Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 2
2 TiMINN SUNNUBAGUIS 18. a;?r'l 1971 Ef þér í HJARTANS einlægni viljið eignast stóran og glæsilegan lúxus-kæliskáp, þá er 9 9 Regent de luxc cinmitt handa yður! NÓG PLÁSS — FROST - KULDI — SVALI. 360 litra rými með valfrjálsri skiptingu milli kulda og búrsvala, ásamt lokuðu frystihólfi af réttri gerð fyrir þá, sem jafnframt eiga frysti. INNRÉTTING I SÉRFLOKKI - með 6 færan- legum draghillum úr ekta krómuðu stáli. Ávaxta- skúffa. Grænmetisskúffa. 4 flöskuhillur. Smjör- kúpa. Ostahólf. Stórar flöskur, könnur og fernur rúmast vel. ALSJÁLVIRK, KLUKKUSTÝRÐ ÞÍÐING - ekki einu sinni hnappur-og þiðingarvatnið gufar upp. GLÆSILEGUR — SlGILDUR — VANDAÐUR. Látlaus formfegurð, samræm.dir litir, bezta efni og einstakur frágangur. GOTT VERÐ - GQÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. i SIMI 2 44 20 HP1 LU HC SUÐURGÖTU 10 L j J |VARA- HLUTIR NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ ATHUGA BÍLINN FYRIR SUMARIÐ. Höfum fengið mikið úrval varahluta, svo sem: AC rafkerti, kertaleiðslur, platínur, þétta, kveikjulok og hamra, straumlokur og flest i rafalinn, vatns- dælur, vatnshosur og vatnslása, blöndunga og viðgerðarsett í þá, benzíndælur og dælusett. AC olíu og loftsíur í miklu úrvali. i ! I I I Ármúla 3 Sími 38900 BILABUÐIN IGNIS KÆLISKAPAR IGNIS BÝDUR ÚRVAL OG & NÝJUNGAR 12 stœrðir við allra hæfi, auk þess flestar fáanlegar í viðarlit. ★ Rakagjafi er tryggir langa geymslu viðkvæmra matvæla. ★ Sjálfvirk afhríming ér vinnur umhugsunarlaust ý[ Djúpfrystir, sérbyggður, er gefur 18° 25° frost. ic Ytra byrði úr harðplasti, er ékki gulnar með aldrinum. ic Fullkomin nýting alls rúms vegna afar þunnrar einangrunar. Kæliskáparnir með stilhreinum og fallegum línum ic IGNIS er stærsti framleiðandi á kæli- og frystitækjum í Evrópu. ic Varahluta- og viðgerðaþjónusta. RAFIÐJAN SIMI: 19294 RAFTORG SIMI: 26660 Ferm.in.garvei.zLa Fermingarveizla er fafgnaðar máltíð. Og frá alda öðli hefur samneyzla matar verið helgiat- höfn, tákn vináttu, einingar og bræðralags mcðal manna og þjóða. Þannig hefur samsæti að sömu máltíð við sama borð, orðið sakramenti, helgidómur og leyndardómur í senn, með hulið en þó hugsað og hjartan legt, táknrænt gildi fyrir þá, sem að borðinu sátu og mál- tíðar neyttu saman. Þannig er t.d. altarissakra- menti kirkjunnar orðið til, skilnaðarmáltíð Krists og læri- sveina hans endurtekin í anda sem kærleiksmáltíð, minninga- máltíð og þakkarmáltíð. Táknrænt og andlega talað og sjálfsagt frá upphafi hafa fermingarveizlur haft sama blæ, svipað gildi og átt að vera undirstrikun og til áherzlu við það heit til fylgis og fylgdar við Jésúm Krist, sem ferming- arjátningin, þetta eina já, til heiðurs Kristi, höfðar til. „Viltu leitast við af fremsta megni að hafa frelsara vorn Jesúm Krist að leiðtoga lífs þíns?