Tíminn - 03.04.1971, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 3. aprfl 1971
TIMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Pramikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Kitstjórar: Þórarinn
t>órarinsson (áb) Jón Helgason, Lndriðl G Þorsteinsson og
I'ómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason RiL
stjómarskrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrií-
stofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími:
10523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjaid kr 195,00
á mámuði fnnanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm.
Edda hf.
Uppsögn brezka samn-
ingsins og útfærsla í
50 mílur á næsta ári
í útvarpsumræðunum um landhelgismálið í fyrrakvöld
lögðu ræðumenn stjórnarandstöðunnar einkum áherzlu
á tvö atriði:
1. Nauðsyn þess að brezka samningnum verði sagt upp
og þannig aflað að nýju einhliða réttar til útfærslu
fiskveiðilögsögunnar, án þess að þurfa að hlíta úr-
skurði alþjóðadómstólsins í Haag um útfærsluna.
2. Úrslitaþýðingu þess, að útfærsla fiskveiðilögsögunn-
ar í 50 sjómílur hafi átt sér stað, áður en hafrétt-
arráðstefna Sameinuðu þjóðanna kemur saman fyrri
hluta ársins 1973.
Málflutningur talsmanna stjórnarflokkanna einkennd-
ist hins vegar af loðnum, óákveðnum og tvíræðum yfir-
lýsingum um að þeir vildu hvorki hrökkva né stökkva
í málinu:
1. Þeir vilja ekki segja brezka samningnum upp. Héldu
því samt ekki fram, að hann væri óuppsegjan-
legur, þótt ekki væri í honum uppsagnarákvæði.
Sögðust þó ekki vilja leggja útfærslu að svo lcomnu
fyrir Haag-dómstólinn, en töldu að vaxandi skilning-
ur væri á sérstöðu okkar meðal vinveittra þjóða.
2. Þeir vilja ekki færa fiskveiðilögsöguna út fyrr en
eftir að hafréttarráðstefnan hefur verið haldin og séð
er hver niðurstaða verður á henni.
Um fyrra atriðið sagði Ólafur Jóhannesson, formaður
Framsóknarflokksins í umræðunum, að margir færustu
þjóðréttarfræðingar heims væru þeirrar skoðunar, að
alþjóðadómstóllinn myndi ekki eins og sakir standa og
hann er skipaður í dag, fallast á að viðurkenna 50 sjó-
mílna fiskveiðilandhelgi. Landhelgismálið væri ekki bara
lagaspurning. Það væri pólitískt mál. Voldugustu stór-
þjóðir væru andsnúnar okkar sjónarmiðum og þegar
þannig stæði á yrði valdið stundum réttinum yfirsterk-
ara. -Stjórnarflokkamir vilja ekki segja þessum samn-
ingum upp og hljóta þá að vilja eiga það undir úrskurði
alþjóðadómstólsins hvort sú útfærsla yrði þjóðinni leyfi-
leg. Við viljum byggja uppsögn samningsins á lífshags-
munum þjóðarinnar og breyttum aðstæðum frá því er
«amni.'iigarnir voru gerðir, þ.e.a.s. á brostnum forsend-
am. Uví yrði ekki haldið fram að brezki samningurinn
ætti að gilda um alla eilífð, enda væri ráð fyrir því gert
í uppkasti þjóðréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna að slík-
um samningi sé hægt að segja upp með hæfilegum fyr-
irvara.
Um síðara atriðið sagði Ólafur m.a., að því fleiri ríki,
sem hefðu ákveðið stærri landhelgi en 12 mílur, áður en
ráðstefnan hæfist, því minni líkur væru til þess, að
12 mílna reglan yrði staðfest á ráðstefnunni sem alþjóða-
lög. Það er yfirlýst markmið voldugustu stórþjóðanna að
lögfesta 12 mílna regluna og áhrif þeirra á ráðstefnunni
geta orðið mikil. Því má ekki loka augunum fyrir þeim
möguleika, að svo kunni að fara að 12 mílna reglan
hljóti þar staðfestingu, en í því falli gæti það haft sína
þýðingu að hafa fært út fiskveiðimörkin áður, þar sem
ef til vill yrði tekið tillit til þess að rýmri landhelgi,
sem komin væri til framkvæmda yrði látin haldast. Hitt
er einníg hugsanlegt að ráðstefnunni verði frestað eða ný
kölluð saman síðar. Biðin gæti því orðið löng.
