Tíminn - 30.03.1971, Síða 10

Tíminn - 30.03.1971, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. marz 1911 VIL KAUPA IBÚS Er kaupandi að 4—5 herbergja íbúð eða einbýl- ishúsi í Reykjavík. Má vera í gamla hluta bæjarins. Tiiboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtu- dagskvöld, merkt „Vil selja“. AÐALFUNDUR DAGSBRÚNAR EJ—Reykjavík, 'mánoidag. Á aSalfundi Dagsbrúnar í Reykjavtk, sem haldinn var í gær, var samþykkt a3 kjósa 13 manna nefnd sem vinni með stjóminni að endurskoSun á stöðu og stefnu félagsins í kjaramálum og al- mennri endurskoðun á samningum félagsins. Segir í samþykkt fund- arins, að verkamenn, sem eru í hópi hinna lægst launuðu í þjóð- félaginu og þeirra, sem búa við lengstan dagvinnutíma, hljóti nú að stefna að 40 stunda vinnu- viku og verulegri kauphækkun. Á fundinum var lýst stjórnar- kjöri, en stjómin var sjálfkjör- in og er Eðvarð Sigurðsson áfram formaður, Guðmundur J. Guð- mundsson varaformaður. Halldór Bjömsson ritari, Pétur Lárusson gjaldkeri, Andrés Guðbrandsson fjármálaritari og Baldur Bjama- son og Finnbogi Þorsteinsson með stjómendur. Á árinu greiddi vinnudeilusjóð ur félagsins rúmlega 3 milljónir í verkfallsstyrki. í atvinnuleys- isbætur voru greiddar rúmar 5 milljónir króna á móti 16.4 millj- ónum árið áður. Úr Styrktar- sjóði Dagsbrúnarmanna voru greiddar rúmar 4.2 milljónir til 436 félagsmanna fyrir rúmlega 30 þúsund bótadaga. og hafði bóta- dögum fjölgað frá árinu 1969 um 7.3%. Á árinu fengu 99 Dagsbrúnar- menn greidd eftirlaun samkvæmt lögunum um greiðslu eftirlauna til aldraðra félaga í verkalýðsfé- lögum. og nam samanlögð greiðsla Mannrán Pramhald af bls. 1 sókn í öðrum umdaemum vegna brota sömu manna þar. Eitt innbrota þeirra, sem framangreindar rannsóknir hafa beinzt a'ð, er innbrot í birgða- geymslur Kópavogskaupstaðar snemma í febrúarmánuði sl., en þar var stolið miklu magni af sprengiefni. Hefur það innbrot og þjófnaður sprengiefnisins nú verið upplýst. Við rannsókn þess máls hefur það komið fram, að þjófarnir og félagar þeirra hafi rætt um það sín á milli að fremja innbrotið og síðan nota sprengiefnið og nokk- ur önnur tæki, sem einnig voru stolin, til hertndarverka hér á landi. Við rannsókn þessa komu einnig fram upplýsingar um við- ræður nokkurra sömu aðila um að framkvæma mannrán til að krefjast lausnargjalds fyrir, sem nota skyldi til að standa straum af kostnaði af þessum fyrirhuguðu hermdarverkum. Fréttatilkynning þessi er gef- in út vegna upplýsingatilmæla dagblaöa. Ekki þykir rétt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ til þeirra rúmlega 1.4 milljónum króna, í yfirlýsingu fundarins uim kjaramálin er auk áðurnefndra atriða samþykkt mótmæli gegn þeim árásum á samninga og samn ingsfrelsi verkalýðsfélaganna sem fólst í verðstöðvunarlögum rík- isstjórnarinnar. Þá var samþykkt stuðningsyf- irlýsing við þingsályktunartillögu Ólafs Jóhannessonar, Lúðvíks Jós- efssonar og Björns Jónssonar um útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Fundurinn lýsti einnig yfir stuðningi við frumvarp Eðvarðs Sigurðssonar og Magnúsar Kjart- anssonar um lögfestingu 40 stunda vinnuviku við frumvarp sömu að- ila um kauptryggingarsjóð, og við frumvarp Eðvarðs Sigurýss,onor ,9g Lúðvíks Jósefssonar um að við- ‘bótarlán Húsnæðismálastjórnar til félags verkalýðsfélagahna verði aftur lögfest. Loks samþykkti fundurinn „áskorun til forustumanna verka- lýðshreyfingarinnar um aö greiðsl- ur úr almannatrygginigum og líf- eyrissjóðum verði ekki iægri en nemur dagvinnukaupi á lægsta taxta Dagsbrúnar," og lýst var yfir „samúð með frelsisbaráttu þjóðanna í Indó-Kína og árásar- stríð Bandaríkjanna þar fordæmt", jafnframt því sem skorað var „á alla íslenzka hernámsandstæðinga að slaka hvergi á í baráttu sinni fyrir brottför Bandaríkjahers af íslandi og úrsögn íslands úr Nato.