Tíminn - 19.03.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.03.1971, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. marz 1971 7 TÍMINN Framlcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þónarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og rómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- stjómarskrifstofur í Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrif- srtofur Bamlkastræti 7. — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuði, innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. meö gömSum jálkum Þegar hinn nýi stjómmálaflokkur þeirra Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar var stofnaður, var lögð megináherzla á 3 atriði í starfi flokksins= 1. Það átti að vinna að endurnýjun þingliðsins á Al- þingi og hleypa inn nýjum mönnum með ný viðhorf. 2. Það átti að afnema foringjavald og foringjaklíkur, og nýi flokkurinn að vera þar fyrirmynd. 3. Það átti að tryggja sem víðtækast og beinast lýðræðí í störfum hins nýja flokks og starfshættir hans áttu að vera sem „opnastir". Hvernig hefur nú tekizt að fylgja fram þessum fögru hugsjónum á hinum. stutta starfsferli hins nýja flokks? Nýi flokkurinn með „opnu starfshættina“ og hið fullkomna flokkslýðræði, efndi til prófkjörs í Reykja- vík um skipan framboðslista flokksins fyrir rúmum tveimur vikum. Málgagn Hannibals „Nýtt land“ segir svo frá þessu prófkjöri í síðustu viku: „Um næstsíðustu helgi fór fram skoðanakönnun SF í Reykjavík. Varaformaður uppstillinganefndar tjáði blaðinu að talning hefði farið fram s.l. fimmtudag, en nefndin hefði samþykkt samhljóða, að ekki yrðu gefnar upp tölur um atkvæðamagn einstakra manna eða þátt- töku í könnuninni fyrr en á sérstökum félagsfundi, sem haldinn yrði 1 næstu viku“. Og ennfremur: „Leggja má ' áherzlu á, að úrslitin úr skoðanakönnuninni eru ekki svo ýkja mikilvæg til birtingar, þar eð þau eru á engan hátt bindandi, hvorki fyrir nefndina né félagsfundinn, sem að sjálfsögðu hefur endanlegt vald um skipan listans“. Þannig er vilji manna 1 skoðanakönnun ekki ýkja mikilvægur til birtingar í nýja flokknum með opnu starfs- hættina og hið fullkomna lýðræði, vegna þess að það á ekkert að gera með hann og skoðanakönnunin aðeins til gamans fyrir forystumennina. Alfreð Gíslason, fyrrverandi þingmaður Alþýðubanda- lagsins, var einn þeirra manna, sem gengu til liðs við nýja flokkinn, sem ætlaði að afnema foringjavaldið. í grein, sem Alfreð skrifaði í nóvember réðst hann gegn foringjavaldinu í nýja flokknum, sem hann segir að hafi verið beitt af öllum þunga til að fella tillögu, sem Alfreð flutti um að nýi flokkurinn setti það að skilyrði í sam- einingarviðræðum við Gylfa Þ. Gíslason, að Alþýðuflokk- urinn léti af árásum á verkalýðshreyfinguna. Orðrétt sagði í grein Alfreðs Gíslasonar: „Tillagan fékk slæma útreiS á fundinum og var kol- felld, enda lögðust leiðtogarnir af öllum sínum þunga gegn henni. Var einhver að tala um óhæfilegt foringja- vald í gömlu flokkunum? Einn fundarmanna velti því fyrir sér á eftir, hvort atkvæðagreiðslan um tillöguna benti til þess, að í samtökunum mundu margir frjálslynd- ir en fáir vinstri sinnaðir. Skyldi nokkuð vera hæft í því?" Um endumýjun þingliðsins fyrir atbeina nýja flokks- ins er það að segja, að það þykir nú ljóst, að