Tíminn - 19.03.1971, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19. marz 1971
3
TÍMINN
SAMSTARF BULGARA VIÐ
LOFTLEIÐIR OG FÍ
Ýmsum íslenzkum forystumönnum boSið til Búlgaríu.
Haukur Hauksson
jarðsunginn í dag
TK-Reykjavík.
Útför Hauks Haukssonar, blaða-
manns, verður gerð frá Dómkirkj
unni í Reykjavík í dag, föstudag.
Athöfnin hefst kl. 10,30. Hauks
Haukssonar verður nánar getið
síðar í íslendingaþáttum Tímans.
AK, Rvík, þriðjudag. — Nýlokið
Búnaðarþing samþykkti eftirfar-
andi ályktun um rafmagnsmál
sveitanna. Tillagan kom frá alls-
herjarnefnd, og var Ingimundur
Ásgeirsson framsögumaður.
„Búnaðarþing felur stjórn Bún-
aðarfélags íslands að fylgja því
fast eftir við Alþingi og ríkis-
stjórm
1. Að dreifingu rafmagns til
allra býla f sveitum landsins verði
’okið á árunum 1971—73, og að
gerðar verði nú þegar áætlanir,
og sett lög ef með þarf, til að
tryggja þessar framkvæmdir. —
Áætlanir miðast við að sem allra
flest býli fái rafmagn frá sam-
veitum, en þau sem staðhátta
vegna geta ekki komizt í það
kerfi, fái rafmagn frá vatnsafls-
stöðvum fyrir fleiri eða færri býli
eða frá díselstöðvum. Annist Raf-
magnsveitur ríkisins uppsetningu
og umsjón slíkra stöðva og einnig
rekstur, eða veiti notendum þeirra
rekstrarstyrk þannig að um sam-
bærileg kjör verði að ræða og
hjá samveitum.
2. Að rafmagn verði selt í smá
sölu á sem allra jöfnustu verði
um land allt.
3. Að heimtaugagjöld verði ekki
hækkuð frá því sem nú er, við
gildistöku hins nýja fasteigna-
mats, miðað við meðalbýli.
Dr. Gunnar
Thoroddsen
prófessor við Hl
Forseti íslands hefur í dag
samkvæmt tillögu menntamála-
ráðhenra, skipað dr. Gunnar
Thoroddsen, fv. hæstaréttar-
dómara, prófessor í lagadeild
Háskóla íslands frá 15 þ. m. a@
telja.
Menntamálaráðuneytið, 18.
marz 1971.
-----—----------
EJ-Reykjavík, fimmtudag.
ic Ambassador Búlgaríu á Norð-
urlöndum, Lalion Gantcher, hefur
dvalið hér á landi undanfarna
daga og unnið að því, að efla
viðskiptatengsl fslands og Búlga-
ríu. Hefur m.a. verið gert sam-
komulag um samstarf milli búlg-
arska flugfélagsins Bulcan, og
Loftleiða og Flugfélags íslands.
ic Þá hefur ýmsum forystumönn
um þjóðarinnar verið boðið í
heimsókn til Búlgaríu, þar á
meðal forseta fslands, forsætis-
ráöherra, formanni Framsóknar-
flokksins og borgarstjóranum í
Reykjavík.
Gantcher átti fund með blaða-
mönnum í morgun, og ræddi þar
heimsókn sína hingað og aukin
4. Að veitt verði fé til niður-
greiðslu á verði 1-fasa rafmótora
fyrir súgþurrkun þannig að verð
þeirra verði ekki þærra en sam-
bærilegrar stærðar 3-fasa raf-
mótora“.
FB—Reykjavík, fimmtudag.
