, hæstarétt-
arlögmaður og einn helzti páfi
kommúnismans á fslandi síð-
ustu áratugi, veitti Sigurði
eftir á með því að kæra þau
uminæli hans, að það væru til
lögfræðingar, sem kæmu óorði
á stéttina, heldur miklu frem-
ur fyrir það, að hann dró fram
óhrekjanlegar staðreyndir um,
hve mikilvæg þjóðarbúinu og
þjóðarheildinni atvinnustarf-
semi þess fólks er, sem býr í
sjávarplássunum úti á lands-
byggðinni. Erindi Sigurðar var
fyrir þá sök líklegt til að rista
svo djúpt, að það breytti við-
horfum ýmissa til landsbyggð-
arinnar og þess fólks, sem þar
lifir og starfar. Of oft heyrast
þær raddir, sem að því láta
liggja, að fólkið úti á lands-
byggðinni sé byrði á þjóðfélag-
inu og þá gjarna talað um brú-
argerðir, rafvæðingu eða vegar
Iagningu til staða, sem í eyði
séu að fara, svo minnt sé á
það, sem tamast er í munni
þeirra, scm haldnir eru firrum
í afstöðu sinni til landsbyggðar
innar.
Hvaða fólk framleiðir
39% af heildar-
útflutningnum?
f erindi sínu sagði Sigurð-
ur Blöndal m.a.:
„Hugsuin okkur eftirtalda
staði: Vestmannaeyjar, Kefla-
vík og þorpin á Reykjanes-
‘skaga, Akranes, Siglufjörð,
Húsavík, Seyði fjörð, Neskaup
stað og öli 10 þorpin á Aust-
fjörðum til Ilornafjarðar.
Ef þessir staðir eyddust af
fólki, yrði þröngt fyrir dyrum
víða á íslandi, einkum þó í
liöfuðborginni. Efnahagskerfi
landsins myndi ekki einasta
riða til falls. Það myndi falla.
Þá hæfist fyrir alvöru straum-
ur Reykvíkinga til Ástralíu og
Svíþjóðar.
Ég nefni framangreinda
staði vegna þess að þar er
sjávarútvegur þýðingarmestur
atvinpuvegur og mér hefur tek
izt eftir mikium krókaleiðum
— því að það virðist ekki vera
hægt að fá slíkar upplýsingar
á einum stað — að afla mér
uþplýsinga um visst framlag
þeirra til þjóðarbúsins. Og
þarna húa sem næst 30 þúsund
manns.
Þcssir útgeröarstaðir fluttu
út á árinu 1970 sjávarafurðir
eingöngu fyrir rúmlega 5 millj-
arða króna, eða sem næst 39%
af heildarútflutningi þjóðar-
innar á árinu.“
Ennfremur sagði Sigurður:
„Vestmannaeyjar eru vafalít
ið með mcst útflutningsverð-
mæti í þessari grein allra staða
á íslandi. Út úr Vestmanna-
eyjahöfn flutu 1300 milljónir
króna árið 1970, varlega reikn-
að. Þar búa um 5.200 rnanns.
Þetta gerir 232 þúsund krónur
á hvern þeirra.
Framhald á bls. 11