Tíminn - 11.03.1971, Side 1
jiUi—Li '' bilasota
Bergþóruqolu 3
Slxnar: 19032 — 20070
kæli-
skápar
iPAn t-frr/tAAélct/iL. A/
jurrcjUAÐOis. xxnufisnueTi n, si u> ui»s
58. tbl.
— Fimmtudagur 11. marz 1971 —
55. árg.
Bratteli myndar
nýja ríkisstjórn
NTB-Osló, miðvikudag.
Tryggve Bratteli, formaður
norska Verkamannaflokksins,
hélt í morgun á fund Ólafs
Noregskonungs, og var honum
þar falin myndun nýrrar ríkis
stjórnar. Kjell Bondevik, leið
togi Kristilega þjóðarflokksins,
tjáði Ólafi konungi í gærkvöldi,
að tilraunir sínar til áð mynda
nýja ríkisstjórn hefðu mistek
izt, og væri enginn pólitískur
grundvöllur fyrir myndun nýrr
ar ríkisstjórnar borgaraflokk-
anna.
Bratteli sagði í dag, að ríikis
stjórnin yrði væntanlega full
skipuð eítir helgina, og er tal
ið að sljórnarsikiptin fari fram
í byrjun næstu viku. Stjórn
Brattelis verður minnihluta-
stjórn, þar sem Verkamanna-
flokkurinn hefur 74 þingimenn
í Stórþinginu, og borgaraflokk
arnir hafa 76 þingmenn saman
lagt.
Það kom á óvart í gærkvöldi,
þegar Kjell Bondevik tilkynnti,
að tilraun sín til stjórnarmynd
unar hefði engan árangur bor
ið. Sagði Bondevik, að það væri
Framhald a 14 síó“u.
Máimsteypa General Motors
í Straumsvík úr sögunni
General Motors hafði lýst áhuga á að reisa stóra málmsteypu í Straums-
vík, er veitti 600 manns atvinnu, en hefur nú skyndilega misst allan áhuga
og reisir málmsteypuna í Noregi
TK-Reykjavík. miðvikudag.
Morgunblaðið skýrði frá því um
miðjan síðasta mánuð, að dóttur-
fyrirtæki General Motors bifreiða
smiðjanna í Bandaríkjunum hefði
mikinn áhuga á að fá að reisa
í Straumsvík stóra málmsteypu,
15—30 þúsund tonn á ári, til þess
að steypa vélahluta í bíla úr
bræddum málmi frá Álverinu f
Straumsvík. Málmsteypa af þess
ari stærð getur ^ veitt um 600
manns atvinnu. f dag sannfrétti
Tíminn að mál þetta væri nú
skyndilega alveg úr sögunni og
General Motors tekið þá ákvörðun
10-12 ÞÚSUND FŒMÍLÓMETRAR
GRÓÐURLFNDIS ERU 0FNÝTTIR
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
— Rannsóknir hafa leitt í Ijós,
að gróður á tæpum helmingi
landsins er ofnýttur. Er hér
um að ræða 10—12 þúsund
ferkílómetra gróðurlendis, að-
allega á Suðurlandi og Suðvest-
urlandi, sem af þessum sökum
hnignar og eyðist smám saman,
sagði Ingvi Þorsteinsson, mag-
ister, í erindi um sveitarstjórn-
ir og gróðurvernd á fræðslu-
fundi um sveitarstjórnarmál,
scm hófst í Domus Medica í
morgun. Ráðstefnan, sem er á
vegum Sambands ísl. sveitar-
félaga, stendur fram á föstu-
dag.
í erindi sínu fjallaði Ingvi
um það, hversu ör gróður- og
jarðvegseyðing er, og færði
rök fyrir, að hún sé mun meiri
en það, sem vinnst með ný-
græðslu af náttúru- og manna-
völdum.
Benti hann á, að það er frum
skilyrði fyrir viðunandi ár-
angri í baráttunni við gróður-
eyðinguna, að landið sé ekki
ofnýtt — en runnsóknir sýndu,
að gróður á tæpum helmingi
landsins er ofnýttur.
— Lauslega er áætlað, að í
landinu séu um 250 þús. ær-
gildi (sauðfé og hross) urn-
fram beitarþol úthagans. f því
skyni að létta á þeim gróður-
lendum, sem ofsetin eru, þarf
að rækta 25—30 þús. hektara
bithaga á næstu fimm árum,
sem myndi með .núgildandi
verðlagi kosta 150—200 millj.
króna. Á næstu fimm árum
þar á eftir þyrfti að rækta ann
að eins, til þess að mæta þörf-
inni fyrir aukinn bústofn, sagði
Ingvi.
Hann benti á, að sveitar-
stjórnirnar halda á lyklinum
að gróðurvernd í landinu, því
að þær fara með stjórn af-
réttarmála og geta m.a. kraf-
izt ítölu á einstökum jörðum,
hluta úr viðkomandi hreppi og
afrétti, ef talið er, að um of-
nýtingu lands sé að ræða.
Lagði hann til, að Samband
ísl. sveitarfélaga beitti áhrif
um sínum til, að hafizt verði
handa um framkvæmd þeirra
aðgerða, sem brýnastar eru á
sviði gróðurverndar og eru
undirstaða að réttri nýtingu
Framh á 14. siðu.
að reisa þessa málmsteypu í Nor
egi. Ekki tókst Tímanum að afla
sér upplýsinga um það, hvað olli
því að General Motors missti áhug
ann á að reisa málmsteypuna á
íslandi og hvaða eða hverjar
ástæður vógu þar þyngst, og skal
því ekkert fullyrt um það á þessu
stigi, en hins vegar var óstaðfest
ur orðrómnr á kreiki um það,
að Géneral Motors hafi ekki lit-
izt á samstarfstilboð Aluswiss.
