Tíminn - 07.03.1971, Blaðsíða 1
55. tbL
Sunnudagur 7. marz 1971 —
55. árg.
Bergþóruqötu 3
Símar: 19032 — 20070
Landað úr tveim loðnubátum, Hörpu og Árna Magnússyni, i Keflavikur höfn á föstudagskvöld.
OFHLAÐA Ferðamannaþjónusta og
BÁTANA!^ búskapur eiga víða samleið
SJ—Reykjavík, laugardag. i
Fyrstu loðnunni var landað I
Keflavík á fimmtudag úr Eldcy,
sem var með yfir 400 tn. í gær og
nótt var síðan landað úr fjórum
bátum, sem allir voru með full-
fermi, eða um 1200 tn. samanlagt.
Við höfðum spurnir af því í Kefla-
vík, að einn þessara báta yrði
jafnvel kærður fyrir ofhleðslu. Við
ieituðum staðfestingar á þessum
orðrómi hjá starfsmönnum Lands-
hafnarinnar í Keflavík. Fengum:
við þau svör, að ekki væri rétt að
taka einn bát úr sérstaklcga livað
r'ramhaio a öis lu
tmm
Þorsteinn Árnason, skipstjóri á Árna
Magnússyni. (Mynd: GE)
AK, Rvík, föstudag. — Á fundi I
búnaðarþings í dag voru reikning- j
ar Búnaðarfélags íslands fyrir ár-
ið 1970 lagðir fram, og fylgdi
Halldór Pálsson, búnaðarmála-
stjóri þeim úr hlaði og ræddi um
leið starfsemi B.f. nokkuð. I'á
flutti Bjarni Arason, ráðunautur,1
mjög athyglisvert erindi um
tengsl landbúnaðar og ferða-
manna, innlendra og erlendra,
og verður erindi hans birt, síðar
liér í blaðinu.
Þá var einnig iögð fram tillaga
til þingsályktunar um fóður-
tryggingu búfjár, og var hún frá
stjórn Búnaðarfélagsins. Einnig
var lagt fram erindi frá stjórn B.í.
um eflingu iðnaðar í sveitum og
kauptúnum.
Til fyrri umræðu var tillaga um
heildarlöggjöf um nýtingu og rétt
til óbyggða, afrétta og almenn-
inga, senda frá Alþingi, erindi
Búnaðarsambands Suðurlands um
hundahald í sveitum og loks nefnd
arálit milliþinganefndar búnaðar-
þings til endurskoðunar á lögum
Búnaðarfélagsins og framtíðar-
starfsemi búnaðarsambandanna.
Framsögumaður nefndarinnar var
Egill Bjarnason, og gerði hann
grein fyrir allmörgum breyting-
um, sem nefndin leggur til.
Urðu um þetta nokkrar umræð-
ur, og var umræðunni frestað.
Þá var til síðari umræðu tillaga
búfjárræklarnefndar vegna erind-
is Sigurgríms Jónssonar um inn-
flutning hold’anauta. Framsögu-
maður var Stefán Halldórsson.
Búnaðarþing samþykkti tillöguna
svohljóðandi:
„Búnaðarþing felur stjórn B.í.
að vinna að því, að þegar verði
hafizt handa um að koma upp
sóttvamarstöð á Bessastöðum á
Á ráöslefnu Sambands íslenzkra
rafveitna í síðustu viku urðu unv-
ræður mestar um öryggismálin og
starfsemi Rafmagnseftirlits ríkis-
ins. GrundvöUur þeirra umræðna
var erindi, sem Jón Á. Bjarnason,
rafmagnseftirlitsstjóri, flutti um
starfsemi stofnunarinnar. Vakti
lýsing hans á skyldum og verk
efnum stofnunarinnar annars veg
ar og vanefnum og vanbúnaði
hennar hins vegar mikla athygli.
Meðal annars kom þar fram, að
þótt lögum hafi verið breytt á
þann veg að rafmagnseftirlitið
heyrði undir Orkustofnun, skyldi
það „rekið sem fjárhagslega sjálf
stæð stofnun með sérstöku reikn
ingshaldi“, eins og scgir í 38. gr.
j gildandi laga. RafmagnseftirUtið
hefur nú verið strikað út af fjár
lögum. Reikningar hafa ekki ver
ið birtir undanfarin 4 ár og sjálf
ur rafmagnseftirlitsstjórinn hefur
ekki einu sinni getað fylgzt með
fjármálum stofnunarinnar — aö-
eins fengið slitróttar upplýsingar
um tekjur og gjöld. Rafmagnseft
irljtlð átti lð millj. í höfuðstól
1961 en vantaði húsnæðL Því var
meinað að eignast húsnæði þótt
það ætti þess kost, en var látið
gera 10 ára leigusamning og
greiða leigu að hluta fyrirfram,
en fyrirframgreiðslan og leigan
• næg'ði til að aðilinn, sem keypti
■ húsnæðið um þær mundir, átti
fyrir útborgun og afborgunum
lána af húsnæðinu. Þær 10 millj.
ir. sem rafmagnseftirlitið átti
hafa síðan verið teknar af
því og munu þær vera niðurkomn
ar hjá öðrum aðila nú!
Til frekarj sikýringa skulu hér
birt nokkur atriðj úr erindi Jóns
Alftanesi skv. 2. kafla laga frá
1962 um innflutning á sæði úr
nautum af Gálloway-kyni.“
Þá samþykkti búnaðarþing að
mæla með því, að Alþingi sam- Á. Bjarnasonar, en ráðstefna
þykkti tillögu þá, sem þar liggur. þessi var opin fjölmiðlum og
Framhald á bls. 10 I Framnald á bls. 10
Þrír meSlimir sérfræSinganefndarinnar komu til Keflavíkur meS þotu Flugfélagsins á föstudag, Christo-
pher Ofiedahl, Anneli Makinen og Arne Noe-Nygaard. Svíinn Gunnar Hoppe var væntanlegur til Reykja-
víkur í dag. (Tímamynd GE).
Jarðeldarannsóknastöðin:
KOMIN Á LOKASTIG
SJ—Reykjavík, laugardag.
Vonir standa til að senn
vcrði ljóst livort úr því vcrður,
að norræn jarðeldarannsókna-
stöð rísi á íslandi. Nú um
helgina standa hér yfir fundir
sérfræðinganefndar, sem ríkis-
stjórnirnar skipuöu og tók til
starfa 1969, en lilutverk hennar
er að semja álitsgerð um, hvort
hún telji skilyrði til að hafa
jarðeldarannsóknastöð hér á
landi og ef svo, þá með hverj-
um hætti. Vænta má þess að
nefndin ljúki störfum á þessum
fundum.
Hugm.vndin um norræna
jarðeldarannsóknastöð kom
fram á síðasta áratug. Á þingi
Norðurlandaráðs 1968 var hún
lögð fram opinberlega og þar
gerð ályktun til ríkisstjóma
Norðurlandanna um að athúga
leiðir til að koma upp slíkri
stöð á íslgndi. Á menntamála-
ráðherrafundi í Rcykjavík sum-
Framhald á bls. 10
Skákþáttur
Friðriks bls. 8
Rafmagnseftirlitið er í niðurlægingu
Hvar eru 10 milljónir?
TK—Reykjavík, laugardag.