“ Frá AKþingi Framhald af bls. 6 sem fæstir eru í hópi láglauna fólks, sérstök skattfríðindi. Þá má benda á, að skattfrelsi hlutabréfaarðs hlýtur að ýta undir óeðlilcga fjölgun smárra hlutafé- laga. Á þetta er bent í áðurnefndu bréfi forustumanna atvinnurek- cndasamtakanna til fjárhagsnefnd ar Nd. Þar segir, að umrædd fríð- indi mundu að líkindum þrýsta einstaklingsrekstrinum að mestu yfir í smáhlutafélög. Það cr skoðun undirritaðs minni hluta fjárhagsnefndar, að skatta- löggjöfin sé nú komin í það horf, að ekki megi lengur draga að endurskoða hana í heild. Sú end- urskoðun eigi að ná til allra álaga, scm atvinnufyrirtæki eða einstak- lingar grciða til ríkis, sveitarfé- laga, almannatrygginga og ann- arra opinberra aðila. Það mun gera þessa endurskoðun enn crfið ari, ef einstakir þættir skattalag- anna, eins og hór er gert, verða teknir út úr og afgreiddir sér- staklcga. Sú breyting, sem stefnt sé að með þessu frumvarpi, á svo enn minni rétt á sér, þegar þess er gætt, að hún hlýtur að di-aga úr c:g‘n fjármyndun hjá fyrirtækj TÍMINN um. Síðast en ekki sízt, er svo að nefna það, að þessi breyting er mjög ranglát gagnvart láglauna fólki, sem á að búa áfram við stórfalsaða skattvísitölu. í samræmi við þctta leggja undirritaðir til, að frv. veröi af- greitt með svohljóðandi RÖKSTUDDRI DAGSKRÁ Neöri deild Alþingis telur nauösynlegt, að fram fari hið allra fyrsta heildarendurskoð un á öllum lögboðnum álög- um, hvort heldur þau renna til ríkisins, sveitarfélaga, stofnana eða sjóða, og álítur því óeðlilegt, að einstakir tak- markaðir þættir skattamál- anna, eins og tekju- og eignar skattur fyrirtækja, séu teknir til afgreiðslu, fyrr en þeirri endurskoðun er lokið, og tek- ur því fyrir næsta mál á dag- skrá. Arður af hlutahréfum Framhald af bls. 1 hags. Samkvæmt frv. Framsóknar manna um fyrningarnar, skal jafn an miða þær við endurkaups- verð.“ Á þingfréttasíðu blaðsins, er nefndarálit Þórarins Þórarinsson- ar og Vilhjálms Hjálmarssonar — fulltrúa Framsóknarflokksins í fjárliagsnefnd, birt í heild. Heimsækja forsetann i Framhald af bls 1 inn þeirra, var fyrst og fremst sú, að hann ritaði þeim persónulegt bréf á fullkomlega réttri sænsku. Hans Forslund var boðið til Is- lands. Hann fór þangað í vetur til þess að kanna möguleikana á að allur bekkurinn kæmi í heimsókn þangað. I Reykjavík hitti hann for- setann, sem tók honum vel, og sagði, að börnin væru öll velkocnin í heimsókn til Bessastaða. Fræðslustjóri Reykjavikur, Jón- as B. Jónsson, tryggði húsaskjól fyrir Hállsta-börnin, og Hans Fors- lund reyndi einnig að ná samning- um við veitingahús og sérleyfis- hafa og ganga frá öðrum atriðum varðandi heimsóknina. Hann segir: „Samt sem áður leit þetta ekki sérlega vel út, þegar vi® fórum að reikna út ferðakostnaðinn í I-Iállsta. Ferðin kostar rúmlega 500 krónur sænskar (um 8000 ísl.) á hvern nemanda. Ódýrari flugferð með leiguvél, sem við höfðum loforð fyrir, virðist úr sögunni.