Tíminn - 30.03.1971, Side 3

Tíminn - 30.03.1971, Side 3
I ÞR5ÐJUDAGUR 30. marz 1971 TÍMINN 3 Er embættishroki 18. aldarinnar að endurfæðast í fjármálaráðuneytinu? Fjármálaráðherra heimtar að dæma- lausu bréfin verði birt að nýju — en svarar engu spurningum og ádeilu Tímans um launakjör og skattfríðindi TK—Reykjavík, mánudag. Fjármálaráðherra ihafði því einu að svara, við grein minni um laun yfirborgarfógetans, tollstjórans og bæjarfógeta og sýslumanna, og ikattfrelsi innheimtulauna þeirra, er fram kemur í eftirfarandi bréfi frá Jóni Sigurðssyni, ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytisins, f. h. ráðherra, er Ólafi Jóhannessyni, formanni Framsóknarflokksins barst á Alþingi í dag: „29. marz 1971. í dagblaiðinu Tímanum hinn 25. og 26. marz sl. birbust greinar, þar sem nauðsynlegt var og raunar krafizt af blaðsins hálfu, að fjár- m'álaráðherra kæmi á framfæri svörum. Þau voru send ritstjóim í tveimur bréfum hinn 26. marz. Nefnd bréf hafa nú verið birt, inni í miðjum langhundi af fúk- yrðum, sem Tómas Karlsson, rit- stjóri, hefur sferifað í Tímann 28. marz. Amnað bréfið er birt með leturbreytingum án þess að getið sé, að þær séu blaðsins og hitt bréfið margtekið upp með sams konar leturbreytingum. Ráðuneytið telur hér vera um að ræða siðlausa aðferð af hálfu ritstjórnarinnar og krefst þess, að nefnd tvö bréf verði bint með við- eigandi hætti á sambærilegum stað í blaðinu við þær greinar, sem eru tilefni bréfanna. F. h. r. J. S.“ launahæstu embætt I fyrsta lagi vill Tíminn bera það til baka, að hann hafi birt bréf- in með leturbreytingum. Hins veg- ar voru leturbreytingar á orðrétt- um tilvitnunum í bréfin og fyrstu leturbreytingarnar af því tagi greinilega getið, en við síðari til- vitnanir ekki, þar sem það var aug- ljóst öllum, að leturbreytingarnar voru Tímans, þar sem bréfin voru birt í heild áður, eins og þau komu frá ráðuneytinu.. Hér er því um furðulegt bréf að ræða, sem sannar aðeins getuleysi ráðherra til að verja þetta mál og hin dæmalausu bréf, sem gerð voru að umtalsefni í grein minni sl. sunnudag. Það er ekki nema sjálfsagt að birta bréfin að nýju og vísa um leið til athugasemda minna og skýringa í sunnudags- blaðinu. Þessi bréf, öll þrjú, eru aðeins sönnun um það, að embætt- ishroki 18. aldarinnar er að end- urfæðast í fjármálaráðuneytinu. Tíminn spyr ekki neinn um það, hvort hann notar leturbreytingar við birtingu á tilvitnunum í opin- ber bréf, sem birt hafa verið orð- rétt áður, í heild. Endurbirting þessara bréfa að beiðni fjármála- ráðherra verður því aðeins til að vekja enn meiri athygli á þessu furðulega máli, og er það vel, því hér er um að ræða mál, sem fekki verður látið liggja í þagnargildi, og það er mikill misskilningur ráð- henra, ef hann heldur að hann geti kornizt upp með að svara þeirri ádeilu, er birtist í Tímanum sl. sunnudag, engu öðru en slíkum embættishroka. Bréf fjármálaráðuneytisins, sem farið er fram á að birt verði að nýju, eru svohljóðandi: „Herra ritstjóri. Fimmtudaginn 25. marz sl. birt- ist í blaði yðar grein undir nafn- inu: „Nú verður fjármálaráðherra að svara“. í grein þessari er sér- staklega fjallað um kjör Þorvalds Búasonar, eðlisfræðings, er selja mun menntamálaráðuneytinu ráð- gjafaþjónustu. í tilefni gireinar þessarar vill ráðuneytið taka fram, að Þorvald- ur Búason er ekki fastur starfs- maður ríkisins, heldur mun starfa sjálfstætt að verkefnum, er hann tekur að sér til úrlausnar og telst aðsetur hans á skrifstofu þeirri, sem