Það er af þessum ástæðum, sem krafa og kjörorð
húsðarinnar ætti nú að vera: Uppsögn brezka samnings-
. ins og útfærsla í 50 niilur áður en ráðstefnan hefst. - TK
DAVID BENDER, NEW YORK TIMES: f
Næst samkomulag um Berlínar-
máliö fyrir næstu áramót? j
Talsverð bjartsýni ríkjandi, þótt hægt gangi
WILLY BRANDT og WILLI STOPH
FJÓRVELDIN hófu fyrir um
þaS bil ári viðræSur til undir-
búnings samkomulags um Vest-
ur-Berlín. Háttsettir embættis-
menn í Bonn halda nú fram,
að eins og sakir standa verði
engu um þokað í þessum við-
ræðum.
Þegar fulltrúar Vesturveld-
anna eru spurðir um orsakir
þess, að hvorki gengur né rek-
ur í viðræðunum, nefna þeir
tíðast til ágreininginn um
tengsl Vestur-Berlínar og Vest-
ur-Þýzkalands. Sovétmenn
halda fast við kröfur um að úr
þessum tengslum verði dregið,
en fulltrúar Vesturveldanna
krefjast hins vegar, að Sovét-
menn tryggi, að þessi tengsl
geti haldizt.
Fulltrúar Breta, Bandaríkja-
manna og Frakka eru þó alls
ekki vonlausir, þrátt fyrir þá
erfiðleika, sem við er að etja.
Meðal forustumanna Vestur-
veldanna virðist meira að segja
ríkja furðu mikil bjartsýni.
EFTIRFARANDI spurning
var um daginn lögð fyrir einn
af fulltrúunum, sem tekið hef-
ur þátt í viðræðunum:
„Næst samkomulag um Ber-
lín áður en iýkur?“
„Já,“ svaraði fulltrúinn
ákveðinn.
„Næst þá samkomulag á
þessu ári?“ var næst spurt.
„Já, það verður á þessu
ári,“ svaraði stjórpmálamaður-
inn.
Vestur-Berlin er einangruð
langt inni í Austur-Þýzkalandi,
eða 110 mílur frá landamærum
Vestur-Þýzkalands. íbúarnir
eru um tvær milljónir. Borgin
hefur þó aldrei verið yfirgefin,
heldur notið vemdar vestur-
veldanna þriggja í tuttugu og
fimm ár. Kommúnistar hafa
hvað eftir annað reynt að
hindra samgöngur til Berlínar,
bæði eftir skipaskurðum, á
landi og í lofti, en aldrei hef-
ur tekizt að koma í veg fyrir
þær.
SENDIHERRAR stórveld-
anna fjögurra, sem sigur báru
af hólmi í heimsstyrjöldinni
síðari, settust á rökstóla 26.
marz í fyrra, í Kleist Park í
Berlín, í byggingunni, þar sem
sameiginleg hernámsstjórn sig-
urvegaranna var til húsa með-
an á hinu skammvinna her-
námi Þýzkalands stóð. Tilgang-
urinn af hálfu Vesturveldanna
var að reyna að fá aðstöðu Ber-
línar ofurlítið bætta, einkum
þó að rýmka um samgöngurn-
ar.
Fljótlega kom í Ijós, að Rúss-
ar höfðu fallizt á viðræðumar
í tvennum tilgangi. Vildhafarn
ir í Moskvu vildu auðsjáan-
lega reyna að draga úr spenn
unni í Mið-Evrópu, og var það
liður í viðleitninni til að afla
Sovétríkjunum þess álits með-
al tortrygginna þjóða á þessu
svæði, að þau Væru ekki ann-
að en friðsamlegur granni.
Sovétmenn vildu einnig reyna
að treysta aðstöðu Austur-
Þýzkalands og afla því aukinn-
ar viðurkenningar og virðingar
á alþjóða vettvangi.