“ Nú er allt gert til þess að koma sjöttubekkingum í Hállsta í draumaferðina. Nemendur reyna allt til fjáröflunar, svo sem að halda basar, selja happdrættis- miða og fleira. Ef allt gengur samkvæmt áætl- un, er ætlunin að í ágúst fái for- seti íslands að heilsa upp á hina ungu gesti sína.“ Lokunarfími Framhalo af bls i nýju. Tillögur nefndarinnar eru í megindráttum þær, að lokun- artíminn verði framvegis ákveð- inn kl. 6 e. h. alla daga ncma þriðjudaga og föstudaga, en þá verði heimilt að hafa verzlanir opnar til kl. 10 e. h. Taldar eru likur á því, að Kaupmannasamtökin og aðrir aðilar muni sameinast um tillög- ur nefndarinnar, en þær hafa þegar fengið jákvæðar undir- tektir, þar scm slíkt hefur verið kannað. íþróttir Framhald af bls 9 Kristni Jörundssyni. og Einari Gunnarssyni, ÍBK báðum vikið af leikvelli eftir smá ,,HANASLAG“. Á Akranesi var leikinn fyrsti leikurinn í „litlu bikarkeppninni“ og voru það heimamenn og Hafn- firðingar ,sem léku. Úrslitin þar urðu þau sömu og í Keflavík 5:0, og skoruðu Skagamenn öll mörk- in. Var einniig 2:0 í hálfleik í þeim leik. Björn Lárusson, skoraði „hat-trick“ eins og Kristinn Jör- undsson, með Fram. En Eyleifur og Andrés skoruðu hin tvö mörk in. „Landsliðið" lék á sunndaginn æfingaleik við Breiðablik. Lauk þeim leik með sigri „landsliðs- ins“ 2:0. og voru bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Það fyrra Ingvar Elísson, Val úr vítaspyrnu og það síðara Ingi Björn Alberts- son Val. A.m.k. einn æfingaieikur í knatt spyrnu fór fram um helgina. Val- ur og KR léku og lauk leiknum með sigri Vals 5:1. Þriðjudagsgrein Framhald af bls. 7. skýrt liefir verið frá í blöðuan og útvarpi. Nýlega barst frétt um það, að Reyðarfjörður væri aftur við urkenndur sem aðalinnflutnings- höfn, en áður höfðu aðrir iantls fjórðungar fengið sínar leiðrétt- ingar. Undanfari þeirrar ákvörð- unar virðist vera eitthvað á þessa leið: Mögnuð óánægja viðskipta- vina og umboðsmanna er tjáð með ýmsum hætti. Mótmæli ýmissa stærri samtaka í héraði, s. s. Kjördæmissamþands Fram- sóknarmanna, sem fyrst hreyfði málinu á aðalfundi sínum, og Sambands sveitarfélaga í Av.st- urlandskjördæmi, sem hefir unn ið að málinu síðan í sumar. End- urteknar fyrirspurnir og tillögu gerð í. Alþingi níi í vetur. Skrif í blöðum og glöggar upplýsing- ar í útvarpserindi um einstaka þætti. Þróun vöruflutninga á sjó á árunum 1962-’68 talar skýru máli um takmarkaðan skilning núverandi valdliafa á aðstöðu landsbyggðarinnar. En síðustu viðijurðir sýna hins vegar hvern ig samt sem áður er hægt að glæða skilninginn í þeim her- búðum, ef hart er að gengið, ekki sízt rétt fyrir kosningarn- ar. En þótt fengizt hafi viður- kenndar fleiri innflutningshafn- ir, þá skortir mikið á að dreif- býlið hafi endurheimt stöðu sína frá 1962, að jiví er varðar vöruflutninga á sjó. Væri það þó öllum fyrir beztu og verður enn að fylgja þessu máli fast eftir. Eins og hér hefir verið drep- ið á, hafa f jölmörg landsbyggð- i ar- eða jafnvægistnál verið til skoðunar og aðgerða á opinber- um vettvangi að undanförnu. Einnig ýmis önnur mál., sem eru í eðli sínu fremur lijóðmál en sérmál byggðarlaga, þótt bau séu jafnvægisaukandi, svo sem aðeerðir í samgöngumálum og stuðningur við einstaka hætti í landbúnaði, sjávarútvegi osf iðnaði. Verða þau ekki gerð