Tíminn - 03.04.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.04.1971, Blaðsíða 6
6 TÍMINN LAUGARDAGUR 3. aprQ 1.971 AÐVENTKIRKJAN Sigurður Bjarnason flytur er- indi í Aðventkirkjunni, Reykja vík, sunnudaginn 4. apríl kl. 5. Ólafur Ólafsson syngur ein- söng. Missið ekki af síðustu erinduti- um. Allir velkomnir. KEFLAVÍK - SUÐURNES Hvernig get ég orðið hólp- inn? er spurning, sem leitar á alla fyrr eða síðar. Verið velkomin að hlýða á erindi Steinþórs Þórðarsonar í safnaðarheimil- inu, Blikabraut 2, Keflavík, sunnudaginn 4. apríl kl. 5. Njótið tónlistar í umsjá Áma Hólm. Erindaflokki þessum mun ljúka 18. apríl, en það bezta er eftir. MÁLNINGARVINNA Málarameistari með mikia starfsreynslu vill taka að sér málningarvinnu úti á landi yfir sumarmán- uðina. Aðeins akkorsvinna kemur til greina. Hag- kvæmir samningar. Sérstaklega kæmi til greina að mála kirkjur, skóla, samkomuhús eða stórar íbúð- ir. Þeir, sem hafa áhuga á þessu geta skrifað eða talað víð undirritaðan, sem gefur allar nánari upplýsingar. Steingrímur Sigfússon, Skólastjórabústað, Fáskrúðsfirði. [FIBÖMŒGSKD/S SAFNARINN FRÍMERKID SEM SAFNGRIPUR (3) Margar álíka skemmtilegar sögur eru til af söfnurum og uppboðum, en af því að ætl- unin var ekki að segja ein- göngu slíkar sögur hér, þá skulum við ræða nánar um hvaða þýðingu slík uppboð geta haft fyrir verðmæti frí- merkisins sem safngrips. Verðmæti merkjanna er venjulegast grundvallað á upplagsstærð merkisins og er þá t.d. ónotað merki úr stóru upplagi aðeins verðlagt lítið eitt hærra en nemur nafnverði þess, svo að frímerkjasalinn, sem er milliliður í sölu þess hafi eitthvað fyrir snúð sinn. Sé hins vegar upplag einhvers merkis mjög lítið, hlýtur það brátt að seljast upp og þá fer verð þess kannski upp úr öllu valdi, sökum þess að eftirspum in er meiri en framboðið. Til em íslenzk merki, er gefin hafa verið út í mjög litlu upplagi, eða aðeins rúmum þrem þúsundum og þá gefur það auga leið, að slík merki munu í háu verði. Mun vart of- metið að slík merki kosti um eitt þúsund til fimmtán hundr- byriiily . . ') .oioíH I <K* i- uð krónur, þó tekur það alltaf nokkuð langan tíma fyrir t.d. merki frá íslandi að komast í slíkt verð. Sjaldgæfustu íslenzku frí- merkin em sennilega þrjú þekkt afbrigði, en það em af- brigði af merkjum, sem vom yfirprentuð í GILDI árið 1902 og 5 aurar yfirprentaðir á 35 aura merki Matthíasar Jochum- sonar með tvöfaldri yfirprent- un. Af hverju áðurnefndra merkja em aðeins 100 eintök til að því er bezt verður vitað, verð notaðra um 110.000,00 krónur. Svo er aftur enn nýrra dæmi en það er úr Heklusettinu. Af því vora 35 aurarnir yfirprent aðir með 5 aurum, eins og allir muna, og kom það fyrir þrjár arkir að þær fengu yfirprentun á hvolfi. Það slys kom fyrir, að fjögur merkjanna eyðilögðust, svo að af þessu merki em ekki til nema 146 stykki, að því er ég bezt veit. Þá er svo aftur á móti dæmi þess hve eftirsótt merki geta hækkað fljótt í verði, að í aðal stöðvum Sameinuðu þjóðanna mátti sumarið 1963 kaupa 3ja centa merki á nafnvcuði, sem gefið var út árið 1951: í tilefni af mannréttindadeginu m. Seld- ist merki þetta upp sícS.