Tíminn - 23.02.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.02.1971, Blaðsíða 11
ÞRHMTJDAGUR 23. febrúar 1971 " TIMINN 1! Þriðjudagsgrein Fraenhald af bls. 7. kjarabætur, sem vissulega ber a3 fagna. En er ekki kominn tími til a3 líta á þarfir fleiri hagsmunahópa í þjóðfélaginu en þeirra, sem sérstaka viður- kenningu hafa og mest láta að sér kveða um völd og álirif? Er ekki kominn tími til að kanna það í alvöru, hvort ekki muni vera í þjóðfélagi okkar hópar manna, sem lítið forsvar hafa gagnvart ríkisvaldinu og fáa formælendur í raun? Hagsmunamál aldraða fólks- in liggja um of í láginni. Það er lítið rúm fyrir umræður um málefni þess í velferðar- ríki okkar íslendinga. Svo bú- ið má ekki lengur standa. Ekki er við unandi, að með eíli- dögum upphefjist ný tegund af kjaramismunun, þar sem sum- um er útdeilt stórum sneiðum af allsnægtabprðinu á meðan aðrir fá lítið sem ekkert í sinn hlut. Ingvar Gíslason. Framhald af ls 8. lokin tókst hinum ungu og efni- legu stúlbum úr Njarðvíkum að komast yfir og sigra í léiknum með 1 marki 10:9. Fram sigraði Reyikjavíkurmeist arana Yíking með 5 marka mun, 11:6 og Valur gjörsigraði KR, Síðdegis í gær var annar fund- ur haldinn á búnaðarþingi. Skil- aði kjörbréfanefnd þar áliti, en framsögumaður hennar var Egill Bjarnason. Þá voru varaforsetar þingsins kjörnir, þeir Einar Ólafs- son og Ásgeir Bjarnason, og ritar- ar þeir Jón Gíslason og Sigurður Sigmundsson. Einnig var kjörið í fastanefndir þingsins. Allmörg mál hafa þegar verið lögð fram á búnaðarþingi og var þeim vísað til nefnda. Næsti fundur búnaðar- þings verður næsta fimmtudag kl. 9.3Q árdegjs í Átthagasal. Állmiklar breýtingar hafa nú orðið á fulltrúaliði búnaðarþings, og eru þar sex menn, sem ekki hafa átt þar sæti áður. Formaður gat þess, að ráðgert væri, að þing- tími yrði og þrjár vikur og lyki þinginu þá 13. marz. Búnaðarþingsfulltrúar eru þess- ir: Ásgeir Bjarnason, Egill Bjarnason, Egill Jónsson, Einar Ólafsson, Friðbert Pétursson, Gísli Magnússon, Grímur Arnórs- son, Guðmundur Jónasson, Gunn- ar Guðbjartsson, Hjalti Gestsson, Hjörtur E. Þórarinsson, Ingi- mundur Ásgeirsson, Jóhann Jón- asson, Jón Egilsson, Jón Gísla- son, Jósep Rósinkarsson, Lárus Ág. Gíslason, Mágnús Sigurðsson, Sigmundur Sigurðsson, Sigurður Líndal, Sigurjón Friðriksson, Snæ þór Sigbjörnsson, Stefán Hall- dórsson, Teitur Björnsson, Þórar- inn Kristjánsson. IVIorðmál 17:9. Allt útlit er fyrir að KR falli í 2. deild. Litfið hefur ekkert stig Ihlotið í 7 leikjum -en til áð halda sæti sínu í deildinni þarf það að sigra í öllum leikjunum sem eftir eru, þrem að tölu, og er það heldur erfið þraut. því þeir eru við NjaróVík, Ármann og Fram. Framhald af bls. 9. Ilandsliðsmlönnunum Viðari og Stefáni, en Viðar gerir orðið mest gagnið fyrir liðio' þegar hann er tekinn úr umferð — þá opnast fyrir hina. Dómarar í þessum leik voru Sveinn Kristjánsson og Reynir Ólafsson. Dæmdu þeir ágætlega, en gerðu þó nokkur mistök, sér- stakiega Sveinn undir lokin — en dómariim er ekki 100% frekar en leikmennirnir. Reynir er mjög hárður dómari og óvæginn við að vísa mönnum útaf fyrir gróf brót. Það gera hinir ekki. og því sker hann sig nokkuð úr — en hann dæmir vel og rétt'. Mikill spenningur er enn í deildinni. Öll liðin eiga eftir að leika 2 leiki hvert, og