Tíminn - 19.03.1971, Blaðsíða 1
bnasaki
<3 U N/IUI !V
BBrgþórugEate-S_
arnar: 19032-20030
kæli-
skápar
'JQ/tjöbbLaUuv-cJU*/*. hjf
UflMXMHmLU, NMUMDUCT1 a, mm 10M
65. tbl.
— Föstudagur 19. marz 1971 —
55. árg,
FUNDU
BRAK
SB-Reykjavík, fimmtudag.
Leitað hefur verið í allan
dag að rækjubátnum Víkingi
frá Hólmavík, en hann hvarf í
dimmu hríðaréli út af Kald-
baksvík í gærmorgun. í dag
fannst brak í Kóngsey, og er
talið víst, að það sé úr Víkingi.
Tveir menn eru á bátnum, Pét-
ur Áskelsson skipstjóri og Guð-
finnur Sveinsson háseti, báðir
frá Hólmavík.
Um hádegið í gær fannst
kassi utan af gúmbjörgunarbát
og var þá hafin skipuleg leit á
vegum Slysavamafélagsins. Bát
ar frá Hóknavík og Drangsnesi
leituðu út af Bjarnarfirði og
Kaldbaksvík, flugvél landhelg-
isgæzlunnar leitaði úr lofti og
gengnar vom fjörur. en ekk-
ert fannst frekar. í birtingu í
morgun var leit haldið áfraim
og fóm þá bátar frá Hólma-
vík á leitarsvæðið og þegar
skyggni batnaði eftir hádegið,
leitaði TF-Sif, flugvél landhelg
isgæzlunnar úr lofti og gengn-
ar voru fjörur frá mynni Stein-
grímsfjarðar_ og allt norður í
Veiðileysu. í litlu skeri sem
heitir Kóngsey, fannst í dag
brak, sem talið er að sé úr
Víkingi. Bátar koma með brak-
ið til Hólmavíkur í kvöld.
Málaferlum vegna handritamálsins lokið með sigri st|órnarmnar:
FLATEYJARBÖK EDA KONUNGS-
BÖK AFNENT A NÆSTU VIKUM?
Stjórnarfrv. um
hækkun ellilauna
TK-Reykjaví:k, fimmtudag.
f dag lagði ríkisstjórnin fram á
Alþingi tvö frumvörp um trygg-
ingamál. í öðru þeirra, frumvarpi
um almannatryggingar, er lagt til
að allar almannatryggingar verði
hækkaðar um 20% frá því sem nú
er, þó verði barnalífeyrir hækk-
Framhald á bls. 10
Enn fjölgar dýrategundum í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Nú eru komin þangað þrjú sæljón og verða þau til
sýnis frá og með deginum í dag, föstudegi. Dýrin komu til landsins fyrir tveim vikum, en voru í sóttkví þar til
nú. Sæljónin eru öll ung, ekki fullvaxin enn. Voru þau veidd villt við Kaliforníustrendur og flutt hingað með
viðkomu í Bretlandi. Sædýrasafnið skipti á sex útselskópum og sæljónunum. Voru kóparnir sendir í rannsókn-
arstöð í Cambridge í Englandi og útvegaði sama stofnun sæljónin frá Kaliforníu. Sæljónin eru nú í laug inni í
húsi og virðast una hag sínum sæmilega, því matarlystin er góð, og éta þau mikið af loðnu. í vor, þegar hlýn-
ar í veðri, verða þau sett í stærri laug. Er ekkl að efa, að þessi geðslegu dýr eiga eftir að skemmta mörgum gest-
inum í Sædýrasafninu. Myndin var tekin af sæljónunu m í gær. (Tímamynd Gunnar)
Jðrgensen ákærður fyrir
27 millj. króna fjárdrátt
OÓ-Reykjavík, fimmtudag.
Fyrir rúmum fjórum árum
hófst rannsókn á Jörgensensmál-
inu svokallaða lijá sakadómi
Reykjavíkur, en þá var málið bú-
ið að vera í athugun hjá skatta-
og gjaldeyrisyfirvöldum um tíma.
Nú er þessari yfirgripsmiklu rann
sókii loks lokið og saksóknari rík-
isins hefur ákveði’ð að höfða opin-
bert mál á liendur Friðriki Jörg-
ensen, forstjóra, fyrir fjárdrátt,
gjaldeyrissvik og bóklialdsbrot.
Er Friðrik ákærður fyrir að hafa
dregið sér 27 milljónir króna.
Málið verður tekið fyrir í saka-
dómi og sjálfsagt í Hæstarétti síð-
ar. Hvenær endanlcgur dómur
fellur í máliuu er ekki hægt að
segja um að svo stöddu, en sjálf-
sagt tekur dómsrannsókn langan
tíma í svo yfirgripsmiklu máli.