-ari hluta sumars og það skiptl: engum togum að verð þess er nú kom- ið yfir 20 dali eða hiofur nær því áttahundruðfaldazt. Þetta mun þó vera einsdæir.ni og þá sökum þess hve geyisileg eftir- spum er eftir merikjium frá Sameinuðu þjóðunum, þar eð þær era nýlega farr.w að gefa út merki og til þe;is að gera, alþjóðlegt viðfangjsejfni, en merki þeirra koma nú einnig út í Sviss. Mörg era þau ríki, sem bein- línis hafa notfært sjér það hve mikill veikleiki söfriunin getur verið hjá sumum frímerkja- söfnurum og afla sér þjóðar tekna á þann hátt að gefa oft út frímerki í litlurnri upplögum. Eru það ýmis snnáríki. sem hafa þá oft aðalte.k jur sínar af ferðamönnum og frímerkjaút- gáfu. — (Frh.). Magní 6uðmundsson? hagfr.: 'iijíohíSTRffrruO ' óíírinmfí) I 0T ttíTiIa Stjórnsýsla XII Fjármálastjórn fyrirtækja - II Tímalengd og tegundir fjár- hagsáætlana. — Algengust tímalengd öárhagsáætlunar er eitt ár — og þá almanaksárið. Þó áætla sum fyrirtæki til fimm eða jafnvel tíu ára, og önnur telja heppilegt að miða við misseri, ársfjórðung eða e.t.v. aðeins mánuð. Fjárhagsáætlun, sem nær til allra tekna og gjalda fyrirtæk- is, er venjulega sú, sem mestu máli skiptír. En hana má gera fyllri með sérstakri fjármagns- áætlun Ccapital budget) og greiðsluáastlun (cash budget) eða með áætlunum fyrir ein- stakar deildir og undirdeildir, eins og þörf kann að krefja. Er íjómendum einmitt ráðlagt að Eara hægt af stað og byrja ^ætlanagerð á afmörkuðu sviði, þar sem skórinn kreppir mest í svipinn, en færa síðan út kví- amar, þegar reynslan vex. Eins og getið var í síðustu grein, verður lesmálið, sem á eftir far, skiljanlegra, ef fyrst er dregin upp lausleg mynd fj árhagsáætlunar. Skal það nú gert, en þó reynt að standa við áð.ir gefið loforð um að sneiða eftir megni hjá flóknum tölum og tækniatriðum. Þessum greinaflokki var í upphafi sett það mark að vera spjall við al- þýðuhæfi, er varpað gæti ljósi á hugtök og vinnubrögð stjórn- sýslu, án þess að taka á sig form kennslubókar. DcSldaráætlun. — Hún gæti litið út eitthvað á þessa leið; (M.kr. = milljónir króna)i Kr. M.kr. Áætluð afköst, — 50.000 einingar 200/ — 10.0 Hráefni ............... — 3.0 Verkamenn ..............— 2.0 Stjóm og eftirlit .... — 0.7 Umbúðir ............... — 0.1 Önnur bein útgjöld .. — 02. Þátttaka í óbeinum kostnaði .............. — 2.0 Áætlaður hreinn ágóði — 2.0 10.0 Þessi áætlun sýnir einungis útgjaldaliði, sem yfirmaður deildarinnar hefur á sínu valdi. Hinir liðirnir, sem ákvarðast „ofan frá“, eiga heima i aðal- áætluninni. Heildarágóði er hér nægur til þess að tryggja fulla þátttöku í hinum óbeina kostnaði fyrirtækisins við stjóm og skrifstofuhald kr. 2.0 millj., en hreinn ágóði deildar er samt kr. 2.0 millj. Aðaláætlun. — Tökum þá verksmiðjufyrirtæki, sem fram- leiðir ýmsar tegundir leik- fanga. Sölustjórinn telur, að fyrirtækið muni halda sínum hluta á markaðinum næsta ár- ið. Hann kannar, hvaða magn hann muni selja af hverri teg- und á ríkjandi verði, og heild- arfjárhæðin reiknast kr. 80.0 millj. Þetta framleiðslumagn er innan afkastagetu verksmiðj- unar, og innkaupastjórinn met- ur verðmæti aðkeyptra efni- vara á kr. 24.0 millj. Ef ná skal tilskildum afköst- um, er þörf 50 verkakvenna með daglaun kr. 750/ — (alls kr. 37.500,—) og 10 verka manna með daglaun kr. 1250/ (alls kr. 12.500,—), þannig að hver vinnudagur mun kosta kr. 50.000.