verður í þeim barizt bæði um efsta og neðsta sætið. Valur og FH um það efsta, en Vfldngar og ÍR um það neðsta. Haukar og Fram ættu áð vera úr failhættu, en þó er tölulegur möguleiki á að falla á 7 stigum. Athyglisvert er hvað , öll liðin hafa skorað svipað af! mörloim í leikjunum til þessa. | Valur og FH hafa bæði skorað i 159 mörk, Haukar, Fram og ÍR i 144 mörk hvert, en Víkingar 3 j mörkum minna eða 141 mark. Jafnara er varla hægt að hafa það eftir 8 leiki — klp.. Búnaðarþing Framhald af bls. 1 mun verða birt hér í blaðinu. Að lokinni setningarræðu ávarp aði Ingólfur Jónsson. landbúnað- arráðherra, þingið. Hann ræddi um starf harðærisnefndar og j hjálp þá, sem reynt hefði verið að veita bændum. Einnig minnti hann á kalrannsóknir og fleira. Framhald af bls. 1 veigamesta rannsókn sem hér hefur verið gerð í síðari tím- um í þessum efnum. Það var að morgni 18. janúar 1968, sem lögreglunni var til- kynnt um glæpinn, og hófst rannsókn málsins þá þegar. Beindist hún í fyrstu að vett- vangsrannsókn og að skothylki, sem fannst í bíl Gunnars, sem hann var myrtur £. Að þvi kom, að skothylkið og kúlan, sem Gunnar var myrtur með, var rakið til Jóhannesar Jósefs- sonar, en eftir því sem bezt er vitað, átti hann einu byss- una hér á landi, sem skot þetta passaði í. En þá var búið að stela byssunni frá Jóhann- esi fyrir nokkrum árum. Þann 7. marz 1969 urðu straumhvörf í rannsókn máls- ins, er byssan fannst í fórum Sveinbjarnar Gíslasonar, og var hann þá handtekinn. Svein- björn neitaði að vera á nokk- urn hátt viðriðinn glæpinn, og hefur haldið við þann fram- burð allt síðan. Var hann í gæzluvarðhaldi þar til 13. feþ- rúar 1970, en hann var sýkn- aður í undirrétti. Tveir dóm- arar töldu hann sýknan af ákær unni en dómsforseti taldi hann sekan. ■ Saksóknari reifaði málið og rakti rannsókn þess í öllum höf- uðatriðum. Kva® hann greinilegt að Gunnar hafi verið myrtur af ásettu ráði. Sagðist hann ekki sjá neina beina ástæðu fyrir glæpn- um, nema ef vera kynni ágirnd, enda taldi hann fullvíst eftir þeim athugunum, sem gerðar hafa ver ið, að peningaverski hafi verið stol ið af Gunnari. Sagði saksóknari a® ástæða væri til að ætla að Gunnar hafi verið með meiri pen- inga á sér þessa nótt en endranær. Byggði hann þetta á því að fyrr um nóttina sagði Gunnar starfsfé- laga sínum á Hreyfli, að fyrr um nóttina hefði sér verið greidd skuld, sem hann bjóst ekki við að fá. Ekki nefndi Gunnar hve há þessi upph. var, né hver greiddi honum hana. Hefur ekki hafzt upp á þeim aðila. Sagði sækjandi, að hann gæti ekki séð að Gunnar hafi verið myrtur af hatri eða af- brýðis. Taldi hann aðdraganda að dauða Gunnars hafa verið skamm an. Hafi honurn verið sagt að stöðva bíl sinn fyrirvaralaust og hafi sá sem sat í aftursætinu lát- ið skotið ríða fyrirvaralaust af, þegar bíllinn var stanzaður og hald i® byssuhlaupinu rétt við hnakka Gunnars. Síðan hefur morðinginn flýtt sér á brott og ekki gefið sér tíma til að hirða skothylkið af gólfi bílsins. Ekkert bendir að öðru leyti til að til átaka hafi kom ið, en peningaveski Gunnars var horfið. Morðinginn hefur greini- lega notað hanzka og finnast eng- in fingraför eftir hann í bílnum. Þegar vegfarendur komu að var vél bílsins £ gangi og gjaldmælir- inn gekk. Stöðuljós voru kveikt. Sveinbjörn hefur