Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 3
ÍIUNNUDAGUR 18. apríl 1971 TIMINN 3 UMSJÓN: EVA BENJAMÍNS OG EINAR BJÖRGVIN Berlín er einstök borg yfir sum- artfmann. Held, a3 þa3 sé ekki einskis virði, að farið er að þýða biblíuna á aðgengilegra mál. ...því meira varö ég var við !»arfí, kommúnulifnað og kaffihús. ÞAÐ ER FRA MORGU AÐ SEQJA — Þorsteinn I Hann lieitir Þorsteinn Egg- ertsson, kappinn, og er nú ný- lega kominn frá Vestur-Berlín, þar sem hann dvaldi í rúmt liálft ár. Það er reyndar óþarfi að kynna Þorstein, svo góð kynni höfum við haft af hon- um, þegar liann sá um MUF framan af, eða þar til hann var um hríð búinn að dvelja meðal Þjóðverja.* — Já, ég „stúderaði" úti í V-.Berlín nokkurs konar grein af ha^gnýtri myndagerð, sagði Þorsteinn, er við röbbuðum saman skömmu eftir heim- komu hans. — Ég lærði hjá öldruðum kvikmyndaarkitekt, sviðsuppbyggingu og kvik- myndateiknun. Svo veikt- ist karlinn og þá hélt ég til Svíþjóðar og dvaldi þar hjá teiknikennara, kunningja mín- um. Gerði ég ekkert annað en mála þann tíma, sem ég var í Svíþjóð, nánar tiltekið í Bóras, sem er lítill bær og frægur fyr- ir fataiðnað. Jú, reyndar vann ég nú fyrir mér smátíma í Sví- þjóð, var í diskótekí, tæmdi öskubakka og gekk í önnur slík skítverk. — Hvernig fannst þér svo Berlín? — Berlín er alveg einstök borg yfir sumartímann. Það er svo góður andi í fólkinu. Það er auðvelt að kynnast Berlín- arbúum og þeir eru samheldn- ir. Ég tel það vera vegna ein- angrunarinnar og á ég þá auð- vitað við vesturhlutann. Það virðist allt vera gert til þess að hafa borgarlífið sem frjálsast. Það liggur við að maður sjái allt heimilislífið á götum úti yfir sumarið. Svo er eins og smá „stress“ komi í fólkið er haustar að. Fólkið fer að kynda með kolum og olíu og það fer að bera á menguninni. — Hvað um Berlínarmúr- inn? — Það er eins og Berlínar- búar geri sér enga grein fyrir múrnum. Ég skal þó segja þér, a? þegar ég fór eitt sinn yfir til Austur-Berlínar, þá þurfti ég að ganga í gegnum margar skrifstofur og skoðanir austan megin. Dvaldi ég einn dag þar eystra og skoðaði nokkuð af rústum og biðröðum. Biðraðir eru skal ég segja þér einkenni Austur-Berlínar, þær eru bók- staflega alls staðar. Þegar ég kom vestur aftur, ætlaði ég að sýna passann minn. En þá sögðu þeir, að það væri óþarfi og hlógu bara. — Viltu segja mér eitthvað um lifnað unga fólksins í Vest- ur-Berlín? — Partý eru afar algeng í skemmtanalífi unga fólksins. Eftir því sem ég kynntist unga fólkinu meir, því meira varð ég var við partý, kommúnu- lifnað, kaffihús og svo voru til stórir hippahópar er hreiðruðu um sig yfir sumarið á torgum og í trjágörðum. í trjágörðun- um eru þeir með gítarana sína, svefnpoka og alls kyns hafur- task. Það getur verið, að eitt- iggertsson tekinn tali eftir Berlínarferðina hvað sé um eiturlyfjaneyzlu meðal unga fólksins, en það virtist ekki vera vandamál. — Þá verð ég endilega að segja þér frá klúbbnum í Ber- lín. Þeir eru skal ég segja þér, yfirleitt óhemju skrautlegir, með alls kyns skrani um loft og veggi. Þar eru myndastytt- ur, reiðhólasett, forngripir, plaköt og ég veit ekki hvað og livað. Síbreytilegt