—. Tala vinnudaga á ári er 240 og vinnulaun alls því kr. 12.0 millj. Óbeinn rekstrarkostnaður fyrirtækisins sundurliðast, eins og segir hér að neðan, og við hvern þátt eru skráð áætl- uð útgjöld samanlögð: Verksmiðja Forföll/afleysingar Verkstjóm Orka, ljós og hiti Vextir Viðhald/afskriftir Ýmis útgjöld K.r 22.0 millj. Söludcild Söluskrifstofan Auglýsingar Erindrekar Umboðsmenn erlendis Kr. 4.5 millj. Vörudreifing Umbúðir og innpökkun Sama — útflutningur Bifreiðar Birgðaskemmur Kr. 6.0 millj. Stjórnsýsla Bókhald Fastagjöld Póst- og símakostnaður Framkvæmdast j óri Kr. 3.5 millj. Ef frá árssölunni, kr. 80.0 millj., eru dregnir liðirnir hrá- efni kr. 24.0 millj., vinna kr. 12.0 millj. og óbeinn verk- smiðjukostnaður kr. 22.0 millj., eða samtals kr. 58.0 millj., kem ur út framleiðsluhagnaðurinn kr. 22.0 millj. Ef enn er frá dreginn sölukostnaður kr. 4.5 millj., dreifingarkostnaður kr. 6.0 millj. og stjórnsýsla kr. 3.5 millj., eða samtals kr. 14.0 millj., fæst rekstrarhagnaður- inn kr. 8.0 millj., sem nemur — fyrir sköttun — 20% af eig in fjármagni fyrirtækisins á markaðsverði, eins og dæmið var sett upp í síðustu grein. Flokkurarkerfi. — Þegar fjárhagsáætlun hefur verið samin með allri þeirri vand- virkni og nákvæmni sem auðið er, kemur til kasta bókarans að flokka innkaup og gjöld og skipa þeim í tilsvarandi bók- haldsreikninga, svo að unnt verði að gera réttan samanburð á rauntölum og hinum áæíl- uðu. Flokkunin getur verið erf- itt verk í stóram fyrirtækjum með margbrotinn rekstur. Hentug aðferð og mikið notuð er merkjakerfi í ætt við það, sem tíðkast í sumum bókasöfn- um. Við samningu slíks kerfis, sem byggist á númeraröðun, verður að kanna rækilega ein- staka útgjaldaliði, deildaskipt- ingu og uppbyggingu fyrirtæk- is, svo að hverjum pósti verði fundinn sinn staður. Sundur- liðun verður að takmarka, því að ella verða nöfn reikninga í bókhaldinu of mörg. Að hinu leytinu verður hætta á sóun, því minni sem eyðsla er betur skilgreind. í þessu sambandi má taka ferðakostnað sem dæmi. Hugsanlegt er að 'ella hann allan undir eitt númer. Gagnstæðu mörkin væra að halda sérstakt númer fyrir hvern erindreka eða sölumann, sem ferðaðist á vegum fyrir- tækisins. Þriðja lieriðin væri svo að fara þarna elnhvers konar meðalveg. Hér er sýnisihom merkja- kerfis, sem tekur til tveggja þátta í fjárhagsáiætluninni að framan. f reynd myndi flokk- unin þó ná til tnun fleiri liða en þar voru tald ir upp, svo að nægilegt aðhald verði tryggt. Óbeinn verksmi 1 í jukostnaður 100 — Afleysimgar 101 — Eftirlit 102 — Verkstjiðm 103 — Orka 104 — Ljós og hiti 105 — Vextir 106 — yiðhalícl 107 — Óbein efniskaup 108 — Önnur útgjöld Sölukisíitnaður 200 — Sölusicrifstofan 201 — Vörak;ynning 202 — Auglýisingar 203 — Laun sölumanna 204 — Ferðfikostnaður 205 — Erlerrdir umboðsmenn Merkjakerfiinu þarf að beita þegar á því sttigi, sem kaup era gerð. Ef viiðeigandi númer er t.d. skráð á, pöntun vöru eða þjónustu, urn leið og hún er send, getur það (númerið) staðið á retkningnum, þegar han kemar frá seljanda. Þannig yrííi því slegið föstu, hver ábyrgS? ber á útgjaldalið, áður en 1£1 hans er stofnað. Þyrfti þá varla að deila um það síðar, Ihvar á að skuldfæra hann. Þetta myndi líka létta til muna viixnu við bókhaldið sjálft, svo að bókhaldsyfirlit ættu að g/írta verið tilbúin tím- anlega. Iwið er mikilvægt at- riði, því mð slík yfirlit þarf að bera samnn við fjárhagsáætl- unina m-“‘ð reglulegu millibili Gefst þá kostur að lagfæra rekstur e ða einstakar greinar hans í tífi ka tíð, ef alvarleg frá- vik verða frá áætluninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.