Forsaga þessa máls er sú, að
fultrúi Chase Manhattan bankans
kom hingað til lands í byrjun
febrúar og lýsti áhuga á að kanna
möiguleika á að koima hér upp
máimsteypu fyrir General Motors,
en Félag ísl. iðnrekenda hafði
kynnt bandarískum aðilum mögu
leika á rekstri málmsteypu hér
til r.ýtingar á fljótandi áli, eða
kvikmálmi, fná álverinu í Straums
vík. Hagkvæmnin við að reisa
slíka málmsteypu í grennd við
álveriö í Straumsvík er í því fólg
in, að það kostar miMa ortku að
bræða málminn upp og þess vegna
hagstæðara að byggja málsteypur,
er nýta kvikmálminn, í námunda
við álver, þannig að unnt sé að
kaupa málminn fljótandi til málm
steypunnar. Fulltrúi Chase Man-
hattan ræddi hér við fulltrúa frá
iðnaðarráðuneytinu og viðskipta
ráðuneytinu um málið og óskaði
eftir því að tæknimenn frá dótt
urfyrirtæki General Motors
Framhald á bls. 2
Frumvarp um breytingar á löggjöfinni um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna:
RÍKIÐ RÁÐI STARFSMENN
TIL OAKVEDINNA STARFA
EB—Reykjavík, miðvikudag.
f frumvarpi um réttindi og skyldur ríkisslarfsmaniia, sem ríkis-
stjórnin lagði í dag fyrir Alþingi, er ákvæði að finna þess efnis, að
ríkið geti haft í þjónustu sinni nokkra hæfa menn á sviði stjórnsýslu,
fræðistarfa eða á öðrum sviðum, er nytu í hvívetna réttinda skipaðra
tnanna í mikilvægustu embættum ríkisins, en ættu ekki kröfur til neins
tiltekins starfs. Er gert ráð fyrir því í frumvarpinu, að fjámiálaráð-
herra geti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar flutt þessa starfsmenn milli
stofnana eða starfa, eftir því, hvar þörfin fyrir starfskrafta þeirra
væri brýnust á hverjum tíma.
Segir í athugasemd með frumvarpinu, að ætla megi, að þessi sér-
staka skipun starfsmanna í þjónustu ríkisins, muni gera mögulegan
meiri hreyfanleika í miðstjórn rikiskerfisins en nú sé ríkjandi. Beinist
ákvæðið í þá átt, að virkja þau auknu afköst, frumkvæði og ímyndunar-
afl. sem tilbreyting í störfum leiði til.
Þetta ákvæði frumvavpsins mun
vera sniðið eftir hugmyndum um
„Senior Civ.il Service", er svoköll-
uð Hoover-nefnd hin seinni setti
fram 1955, í tillögum til Banda-
ríkjastjómar, en ekki var sú hug
:nynd innleidd þar.
Önnur veigamestu stefnubreyt-
ingaratriðin frá gildandi löggjöf
eru þessi, samkvæmt greinargerð
frumvarpsins:
1. Gert ráð fyrir að víkka veru-
lega gildandi lög um réttindi og
skyldur ríkisstarfsmanna, þannig
að þau taki til allra starfsmanna
ríkisins, að því leyti, sem ékki
er öðruvísi samið um í kjarasamn-
ingum við stéttarfélög, en ekki
aðeins til aðaistarfs starfsmanns.
Ennfremur er í frumvarpinu tek-
inn af vafi, sem í framkvæmd hef
ur orðið raunverulegur, um að
gildandi lög marki algerlega
stefnu að því or varðar réttindi
og skyldur starfsmanna hjá öll-
um stofnunum og fyrirtækjum
ríkisins, án tillits til stjórnar
Framhald á bls. 8.
Slys við Þingeyri:
3ja ára telpa lézt
- drenpr
SE—Þingeyri, OÓ—Reykjavík,
miðvikudag.
Þriggja ára görnul telpa frá
. Þingeyri lézt í sjúkraflugvél
á leið til Reykjavíkur í gær.
Hrapaði liún í klettum og höf-
uðkúpubrotnaði. f flugvélinni
var einnig sex ára drengúr,
sem hrapaði og liggur hann á
Borgarsjúkrahúsinu mikið
slasaður, en er að ná sér.
Fleiri börn lentu í ógöngum í
klettunum, en önnur slösuðust
ekki. Telpan, sem lézt, hét
Dagmar, og var dóttir hjón-
anna Helgu Aðalsteinsdóttur
og Guðmundar Valgeirssonar,
stýrimanns.
Á tíunda tímanum í gær-
morgun lögðu sjö börn á aldr-
inum 3 til 10 ára, af stað frá
Þingeyri í blíðskaparveðri og
slasaöist
gengu upp á Sandafell, sem
er ofan við þorpið, og er 367
metrar á hæð. Börnin ákváðu
af sjálfsdáðum að fara
þessa för og vissu foreldrar
þeirra ekki um leiðangurinn.
Börnin komust upp á fellið og
gengu síðan innar eftir því, en
þegar komið var innst á fellið
ætluðu þau að stytta sér leið
niðnr á þjóðveginn sem ligg-
ur til Þingeyrar, en lentu þar
í klettum og öðrum ógöngum
með þeim afleiðingum að tvö
barnanna hröpuðu. Dagmar
var með lífsmarki, þegar komið
var að henni, og þáu bæði.
Var þegar brugðið við og feng
in flugvél frá fsafirði og:lækn
ir með henni, cj> héraðslsekn-
irinn á Þingeyri var f vitjun
Framhald á .14. síffu.