Tíminn - 20.04.1971, Blaðsíða 2
2
TfNtWsTN
ÞRIÐJUDAGUR 20. aprfl 1971
Páil Líndal afhendir Steingríml Gautl Kristjánssyni verölaunin.
50 ÞÚS. KR. FYRIR
BEZTU RiTGERÐINA
„Leitumst við að hjálpa flótta
mönnum til sjátfsbjargar"
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Fundur fulltrúaráðs Sambands
ísl. sveitarfélaga hófst f morgun
í félagsjieimilinu á Seltjarnamesi.
Stóðu fundir yfir í dag og lýkur
fundarhaldinu á morgun, þriðju
j dag. Páll Líndak-. formaður sam
! bandsins setti fundinn. Emil Jóns
| son, félagsmálaráðherra, og Karl
; B. Guðmundsson, oddviti Seltjarn
arneshrepps fluttu ávörp og síð
an ræddi Páll Sigurðsson, ráðu
Fiskur á Vopnafirði
SS—Vppnafirði, mánudag.
Brettingur landaði hér tvisvar
sinnum í síðustu viku. I fyrra skipt-
ið um 150 tonnum, en í síðara
skiptið 50 tonnum. Mikil vinna hef-
ur verið vjð vinnslu aflans, og hafa
skólaböm meira að segja fengið
frí til þess að vinna í fiskinum.
neytisstjóri um skipan heilbrigð
ismála.
í tilefni 25 ára afmælis Sam-
bands ísl. sveitarfélaga var efnt
til ^ritgerðarsamkeppni ujtn rétt-.
fndí og skyldur sveitarstjórnar-
manna. Voru verðlaun fyrir beztu
ritgerðina afhent í morgun. Það
var Steingrímur Gautur Kristjáns
son, lögfræðingur, sem hlaut verð
launin, 50 þúsund krónur. Er bú-
ið að prenta ritgerð hans og var
henni dreift meðal fundarmanna.
Steingrímur skiptir ritgerð sinni
í þrjá aðalkafla. Nefnast þeir,
Um sveitarstjórnarkosningar,
hæfni sveitarstjórnarmanna og
lausn. Skyldur og síðasti kaflinn
nefnist réttindi.
Á fundinum á morgun mun Sig
urður Líndal, hæstaréttarritari
flytja erindi um eignarétt að
almenningum. Síðan verður kos
ið í nefndir og nefndaálit og
tillögur ræddar.
SJ—Reykjavík, mánudag.
Um 2.600.000 flóttamenn eru
nú í heiminum, sem heyra undir
Flóttamannahjálp Samcinuðu
þjóðanna, en þeir þurfa ekki all-
ir á hjálp að halda, sagði Sadrudd
in Aga Khan, aðalframkvæmda-
stjóri hennar, sem var í heim-
sókn hér á landi um helgina
vegna allsherjar flóttamannasöfn
unarinnar á Norðurlöndum n. k.
sunnudag. — Það hefur tekizt að
útrýma flóttamannabúðum í Evr
ópu. Og flóttamannahjálp fer ekki
lengur fram með ölmusugjöfum,
heldur leitast stofnunin við að
hjálpa flóttamönnum til sjálfs-
bjargar, reisa handa þeim skóla,
sjúkrahús og útvega þeim starfs
menntun.
Það eru einungis flóttamenn,
sem flúið hafa föðurland sitt, sem
heyra undir Flóttamannahjálp
SÞ, hún hefur ekki afskipti af
flóttamönnum frá ísrael, sem eru
um 1 milljón talsins, en önnur
stofnun hefur afskipti af málnm
þeirra.
„íslenzka stjórnin gefur 5000
dollara á ári til Flóttamannahjálp
ar SÞ“, sagði Aga Khan á fundi
með fréttamönnum á sunnudag,
„sem er mjög há upphæð miðað
við fólksfjölda. Hljómplatan, sem
Flóttamannahjálpin gefur út, hef
ur einnig selzt betur hér en í
nokkru öðru landi, , ef miðað rer,
vio fólksfjölda. Ég er mjög þakk
látur. fyrir, framlag . þjóðar. ykkar.
