Tíminn - 11.03.1971, Side 5

Tíminn - 11.03.1971, Side 5
FIMiWTUBAGUK 11. marz 1971 TfM IN N 5 f MEÐMORGUN KAFFINU Harm Lalli gamli vair mikið fjírir að ráfa milli kunning.i- amna, og halda þeim uppi á kjaftatörnum og spilla þannig fyrir þeim tímarruji'i. Dag einn sá Ólafur frænda hans, hann koma upp eftir götunni á leið- ínni í heimsókn. svo að hann var fljótur að setja i lás, en beið í ganginum og hiustaði. Lalli gainli bankaði, tók síðan í húninn og hristi hurðina. Þegar enginn opnaði, hrópa'ði hann: „Eg veit að þú ert inni, Óli, því að skóhlífarnar eru fyrir utan.“ „Ég á tvö pör,“ svaraði Óli snaggaralega fyrir innan. Göm-ul kona segir við lítinn strák á götu: „Hva@ heldurðu nú, að hún móðir þín mundi segja, ef hún heyrði þig blóta svona hræðilega?" Svo var það náunginn, sem byrjaði að hamstra frímerki, þegar hann heyrði að burðar- gjaldið ætti að hækka. — Á ég að segja þér leynd- armál? Ég málaði linúðinn bara á neðri hliðinni. Förumaður: Gefið fátækum förumanni munntóbaksbita. Kaupmaður: Hvað á hann að vera langur? F.: Eins og milli eyrna minna. K.: Ekki má það nú minna vera. Lofið mér að mæla. F.: Það er nú ekki hlaupið að því. Hér er hægra eyrað en hitt var tekið af mér er- lendis í vetur. En af því ég býst ekki við, að þið hafið svo mikið, hér í búðinni, þá læt ég mér nægja það, sem þið eigið til í augnablikinu. — Ég er alltaf með sultar- dropa. „Hún mundi segja „Guði sé lof,“ svaraði strákur. „Skammastu þín ekki?“ „Nei, hún ea* búin að vera gersamlega heyrnarlaus í tutt- ugu ár.“ Kennarinn: — Skammastu þín ekki Óli, að berja strák sem er minni en þú sjálfur? Óli: — Nei, ég hef hugsað mér að verða kennari þegar ég er orðinn stór. DENNI DÆMALAUSI — Denni, sælgæti er slæmt fyrir tennurnar. — Já, eu tunguuni finnst það gott. Flemming Anthony heitir ung- ur maður, dasiskur, sem er lík- lega dálítið frábrugðinn öðrum ungum mönnum nú til dags. Hann er 23 ára, reykir ekki, drekkur aðeins vatn og mjólk og kaupir sér ekki föt, þegar hann á aura. Hann á líka fallegt einbýlishús, sem hann segist aðeins hafa eign- azt vegna sparsemi sinar. Kona hans, Connie notar sterkara orð, þegar hann heyrir ekki til. Flemming hefur verið iþrótta- og popfréttaritari og sungið inn á nokkrar plötur þar að auki. Hann hefur oft neitað að leggja nafn sitt við tóbaksauglýsingar, þótt hann hafi þar með orðið af stór- um fjárhæðum. Hann segist að- eins vilja auglýsa hættulausa hluti, eins og til dæmis rakarann sinn! Honum er hjartanlega sama, þótt fötin séu ekki í tízku, bara ef þau eru hrein og heil. Honum hef ur boðizt að syngja inn á plötur og koma fram á hljómleikum í Þýzkalandi, en Connie vill ekki, að hann fari þangað. Hann gæti lent í klónum á einhverjum kven- manni. Flemming segir, að Connie sé yndisleg eiginkona, en hún sé bara allt af hrædd um hann. Á myndinni eru þau hjónakornin. hún heldur á nokkrum plötum, sem eiga þátt í, hvað maður henn ar er vinsæll meðal" kvenþjóðar- innar. Tom Jones er nýkominn úr söngfeiiðalagi frá Bandaríkjun- um. Þar vann hann hjörtu hverrar einustu húsmóður, sem sá hann og heyrði, hann syng- ur söngva, sem allir skilja, og þar að auki var hann einu sinni námaverkamaður og þetta er svo rómantískt. Sem betur fer gerir Tom þó mistök annað slagið og vinsældir hans í Bandaríkjunum minnkuðu um nokkur stig, þegar það spurð- ist að hann væri skemmtana- sjúkur og hefði platað góða, gamla Presley með sér á næt- urklúbb í Las Vegas. Það var frú Presley heldur illa við, sagði hún blöðunum. Tom er hins vegar alveg sama um svona smámuni, hann er á sama mælikv*rða og F.rank Sinatra, hvað snertir laun og sölu á plötum. Hann er vænt- anlegur til Kaupmannahafnar bráðlega og þá hefur hann með sér undirleikara sína, eða að minnsta kosti hluta af þeim — 32 menn! - * - ★ — Britt Ekland, sænska leik- konan, sem einu sinni var gift Peter Sellers, skrifaöi nýlcga brezka kvikmyndaframleiðanda- sambandinu bréf, þar sem hún kvartaði sáran yfir, að ekki væru neraa sárafáar kvikmynd- ir til, sem hún þyrði að fara og sjá með dóttur sinni, Victoriu, sem er fjögurra ára. Þær verði bara að láta sér nægja að fara í dýragarðinn, en það sé ekki skemmtilegt til lcngdar. Von- andi veitir kvikmyndaframleið- — ★ — ★ — endasambandið orðum hennar athygli, því mæður um allan heim eiga við þetta vandamál að stríða. — ★ — ★ — Margrét prinsessa og Snow- don lávarður eru nýkomin heim úr fríi á Bermuda, þar sem þau voru í sól og sjó í heilan mrn- uð. Þau fóru frá Englandi þeg- ar orðrómurinn um lávarðinn og Jaqueline Rufus Isaacs stóð sem hæst. Orðrómurinn varð til eftir að þau höfðu gert þau mistök að láta mynda sig saman í veizlu og svo lá lávarðurinn á sjúkrahúsi um jólin og þá heim sótti Jaqueline hann. Síðan hefur enginn séð neitt meira til þeirra saman og foreldrar henn- ar segja, að hún sé góð vinkona beggja þeirra hjóna og hafi lengi verið. Orðrómurinn sagði m.a., að Tony hefði látið leggja sig inn á sjúkrahúsið til a@ sleppa við að vera með Margréti um jólin. Enginn vissi hvað raunverulega var að honum og það gerði sög- una enn sennilegri. Sannleik- urinn er sá, að Tony var með gyllinæð, og hefur þjáðst af henni í mörg ár. Nú er líklega loksins komið í ljós, að allar sÖgurnar um framhjáhalds hans með Jaqucline eru upp- spuni einn. Gamla konan er Asta Nielsen og litla stúlkan heitir Pusle Helmuth. Þær voru elzta og yngsta lcikkonan á málverka- sýningu nokkuriri, sem efnt var til í Danmörku nýlega. Asta Nielsen var stjarna, þegar þöglu myndirnar voru upp á sitt bezta, en Pusle hefur leik- ið i ótal barnamyndum og er þcgar orðin mikil stjarna, að- eins átta ára.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.