Tíminn - 23.02.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.02.1971, Blaðsíða 4
4 TÍMINN ÞRIðAtdAGUR 23. febrúar 1971 ADVÖRUN Stolið var úr Breiðfirðingabúð 21. þ.m. ávísana- hefti á Búnaðarbanka íslands með ónotuðum 11 ávísanablöðum nr. 67164 til 67175. Allir eru hér með varaðir við fölsuðum ávísun- um á nefndum ávísanablöðum. Breiðfirðingaheimilið h.f. Spennustillar 6, 12 og 24 volt Vér hióSum 6 rnánaða ábyrgð os auk þess lægra verð HÁBERG H.F. Skeifunni 3 E Simi: 82415 Rennibrautir fyrir skápa Rennibrautir fyrir gler Rennibrautir fyrir skúffur Rennibrautir fyrir harmonikuburðir Raðskápar Útihurðarskrár (Antik) Bréfalúgur Hurðabankarar (Antik) Hurðardælur (Yale) Smekklás-skápaskrár Sorplúgur Þéttilistar á hurðir ' Gardfnustangir Gardfnabemd Blýbönd f garðínur LODVTG STORR H.F. Langavegi 15. Sfmi 133» 8-22 FARÞEGA BIFREIÐAR Tökum að okkur fólksflutn inga innanbæiar og utan, svo sem: Vinnuflokka — hljómsveitir - hópferðir — Ökum fólk’ að og frá skemm ist.ÖOum . Minnsta gjald er fyrir V% klst. — Afgreíðsla alla daga, kvöld og um helgar ; síma 81260 Ferðabílar h.f. 'iiimmTr" • ... ~tr•ww ».i>»iíuibih r 1 'iiiiiw—a——ewh LANDBÚMÐARMÁL Mismunun þegnanna Á árunum um og eftir 1950 var í það ráðizt af verulegum stórhug að dreifa raforku um sveitir landsins. Framan af miðaði all vel í þessu velferðar máli byggðanna, en hin síðari ár hefur verulega dregið úr fram- kvæmdamætti fjárveitinganna, svo að í stað þess að taka rösk- legan endasprett og ljúka þessu nú á 2—3 síðustu árum, sem ekM hefði verið nema manns verk, á þeim veltitímum sem yfir þjóðina hafa gengið, hefur stöðugt dregið úr ferðinni, og var hún að lokum orðin svo lítil að varla varð greint, hvort mið- aði afturábak ellegar nokkuð á leið. Ef ekki hefði komið til veruleg framlög úr byggðunum sjálfum bæði vaxtalaus lán og óafturkræf framlög, pínd út úr fólki, sem fann að að öðrum kosti fengi það áfram að dúsa í „myrkrinu" um ófyrirsjáanlega framtíð, hefðu skrefin allra síð- ustu árin verið orðin minni en hænufet. Þó tókst á síðasta ári að fá til viðbótar hinni lúsar- legu fjárveitingu nokkurt láns- fjánmagn með ríkisábyrgð, svo að í sumar, sem leið, var meira gert, og í haust birti af raf- Ijósum frá samveitum á nokkuð fleiri heimilum, en á næst liðn- um árum. Enn bíða þó um 250 hýli alveg rafmagnslaus, og yfir 600 eru með dísel-rafmagil, en um 230 eru með rafmagn frá heima rafstöðum kuúnum vatns- afli. Þannig eru enn ýfir eitt þúsund býla utan samveitna. Disel stöðvár eru litiíí ög oft skammgóður vermir. Það sagði mér bóndi á Austurlandi, sem þá hafði fengið diselrafstöð fyr- ir skömmu, að nú fyrst fyndi hann fyrir því, hve mikils væri að sakna að hafa ekki fullkom- ið og tryggt rafmagn. Litlu diselstöðvarnar bregðast oft þegar verst gegnir, og enginn lætur þær ganga allan sólar- hringinn, þegar slökkt er á þeim, er sama byrkrið og áður. Þær sveitir eru því ekki hálf lýstar, sem aðeins hafa raf- magn frá slíkum smástöðvum. Diselstöðvasteína ríkisstjóm- arinnar, sem rekin var fram eftir síðasta áratug er fræg- asta dæmi um speki hagfræði prófessorsins Gylfa og verður væntanlega senn notuð sem skóladæmi, í „hagfræði'. í stað þess að virkja viðráð- anleg vatnsföll var diselstöðv- um dritað um þorp og bæi og frá