BS—Ólafsfirði, mánudag.
Hér hefur verið óslitin afla-
hrota frá því um páska, en þá
glæddist aflinn mjög hjá togveiði-
bátunum. Allir sem vettlingi geta
valdið hafa verið kvaddir til
vinnu, og unnið hefur verið alla
daga til klukkan ellefu að kvöldi,
til að bjarga hinum dýrmæta feng
undan skemmdum.
Á laugardaginn var tveimur
efstu bekkjunum í Gagnfræða-
sem ég tel mjög mikils virði, ein-
mitt þar sem vandamál flóttafólks
hljóta að vera ykkur fremur fjar
læg. Þess vegna heimsæki ég ís-
land fyrst Norðurlandanna í til-
efni af söfnuninni á sunnudag."
Aga Khan drap einnig á að það
hefði verið mikið átak þegar hér
hefðu safnazt 60 þús. dollarar í
allsherjarsöfuninni 1966. Það fé
hefði verið notað til aðstoðar
flóttamönnum í Tíbet og Senegal.
í söfuninni á Norðurlöndum á
sunnudaginn munu um 420.000
sjálfboðaliðar fara á öll heimili
£ Iöndunum fimm, en þau eru
talin um sjö og hálf miljón og
íbúarnir samtals um 20 milljónir.
Söfnun þessi er ekki gerð að
frumkvæði Flóttamannahjálpar
SÞ heldur aðila í löndunum sjálf
um. Hér stendur Flóttamannaráð
íslands fyrir söfnuninni. Söfnun
araðilar geta sjálfir ákveðið til
hvaða verkefna söfnunarfénu
skuli varið, en samkomulag hef-
ur orðið um að verja hluta þess
til eins sameiginlegs átaks. Fyrir
valinu varð aðstoð við flóttamenn
í Súdan og Eþíópíu og verða m.
a byggðir þar skólar og starfs
þjálfunarstöðvar.
Sem dæmi um það gagn, sem
af söfuninni má verða, er að
40.000 dollarar nægja til að reisa
skóla í Afríku með 6 kennslustof
um, sem notuð er af 50 nemend
um hver, og til að reka þennan
sama skóla fyrir 300 nemendur í
skólanum gefið frí í því skyni að
leggja hjálparhönd að verki við
að vinna úr aflanum og tókst þvf
að mestu að vinna úr þessu, með
því að vinna allan sunnudaginn.
Snemma í vikunni lönduðu
Stígandi 86 smálestum og Sigur-
björg 106 lestum. Og á laugardag-
inn landaði Guðbjörg 54 tonnum,
Ólafur bekkur 80 og Hersir 25 lest
um, en báturinn er 35 lesta, keypt
Framhald á bls. 10.
tvö ár, eða þangað til stjórnvöld
eru fær um að taka við.
Allar framkvæmdir Flóttamanna
hjálpar SÞ eru vandlega skipu
lagðar og gerðar í samráði við
ríkisstjórnir viðkomandi landa.
Þess er gætt að flóttamennirnir
einangrist ekki í sér hverfum eða
landssvæðum og hafa íbúar land
anna ekki síður afnot af skólum
þeim, sjúkrahúsum og stófnun-
um, sem byggðar eru á vegum
hennar. Nákvæmt eftirlit er með
því hvernig aðstoðarfé er varið,
og hafa fulltrúar gefenda farið í
heimsóknir til landa, þar sem
flóttamannahjálp hefur verið
veitt og kynnt sér árangurinn.
Á blaðamannafundinum á sunnu
dag sagði Aga Khan, að þótt hann
væri bjartsýnismaður sæi hann
varla útlit fyrir að flóttamanna
vandamálin vséru senn úr sögunni,
alltaf kæmu upp ný vandamál ein-
hvers staðar í heiminum.
Aga Khan tekur ekki laun fyr
ir störf sín í þágu Flóttamanna
hjálpar SÞ, heldur er þeim varið
í þágu flóttafólks. Hann kostar
einnig öll ferðalög sín sjálfur,
en hann hefur brennandi áhuga á
málefnum flóttamanna, og hefur
starfað að þeim frá 1959.