ljóskerfi er í þeim og auk þess eru sýndar margar kvikmyndir í einu og innan um allt drasliö. Svo eru tvö eða þrjú diskótek í mörg- um klúbbunum. Mér finnst hljómsveitirnar vera dálítið lík ar hver annarri. Þær spila jass og rokk og eru oft með einn eða tvo svertingja, sérstaklega í sambandi við sönginn. Annars get ég sagt þér svo margt um Berlín, að það myndi nægja þér sem framhaldsgreinar í MUF til næstu jóla. — Og nú ert þú kominn lieim, hvað hyggst þú nú taka þér fyrir hendur? — tÉg hef reyndar aldrei hugsað mikið út í framtíðina, en það er dálítið spennandi að hugsa um hana nú, vegna þess, að mörgum finnst hún ekki girnileg. Mig langar til þess að fara að skrifa heilan helling og koma einhverju á framfæri, annað hvort í bókarformi, tón- list, textum eða einhverju, sem getur haft góð áhrif á fólk. Ég held nefnilega, að þótt ástand- ið í heiminum sé dálítið svart, þá megi menn ekki gleyma því að líta einnig á ljósu punkt- ana . . . og mér finnst að menn ættu að finna sem mest af Ijósum punktum. — Og hvað telur þú vera „Ijósu punktana“? — Hvort sem það virð- Leiðrétting Af óskiljanlegum ástæðum slæddist sú villa inn í grein- ina um Janis Joplin, er birt- ist í síðasta þætti, að hún hefði orðið lögfræðingur 17 ára að aldri. Þetta eru ósann- indi, sem ástæða er til að afsaka. samvinnubankinn Avaxtab sparife ydar MED HÆSTU VÖXTUM. ÚTIBÚ ÚTI A LANDI: AKRANESI CRUNDARFIRDI PATREKSFIRDI SAUDARKRÖKI HÚSAVlK KÖFASKERI STÖDVARFIRDI VlK I MVRDAL jcefiavIk HAFNARFIRDI SAMVINNUBANKINM ANNAST ÖLL INNLEND BANKAVIDSKIPTL SAMVINNUBANKINN Bankatlrail 7. Rtykltvllt, tlml 20TOO ist „öfugmannakennt“ eður ei, þá held ég, að þau sameigin- legu vandamál sem heimurinn á í dag við að stríða, geti leitt af sér æskilega hugarfarsbreyt- ingu. Ef það verður, þá losnar mannkynið við öll vandamálin — ef ekki, þá verða ekki marg- ir til frásagnar. Þá held ég, að það sé ekki einskis virði, að farið er að endurþýða biblíuna á aðgengilegra mál í mörgum löndum, og að rómantíkin er að lifna við. Ég tel nefnilega að fólk hafi dálitla þörf fyrir rómantík. — Nú, að lokum ætla ég að nota tækifærið og skila ástar- kveðju til gömlu lesendanna minna, og þakka þeim fyr- ir bréfin sem þeir sendu mér til V.-Berlínar. Ég vona, að ég geti haft sem mest sambönd við þetta ágæta fólk . . . og þegar öllu er á botninn hvolft, þá þykir mér nú vænzt um íslendinga af öllu því fóiki, sem ég hef kynnzt. —Einar. ...það myndi nægja þér sem framhaldsgreinar í MUF til næstu jóla. HLJOMAR VORSINS... ...hugarn seiða Nú er sól og vor suður [ álfu. Hér nyrðra vgrður þess enn nokkor bið. Voríækkun Frá 15. marz til 15. mai bjóða Loltleiðir venju samkvæmt lækkuð vorfargjöld til fjöl- margra staða í Evrópu. Styttið því biðina og fljugið til móts viö vorið! Og njótið um leið hinnar rómuðu þjónustu um borð i Loftleiða- vélunum. Hljómar vorsins seiða hug.okkar allra, og fjöldi þeirra, sem notfæra sér lækkuð vor- fargjöld Loftleiða, eykst með ári hverju. Skrifstofur Lottleiða I Reykjavik. ferSaskrilstofurnar og umboðsmenn félagsins úti á landi veita allar nánari upplýsingar. LOFTiEiam

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.