Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 18. aprfl 19U TJMIMN Flokksþingíð Framhald aí 1. síðu. framboða til Alþingiskosninga. Væri Framsóknarflokkurinn eini flokkurinn sem þetta hefði gert, þótt aðrir flokkar hefðu einnig haft skoðanakannanir hér og þar. Frumkvæðið að þessum skoðana könnunum hefðu í sumum tilvik- um kjördæmissamtökin sjálf haft, en f ððrum hefði tilefnið verið ályktun miðstjórnarfundar 1968, þar sem mörkuð hefði verið sú stefna, að skoðanakannanir skyldu vera undanfari allra framboða. f þeirri ályktun væri lögð áherzla á, að stæðhættir væru mismun- andi í kjördæmum og ekki væri eðlilegt að sömu reglur giltu endilega í'þeim öflum. Af þessum sökum hefði framkvæmdastjórn- in ákveðið að setja ekki almenn- ar, bindandl reglur um tilhögun skoðanákaimananna, hcldur hefði hún gefið út almennar leiðbein- ingar með ýmsum valkostum og sent kjördæmissamböndum. Framkvæmdin hefði orðið sú, að í engum tveim kjördæmum hefði verið fylgt sömu reglum. Því hefði fengizt mjög dýrmæt reynsla í mörgum atriðum og væri mjög nauðsynlegt að vinna úr ^henni og draga af henni lærdóm. 1 í öllum kjördæmum væru fram boðslistar í öllum meginatriðum í samræmi við niðurstöður kannan- anna. Að lokum sagði Helgi Bergs m.a.: „Samhiiða þeim önnum, sem starfsfólk flokksins hefur átt í vegna undirbúnings flokksþings- ins, hefur verið unnið ötullega að undirbúningi alþingiskosninganna. Lokið er við að dreifa kjörskrám út í kjördæmin þar sem þær koma vonandi að góðum notum. Til nýmæla má telja, að verið er að stofna til starfshópa í Rrvk- ip'' o° f-’ ir bv rt kjördæm' nt—1 R vt' v-!v og eru í þesspm hóoum m r>n aðflutt ir úr kjördæmunum og kunnugir þar en nú bús"'ttir í Reykiavík. Hlutv'rk þoirra er að vera starfs- liði aðalskrifstofu til ráðuneytis og aðstoðar í kosriingavinnunni og standa vonir til að af því verði mikill ávinningur. Þá er þess að geta, að verið er að leggja síðustu hönd að gerð handbókar fyrir frambjóðendur og aðra baráttumenn flokksins, en í henni verður að finna ýmsar gagn legar upplýsingar af vettvangi stjórnmálanna. Standa vonir til að hægt verði að dreifa bókinni inn- an tveggja til þriggja vikna. Lokaorð þessarar skýrslu skulu vera þakkir til allra þeirra, sem lagt hafa hönd að verki í starf- semi flokksins. Framkvæmda- stjóra og öðru starfsliði flokksins skal þakkað mikið og vökult starf, starfsliði Tímans og annarra blaða flokksins einnig. En fyrst og fremst ber að þakka þeim fjöl- mörgu áhugamönnum um allt land, sem alltaf eru boðnir og búnir til að leggja fram fé og fyr- irhöfn í þágu flokksins og með eld móði og fórnfýsi halda uppi öfl- ugri félagsstarfsemi á hans veg- um, úti um dreifðar byggðir lands- ins.“ Dýrgripir Framhald af bls. 1 Gunnar Björnsson, ræðismaður í Kaupmannahöfn. Engin sérstök athöfn var í Kaup mannahöfn, þegar þessi fyrstu handrit voru sett um borð í Vædd- eren, en þeim mun meiri viðhöfn verður í Reykjavík, þegar þessar langþráðu bækur verða bornar á land á miðvikudaginn og afhentar /íslendingum síðar um daginn. Þá fyrst má segja, að handritamáljnu séloiað; og ér því vonandi að heim ferðin gangi að óskum, og allt fari : þar samkvæmt áætlun. 