Tíminn - 03.04.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.04.1971, Blaðsíða 10
10 TIMINN LAUGARDAGUR 3. aprfl 1971 L. W. MARVIN: BYSSA TIL LEIGU — Sama fyrir mig. sagSi Jim. og Rogan hvarf á brott. — Nú. svo áð þér eruð einn af vinum Sams. Það er kynlegt, að hann skuli aldrei hafa getið um yður við mig. — Málafærzlumenn þekkja ótrúlegan fjölda furðulegra manna, svaraði Jim. Rogan kom nú með glösin, og þegar hann var farinn, sagði hún: — Mér finnst þér ekki vera neitt furðulegur. Þér eruð snotur og viðfelldinn. Við þessu gat Jim ekki fundið neitt sérstakt svar, og þessvegna lyfti hann aðeins glasinu og drakik henni til. — Hyggist þér dvelja lengi í bænum? spurði hún. — Nokkra daga, býst ég við. — Ég vona. að þér sitjið til borðs með okkur í kvöld. — Það er nú ætlunin. að ég búi hjá ykkur. meðan ég dvelst hér. — Er það satt? En hvað það er gaman. Gildvaxin, gráhærð kona í nær- skornum kjól og með eitthvað það á höfðinu. sem einna helzt minnti á skorpnaða orkídeu, kom rétt í þessu út úr veitingasalnum. — Katherine, mælti hún og leit forvitninaugum á Jim. — Við erum farin að bíða eftir þér. — Ég kem eftir andartak. Myrtle. — En það varst þú, sem áttir að gefa. mælti gildvaxna konan enn. Katherine Allgood andvarpaði og drakk í botn. — Við sjáumst síðar, mælti hún við Jim og fylgdi því næst gráhærðu konunni eftir til bridge- borðsins. Jim Bonnett tæmdi glasið, lagði nokkra peninga á borðið og gekk síðan út á völlinn. Enginn golf- leikari var alveg í nánd, en spöl- korn utar á vellinum stóðu fjór- ir menn og höfðust ekki að. Hann gerði ráð fyrir, að það væri Jeff Winters og leiknautar hans og hélt því áfram í hægðum sínum, þar til þeir höfðu lokið við sjöttu holuna. Þegar hann var sjálfur kominn þangað stóð hann grafkyrr og renndi augum sem snöggvast yfir næsta umhverfi. Þarna var tré við tré. Stígurinn að sjöttu holu lá annarsvegar að röð af háum espitrjám og hins vegar að allstórum maísakri. Með- fram endilangri brún akursins var komið fyrir vírgerði, sem á voru fest með hæfulegu millibili auglýsingaspjöld, en á þeim stóð: Einkaeign. Aðgangur bannaður. er iaugardagurinn 3. apríl Árdegisháflæði í Rvík kl. 00.02. Tungl í hásuðri kl. 20.41. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan i Borgarspítalan- um er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr- ir Reykjavík og Kópavog sími 11100. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði sími 51336. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu i borginni eru gefnar ) símsvara Læknafélags Reykjavík ur, sími 18888 Fæðingarheimilið í Kópavogi. Hlíðarvegi 40, sími 42644. Tannlæknavakt er í Heilsuverndar- stöðinnl, þar sem Slysavarðstoí an var, og er opin laugardaga oc sunnudaga kl. 5—6 e. h — Simi 22411. Kópavogs Apótek er opíð virka daga kl. 9—19, laugardaga k’. 9 —14, helgidaga kl 13—15. KeHavíkur Apótek er opið virka daga kL 9—19, Laugardaga kl. 9—14, helgidaga kl 13—15. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka dag. frá kl. 9—7. á laugar- dögum kl. 9—2 og á sunnudög- utn og öðrum helgidögum er op- ið frá kl. 2—4. Mæiinsóttarbólusetnina fvrii fnll orðna fer fram i Heilsuverndar stöð Reykjavíkur á mánudögum kl. 17—18. Gengið inn frá Bar ónsstíg, yfir brúna Kvöhl- og helgarvörzlu apótcka í Reykjavík, vikuna 3.