í kosning- unum muni slagurinn standa um það, hvort þeim Bimi cg Hannibal tekst að ná kjöri. Þingflokkur nýja flokksins hefur nú hæstan meðalaldur í þinginu. Næðu þeir kjöri héldu þeir þeirri öldungaforystu. Slagurinn mun standa um það, hvort Hannibal Valdimarssyni verði tryggt sæti aldursforseta á Alþingi næsta kjörtímabil en í lok þess verður hann kominn vel á áttræðisaldurinn. Þannig reynast hinar háleitu hugsjónir nýja flokksins 1 fram- kvæmd. — TK. Að yngja upp W. AVERELL HARRIMANN: Samningar milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eru mögulegir Förin með Muskie til Moskvu hefur aukið bjartsýni HUGSJÓNALEGUR ágrein- ingur milli Bandaríkiamanna og Sovétmanna er það mikill og djúpstæður, að alhliða sætt- ir eru ekki hugsanlegar eins og sakir standa, en engu að síð- ur eru góðir möguleikar á að ná samkomulagi um þungvæg atriði einmitt nú. Samkomulagsumleitanir standa yfir um þrjú mikilvæg málefni, eða deilurnar í lönd- unum fyrir botni Miðjarðar- hafsins, Berlín og takmörkun vígbúnaðar. Ástand heimsmál- anna hlýtur að versna að mun, ef ekki lánast að ná samkomu- lagi um eitt eða tvö þessara at- riða. Hvor aðilinn um sig verð- ur að leggja af mörkum sinn skerf til að draga úr ágrein- ingnum eins og framast má verða ef okkur á að auðnast að lifa saman á þessum litla hnetti án þess að lenda í styrj- öld. ÉG FÓR til Moskvu fyrir skömmu með Muskie öldunga- deildarþingmanni. Leiðtogar Sovétmanna lögðu mikla áherzlu á einlægan stuðning : sipp við raunvepulegan frið í löndunum fyrir botni Míðjarð- arhafsins, og lýstu vilja sínum til aðildar að fjórveldaábyrgð á þeim friði. Sovétmenn hafa notfært sér árekstrana þarna til þess að auka áhrif sín í ríkjum Araba, en ef til vill hneigjast þeir nú til samninga af ótta við að ekki verði komizt hjá beinum átök- um við okkur Bandaríkjamenn að öðrum kosti. Auðstætt er, að Sovétmenn vilja ekki að til styrjaldar dragi að nýju milli ísraels- manna og Egypta. Álit þeirra og traust erlendis rénaði til- finnanlega, ef Egyptar biðu annan auðmýkjandi ósigur. Þá uggir að þeir komist ekki hjá beinni afskiptum en áður, ef Egyptar reynast ekki nægilega öflugir, og þeir óttast einmitt, að slík afskipti leiddu til beinna árekstra við okkur Bandaríkjamenn. Rússum er einnig kappsmál að draga úr þeirri fjárhags- byrði, sem vopnasendingar til Araba valdi þeim, og þeim er einnig umhugað um að Suez- skurðurinn verði opnaður að nýju, til þess að þeir geti að sfnu leyti fyllt það tómarúm, sem myndazt hefur við brott- hvarf Breta frá Rauðahafi og Persaflóa. ÉG taldi mig verða þess áskynja, að Sovétmenn hefðu reynt að neyta áhrifavalds síns til þess að sveigja Egypta til fylgis við friðsamlega lausn og fá þá til að viðurkenna til- verurétt fsraelsríkis. Sovét- menn hafa aldrei fylgt kröfu Araba um að hrekja ísraels- menn í hafið. Sovétmenn halda nú fram, að Bandaríkjamenn ættu að styðja þá í þeirri kröfu, að ísraelsmenn hverfi frá öllum MUSKIE — Þegar hann fór nýlega í ferða- lag til Sovétríkjanna, Vestur- Evrópu og Mlðjarðarhafslanda, fékk hann Harrlman I fylgd með sér, sem sérstakan ráðunaut. herteknum svæðum, og er þar þá gengið út frá skilningi Sovétmanna á samþykkt Sam- einuðu þjóðanna frá 1967. Sovétmenn vilja ekki taka til greina tvíræðar kröfur ísraels- manna