Tíminn - 11.03.1971, Page 16
j S’tmmtudagur 11. marz 1971.
Niðurstöður rannsókna
hafrannsóknaskipsins
Bjarna Sæmundssonar:
LÍTIL HÆTTA
Á HAFÍS
í VETUR
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
Niðurstöður rannsókna á ástandi
sjávar norður í hafi í febrúar-
mánuði s.l. og lega ísbrúnarinnar
benda til að hafísinn verði ekki j
jafn þaulsetinn gestur hér við j
land það sem eftir er vetrar og í
vor og undanfarin hafísár. j
Ástand sjávar út af Norðurlandij
er í vetur enn mildara en s.l. j
vetur og eru veturnir þá orðniri
tveir í röð sem boða tiltölulega;
fjarlæga meginísbrún að vori fyr
ir austanverðu Norðurlandi.
Þetta kemur fram í fréttabréfi
um hafrannsóknarleiðangur sem
rannsóknarskipið Bjarni Sæmunds
son kom úr s.l. mánudag. Voru
athuganirnar gerðar á djúpslóð
norðaustur í hafi. Gerðar voru
rannsóknir á hitastigi, seltu, súr-
efni og næringarsöltum á alls 50
stöðum á ýmsu dýpi.
Mesta dýpi sem mælt var í
þessum leiðangri var 3500 metrar,
en það er mesta dýpi, sem mælt
hefur verið í íslenzkum rannsókn-
arleiðangri til þessa. Voru sjórann
sóknirnar þar norður frá þær ítar-
legustu sem gerðar hafa verið á
þessum árstíma áður.
Ástand sjávarins milli íslands
og Jan Mayen síðla vetrar er
þýðingarmikill þáttur varðandi
skilning á útbreiðslu hafíss á ný-
ísmyndun á hafinu norðan fs-
lands. Rannsóknirnar benda greini
lega til að nýísmyndun geti
ekki átt sér stað á þessum slóð-
um að óbreyttum aðstæðum, og
þær benda einnig til að hafís ber-
ist ekki með hafstraumum inn á
svæðið fyrir austanverðu Norður-
landi, en það er svonefndur aust-
urís, á þeim slóðum, sem mestu
hefur valdið um tiltölulega víðáttu
mikla útbreiðslu hafíssins fyrir
Norðurlandi á undanförnum hafís
árum, þ.e. frá 1965 til 1969.
Framhald á 14. sícAi.
Drekkhlaðinn ioðnuveiðibátur í Reykjavíkurhöfn. Er báturinn bundinn við bryggju, en sjá má, að sjórinn flýtur greinilega yfir þilfarið.
(Tímamynd GE)
HVERFUR LODNAN VH) REYKJANES?
00—Reykjavík, miðvikudag.
Síðastliðna nótt og í morgun
fengu margir bátar afbragðs
góðan loðnuafla við Reykja-
nes. Þar var loðnan í þéttum
torfum og fylltu skinin sig á
5 til 6 klukkustundum. Voru
því víða löndunartafir í morg-
un og í dag. Hins vegar brá
svo við að fáir eða engir bátar
tilkynntu, að þeir væru að
koma til landsins með afla síð-
ari hluta dags. Virðist því sem
loðnan hafi dreifzt og dýpkað
strax og hún kom vestur fyrir
Reykjanes.
Eru bátarnir búnir að elta
loðnugönguna allt frá Meðal-
landsbugt vestur með allri suð-
urströndinni og að Reykjanesi.
Virðist sem aflinn hafi verið æ
betrj eftir því sem vestar dró.
og síðustu sólarhringana hef-
ur loðnan verið rétt uppi í land
steinum.
Ransóknarskipið Árni Frið-
riksson er nú úti fyrir Suð-
austuriandi og hefur fundið
þar miklar loðnutorfur. Eru
þær nú á svæðinu milli Hroll-
augseyja og Tvískers og bár
ust þær fréttir frá skipinu í
dag að torfurnar virtust enn
vera að stækka og þéttast, en
ekkert skip er að veiðum á
þessum slóðum, og verksmiðj-
urnar á Austurlandi að mestu
verkefnalausar, en einhverjú
mun hafa verið landið á Eski-
firði í dag.
Fundur landeigenda ítrekar kröfur um
STÖÐVUN VIRK JUN A RFR AMKVÆMD A ÞAR
TIL NIDURSTÚÐUR RANNSÚKNA LIGGJA FYRIR
SB—Reykjavík, miðvikudag. I endafélagi Laxár og Mývatns, sem
Eftir langan fund í Landeig-1 haldinn var í Skjólbrekku í gær-
TiSkynning
Það tilkynnist hér með, að greinar eftir nafngreinda höf-
unda verða ekki teknar til birtingar í Tímanum framveg-
is, sé þeim ætlað að koma í tveimur eða fleiri dagblöðum
samtímis. Þær greinar, sem þegar hafa borizt Tímanum,
með birtingu í fleiri en einu dagblaði fyrir augum, mun
Tíminn prenta. Þegar brtingu þeirra lýkur, verða höfundar
að gera það upp við sig, hvort þeir vilja samkvæmt fyrr-
greindum skilyrðum fá grein sína í Tímann eða ekki.
Ritstjórar
-------—--------------------------------------------^
kvöldi, hefur nú verið boðaður
sáttafundur á Húsavíik á morgun.
Landeiglendafundurinn var hald
inn til að ræða Skilyrði þau. sem
Laxárvirkjunarstjórn setti fyrir
áframhaldandi sáttaviðræðum. Á
fundinum voru gerðar fjórar sam
þykktir. Framkvæmdir við Laxá
liggja enn niðri og fer eftir fund
inum á morgun, hvort þær hefjast
eftir helgina.
