Tíminn - 07.03.1971, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 7. marz 1971
POSTSENDUM —
SÍMI: 13630
\
Laugavegur 66
Sími 13630
Rúmensku heimsmelstaramtr vtS komuna ttl íslands í fyrradag.
(Tímamynd GE).
í FYRSTA SKIPTI Á ÍSLANDI
WRESTLING
- FJÖLBRAGÐAGLÍMA
HLJÓM-
PLÖTU-
DEILD
VINSÆLUSTU
PLÖTURNAR:
★ GEORG HARRISON
★ JESUS CHRIST SUPERSTAR
★ SIMON AND GARFUNKEL
★ JOHN LENNON
★ HAIR
★ BOB DYLAN
★ CREEDENCE CLEAR —
WATER REVIVAL
★ DEEP PURPLE
★ LED ZEPPELIN
★ SANTANA
★ JOHN MAYALL
★ STEPHEN STILL
★ KING CRIMSON
★ FREE
★ ELIAS HULK
★ GRASS
sýning og koppni í Laugardalshöllinni sunnudaginn 7. marz kl. 20.30 og mánudag
kl. 20.30. — Forsala aðgöngumiða daglega í Laugardalshöllinni kl. 16.30—20.30.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR
Hrymm
Mikið hefur verið rætt um
það að undanförnu, að orðið
„trimm“ falli ekki vel að ís-
lenzku máli og hafa margir
bent á nauðsyn þess, að fund-
ið verði og útbreitt gott ís-
lenzkt orð um þetta hugtak.
M.a. hefur þetta verið tekið
þráfaldlega fyrir í þættinum
„Daglegt mál“ í útvarpinu og
voru ýmsar tillögur um nothæf
orð í stað „trimms“. Ekkert
þeirra orða, er þar komu fram
fannst mér þó líklegt til að ná
vinsældum, þótt mörg væru
þau ágæt. Nú hefur Skúli á
Ljótunnarstöðum kvatt sér
hljóðs í þessu máli og komið
fram með snjalla tillögu, sem
mér sýnist að eigi að hafa
mikla möguleika til að útrýma
orðinu „trimm“ úr íslenzku
máli.
Kosturinn við tillögu Skúla
er sá, að þar er um hljóo'-
likingu að ræða og ennfremur
er orðið af gömlum, rammís-
lenzkum stofni. Skúli leggur til
að tekið verði upp orðið
hrymm. Hrymm á að koma í
veg fyrir að menn verði hrum-
ir. Það er eðlilegt mjög að not
að sé orð sem dregið er af eða
rótskylt er orðinu hrumur,
þar sem hrymm er barátta
kyrrsetumannsins gegn því að
verða hrumur um aldur fram.
Athöfnin sjálf yrði svo tákn-
uð með sögninni að hrymma
Karlmaður, sem legði stund á
hrymm, myndi svo verða kall-
aður hrymmi eða hrymmir.
Skúli leggur til að orðið
hrymmir verði notað, en mér
lízt betur á að nota hrymmi
(nf.) sem beygist eins og
krummi. Kona, sem stundar
hrymm kallast svo að sjálf-
sögðu hrymma og beygist eins
og fluga og kvíga.
Ég legg til að við tökum öll
höndum saman og gerum þessa
ágætu tillögu Skúla ó Ljótunn
"rstöðum að lifandi, íslenzku
íiáli, bannfærum orðið trimm
en iðkum hrymm í orði og
æði.
Keppni við heims-
meistara
Það þykja mikil tíðindi,
^ar sem er, þegar heimsmeist
arar í íþróttagrein koma í heim
sókn. Það verður því að telj-
ast til meiriháttar íþróttavið-
burðar, að heimsmeistararnir í
handknattleik, Rúmenar, munu
leika hér tvo landsleiki gegn
íslendingum. Fer fyrri leikur-
inn fram í dag, sunnudag. en
síðari leikurinn á þriðjudag.
Enda þótt nokkuð sé liðið á
keppnistímabil handknattleiks-
manna, verða þetta fyrstu
landsleikirnir hér heima á
keppnistímabilinu. Verður
fróðlegt að vita, hvernig ís-
lenzka landsliðinu reiðir af í
þessum leikjum, ekki sízt fyrir
þá sök, að liðið, sem teflt er
fram, er skipað yngri leikmönn
um en oft áður.
íslenzkur handknattleikur
var vissulega í öldudal s.l.
haust. Og úrslitin í landsleikja
förinni til Rússlands, voru
ekki beint uppörvandi. En
ýmislegt bendir til þess, að um
framfarir hafi orðið að ræða
síðan. Má í því sambandi benda
á, að 1. deildar keppnin hefur
verið mjög skemmtileg og vel
leikin. Spurningin er aðeins sú,
hvort „kokteill“ landsliðs-
nefndar er nægilega vel bland
aður. Um þaó' veit enginn enn
þá, en í dag gefst áhorfendum
kostur á að bragða á honum,
þegar landslið íslands og
Rúmeníu mætast í fyrri leikn-
um í Laugardalshöll. Hefst
leikurinn kl. 15.
Traðkað á rétti Fram
Svo virðist sem stjórn KSÍ
hafi gengið á rétt Fram með
því að ákveða að veita Kefl-
víkingum þátttökurétt í Borga-
keppni Evrópu í knatt-
spyrnu. Fram, sem varð bikar-
meistari og hlaut 2. sæti í ís-
landsmótinu, á tvímælalaust
meiri rétt á þátttöku í Borga-
keppninni en Keflavík, og
kemur sú viðurkcnning -raunar
fram hjá formanni KSÍ í við-
tali við éitt dagblaðanna í gær.
Hins vegar bendir form. KSÍ
á, að afsali Fram sér rétti sín-
um til þátttöku í Evrópukeppni
bikarhafa — sem Fram eitt ís-
lenzkra liða hefur unnið þátt-
tökurétt í — geti það leitt af
sér, að ekkert íslenzkt lið
taki þátt í þeirri keppni, því
að þátttökurétturinn gangi
ekki sjálfkrafa til næstefsta
félags, í þessu tilviki til Vest-
mannaeyinga. Verði að sækja
um sérstakt leyfi fyrir Vest-
mannaeyinga, og sé engan veg-
inn tryggt, að það fáist, því að
íslenzk knattspyrna sé svo
lágt skrifuð (H).
Sá, sem þessar línur skrifar,
veit ekki dæmi þess, að nokkru
liði hafi verið neitað um þátt-
töku í Evrópubikarkeppni, ef
viðkomandi knattspyrnusam-
band hefur sótt um leyfi fyrir
það í tilfelli eins og þessu. En
vel má vera, að stjórn Knatt-
spyrnusambands fslands telji
sig ekki hátt skrifaða í herbúð
um Evrópuknattspyrnusam-
bandsins, og þess vegna álíti
hún útilokað að fá þetta leyfi.
En það breytir ekki þeirri
staðreynd, að Fram á mestan
rétt til þátttöku í keppni Borga
liða — og getur þess vegna
hafnað því að taka þátt í
Evrópukeppni bikarhafa, ef
félaginu sýnist svo, og getur
látið sér í léttu rúmi liggja,
hvort nokkurt annað félag get-
ur notað þátttökurétt sinn eða
ekki. — alf.
iAuGLÝSIÐ í Tímanum
AUGLÝSINGASÍMIt 19523