þeim lagt rafmagn um sveit- ir. Dýrar í rekstri og viðhaldi, framleiddu þær dýrt rafmagn á innfluttri olíu, svo dýrt að ekki voru tök á að nota það til upphitunar, þar með var hægt að flytja inn enn meira-áf dýrri olíu til að hita upp húsin. Þeg- ar loks var virkjað var það til þess a® flytja út rafm. og selja undir kostnaðarverði. Eto ekki má selja það sanngjörnu verði til upphitunar húsa í sveitum, þar er áfram selt rafm. á hálf- gcrðu „diselverði" miklu dýr- ara en flestir bæjarbúar þurfa að greiða það. Svo er talað um jafnrétti þegnanna. Þó að þeir bændur, sem hafa fengið rafmagn frá samve-itum, geti vissulega talizt heppnir miðað við hina, sem enn bíða í myrkrinu, er langur vegur frá því að Jþejr sitji við sama borð í raforkuriíálum og aðrir lands- menn, þetta ér þeim mun baga- legra, sem stöðugt er þörf meiri og meiri raforku við búskap- inn, eftir því, sem tæknin við hann vex. A síðasta Búnaðar- þingi var einn þáttur þessara mála tekinn fyrir og gerð um Mest selda píputóbak íAmeríku, hann svofelld ályktun sem skýr- ir sig sjálf: Ályktun: „Búnaðarþing beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnarinn- ar að hún hlutist til um að veitt verði fé úr ríkissjóði til niðurgreiðslu á 1-fasa rafmótor um fyrir súgþurrkunarblásara, þannig að verð þeirra til bænda verði hið sama og verð sambæri legra 3ja-fasa rafmótora. Greinargerð: Með lagningu 1-fasa raflínu (1-vírs og 2ja-víra lína) um sveitir landsins, sparast stór- fé samanborið við lagningu 3ja-fasa raflína. Mun láta nærri, að sparnaður rafmagns- veitanna við iagningu 1 vírs- línu (EVJ-línu) miðað við 3ja- víra línu nemi um 90 þús. krón- um á hvern kílómetra. Bændur eru hins vegar mjög illa settir með 1-fasa 'rafmagn, sökum þess hve rafmótorar þeir, sem ætlað ir eru fyrir 1-fasa rafmagn eru dýrir og oft erfitt að fá hentuga mótora. Þeir rafmótorar, sem hér eru notaðir til súgþurkunar á heyi, >v.,-...eru, fle;stjr,byggðir hérlendis og var verð þeirra í febrúar 1970 eftirfarandi (án sölusk.): Stærð mótors, hestöfl 1-fasa: 3ja-fasa: 5.5 22.185,00 8.578,00 7.5 25.204,00 10.908,00 10,0 28.668,00 12.839,00 13.0 32.081,00 15,0 17.129,00 1-fasa rafmótorarnir eru því rúmlega helmingi dýrari en sambærilegir 3ja-fasa mótorar, og það dýrir, að margir bænd- ur veigra sér við að kaupa raf- mótor til að knýja súgþurrk- unarblásarann en nota í stað þess dráttarvél, sem ekki er hægt að binda við blásarann langtímum saman. Afkastamikil súgþurrkun stóreykur öryggi í fóðurverkuninni, en súgþurrkun arblásarinn kemur því aðeins að fullum notum, að við hann sé fasttengdur mótor.“ Við þetta er litlu að bæta, en auk þess, sem upp er talið eru 1-fasa mótorar dýrari í rekstri, þeim er bilunarhætt, vegna þess að þeir þola illa meira álag, og því ekki spennu- fall, og eru taldir viðkvæmari fyrir raka. Þó að ríkið spari sér þama mikið, verður það á kostnað þess að sú þjónusta, sem sveita- fólkið á fullkominn rétt á, að sé jafn góð og í bæjum, verður - mikið lakari. Hefur nokkur heyrf talað um fyrstaflokks þegna og annarsflokks, í „vel- ferðaþjóðfélagi"? En svona er þetta á fleiri sviðum. Jónas Jónsson. ÚROG SKARTGRIPIR- KDRNELlUS JONSSON SKÖLAVORÐUSTlG 8 BANKASTRÆTI6 ^•18588-18600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.