Landeigendafundurinn í Skjól
brekku stóS til kl. hálf þrjú í
nótt og voru um 130 manns á
fundinum. Eftirfarandi var sam
þykikt á fundinum:
„Vegna framkominna skilyrða
af hálfu Laxárvirkjunarstjórnar
fyrir framhaldandi sáttavióVæðum,
vill almennur fundur Landeigenda
félags Laxár og Mývatns, 9. marz
1971, taka fram eftirfarandi: Fund
urinn samþykkir, að stjórn félags
ins taki þátt í áframhaldandi við
ræðum, en áskilur henni þann
rétt, að leggja fram tillögur til
lausnar deilunni, með því skilyrði
að þær verði ræddar á sáttafund
um, ásamt öðrum tillögum."
Þá samþykkti fundurinn svo-
hljóðandi áskorun til Alþingis og
ríkisstjórnarinnar:
,,Almennur fundur í Landeig
endafélagi Laxár og Mývatns,
haldinn í Skjólbrekku í Mývatns-
sveit, 9. marz 1971, skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn að fresta virkj
unarframkvæmdum við Laxá þar
til fyrir liggja niðurstöður hinna
vísindalegu rannsókna, sem ákveðn
Framhald á 14. síc/u
Dómur í handritamálinu fyrir mánaðamótin
META HANDRITIN A 1 MILLJARÐ
DANSKRA KRÓNA EÐA ÞAR YFIR
ÉJ—Reykjavík, miðvikudag.
— Það er talið, að málflutningi
fyrir Hæstarétti í handritamálinu
ljúkj síðdegis á föstudag, og að
dómur verði kveðinn upp í lok
næstu viku og alla vega fyrir mán
aðamótin, — sagði Sigurður
Bjarnason, ambassador í Kaup
mannahöfn, í símviðtali við Tím
ann í Oag. en ntunnlegi málflutn
rngurinn fyrir Hæstaretti hófst í
morgun.
Sigurður sagði. að þegar réttur
var settur í Hæstarétti kl. 9 í
morgun, hefði áheyrendasalurinn
verið þéttskipaður. Voru það eink
um Danir, sem áhuga hafa haft
á þessu máli og meirihluti þeirra
stuðningsmenn stjórnar Árnasafns
í málinu, en einnig nokkrir ís-
lendingar, aðallega sendiráðsmenn.
Er dómsskjöl höfðu verið skráð
hóf lögfræcAngur stjórnar Árna-
safns málflutning sinn. Flutti
hann, G. Carlsen, mál sitt til
kl. 2, að fundi var frestað til kl.
9 í fyrramálið, cn þá mun hann
halda málflutningi sínum áfram.
Síðan mun Poul Schmith, lögfræð
ingur ráðuneytisins, flytja mál
sitt, og er við því búizt að málið
verðj tekið til dóms á föstudag.
Sigurður sagði, að dómur yrði
kveðinn upp í fyrsta lagi í lok
næstu viku, en alla vega fyrir
mánaðamótin. 13 hæstaréttardóm-
arar af 15 dæma í þessu máli.
Þetta er í fjórða sinn, sem hand
ritamálið kemur fyrir dómstóla í
Danmörku. Fyrst var þaó’ stjórn
Árnasafns, sem höfðaði mál og
krafðist ógildingar á lögunum um
afhendingu handritanna. Þeirrj ár-
ás var hrundið í undin’étti og
síðar í Hæstaréti 1966. Þá hugðist
stjórn safnsins höfða annaS mál
og krefjast skaðabóta, en ráðu
neytið var fyrra til og höfðaði
svonefnt viðurkenningarmál og
krafðist þess. að ráðuneytið yrði
elcki dæmt skaðabótaskylt. Vann
ráðuneytið málið í undirrétti. og
var málinu þá áfrýjað til Hæsta
réttar.
í ræðu sinni í dag sagði Carl
sen m. a. að meta mætti handrit
þau, sem afhenda ætti íslending
um, á einn milljarð danskra króna
eða meira. Fór hann ítarlega út í
fræðilegar kenningar um skaða
bótaskyldu við eignarnám, og
taldi einsýnt að greiða þyrfti
skaðabætur fyrir það eignarnám,
sem hér væri um að ræða.
Það hefur vakió' nokkra athygii.
að formaður stjórnar Árnasafns,
Westergaard-Nielsen, ritar í gær
grein í Beriingske Tidende, þar
sem hann lætur að því liggja, að
tapi stjórn Árnasafns málinu,
verði því vísað til alþjóðadóm-
stólsins í Haag eða mannréttindi
‘ dómstóls Evrópu.
Framsóknarkonur
Félag framsókn
arkvenna heldur
fund að Hallveig
arstöðum mið-
vikudaginn 17.
marz kl. 20,30.
Þórarinn Þórar-
inss. alþingismað
ur flytur ræðu.
Kosnir verða
fulltrúar á flokksþing, félagskon
ur athugið breyttan fundardag.
Fjölmennið. — Stjórnin.
Selfoss - nágrennj
Framsóknarvist
Síðasta spilakvöldið í þriggja
kvölda keppninnj verður í Skarp
héðinssalnum sunnudaginn 14.
marz og hefst kl. 21. Góð verð
laun og veitingar. Afhent verða
heildarverðlaun fyrir keppnina.
Allir velkomnir. Framsóknarfélag
Selfoss.