Kaupmannasamtök íslands hafa
óskað eftir viðræðum við stjórn
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík
um breytingar á fyrirkomulagi
mjólkurdreifingar á Reykjavíkur-
svæðinu. Kom þetta fram á fundi,
sem forsvarsmenn Kí héldu með
blatðamönnum í dag. Sögðu þeir
ennfremur, að stjórn Mjólkursam-
sölunnar hefði fjallað um málið
að undanförnu og ákveðið að
leggja það fyrir fullbrúaráðsfund
MS á næstunni. Að loknum þeim
fulltrúaráðsfundi myndu viðræður
GG—Ólafsvík, föstudag.
Hér hefur vetrið heldur ógæfta-
samt undanfarna mánuði og s‘!rð
veðrátta gagnvart sjósókn. Síðustu
daga hefur þó verið hýrara með
aflabrögð. Netabátarnir hafa feng-
ið þetta 6 til 14 tn í róðri.
Úm síðustu mánaðamót var bol-
fiskaflinn kominn upp í 1532 tn og
er það 500 tn minna en á sama
thna í fyrra, en þess ber að gæta
að þá stunduðu fleiri bátar veiðar
frá Ólafsvík en í vetur.
Tíu bátar réru héðan að stað-
aldri í vetur og eru þeir nú hættir
á línu og komnir á net ásamt fimm
bátum til viðbótar. Netaaflinn er
að glæðast og vonast menn til að
áframhald verði á því.
'ðskiptatengsl íslands og Búlga-
ríu. Sagðist hann hafa verið sendi
herra á Norðurlöndum, með að-
setur í Stokkhólmi, í sex ár, og
á þessum tíma hefðu tengsl íslands
og Búlgaríu stöðugt farið batn-
andi. Hefði heimsókn forsætisráð-
herra Búlgaríu hingað í fyrra
haft mjög góð áhrif í átt til bættr
ar sambúðar, og eins heimsókn
Emils Jónssonar til Búlgaríu.
f viðræðum forsætisráðherra
Búlgaríu og íslands, og í bréfa-
skiptum síðar, hefði komið fram
eindreginn vilji til að auka tengsl
landanna á sviði viðskipta og
ferðamála, og væri heimsókn hans
liður í að koma því í framkvæmd.
Hafi hann í upphafi átt viðræð-
ur við Þórhall Ásgeirsson, ráðu-
neytisstjóra í viðskiptamálaráðu-
neytinu, um beztar leiðir til að
auka viðskipti landanna.
Þá hafi hann átt viðræður við
forystumenn Flugfélagsins og Loft
leiða, og náðst samkomulag um
samstarf þeirra og búlgarska rík-
isflugfélagsins. Samstarfið við FÍ
verði aðallega innan Evrópu, en
Austur-Húnavatns-
sýsla
Félag Ungra framsóknarmanna
í Austur-Húnavatnssýslu heldur
aðalfund sinn á Hótel Blönduósi
mánudaginn 22. marz kl. 9 síð-
degis^ Venjuleg aðalfundarstörf.
Áríðandi er að félagsmenn mæti
vel og stundvíslega. — Stjórnin.
hefjast milli MS og Kl um þetta
mál,.
Stefán Björnsson, forstjóri MS,
sagði í símtali í dag, að þess mætti
vænta, að fundurinn yrði haldinn
í næsta mánuði.
Kaupmannasamtökin vænta þess,
að viðræðurnar verði til þess, að
framfarir eigi sér stað á þessum
vettvangi, til hagsbóta bæði fyrir
bændur og neytendur, og segja, að
hér sé um ótvírætt sameiginlegt
hagsmunamál bænda, neytenda og
kaupmanna að ræða.
Aflahæsti báturinn á vertí'ðinni
var í gær kominn með 245 tn. Er
það Sveinbjörn Jakobsson. Matt-
hildur er með 215 tn og Jökull er
þriðji með 209 tn.
Einn Stykkishólmsbátur landar í
Ólafsvík, en aflanum úr honum og
einum Ólafsvíkurbátanna er ekið
til Stykkishólms.