SENDIHERRAR vesturveld-
anna þriggja og Sovétríkjanna
hafa nú haldið alls 16 fundi
síðan viðræðurnar hófust í
hinni gráu, dmngalegu bygg-
ingu í Kleist Park, og markmið
þeirra eru enn óbreytt eftir
alla þessa fundi. Hinu verður
ekki neitað, að viðleitnin til að
tryggja öryggi þýzku ríkjanna
tveggja og nýjar kröfur af
þeirra hálfu, hafa haft mjög
mikil áhrif á viðræðurnar. Full
trúar beggja þessara ríkja
sýna, að íbúar þeirra hafa
öðlazt stórlega aukið sjálfs-
öryggi síðast liðið ár, og leggja
sig miklu meira fram um að
reyna að tryggja ríkishagsmun
ina í framtíðinni en raun var
á áður.
Ríkisstjórn Willys Brandts
kanslara í Vestur-Þýzkalandi
hefur gert vináttusáttmála við
Sovétríkin. En staðfesting
þessa samnings er því skilyrði
háð, að samið verði um aðstöðu
Berlínar á þann hátt, sem hún
sættir sig við.
Ríkisstjórn Walter Ulbrichts
í Austur-Þýzkalandi hefur kraf
izt þess, — og ekki með öllu
fyrir daufum eyrum að því er
virðist, — að Sovétmenn tryggi
óskoraðan ákvörðunarrétt rík-
isins um flutningaleiðir eftir
landinu, og einnig að því er
varðar tilvist Vestur-Berlínar
inni í því miðju.
ÞESSAR kröfur ríkisstjórna
beggja þýzku ríkjanna hafa
gert samningamönnum fjór-
veldanna afar erfitt um vik.
Ekki er með neinu móti unnt
að hugsa sér neitt samkomulag
um Berlínarmálið án þess að
ríkisstjórnir beggja þýzku ríkj
anna taki þátt í undirbúningi
þess og samþykki það að lok-
um.
Fulltrúum vesturveldanna í
samningaumleitununum am
Berlín og áhugasömum helma-
mönnum, sem fylgzt hafa með
gangi mála, ber saman um, að
viðræðumar hafi alls ekki ver-
ið árangurslausar. f fyrstunni
voru aðilar aðeins að þreifa
fyrir sér um möguleika, en
þegar fram í sótti varð sú
breyting á, að öllum fjórurn
kom saman um, að nefna fund
ina „samningaviðræður". Full-
trúar vesturveldanna lögðu
fram álitsgerð sem grundvöll
að frekari viðræðum 18. febrú-
ar, og fulltrúi Sovétrikjar.na
veitti álitsgerðinni viðtöku. Svo
sagði fróður maður, sem hefur
góða aðstöðu til að fylgjast
með gangi mála, að samninga-
viðræðunum hefði ekkert núð
að síðan þetta gerðist. En
flýtti sér að bæta við: „Kyrr-
staða er eitt og ógöngur allt
annað.“
STAÐIÐ hefur á tveimur
atriðum. eða rétti vesturveld-
anna til samgangna við Beriín
og áframhaldandi nærveru vest
ur-þýzkra yfirvalda í Beriín.
Fulltrúar vesturveldanna
segjast ekki taka í mál að
reyna að gera vald Bonn-stjórn
arinnar minna áberandi fyrri
en að Sovétmenn hafi lagt
fram tryggingu fynr hindrun-
arlausum og frjálsum aðgangi
vestrænna manna að Vestur-
Berlín. Fulltrúar Sovétrikj-
anna og Austur-Þýzkalands
segja hins vegar, að þeir taki
ekki í mál að tryggja friálsan
aðgang fyrri en að komið hafi
verið í veg fyrir „ólöglega" til-
vist vestur-þýzkra stjórnar-
valda og stjórnmála í Vestur-
Berlín.
Vestrænum embættismanni
fórust þannig orð um þetta
atriði:
Eins og sakir standa takast
aðilar allharkalega á um að-
stöðuna. Lausnin er fólgin í
tilslökunum af beggja hálfu,
og að áliti okkar vestrænna
stiómmálamanna getur ekki
orðið um neina tilslökun að
ræða, nema að undangenginni
grundvallarákvörðun í stjóm-
málum af hálfu Sovétmanna.
Við eigum hlns vegar ekki
von á, að slík ákvörðun verði
tekin fyrri en drjúgum tíma
eftir að flokksþingi Kommún- I
istaflokks Sovétríkjanna er lok- Í
ið.“ f