til þessa hald- ið fast við þann framburð að hann hafi fundið byssuna undir sæti i bíl sínum, og segist ekki vita hver setti hana þar. Fannst hún síðar í hanzkahólfi í bíl hans, en þar lét hann vopni©. í fyrstu sagðist hann ekki vita neitt um þessa byssu, nema hvað hún líktist skammbyssu, sem fyrrverandi hús bóndi hans Jóhannes Jósepsson átti. Siðar breytti hann þessum framburði og sagðisí hafa stolið byssunni frá Jóhannesi fyrir mörg um árum, en hefði ekki haft hana í fórum sínum þegar morðið var framið, og ekki fundið hana fyrr en ári siðar í bil sínum. Sagðist hann ekki hafa nokkurn grun um hver setti byssuna í bílinn og eina ástæðan fyrir því hlyti a® vera að einhver vildi koma honum í vandræði. Þegar byssan fannst í bíl Svein- björns var hún fullhlaðin. Eins og fyrr segir hefur sækj- andi enn ekki lokið sóknarræðu sinni. Hann sagði í dag, að hann vildi halda því fram að byssan hafi aldrei farið úr fórum ákærða frá því hann stal henni og þar til hún fannst og var tekin af honum, en hafi ekki horfið frá honum 1966, eins og Sveinbjörn heldur fram. Sagtði saksóknari að saga ákærða um hvarf byssunnar og afturkomu hennar væri með afbrigðum ótrú- leg. Eins og sagt var frá á sínum tíma var byssan og skotin send til Bandaríkjanna og rannsökuð þar í sérstakri rannsóknarstofnun til að fá úr því skorið hvort skotinu, sem varð Gunnari að bana hafi verið skotið úr byssunni. Niður- stöður þeirrar rannsóknar voru þær a® svo væri. Saksóknari sagði að síðar hefðu gögnin verið send rannsóknarstofnun í London og hafi Hallvarður Einvarðsson farið með þau þangað. Þar var fúliyrt að rannsókn lokinni, að skotið væri úr þessari byssu. Málflutriingúr hefst að nýju í fyrramáli®, og heldur saksóknari þá áfram ræðu sinni. Hreindýr Framhald af 1 síðu stærri hópnum hreyfðu sig hins yegar ekki, enda var bifreiðin ekki stöðvuð, heldur ekið hægt fram hjá dýrunum. Lágu þau makindalega i snjónum í sól- skininu, eða kröfsuðu í snjóinn og reyndu að ná sér i eitthvert æti. 10 dýr öfan við Seyðisfjörð. í brekkunni rnilli svokallaðra Stafa ofan vi® Seyðisfjorð sá- ust á föstudaginn um tíu dýr, en þar hafa hreindýr haldið sig á undanförnum árum. \ v'sðavangi Framhmr n ois 3 Það er hins vegar með Eyj- ar eins og Binna í Gröf hér á árunum. Þótt hann væri afla- kóngur vertíð cftir vertíð, voru aðrir skipstjórar með liærri NÝ ÖRUGG ATVINNA MIRLIR TEKJUMÖGULEIKAR Við ós'kium eftir aö komast í samband við fólk irueð sem víðtækasta þekkingu á mörgum atvinnugreinum t. d. landbúnaði, fiskvinnslu, bifreiðaverkstæðum, bensínsölum o. fl til þess að starfrækja hreinsunar- og þvottastöðvar víðsvegar um landið. Það hefur komið í ijós í öðrum löndum, þar sem þessi starfsemi hefur þegar verið reynd, að þörfin er mikil og hagnaður þeirra, sem starfrækja þær, lamgt yftr meðallag. Þetta nýja þvottatæki, er hið hagkvæmasta og öruggasta sem til er á markaðnum. Stofnkostnaður er u. þ. b. Nkr. 7.500,00. Fagkunnátta er óþörf, þar sem við munum láta í té nauðsynlega tilsögn. Þetta er sjálfstæður atvinnurekstur, sem jafnvel getur farið saman meö annarri vinnu. Skrifið strax og biðjið um náoari upplýsingar: FABRIKEN HETRACO A.S. PÓSTHÓLF: 5075, REYKJAVÍK hlut. Eyjar eru ekki með mest- an útflutning á íbúa. Meðan ég nefni fleiri staði, mega menn fara að geta sér til