Tveir loðnubátar, Hafrún og
Reykjaborg frá Bolungarvík hafa
landað hér tvisvar sinnum hvor,
samtals 500 tn af loðnu.
Atvinna hefur verið nægjanleg
í vetur en ekkert fram yfir það.
Aðkomufólk er með langfæsta
móti. Þess eru dæmi nú síðustu
daga, að 1 til 2 menn vanti á báta,
sem eru að hefja veiðar.
við Loftleiðir hefði náðst sam-
koi.iulag um flutning á farþegum
frá Norður-Ameríku til Evrópu,
og síðan áfram með Bulcan til
Búlgaríu. Taldi hann að þetta ætti
að auka ferðamannastrauminn, og
benti m.a. á, að í Ameríku væri
mikill fjöldi manna af búlgörsk-
um ættum, sem á þennan hátt
fengju tækifæri til að heimsækja
land forfeðra sinna. Einnig átti
Gantcher viðræður við Ferða-
skrifstofu ríkisins um samstarf á
sviði ferðamála.
Þá ræddi ambassadorinn við for
stjóra Sambands isl. samvinnufé-
laga um möguleikann á auknum
viðskiptum milli landanna. Hefðu
Búlgarar einkum áhuga á að
kaupa fiskilýsi og fiskimjöl, en
einnig ullar- og skinnavörur og
prjónavörur.
Sambandið hefði sýnt áhuga á
að kaupa ýmsar vörur frá Búlga-
ríu, einkum niðursoðnar matvör-
ur og grænmeti, ávexti og kartöfl
ur o.fl. Þá gætu Búlgarar einnig
selt fslendingum ýmsar vélar, þótt
í litlum mæli yrði að sjálfsögðu.
Ambassadorinn sagði, að nú
væri góður grunnur fyrir aukin
viðskiptatengsl, og þess vegna
hefði ríkisstjórn Búlgaríu ákveð-
ið að hafa á íslandi fastan verzl-
unarfulltrúa, Solakov að nafni,
og r. yndi hann koma til landsins
apríl næstkomandi.
kom fram hjá ambassadorn
um, að forseti Búlgaríu hefur
boðið forseta fslands í heimsókn
og mun sú ferð væntanlega eiga
sér stað á næsta ári. Forsætis-
ráðherra Búlgaríu bauð sem kunn
ugt er forsætisráðherra fslands
í heimsókn eftir kosningarnar í
vor. Þá hefur borgarstjóri Sofíu
1 borgarstjóra Reykjavíkur í
heimsókn á þessu ári, bændaflokk-
ur landsins hefur boðið formanni
Framsóknarflokksins, viðskiptaráð
herra hefur boðið Þórhalli Ás-
geirssyni ráðuneytisstjóra til
Búlgaríu, og síðan mun þing-
mannanefnd fara þangað í heim-
sókn á þessu ári.
Það verður því mikið um ferðir
ráðamanna hér til Búlgaríu í ár
og á næsta ári.
Gantcher hefur eins og áður
segir, verið ambassado. í sex ár
á Norðurlöndum, en mun láta af
því starfi á þessu ári. Hann er
þingmaður í heimalandi sínu, og
mun búa í Búlgaríu er hann lætur
af ambassadorstöðunni.
Lézt af völd-
um meiðsla
35 ára gamall Keflvíkingur,
Karl Kristófersson, lézt á Landa
kotsspítala í dag, en hann varð
fyrir bíl um miðnætti sl., þ. e.
aðfaranótt fimmtudags. Hann
komst ekki til meðvitundar eft-
ir slysið.
Karl var að koma út úr bíl
sínum á móts við húsið númer
83 við Hringbraut í Keflavík,
en þar átti hann heima. Lagði
hann bílnum gegnt húsinu og
gekk út á götuna, og bar bíl
að í sömu svifum. Varð Karl
fyrir honum og slasaðist mikið.
Var hann fyrst fluttur á sjúkra-
húsið í Keflavík og þaðan á
Landakotsspítala, þar sem hann
lézt í dag.