að umtalsefni í þessu greinarkorni. FRUMVARP FP UWSÓKNARMANNA Á öndverðu bingi, bví er nú situr, fluttu framsóknarmeun enn á nv frumvarp sitt um „Bygeðainfnvægisstofnun ríkis- ins og r 'ðstafanir til að sluðla að verndun og eflingu lands- bvggða og koma í veg fyrir lana“. eyðingu lífvænlegra byggðar- Með þessu frumvarpi er stefnt að því að koma á fót sjálfstæðri og skipulagðri starf- semi til frambúðar, Byggðajafn- vægisstofnun, sem hafi það fjár- framlag við að styðjast, að veru- legs árangurs megi væuta af störfum hennar. Byggðajafnvægisstofnuninni er ætlað að framkvæma rann- sóknir og gera tillögur í áætl- unarformi um framkvæmdir og fjármagnsnotkun um lengri eða skemmri tíma yfirleitt svo ár- um skiptir. Er henni ætlað að hafa náið samstarf við héraðs- stjórnir (hreppsnefndir, bæjar- stjórnir, sýslunefndir og sam- bönd sveitarfélaga). Gert er ráð fyrir, að héraðs- stjórnir geti skipað svæðisnefnd ir, er taki að sér gerð svæðis- áætlana og framkvæmd þeirra. Stofnunin veitir viðbótarlán til atvinnuuppbyggingar, í sum- um tilvikum vaxtalaus, og getur einnig veitt bein framlög. Hún hefur einnig heimild til að veita sveitarfélögum viðbótarlán til að koma upp íbúðarhiisnæði, þar sem skortur á hæfum íbúð- um hindrar eðlilegan vöxt byggðar. ) Veita má sem framlag allt að 2 ára vexti af bráðabirgða- lánum, sem aflað er til fram- kvæmda og eiga að endurgreið- ast af opinberu framlagi. Einn- ig má veita slík bráðabirgða- lán vaxtalaus, ef sérstaklega stendur á, enda séu þau ekki fáanleg á annan hátt. Heimilt er Byggðajafnvægis- nefnd að gerast fyrir hönd sjóðs ins meðeigandi í atvinnufyrir- tæki, sem hún telur nauðsyn- legt. Ákvörðun um það verður ekki aftur tckin nema með at- kvæðum 5 stjómarmanna af sjö. Sama gildir, þegar veitt eru óafturkræf framlög. Nefndin skal kvödd ráða um staðarval, þegar komið er upp atvinnufyrirtækjum með fjár- hagslegum stuðningi ríkisvalds- ins. Ákvæði til hráðabirgða mæl- ir svo fyrir, að Byggðajafnvæg- isnefnd skuli þegar eftir gildis- töku laganna gera bráðabirgða- áætlanir um aðkallandi fram- kvæmdir og uppbyggingu at- vinnuvega í þeim byggðarlög- um. sem yfirvofandi hætta er á að fari í eyði, að dómi nefnd- arinnar, enda séu þar vel við- unandi atvinnurekstrarskilyrði. Til framkvæmda slíkum bráða- birgðaáætlunum er heimilt að veita framlög, eftir því sem nán- ar er þar fyrir mælt. Meginbreytingarnar, sem frv. þetta felur í sér. miðað við gildandi lagaákvæði, eru eink- um þrenns konar. Byggðaiafnvægisstofnunin ska’ þafa með böndum áætíuna gerð og skipulagningu og eiga frum.kvæði að aðscrðum, þar sem bess er talin þörf. Hún skal taka upp ákveðið samstarf við héraðsstjórnarað- ila um undirbúning og fram- kvæmdir. Tryggt er til frambúðar stór- aukið fé til starfseminnar. í fljótu bragði kann mönnum að finnast sem hér sé helzt til mikið í lagt. En við athugun sést strax, að svo er ekki. Sker þar úr hinn stóri hlutur ýmissa striálbýlissvæði f gjaldeyris- öflun og annarri verðmætaskön- un í þjóðarbúskapnum. — hitt eigi síður, að nýting alls land«- ins og hafsins umhverfis bað er einn snarasti þátturinn í bar. áttu bióðarinnar fyrir sjálf- stæð' fclands og íslenzkri menn- ingu. En ef bvggð skal haldast vítt um land. vcrður að tryggia sambærileg lífskjör án tillits til búsetu. Vilhjálmur Hjálmarsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.