Tíminn - 30.03.1971, Side 11
\
MOÐJUDAGTJR 30. marz 1971
TÍMINN
ipop
Let it be.
Beatles.
Apple. Fálkinn.
Síðan Sergent's Peppers plat
an kom út, 1967, hafa Beatles
gefið út þrjú albúm, og eitt
þeirra tvöfalt Sergent's Pepp-
ers er eitt bezta dæmi um full-
fcomna stúdíóvinnu, sem pop-
sagan býður upp á. Eftir það
hafa Beatles ,unnið plötur sín-
ar, sinn í hverju homi, hver
og einn hefur leikið það, sem
honum sýndist, stundum hafa
2 eða 3 verið saman við upp-
töfcu, en mjög sjaldan allur
hópurinn. Þó var áfcveðið að
Beatles skyldu vinna „allir
saman“ eitt albúm og átti jafn
framt að kvikmynda það og
gera úr heimild um þeirra
starfsaðferðir.
Kvifcmyndin hefur verið
frumsýnd og bera margir
henni gott orð. til dæmis Óm-
ar Valdimarsson og Þorsteinn
Eggertsson. aðrir fussa og
sveia. Mörg laganna í mynd-
ina voru tekin upp undir ber-
um himni, á þaki húss Apple
fyrirtæikisins. Þannig eru ,,1‘ve
got a feeling", „Get back”,
„One after 909“ til komin. Á
vissan hátt er hægt að segja,
að „Abbey Road“ sé mifcið
betri plata en þessi. Þar er
mifcið betri frágangur tónlistar
lega séð. Þegar á „Let it be“
er litið. undrast maður hve
mörg lögin eru hrá. útsetning-
ar byggðar á löngu liðnum
kröfum. Þannig eru til dæmis
„Dig a Pony“, „IVe got a feel-
ing“. Þó „One after 909“ sé
af sama sauðarhúsi bjargast
það vegna hins mikla hraða. í
Er 'Harrlson þeirra snjallastur?
fyrrnefndum lögum er þó söng
urinn mjög öruggur. „Two of
us“ og „Across the universe“
eru frábrugðin hinum fyrr-
nefndu, þar er gítarleikurinn
á kassagíturum. Bæði lögin
eru ákaflega fínleg. f „Across
the universe" er undirleikur
með strengjasveit. Lögin eftir
Harrison lofa góðu um sóló-
plötuna. sem hann vinnur að.
Þau lög, sem Harrison á annað
borð gefur út, eru mjög góð.
„I, me, mine“ hefst á voldugu
samspili gítars og orgels, sem
svo verður að fallegum valsi.
„For you blue“ er meira í
„country" stíl, en öll önnur
lög hans. Hann syngur sjálfur
veikri röddu, sem fellur inn í
lögin svo ekki gæti betur far-
ið.
Tvímælalaust eru það lög
Harrisons, sem eru bezt á þess
ari plötu. Hann virðist vera sá
eini. sem tekur reglulegum
framförum í þessu samstarfi.
„The long and winding ro-
ad“ er fallegt lag, fallega sung
ið af Paul, eflaust af þeim
klassa, sem ihentar honum bezt,
sama klassa og Burt Bachar-
ach. Til undirleiks er notuð
stór hljómsveit, hörpuleikur og
annað slíkt. Vinsældalistalögin
tvö, „Get back“ og „Let it be“
eru hér öðruvísi, en í frumút-
gáfunum. „Get back“ er. eins
og fyrr segir, tekið upp og
hefur tekizt allsæmilega. „Let
it be“ hefur þó tekizt enn bet-
ur. Gítarinn er enn sterk-
ari, söngur betri og öll
um kórsöng á bak við er
sleppt. Síðast skal minnast á
tvo lagstúfa,' sem virðast helzt
til, fyllingar. „Maggie Mae“ og
„Dig it“, hvort tveggja fylling-
ar. eftir því, sem bezt er hægt
að sjá. Þessi plata er mjög dýr
vegna þess sem fylgir. Stór
bók úr fallegum pappír með
fallegum myndum í fallegum
litum. Annað ekki, nema örfá-
ar samræður, sem skýra vinn-
una, að plötunni, þar til við
fáum að sjá fevikmyndina. Von
andi verður hún til að hressa
upp á það síðasta frá Beatles.
Baldvin Baldvinsson.
PIPULAGNIR
« STTLLI HITAKERFl.
\
’ Lagfæri gömul hitakerfi.
í Set upp hreinlætistæki.
\
Skipti hita.
Set á kerfiS Danfos
ofnaventla.
SfMI 17041.
VélaverkstæSið
VELTAK HF.
Tökum að okkui allskonar
VÉLAVIÐGERÐIR
JÁRNSMÍÐI
FYamkvæmum fljótt og vel
Vélaverkstæðið
V É L T A K H.F.
Höfðatúni 2 (Sögin)
Símar 23236 og 26066. r f Símj 25105
Miöstöð
bílaviðskipta
í|í Fólksbílar
$ Jeppat
tfc Vöruhflar
$ Vinnuvélar
BlLA- OG BÚVÉLASALAN
v/Miklatorg.
Fljót afgeriðsla.
Srndum gegn póstkröfu.
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður.
Bankastræti 12.
VERÐLAUNACRIPIR
Magnús E. Baldvinsson
Laugavegl 12 - Sfml 2280*
FÉLACSMERKI
Brennheitar
kartöflur
og t
ískalt
smjör!
1. BAKAÐAR KARTOFLUR
Slórar kartöllur eru þvegnar vel og lagSar
I otnskúfluna ofan á þykkt lag af grófu
salll. BakaBar ca. 1 klst. vlð 200"-220*C.
Þegar kartöflurnar eru bakaSar er skorlnn
kross I þær og þrýst undir þær, svo þær
opnist. Kartðllurnar eru fylltar meB köldu
smjörl og bornar fram strax. ÞaS má borSa
þær svona sem aðalrétt, eSa bera þær fram
ásamt kjöti eSa fiskl.
2. BAKAÐAR KARTOFLUR
MEÐ KÚMENI
ÁSur en kartötlurnar eru settar í ofninn er
skorið I þær, kúmenl stráð I sáriS og smurt
vet með smjöri. BoriS fram meS óbræddu
smjöri.
3. BAKAÐAR KARTOFLUR
MEÐ KAVIAR
OG SÚRUM RJÓMA
FariS eins aS og I uppskrift 1. (saltlnu má
sleppa ef vill). Þegar kartOflurnar eru born-
ar fram, er sett smjör, súr rjömi og ein
skeiS af kavfar I hverja kartötlu. Þessi rétt-'
ur hentar vel sem forréttur.
Súr rjðmf.
6 hlutar rjöml /1 hluti súrmjólk. — LátiS
standa á helfum staS til næsta dags. Þeytt
upp fyrir notkun.
frrTEft
i