Dreifin.gu rafmagns
til allra sveitabýla
verði lok'ið 1973
Búnaðarþing lagði til að gerðar verði lögfestar áætlanir
til þess að tryggja þessa framkvæmd.
Kl óskar eftir viðræðum
við MS um mjólkurdreifingu
Netaafli glæðist í Olafsvík
IHækkun bóta almanna
trygginga
Eins og frá er grcint í frétt-
um blaðsins lagði ríkisstjórnin
fram frumvörp um hækkun
bóta almannatrygginga á Al-
þingi í gær. Frekari skýringar
á nýmælum í frumvarpinu um
almannatryggingar eru þessar:
ic Þegar er um að ræða upp-
bót á elli. og örorkulífeyri er
gert ráð fyrir lögbundinni fjár-
Ihæð lífeyris og uppbótar, sem
nemi 84 þúsund krónum á ári.
Þetta gildir þó því aðeins, að
tekjur bótaþega að meðtöldum
lífeyri séu lægri en 84 þúsund
v' krónur fyrir einstakling og
Í 151,200 krónur fyrir hjón. í
því tilviki skal uppbótin nema
því sem á vantar.
★ Barnalífeyrir verði greidd
ur með barni látinnar móður,
hvort sem hún var gift eða
ógift og án tillits til efnahags
eða annarra ástæðna. Lagt er
og til, að barnalífeyrisaldur
verði hækkaður úr 16 í 17 ár.
★ Kona, sem verður ckkja,
sbr. 19. gr., fái bætur í sex
mánuði í stað þriggja, ef hún
er barnlaus, og til viðbótar i
12 mánuði í stað 9, ef hún hef
ur fyrir barni að sjá.
if Gert er ráð fyrir hcimild
til greiðslu mæðralauna til fóst
ursmóður.
ic Samkvæmt gildandi ögum
er aðalreglan sú, að bótaréttur
samkvæmt ákvæðum um líf-
eyristryggingar er bundinn við
íslenzkan ríkisborgararétt. Lagt
er til, að fallið verði frá þess-
ari kröfu. Þess í stað verði bóta
réttur bundinn við lögheimili
á íslandi, cn ellilífeyrir verði
samt greiddur, þó að bótaþegi
sé búsettur erlendis, en fjár-
hæð lífeyris verði í hlutfalli
við dvalartíma á íslandi á gjald
skyldualdri.
ic Heimild til veitinga örorku
styrks er rýmkuð. Lagt er til,
að veita megi styrk vegna auka
kostnaðar, sem stafar af ör-
orku, ef verulegan má telja,
og enn fremur megi veita styrk
vegna bæklunar eða vanþroska
barna innan 16 ára, ef um er
að ræða mikil útgjöld eða
mikla umönnun.
Hreppasjúkrasamlög
lögð niður
★ Lagt er til, að hreppasjúkra
samlögin verði lögð niður. f
staðinn komi sjúkrasamlag í
hverju sýslufélagi.
-^Gert cr ráð fyrir afnámi rík
isframfærslu, sem siðustu árin
hefur aðeins varðað fávita.
Dvöl þeirra á heilbrigðisstofn-
Iunum vcrði kostuð af sjúkra-
tryggingunum.
★ Aukin verði greiðsluskylda
sjúkratryggingadeildar i fram-
haldi af vistun á erlendum
j sjúkrahúsum þannig, að einn-
j ig skuli greiða kostnað við
i dvöl, lyf og læknishjálp, sem
; nauðsynleg er erlendis að
lokinni sjúkrahúsvist þar.
★ Sjv'.ratryggingadeild verði
hcimiluð þátttaka í kostnaði,
sem telja má verulegan, vegna
veikinda eða slyss utan samlags
svæðis, sem ekki er greiddur
af síúkrasamlagi.
i ★ Samkvæmt gildandi lögum
Framhald á bls. 10.