um það. Keflavík og þorpin á Reykja nesskaga geta sannarlega bor- ið höfuðið hátt. Út úr Kefla- vikurhöfn sigldu 37.815 tonn sjávarafurða fyrir 1.500 millj- ónir króna árið 1970 og senni- lega fóra um 500 milljónir til viðbótar frá þessu svæði, sem flntt var út gegnum Reykja- vík, svo að Suðnrkjálkinn hef- nr skilað um 2 milljörðum kr. á þessu eina ári. Akranes seldi sjávarafla ár- ið 1969 fyrir um 310 milljónir króna. En tölur þaðan fyrir s.l. ár eru ekki enn fyrir hendi. Þaðan voru ank þess fluti ar út iðnaðarafurðir á því ári fyrir 26 millj. kr. Siglufjörður flutti út sjávar- afurðir 1970 fyrir 153 milljón- ir króna og Húsavík fyrir 110 milljónir. Þá éru ötaldar sölur Húsavikurbáta í Norðursjó. Upptalningunni er þá komið til Aústurlands, sem er svo fjarlægt og afskekkt, að erlcnd iy samgönguseffræðingar, sem áttu áð gera tiflögur um sam- göngur þar, hristu höfuðið og tjjldu mikju einfaldara að fíytja þéssar 11 þúsund hraeður til Suðvesturlands en reyna að leggja þar vegi, enda sýndust þeim fáir möguleikar til menn- ingarlífs á nútímavísu á slík- um útkjálka. f kaupstöðunum tveimur og hirium 10 sjávarþorpum frá Höfn í Bakkafirði til Hafnar í Hornafirði búa um 7 þúsund manns eða 3¥2% þjóðarinnar. Þessir 12 staðir fluttu út sjáv- arafurðir fyrir um 1.225 millj- ónir króna árið 1970, eða sem næst 9’4% af útflutningi landsmanna. Höfn í Hornafirði er þar efst á blaði með sínar 270 milljónir króna, sem gerir 213 þusund krónur á hverp hinna 865 íbúa, og er það þannig með allmiklu hærri einstaklingshlut en Vest- mannaeyjar. En hæstan hlut allra staða, scm ég hef fengið upplýsingar um, hefur Stöðvarfjörður, lítið þorp á sunnanverðuin Aust- fjörðum. Hinir 237 íbúar Stöðv arfjarðar færðu heildverzlun-1 inni í Reykjavík hvorki meira né minna en 80 þúsund krónur á hvert mannsbarn, eða rúm- lega 1.400 þúsund krónur á meðalfjölskyldu í plássinu. Það virtist ekki óviðeigandi, að SÍS og Félag íslenzkra stór- kaupmanna sendu Stöðfirðing- um kveðju í einhverri mynd í þakklætisskyni fyrir hjálp- ina. Fast á eftir Stöðvarfirði og Höfn í Hornafirði fylgir litla Breiðdalsvík með sína 150 íbúa. Hún skilaði út 45 milljón um króna eða 300 þúsund krón um á íbúa. Mér þykir rétt að geta þess, að það eru ekki mörg ár, síð- an Stöðvarfjörður komst í vegasamband við umheiminn — og það voru Breiðdælingar, sem lánuðu í byrjun fé til þeirra framkvæmda, af því að ríkið hafði ekki fé hándbært.“ Þessar tölur, sem Sigurður Blöndal hefur dregið hér fram, æltu þeir að hugleiða vel, sem við þægiiuli þéttbýlisins hér suðvéstanlands búa en telja jafnframt eftir allt það sem íbúum landsbyggðarinnar er gert til stuðnings. — TK. ísinn Framhald af bls. 1 Á Húnaflóa og Skagafirði er talsverður ís. Siglingaleiðin fyrir Horn er sæniilega greiðfær eins og er, og virðist greiðfærast 4 til 6 sjóm. af Kögri og Horni. Á sigling^leiðinni Horn Eyja- fjörður og 10 til 15 sjóm. utan hennár er ís 1—3/10 að þéttleika, sigling þar er sæmilega greið- fær. Eyjafjörður er að mestu ís- laus, nema nokkrar smá ísrastir við Ólafsfjörð. Ekki varð vart við ís á siglinga- leiðum austan Eyjafjarðar. ísinn sem kannaður var virðist mcstmegnis þykkur fyrsta árs ís, þykktin meira en. 120 cm. Veður til ískönnunar var gott. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.