—9. apríl, annast Vesturbæ.jar Apótek og og Háaleitis Apótek. Næturvarzla er að Storholti 1. Næturvörzlu í Keflavík 3. og 4. apríl annast Kjartan Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavík 5. apríl annast Arnbjörn Ólafsson. KIRKJAN Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10,30. Ferming- arguðsþjónusta kl. 11 og kl. 2. Sr. Frank M. Halldórsson. Dómkirkjan. Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Óskar J. Þorláksson. Feimingarguðsþjónusta kl. 1,30. — Sr. Ólafur Skúlason. Fermingar- messa kl. 3,30. Sr. Ólafur Skúla- son. Fjarlægðin ti: sjöttu holu var eitt hundrað og sjötíu stikur, en endamörk akursins og reinarinn- ar voru hin sömu. í nánd við númer sjö voru nokkrar bygging- ar, og var það sjáanlega búgarð- urinn, sem maísakurinn taldist til. Jeff Winters og leiknautar hans voru þegar á leið til áttundu holu. Jim kom kúlu sinni fyrir og lét sem hann byggi sig af kost- gæfni undir næsta högg, en um leið leit hann grandgæfilega til beggja hliða. Á bak við dálitla þyrpingu grenitrjáa greindi hann lítinn skúr. Hann sté fast niður og lyfti kylfunni. í sama bili kvað við feikna hvinur. — zing-g,sagði þyt urinn. og nær því á sama andar- taki bar vindurinn óminn af hvell inum þangað, sem hann stóð. Jim sentist heim að skúrnum og hnipr aði sig niður á bak við hann. Hann beið í sömu stellingum fulla mínútu, áður en honum barst til eyrna fuglakvakið, suðið í býflugunum og öskrið í kúnum í fjarska. Hann leit vandlega á fjalirnar, sem skúrinn var sleg- inn saman með. Um leið ag hann leit upp fyrir sig, kom hann auga á rifu. en út úr henni stóðu nokkrar spánýjar flísar. Örlítið lengra til hægti voru þrjú svipuð göt í viðbót. Jim tók fram vasa- Langholtsprestakall. Fermingarguðsþjónu^ta kl. 9. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. — Fermingarguðsþjónusta kl. 10,30. Sr. Sigurður Ilaukur Guðjónsson. Fermingarguðsþjónus'ta kl. 13,30. Sr. Árelíus Níelsson. — Altaris- ganga á Skírdag kl. 8,30 e. h. Báð- ir prestarnir. Árbæjarprestakall. Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju pálmasunnudag, kl. 11 árdegis. Ath. breyttan messutíma. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 10,30. Ferming og altaris- ganga. Sr. Garðar Svavarsson. Bústaðaprestakall. Barnasamkoma í Réttarholtsskóla, kl. J0,30. Fermingarmessur í Dóm- kirkjunni kl. 1.30 og 3.30. Sr. Ólafur Skúlason. Hafnarfjarðarkirkja. Fermingarguðsþjónusta kl. 10,30. Fermingarguðsþjónusta kl. 2. Sr. Garðar Þorsteinsson. Lágafellskirkja. Barnamessa kl. 2. Sr. Bjarni Sig- urðs.son. Grensásprcstakall. Fórnarvika kirkjunnar. Sunnudaga- skóli í Safnaðarheimilinu. Miðbæ, kl. 10,30. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Jónas Gíslason. Ilallgrímskirkja í Saurbæ. Föstusacnkoma kl. 2. Sigurveig Iljaltested syngur einsöng við und- irleik Ilauks Guðlaugssonar, sem einnig leikur einleik á orgel kirkj- unnar. Sr. Bernharður Guðmunds- son æskuiýðsfulltrúi þjóðkirkjunn- ar flytur ræðu. Sóknarprestur les ritningarorð og minnist fórnarviku kirkjunnar. Sr. Jón Einarsson. Hallgrímskirkja. Fermingarmessa kl. 11. Dr. Jakob ■Tónsson. JlátelgFkirkja. 'Tessa kl. 10,30, ferming. Sr. Arn- grítnur Jónsson. Fermingarguðs- hjónu.sta kl. 2. Sr. Jón Þorvarðsson. Aðventkirkjan, Rcykjavík. Laugardagur: Biblíurannsókn kl. 9.45 árdegis. Guðsþjónusta kl. 11. Svein B. Johansen prédikar. Sunnudagur: Samkoma kl. 5. Ræðu maður: Sigurður Biarnason. Safnaðarheimili Aðvontista, Keflavík. Laugat’dagur: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagur: Samkoma kl. 5. Ræðu maður Steinþór Þórðarson. flttoaætlantr Loftleiðir hf.: Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá New York kl. 07:00. Fer til Luxemborgar kl. 07:45, Fr væntan- legur til baka frá Luxemborg kl. 16:00. Fer til New York kl. 16:45. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá New York kl. 10:30. Fer til Oslónr og Kaupmannahafnar kl. 11:30. ^GTTAjq.AR Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Húnaflóahöfnum á vest- urleið. Herjólfur fer frá Reykja- vík kl. 21.00 á mánudagskvöld til Vestmannaeyja. Herðubreið er á Norðurlandshöfnum á austurleið. Skinadeild S.Í.S.: Arnarfell er á Akranesi. Fer það- an í dag til ísafjarðar og Norður- iandshafna. Jökulfell fór í gær frá New Bedford til Reykjavíkur. Dís- arfell fór í gær frá Svendborg til Reykjavíkur. Litlafell er væntan- lest til Rotterdam 5. þ. m. Helga- fell losar á Eyjafjarðarhöfnum. Stapafell losar á Vestf.iörðum. Mælifell fór 31. marz frá Heröya til Reykjavíkur. Lone Danica er á I-Iornafir'ði. Fer þaðan til Þorláks- hafnar. Martin Sif er í Þorláks- höfn. Hermann Sif fer frá Kaup- mannahöfn í dag til íslands. Félagsstarf cldri borgara I Tóc.b?" Þriðjudag 6. apríl hefst haníta- vinna og föndur kl. 2 e. h. Mið- vikudag 7. apríl verður opið hús frá kl. 1,30 til 5.30 e. h. Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundir fyrir stúlkur og pilta 13 ára og eldri, mánudagskvöld kl. 8.30. Opið hús frá kl. 8, Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudagsferð 4. apríl 1971: Strandganga: Kúagerði — Straums- vík. Lagt af stað kl. 9,30 frá Um- ferðarmiðstöðinni (B.S.Í.). Ferðafélag íslands Frá Ferðafclagi íslands. Báskaferðir: 1. Þórsmörk. 5 dagar. 2. Þórsmörk 2V2 dagur. 3 Hagavatn. 5 dagar (ef fært verður). Ein.sdagsferðir um páskana (gevmið auglýsinguna). 8/4 Vífilsfell. 9/4 Valahnúkar — Helgafell. 10/4 Borgarhólar — Mosfellsheiði. 11/4 Reykjafell — Hafravatn. 12/4 Lækjarbotnar — Sandfell. í einsdagsferðir verður lagt af stað kl. 1,30 frá Umferðar- miðstöðinni. Ferðafélag íslands Dansk kvindeklub Tirsdag, den 6. april kl. 20,30. Vi mödes ved Landakotsspitali. Kaffen drikkes í Hallveigarstaðir. Bestyrelsen. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómannaskólan- um, þriðjudaginn 6. apríl kl. 8,30. Frú Steinunn Finnbogadóttir kynn ir orlof húsmæðra. Myndasýning: Gunnar Hannesson. Félagskotiur! Mætið vel og stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. — Stjórnin. orðsending" MUNIÐ FERMINGARKORT LANGHOLTSSAFNAÐAR ARNAÐ HEILLA Kvenfélag Grensá«sóknar heldur fund mánudaginn 5. apríl kl. 8.30 í Safnaðarheimilinu. — Mvndasýning verður, frá landinu helga. Einsöngur: Halldór Vilhelms son. Sr. Jónas Gíslason talar. 65 ára er í dag, 3. apríl, frú Björg Árnadóttir, Stóra-Hofi í Gnúpverja-hreppi. Hún er kona Guðjóns Ólafssonar, bónda þar, og eiga þau 5 börn, sem öll eru á lífi. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSJSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS: GÆfAT GO/NG/ /SO/Y TOT/A/0 OU7 MWO /yasbten beh/np tne AT7EMPTS 70/YPEC/TMy/VElV BA/T. l/NE! J3UT/'M SNPE/T$ EEEN PEPPyNEiYTOT/l — Byssan mín cr ónýt! — Upp með að því, hver hefur stjórnað skemmdar- Perry Newton. Á meðaii... — Jæja, þér hendur! — Gott, nú skulum við komast verkunum! En ég er viss um, að það er eruð kominn um borð, Newton. — Já, og öruggur! »

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.