hann refeur. Til ráðgjafaþjónustu við náms- menn er sérstök fjárveiting veitt á fjárlögum og er það ákvörðunar- efni menntamálará'ðuneytisins, hvernig þeirri fjárveitingu skuli eytt, enda hefur fjármálaráðuneyt- ið engin af. kipti haft af samning- um menntamálaráðuneytisins og Þorvalds: Búasonar. Hins vegar ■ vill. fjármálaráðuneytið á það benda, að mjög oft virðist heppilegra að kaupa ráðgjafaþjónustu aff, héldur en að ráða menn í fastar stöður hjá ríkinu og verða að leggja þeim til húsnæði, vélar og annað, er fast- ráðnum manni þarf að fylgja. Má hér á benda, að lög nr. 53/1962 gerðu svo ráð fyrir, að útseld vinna verkfræðinga gæti verið 67% hærri en laun verkfræðinga í op- inberri þjónustu. Voru ákvæði þessi byggð á mati á þeirri að- stöðu, er opinberir aðilar leggja verkfræðingum sínum til svo og aðild þeirra að verðtryggðum líf- eyrissjóðum. Fjármálaráðuneytið, 26. marz 1971. Höskuldur Jónsson." „Herra ritstjóri. í blaði yðar í dag eru launakjör bæjarfógeta og sýslumanna gerð að umtalsefni. í grein er nefnist „prósentumennirnir“ er því haldið fram, að í nýgerðum kjarasamning- um sé hvergi getið röðunar borgar- fógetans í Reykjavík né tollstjór- ans í Reykjavík í launaflokka. Jafnframt er því haldið fram. að þrátt fyrir stórhækkuð föst laun til sýslumanna og bæjarfógeta. hafi ráðuneytið ekkert aðhafzt við að skera aukatekjur þeirra niður. Frásögn blaðs yðar er mjög fjarri sannleikanum. Samkvæmt kjaEasamningi ríkisstarfsmanna er yfirborgarfógetanum í Reykjavík og tollstjórahum í Reykjavík skip- að í launaflokk B4. Við gerð kjarasamnings var um það samkomulag milli aðila, að enginn skyldi lækka í launum að krónutölu. Ráðuneytið hefur í engu breytt launum sýslumanna og bæjarfógeta frá því sem var, áður en kjarasamningurinn var gerður. Hafa embættismenn þessir enn sem komið er enga launahækkun fengið í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Dagblað yðar hefur nú í tvo daga birt mjög fráleitar fréttir um með- ferð ráðuneytisins á k.iaramálum þeirra, er fyrir ríkið vinna. Þar sem leiðrétting slíkra missagna er nauðsyn en skapa-r hins vegar óbarfa vinnu i ráðuneytinu. eru bað tilmæli ráðnneytisins. að til þess verði séð að bau mál. sem rædd eru í blaði yðar. verði könn- uð. áður en um þau er fjalla® í stíl æsifrétta. Fiá’rnálaráðuneytið, 26. marz 1971. Hö-kuldur Jónsson.“ FASTE !GNAVAL Skólavörðust.is 3A II hæð Simar 2n01 ’ 19255 FASTEIGN AKAUPENDUR Vanti vðui fasteisn Þa hafið =amband við skrifstofu vora Fasfeisnn at óllum stærðurr og gerðum fu!lVmar og mfðum FASTEIGNASE1.JENDI Vinsamiegasi iati/ skra tast etgntr yðai h.ia ikkui Aherzif snð;- o" 5' ■■’ ustu Leitið upni am verð o£ -'kitmála Mak'lckiftasamn of' mövuiestt Onnumst nver- konar sa"T-"-' Jón Arason hdl. tlálflnriiirurur fástp'"-»'-9'a British European Airways er komið. Við erum fullvissir um að fá þær hlýjustu móttökur, sem nokkurt flugfélag getur vænzt. Sem sagt, frá 7. apríl geta hinar nýju Trident Two þotur okkar flogið með yður frá Keflavík beint til London* Einu sinni í viku fyrst um sinn. Tvisvar í viku frá byrjun júní. Og frá London getum við veitt yður hina víðtækustu fyrirgreiðslu til nítíu staða í Evrópu. Sannleikurinn er, við fljúgum með fleira fólk til fleiri staða í Evrópu en nokkurt annað flugfélag. Því ekki að reyna flugferð á brezkan máta? * 1 samvinrju við Flugfélag Islands. œn JLJfcl.XXJtiJLJK'JL'JLXJ.iJLA.JB.'.JL No. 1 í Evröpu Trkient Trident /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.