135 PAPPÍRSÞURRKUR KOSTA SAMAOG ÞVOTTUR ÁEINU HANDKLÍÐI SKÚLAGÖTU 32,-SÍMI 84435 í V Rafgeymaþjónusta Rafgeymasala A&bMöa rafsaymtaviðgerðir og Notnm eÍDgöngu og seljum feemisk hreinsað rafgeymavatn. Fyót og ömgg þjónusta. Tæknwer, afgreiðsla PmpiwtjHf 21 — Simi 33 1 55 hleðsla. járninnihaldslaust — Næg bílastæði. „SÖNNAK RÆSIR BlLINN" Pípöfegf«ngameistarar athugið Piltur sem lokið hefur námssamningi í pípulögn- um óskar eftir að fá vinnu við pípulagnir, helzt á Norður- eða Austurlandi. Þeir, sem áhuga kynnu að hafa, vinsamlegast sendi svar á afgreiðslu blaðsins merkt: „Pípulögn 1161“ fyrir næstu mán- aðamót. ÍBÚÐ ÓSKAST Þriggja til fjögra herbergja íbúð, sem næst mið- bænum, óskast á leigu sem allra fyrst. Fyrirfram- greiðsla. Upplýsingar í síma 85018 og 33988. BYGGINGARLÓÐ óskast til kaups í Reykjavík eða nágrenni. Til'boð sendist afgreiðslu Tímans merkt: „Lóð 1160“. Atvinna - Hafnarfjörður Viljum ráða menn til verksmiðjustarfa. BÖRKUR H.F. SÍMI 52042. ÍÖRÐ TIL SÖLU í Mýrasýslu. Uppl. í síma 16655, og hjá Andrési Guðmundssyni, Saurum, sími um Arnarstapa. BÆNDUR KAUPFÉLÖG Þeir sem ætla sér að panta ull- arballa, hausapoka og kartöflu- poka hjá okkur, þurfa að senda pantanir sínar fyrir 15. mai 1971, þar scm afgreiðslufrestur á efni getur vorið allt að 5 mánuðir til okkar. Athugið að mjög takmarkaðar birgðir cru til af hey-yfirbreiðsluefni og pokum fyrir kál og fl. Pokagcrðin, Hveragerði Sími 99-4287. ',%m og máiefni j'.imþald at oú 6 ætluðu að ná sér eftir bergvist- ina. Þeir gerðu sér þá ljóst, að Framsóknarflokkurinn væri lang- samlega sterkasta umbótaafl ís- lenzkra stjórnmála og því skipti höfuðmáli að efla hann og þá, sem með honum vildu vinna. Þess vegna leituðu þeir viðræðna við hann um samvinnu og var því til- boði tekið í fullri alvöru. Án þess að nokkuð reyndi á það til þraut- ar, hvort samkomulag næðist eða ekki, slitú þeir Björn og Hannibal viðræðunum, því að þá brysti um- boð frá fylgismönnum sínum. Eftir það voru „Samtök fr.jáls- lyndra og vinstri manna“ sett á laggirnar og síðan hafa þcir Hannibal og Björn verið eins og þeir hafi gengið í björg á ný. Sinnaskipti þeirra frá einu til ann ars hafa verið eins snögg og veðrabrigðin á landi hér. Einn daginn hafa þeir rætt um að sam- einast Alþýðuflokknum eftir kosn ingar og styðja stjórnina, annan daginn um bandalag við bæði Al- þýðuflokkinn og Alþýðubandalag- ið, þriðja daginn við unga Fram- sóknarmenn og fjórða daginn um sameiningu Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Hannibalista í einn flokk! Þvílíkt er þetta hringl orðið, að enginn getur sagt um, hvar þá verður að finna næsta dag. Skýring á þessu hringli er hins vegar ljós. 1 fyrsta lagi eru sam- tökin þegar tvíklofin, ef ekki margklofin, og reynt er sitt á hvað að taka tillit til mismun- andi sjónarmiða. 1 öðru lagi gera forustumennirnir sér ljóst, að samtökin eiga ekki framtíð og gegna því ekki öðru hlutverki en að sundra liði umbótamanna í ein- um örlagaríkustu þingkosningum, sem hér hafa verið. Þessi nötur- lega tilfinning hefur að sjálfsögðu áhrif á þá, sem enn kunna að vera íhaldsandstæðingar í hjarta sínu. Hnignun verka- lýðssamtakanna Það eru athyglisverð tíðindi, að risin sé í höfuðborginni ný hreyfing, sem nefnir sig Baráttu- samtök launafólks. Um 600 manns munu þegar hafa innritazt í þessi samtök. Forustumenn þessara samtaka segja, að þau reki ræt- ur til deyfðar og forustuleysis heildarsamtaka verkalýðsins. Því er ekki að neita að áhrif verka- lýðssamtakanna hafa farið sí- minnkandi síðasta áratuginn. For- usta Alþýðusambands íslands