“ spyr presturinn í ferm- ingarathöfninni og fermingar- barnið svaran „Já“. Þetta er hin raunverulega ferming, kjarni þeirrar stað- festingar á skírnarsakrament- inu, sem fermingin stefnir að eða á að fullkomna. Og enginn skyldi svo ætla að fermingar- veizlan og gjafirnar eigi að vera eða séu þessum kjarna óviðkomandi. Veizlan og gjafirnar eiga auð vitað að vera tákn og útgeisl- un þessa heits. Þær eiga að efla barnið til skilnings á þeirri einingu, bræðralagi og elsku, sem því fylgir að hafa gert Jesúm Krist að foringja sínum og fyrirmynd, Gjafirnar þurfa því að skapa gleði en ekki græðgi og öfund, virðingu og hátíðleika en ekki lítilsvirð- ingu og kæruleysi. Það er því mikils virði að fermingargjafii' séu smekklega valdar og af hugsun og skiln- ingL En það var veizlan, sem hér skyldi vera til umræðu. Fei’m- ingarveizla þarf að hafa sér- stakan blæ. Það er þá fyrst, að hún þarf að hefjast með bæn, ekki einhverju lítt skiljanlegu stagli heldur örstuttri helgi- stund, sem eins gæti verið söng ur, tónlist eða bara djúp þögn eins og einhver orð. En bezt væri kannski vers, sem mamma, amma, afi eða pabbi segðu, jafnvel hvísluðu með hetju dagsins, fermingar- barninu, um leið og allir spenntu greipar í helgri þögn. Ágætt að leika örstutt lag á hljóðfæri á eftir. Falleg lög til söngs og ljóð til upplestrar eiga mjög vel við í fermingar- veizlu, sama er að segja um myndasýnuigar, En vel þarf að velja það, sem sýnt er. Og helzt ætti það að vera myndir úr lífi og starfi fjölskyidunn- ar, ættingja og vina, umhverfi þeirra og öðrum héruðum. Minningar úr ferðalögum eða frá liðnum dögum ömmu og afa, eiga mjög vel við í ferm- ingarveizlum. Annað megingildi fex’nxingar veizlna og mætti gjarnan nefna það fyrst, er einraitt í því fólg- ið, að tengja hin mikilsverðu vináttubönd ættingja, sem í fjöimenninu verða býsna veik og stundum aðeins bláþræðir og hnökrar í upplausn heimila og andúð hjónaskilnaða, sem tízkutildur nútímans í til- finningamálum og kröfum, set- ur svo hátt. Fermingarveizlan á að vera til að auka kynni og efla vin- áttu milli þeirra, sem annars sjást sjaldan og gera sér 0% mjög rangar og neikvæðar hug myndir hver um annan. En slíkt getur jafnvel verið milli föður og barna, svo ekki sé minnzt á bilið milli kynslóð- anna, sem stöðugt eykst með öllum rekstri og fjölgun barnahæla og elliheimila. Fermingarveizlan ætti að vera táknmynd hins fullkomna heimilis í gleði, fórnarlund og nægtum. Og þá umfram allt vinarmáltíð og minningarmál- tíð. Helzt ætti að ríkja andi hinn ar fornu speki: „Hóf er bezt hafðu á öllu máta“, þótt húsi’áðendur ráði matseðli að eigin smekk og efnum. Og eitt er víst, allt óhóf hefnir sín. Og gleðilegt er hér á íslandi, að svo má heita, að áfengisveitingar séu nú hvergi um hönd hafðar í fermingar- veizlum. En það er stórt fram- faraspor við það, sem víða var til í gamla daga, þar sem veizl- ur voru á annað borð. Hljóðlát gleði, sameining fjölskyldu og ættingja, vinátta, kynning ásamt hlýlegum helgi- blæ, ætti að vera tilgangur og ívaf hverrar fermingarveizlu. Ekki má1, samt gæta neinnar {ivingunar og þröngsýni og gagnvart dansi og tónlist mætti gjarnan minna á orð Lúthers sjálfs, upphafsmanns okkar kirkjulegu helgivenja, sem sagði, eftir að hafa horft á dans líklega í fermingarveizlu: „Dansið eins og börn, þá dansa ég með ykkur.“ Gefið börnum ykkar góðar gjafir, sem verði þeim helgar minningar og gleði þess fagr, aðar, sem verði veizla, ferm- ingarveizla, þar sem Kristur sjálfur gæti dansað með ykkur. Hann unni mjög veizlum vin- áttu og bræðralags. Árelíus Nielsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.