Tíminn - 19.03.1971, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR
8
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 19. marz 1971
GORDON BANKS
heims".
hefur oft hlotiS sæmdarheitið' „bezti markvörSur
lill
§ 1
mk
I 1
1 fj
^^nH|nN
Stofnað 1863
Aösetur:
Victoria Ground, Stoke-
on-Trent.
Búningur
Rau'ðar og hvítröndóttar
peysur, hvítar buxur og
hvítir sokkar.
Verðlaun:
2. deildarmeistarar 1932—
33, 1962—63: 3. deildar-
meistarar 1926—27.
•k BEZTI árangur Stuke í 1.
dcild voru keppnistímabilin 1935
—36 og 1946—47, l>egar félagið
lcnti í fjórða sæti. Á þessu keppn-
istímabili er talið að Stoke liafi á
að skipa sínu bezta liði frá upp-
hafi. Núverandi framkvæmdastjóri,
TONY WADDINGTON, á jafnan í
miklum vanda. Meðaltal á hvern
heimalcik Stoke hefur lækkað
um nokkur þúsund á þessu keppn-
istímabili og er nú aðeins tæplcga
20 þúsund áhorfendur. Það þýðir,
TRÚLOFUNARHRINQAR
Fljót afgeriðsla.
Srndum gegn póstkröfu.
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður.
Bankastræti 12.
að Waddington getur ekki leyft
sér að kaupa dýra leikmenn í stór-
um stfl, því frekar er það að hann
verður að selja leikmenn og treysta
á frammistöðu ungra leikmanna,
sem „alizt bafa upp“ hjá félaginu.
Á þessu keppnistímabili hafa tvær
styrkustu stoðir liðsins fótbrotnað,
þeir Willie Stevenson og Peter
Dobing, fyrirliði, en það gerðist
tvo laugardaga í röð í október-
mánuði sl. Þá hefur gamla kemp-
an George Easthani ákveðið að
gerast leikmaður og frámkvæmda-
stjóri S-Afrísks liðs, en verður lík-
lega kallaður hcim á næsta keppn-
istímabili, til að aðstoða við þjálf-
un eða stjórn vara- eða aðalliðs
Stoke.
Leikmenn Stoke City:
GORDON BANKS — markvörður
og fyriirii'ði- Byrjaði hjá ung-
lingaliði Chesterfield 1955, en
fór fljótlega til Leieester, þar
sem hann lék yfir 300 leiki, áð-
ur en hann var seldur til Stoke
fyrir 50 þúsund pund (10 millj.
500 þús. ísl. kr.). Er talinn
bezti markvörður heims í dag
og er venjulega í heimsliðum
þeim, sem valin hafa verið und-
anfarin keppnistímabil. Fastur
leikmaður í enska landsliðinu
og hefur leikið með því 63 lands
leiki. 31 árs.
MICHAEL PEJIC — bakvörður.
Á pólska foreldra, en fæddur í
Englandi. Lék sinn fyrsta leik
með aðalliiði Stoke, keppnis-
tímabilið 1968—69. Litill, en
mjög ákveðinn og harður leik-
maður.
JOIIN MARSH — bakvörður. Kom
til félagsins úr skóla. Hefur ver-
ið öruggur í aðalliðið undanfar-
in þrjú ár og þykir góður varn-
arleikmaður. Byrjaði að nota
augn„linsur“ fyrir tveimur ár-
Firmakeppni í
handknattleik
Firmakeppnin í handknattleik
hefst á morgun í íþróttahúsinu á
Seltjarnarnesi. Keppnin er að
þessu sinni riðlakeppni og taka
þátt í henni lið frá 28 fyrirtækjum
og samtökum, mörg af þeim ný-
liðar í keppninni.
Um hverja helgi á keppni í ein-
um eða tveim riðlum að Ijúka, og
mætast sigurvegaratrnir úr riðlin-
um síðan í lokakeppni.
Um þessa helgi verður leikið í
a-riðli, og hefst keppnin kl. 15,30.
Liðin, sem leika í a-riðli og mæt-
ast í dag, eru þessi:
ísal (b)
Slökkvlstöðin
Landsbankinn
Búnaðarbankinn
STOKE CITY
um og hefur. að eigin sögn, stað-
ið sig betur síðan.
ERIC SKEELS — framvörður.
Getur leikið í fleiitum stöðum.
Hefur verið hjá félaginu í tólf
ár — er nú 31 árs. Traustur
leikmaður.
DENIS SMITII — miðvörður. Kom
til félagsins úr skóla. Hefur átt
við þrálát meiðsli að stríða. Er
í mikilli framför og talinn eiga
mikla möguleika á að komast í
enska landsliðið í framtíiðinni.
23 ára.
ALAN BLOOR — framvörður.
Kom til félagsins úr skóla. Fyr-
ir tveimur árum, þegar hann
var talinn eiga möguleika á sæti
í enska landsliðinu, slasaðist
KYNNING A ENSKU
1. DEILDARLIÐUNUM
hann á kálfa og sá draumur
varð að engu. Leikur sem aftur-
liggjandi framvörður.
STEWART JUMP og TERRY
LEES — framverðir. Báðir 18
ára og keppa um sæti í liðinu.