Saksóknari sendi út eftirfarandi
fréttatilkynningu vegna Jörgen-
sensmálsins:
Saksóknari ríkisins hefur með
ákæruskjali. dagsettu 15. þ. m.,
höfðað opinbert mál á hendur
Friðrik Jörgensen, forstjóra, Tóm-
asarhaga 44, Reykjavík fyrir fjár
drátt, gjaldeyrisvanskil og bók-
haldsbrot í sambandi við rekstur
útflutningsfirmans Friðriks Jörg-
ensen á árunum 1965 og 1966. Er
ákærða gefið að sök að hafa á
þessu tímabili dregið sér rúmar
27 milljónir króna af söluandvirði
útfluttra sjávarafurða, sem hann
hafði í umboðssölu fyrir ýmsa
framleiðendur víðs vegar á land-
inu. Þá er honum gefið að sök
að hafa eigi skilað öllum þeim
gjaldeyri, sem fékkst fyrir afurð-
irnar og enn fremur gerzt sekur
um stórfellda bókhaldsóreiðu við
rekstur fyrirtækisins.
Er málinu vísað til dómsmeð-
ferðar við sakadóm Reykjavíkur.
Rannsókn máls þessa. sem hófst
í saikadómi í janúar 1967, hefur
reynzt mjög tímafrek vegna yfir-
gripsmikillar rannsóknar á bók-
haldi fyrirtækisins og öðrum sak-
argögnum, skjalaöflunar og yfir-
heyrslna mikils fjölda vitna.
EJ-Reykjavik, fimmtudag.
Málaferlum þeirn, sem stáðið
hafa yfir í Danmörku frá 1965 í
handritamálinu, er nú lokið.
Hæstiréttur Danmerkur kvað upp
þann dóm eftir hádegi í dag, að
danska menntamálaráðuneytið
væri ekki skylt að greiða skaða-
bætur til stofnunar Áma Magnús-
sonar fyrir þau handrit, sem af-
henda á til íslands, og er því
ekkert til fyrirstöðu að sáttmál-
inn milli íslands og Danmerkur
um afhendingu handritanna verði
staðfestur, og að undirbúningur
að afhendingu handritanna gett
hafizt.
Fyrstu fréttir af dómsúrskurði
Hæstaréttar, sem kom fyrr en
áætlað hafði verið, kom í skeyti,
sem Sigurður Bjarnason, ambassa-
dor í Kaupmannahöfn, sendi til
íslands. Skeytið er svohljóðandi:
„Dómur féll í Hæstarétti í hand
ritaimálinu kl. 1,30 í dag. Var dóm
ur Eystri Landsréttar staðfestur
að öðru leyti en því, að áfrýjandi,
stofnun Áma Magnússonar, er
sýknað af kröfu stefnanda,
menntamálaráðuneytisins, að því
er snertir afhendingu hluta af fé
stofnunarinnar, án skaðabóta.
Hvorugur málsaðili greiði máls
kostnað fyrir Hæstarétti til hins
aðilans.
10 dómarar greiddu atkvæði
með þessari dómsniðurstöðu, en
2 á móti“.
Blaðið hafði í dag samband við
Sigurð, og sagðist hann ekki hafa
fengið afrit af dómnum, og fengi
ekki fyrr en á rnorgun. Meginat-
riðið í dómsniðurstöðunni væri,
að meirihluti dómenda féllst ekki
á, að menntamálaráðuneytið sé
skaðabótaskylt vegna afhendingu
handritánna.
— Hins vegar sýkna þeir stofn-
un Árna Magnússonar af þein-i
kröfu. að þeir viðurkenni að hluti
af fjánmagni stofnunarinnar verði
afhentur íslendingum án bóta.
Þannig að ef ákveðinn hluti fjár-
magnsins verður afhentur, þá
verður að borga bætur fyrir það“.
Þessi hluti málsins er til kom-
inn vegna ákvæða í samningnum
milli íslands og Danmerkur frá
1965 um afhendingu handritanna,
en í 3ju grein samningsins segir
á þessa leið: „Um leið og hand-
ritin eru flutt, skal skipta höfuð-
stól stofnunar Árna Magnússon-
ar, sem nú nemur um 100 þús.
döns’kum krónum, og skal upp-
hæð sem tiltekin er í lögunum,
3ju og 4ðu grein, lögð til Háskóla
íslands með þeirri skyldu, að hann
hafi umsjón með þessu fé, og noti
það í samræmi við skipulagsskrá
stofnunarinnar".
Sigurður sagði, að það skipti
að sínu áliti ekki meginmáli, þótt
þetta hafi verið dæmt bótaskylt,
en ekki væri vitað hvort ráðuneyt
ið myndi engu að síður afhenda
þessa upphæð og verða þá bóta-
skylt fyrir. Það væri þeirra mál.
Um frekari þróun málsins sagði
Frh. á bls. 10.