um leiðréttingar á landamærum. Greinilegt er, að Sovétmenn hafa nú meiri áhyggjur af ástandi mála í löndunum fyr- ir botni Miðjarðarhafsins en nokkru öðru. Kosygin sagði mér árið 1965, að hann hefði mestar áhyggjur af Norður- Vietnam. Ötti Sovétmanna um beina árekstra við Bandaríkja- menn þar rénaði mjög, þegar Johnson forseti lét hætta loft- árásum á landið, en vitanlega veldur styrjöldin þar eystra verulegum erfiðleikum í sam- búð Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna. ÉG sannfærðist um það við komu mína til Moskvu í þetta sinn, að dregið hefur verulega úr háskasemi sumra erfiðustu ágreiningsefna okkar við Sovét- menn á undangengnum árum. Vestur-Berlín er gott dæmi í þessu efni, en ágreiningurinn um ’'ana hefur valdið meiri háska en flest annað síðan Styrjöldinni lauk. Stalfn setti samgöngubann á Berlín árið 1948. Ég minnist þess greinilega, að Krustjeff sagði mér árið 1959, að hann hefði í hyggju að undirrita friðarsamninga við Austur- Þjóðverja og fullyrti, að þeir friðarsamningar byndu endi á rétt Bandamanna til afskipta af Berlín. Hann hótaði að hefja styrjöld, ef við reyndum að setja honum stólinn fyrir dyrn- ar. Kennedy forseti hafði all- mikinn viðbúnað og kvaddi nokkuð af varaliði okkar til vopna þegar Krustjeff ógnaði Vestur-Berlín árið 1961. LIÐINN er heill áratugur síðan þetta gerðist, og nú er farið að ræða um að koma í veg fyrir, að Vestur-Berlín valdi alvarlegum ágreiningi. í þessu sambandi er ýmiss konar vandi óleystur, einkum að þvf er varðar hömlulausar heim- sóknir óbreyttra borgara og stjórnmálatengsl Vestur-Ber- línar og Vestur-Þýzkalands. Mestu máli skiptir þó, að full- trúar hernámsveldanna fjög- urra og Vestur-Þjóðverjar eru famir að ræða þennan vanda og reyna að leysa hann. Óljóst er enn, hver afs'iða Austur- Þjóðverja verður, en afstaðan, sem ég varð var við í Moskvu og Bonn, jók mér bjartsýni. Staðfesting samninganna, sem Brandt kanslari hefur rætt við valdamenn í Moskvu og Varsjá, ^r undir þvf komin, hvort framvindan f Berlín verð ur viðunandi. Samkomnlag um Berlín gerði að mun auðveld- ara um vik að koma á ráð- stefnu um öryggi Evrópu, og yki einnig verulega líkurnar á jákvæðum árangri af henni. Meginmarkmið slíkrar ráð- stefnu hlyti að vera að koma á skipulegri og gagnkvæmri fækkun herliðs, sem ætti að gera okkur Bandaríkjamönnum kleift að kalla heim hersveit- ir okkar frá Evrópu, án þess að þurfa að eiga á hættu al- varlega ágengni. HÖMLUR á keppni í kjarn- orkuvígbúnaði era langsam- lega mikilvægasta atriðið í sambúð Sovétmanna og Banda- ríkjamanna, þegar til lengdar lætur. Ég hef af því áhyggjur, hve hægt gengur í viðræðun- um um þau mál, enda þótt báðir aðilar viðurkenni mikil- vægi þeirra. Kosygin lýsti yfir við okkur Muskie,' að Sovétnienn og Bandaríkjamenn hefðu hvorir un sig yfir nægilegum kjam- orkuvopnum að ráða til þess að tortíma hinum. Þrátt fyrir þetta hafa báðir aðilar hert á kj arnorkuvígbúnaðarkapphlaup- inu meðan viðræðurnar fara fram. Því miður hefur ekki verið stungið upp á stöðvun á dreifingu kjarnorkuvopna bæði til sóknar og varna og tilraun- um með þau, jafnvel ekki um takmarkaðan tíma. Komi ekki til slíkrar stöðvunar getur tæknileg framvinda rokið fram Framhald á bls. 10 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.