Stewart hefur leikið einn leik,
en Terry hefur fimm sinnum
verið varamaður. Báðir mjög
efnilegir.
SEAN HASLEGRAVE og TERRY
SMITII — framherjar. Sean,
sem er aðeins 18 ára, hefur náð
föstu sæti í liðinu sem útherji
—- en Terry, einnig 18 ára, hef-
ur leikið, nokkra leiki og ,skor-
aði mark í sínum fyrsta léik —
gegn Chelseai
MIKE BERNARD — innherji, aft-
urliggjandi. Upplifir nú sitt
bezta keppnistimabil. Er af-
kastamesti tengiliður liðsins -g
hefur á þessu keppnistímabili
leikið með enska landsliðinu
undir 23 ára.
JOIIN MAHONEY — innherji.
Keyptur til Stoke fyrir aðeins
10 þúsund pund. Fæddur í Card-
iff, Wales, — en langaði svo að
leika með Englandi, að fyrr-
verandi félag hans, Crewe,
skrifaði Manchester sem fæð-
ingarstað hans. Hefur leikið
með welska landsliðinu undir 23
ára. Ekki komizt í aðalliðið að
undanförnu.
JIMMY GREENHOFF — innherji.
Keyptur frá Biimingham fyrir
100 þúsund pund (21 millj. ísl.
kr.) snemma á síðasta keppnis-
tímabili og er dýrasti leikmað-
ur Stoke. Lék áður með Leeds.
BRIDGESTONE
Japönsku
NYLON SNJÓHJÓLBARÐARNIR
fást hjá okkur.
Allar stærðir með eða án snjónagla.
JL
Sendum gegn póstkröfu um !and allt
Verkstæðið opið alia daga kl. 7.30 til kl. 22,
GUMMIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055
Snöggur og sterkur sóknarmað-
ur og skorar mörg mörk. Leik-
ið fjóra leiki með enska lands-
liðinu undir 23 ára.
JOHN RITCIIIE — miðherji.
Keyptur til félagsins frá Shef-
field Wednesday fyrir 30 þús.
pund (6 millj. kr.) — en Sheff.
Wed. keypti hann frá Ketteri/,g
fyrir 60 þús. pund (12 millj.
600 þús. kr.). Nýbúinn að ná
sér eftir aðgerð, sem á honum
var gerð fyrr á keppnistímabil-
inu, en þá haf'ði hann skorað 10
mörk. | Tók undireins við að
skora. þegar hann hafði náð sér.
HARRY BURROWS — útherji.
Keyptur frá Aston Villa fyrir
sex árum fyrir 30 þú/jund pund
(6 millj. kr.). Leikið með enska
landsliðinu undir 23ja ára.
—kb-~
I kvöld
klp—Reykjavík
í kvöld verður mikið um að
vera í íþróttalífinu í höfuðborginni.
Keppt verður í þrem grcinum
íþrótta, og má búast við skemmti-
legri keppni í þehn öllum.
í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi
verða leiknir þrír leikir í úrslita-
keppninni í handknattleik og hefst
fyrsti leikurinn kl. 19.00. Liðin,
sem mætast í kvöld eru þessi: 3.
fl. kvenna ÍBK—Týr, 2. fl. kvenna:
Þróttur NK —Týr og í sama
flokki Fram—FH.
í sundhöllinni hefst bikarkeppni
SSÍ kl. 20,00 og verður í kvöld
keppt í fjórum greinum. 400 m.
bringusundi karla og kvenna og
800. m. bringusundi karla og
kvenna.
Þetta er i fyrsta sinn, sem bikar-
keppni er haldin í sundi hér á
landi. Taka þátt í henni á annað
hundrað keppendur frá 10 félög-
um og samböndum. A morgun held-
ur keppnin áfram í Sundhöllinni og
þá keppt í 11 greinum og einnig
verður keppt i 11 greinum á sunnu
dag. Búast má við að mörg met
fjúki í þessari keppni, og þau
fyrstu í kvöld.
í Laugardalshöllinni fer fram í
kvöld afmælismót Vals í innan-
hússknattspyrnu og hefst keppnin
kl. 19.30. Leikir er með útsláttar-
fyrirkomulagi og líkur mótinu í
kvöld.
Liðin, sem mætast i fyrstu um-
ferð, eru þessi:
. \
ÍBK—Víkingur
Ármann—Fram
ÍA—Breiðablik
KR—Valur (a)
Þróttur—Valur (b)
„Meistarakeppni K.S.Í." hefst á morgun
Fram - Akranes
fyrsti leikur
klp—Reykjavík.
Fyrsti leikurinn i ,Meistara-
keppni KSÍ“ í knattspyrnu fer
fram á niorgun á Melavellinum.
Eru það bikarmcistarar Fram
og íslandsmeistararnir Akrancs,
sem þar niætast, og hcfst leik-
urinn kl. 15,30
Bæði ■ liðin stilla upp sinu
sterkasta liði, en Skagamenn
verða þó að vera án Matthíasar
Hallgrímssonar, sem ekki er
enn búinn að ná sér eftir upp-
skurð.
Eins og fyrr segir. hefst leik-
urinn kl. 15,30 og er verð að-
göngumiða 100 kr. fyrir full-
orðna og 25 krónur fyrir börn.