má nú heita að mestu eða öllu úr sögunni. Hannibal Valdimarsson hefur reynzt þar allt annað en skeleggur forustumaður. Hnign- un verkalýðshreyfingarinnar má m. a. ráða af því, a'S þeir flokkar, sem upphaflega völdu sér fram- bjóðendur úr röðum hennar, eru nú alveg hættir því. Alþýðuflokk- urinn reið þar á vaðið, en nú fylgir Alþýðubandalagið fast í slóðina. Það velur t. d. Stcfán Jónsson fréttamann til framboðs í stað Björns Jónssonar og Svövu Jakobsdóttur skáldkonu í stað Jóns Snorra Þorleifssonar. Örlagaríkar kosnmgar Þannig er nú ástatt í íslenzk- um stjórnmálum, að úrslit næstu þingkosninga geta orðið örlagarík fyrir þjóðina. Landhelgismálið eitt veldur því, að úrslit kosning- anna geta ráðið miklu eða mestu um, hvernig henni farnast í fram- tíðinni. íhaldsöflin treysta á, að úrslitin geta orðið þeim hjgstæð sökum aukins klofnings andstæð- inga þeirra. Við þessu hafa íhalds andstæðingar ekki nema eitt svar. Þetta svar sáu þeir Hannbal Valdimarsson og Björn Jónsson í réttu ljósi fyrir tveimur árum. þegar þcir leituðu samstarfs • 'i Framsóknarflokkinn, þótt þ n yrði á villa síðar. Þeir sáu þá rvt, að í næstu alþingiskosnir,'’ n væri mikilVægt að efla Framcr :i- arflokkinn og þau öfl, sem h?nn vilja styðja. Þannig tryggja m nn bezt þá stefnubreytingu, sem þirf að verða, og smáflokkar vrða aldrei færir um að knýja fram. Til þess þarf stóran og traustan flokk eins og Framsóknarflokk- urinn er. Þ.Þ. Ping-Pong Framhald at bis 7 svo, að borðtennisleikurinn í Peking gefi til kynna, að Bandaríkin og Alþýðulýðveld- ið í Kína séu í þann veginn að taka upp vinsamleg og op- inber samskipti á alþjóða vett vangi. Ryðja þarf úr vegi fjöl- mörgum og öflugum hindrun- um áður en úr því getur orð- ið, en meðal þeirra má nefna afar mikilvæga árekstra í Suð- austur Asíu ðg deiluna um Tai- wan, sem nú hefir staðið í fulla tvo áratugi. Enginn þarf þó að efast um ótvíræða þýðingu þess merkis, 1 sem gefið hefir verið: Leiðtog- ar Alþýðulýðveldisins í Kína eru að þreifa fyrir sér um nýja og betri sambúð af engu minni alvöru en Bandaríkja- menn. Þeir virðast reiðubúnir að feta sig áfram eftir þess- ari braut með fimi og ná- kvæmni, þrátt fyrir Vietnam, Cambodíu, Laos og Formósu. Leiðtogarnir í Washington fagna þessu innilega. Það mun heldur ekki fara framhjá vald- höfunum í Moskvu — eða Tai- pei. - FERMINGAR - Framhald af bls. 9. Þorkell Arnar Ásmundss. Ara- túni 13 Ævar Harðarsson, Bakkaflöt 3 Ferming í Garðakirkju, sunnudag- inn 18. apríl kl. 2 e:h. STÚLKUR: Auður A. Ólsen, Móaflot 53 Auður Atladóttir, Laufási 7 Benedikta Haukdal, Lindarfl. 24 Guðný Stefánsd., Lækjarfit 6 Helen S. Færseth, Smáraflöt 40 Helga Einarsd., Faxatúni 34 Ingibjörg Magnúsd., Löngufit 14 Jenný Gunr.arsdóttir, Aratúni 10 Katrín Linda Óskarsdóttir, Hörgatúni 9 Laufey Eyjólfsdóítir, Lyngási Ragnhildur Pálsdóttir, Hagafl. 2 Þóra G. Geirsdóttir, Goðatúni 15 DRENGIR: Ársæll Gunnarsson, Löngufit 16 Einar Th. Jónsson, Hagaflöt 6 Haraldur Iíelgason, Garðaflöt 13 Heiðar Jónsson, Lækjarfit 10 Ingólfur Guðmundss., Lindarfl. 41 Jón Baldur Hlíðbcrg, Smárafl. 36 Magnús Pálsson, Hörgslundi 5 Markús Árnason, Faxatúni 3 Óli Waage, Móaflöt 57 Rafn Guðjónsson, Smáraflöt 12 Sighvatur Pálsson Haukanesi 24 Sigurjón Pálsson, Hörgslundi 5 Sæmundur Bjarnas., Markarfl 19 Víðir Þ. Guðjónss. Smáraflöt 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.