Sabrubbin Aga Khan
Robert Ellsworth ambassador talar á fundi
Samtaka um vestræna samvinnu
Mikill fiskur berst nú
til Ólafsfjarðar
Nýtt félagsheimili var
vígt í Vestmannaeyjum
Robert Ellsworth, ambassador,
sem er fastafulltrúi Bandaríkjanna
hjá Atlantshafsbandalaginu, talar
á fundi, sem Samtök um vestræna
samvinnu og Varðberg halda í
Leikhúskjallaranum laugardaginn
24. aprfl. Fundurinn er fyrir fé-
lagsmenn og gesti þeirar. Húsið
verður opnað kl. 12 á hádegi.
ROBERT ELLSWORTH
Fyrirlestur sinn nefnir Ells-
worth: Hafið sem tengir: Atlants
hafsbandalagið á áttunda áratugn
um. Ræðumaður mun svara fyrir
spurnum að erindi sínu loknu og
taka þátt í umræðum fundar-
manna.
Robert Ellsworth er fæddur í
Kansas árið 1926. Eftir að hafa
verið í bandaríska flotanum í síð
ari heimsstyrjöldinni og Kóreu-
stríðinu hóf hann nám £ vélaverk
fræði við Kansas-háskóla og lauk
þvi með bachelor-gráðu S£ðan hóf
hann nám i lögfræði við Ríkishá-
skólann i Michigan og lauk þv£
með doktorsprófi.
Hann sat £ fulltrúadeild banda
rfska þjóðþingsins frá 1961 til
1967 (fyrir Kansas) og átti meðal
annars sæti i hinni sameiginlegu
efnahagsmálanefnd fulltrúadeild
arinnar og öldungadeildarinnar.
Hann er meðhöfundur að riti um
endurbætur á alþjóðlegum gjald
eyrismálum.
í ársbyrjun 1969 var hann skip
aður aðstoðarmaður Bandaríkja-
forseta, en síðan 21. mai 1969
hefur hann verið fastafulltrúi
Bandaríkjanna hjá NATO.
KJ—Reykjavik, laugardag.
í kvöld verður vígt nýtt félags
heimili í Vestmannaeyjum, mikið
Ávísanafalsanir
Hinn 16. þ. m. fór fram skyndi-
könnun innstæðulausra tékka á veg
um ávísanaskiptadeildar Seðla-
banka íslands. Könnunin náði til
Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnar-
fjarðar og Reykjanessvæðisins.
Fram komu 549 innstæðulausir
tékkar að fjárhæð samtals 9.045.
000 krónur. Miðað við veltu dags-
ins hjá ávísanaskiptadeildinni, sem
var óvenju há, eða 1.006 miilj.
króna, var hlutfall innstæðulausra
tékka 0,89%, og er það óhagstæð-
ara en verið hefur í undanförnum
skyndikönnunum.
hús, sem hefur verið lengi í smíð
um. Stendur húsið við Heiðarveg
á móti Hótel H.B.
Vígsla hússins fer fram með
því að Leikfélag Vestmannaeyja
sýnir Gullna hliðið eftir Davíð
Stefánsson. Með tilkomu þessa
félagsheimilis, sem Vestmanna-
eyjakaupstaður á, batnar mjög öll
aðstaða fyrir hin ýmsu félög í
bænum, sem hafa verið í húsnæðis
hraki fram til þessa.'
Bærinn keypti húsið fokhelt, og
lét innrétta það, en upphaflega
byggðu templarar húsið.
f kjallara hússins mun fara
fram allskonar félagsstarfsemi,
á miðhæðinni verður Leikfélagið
.neð starfsemi sína og á efstu hæð
inni liafa ungtemplarar húsrými,
auk þess sem tónlistarskólinn og
myndlistarskólinn £ Eyjum eru
þar til húsa.
SÆMDIR
ORÐUM
Forseti íslands hefur í dag sæmt
eftirtalda íslendinga heiðursmerki
hinnar íslenzku fálkaorðu:
Prófessor Einar Ólaf Sveinsson,
stórriddarakrossi með stjörnu, fyr
ir embættisstörf.
Bjarna M. Gíslason, rithöfund,
stórriddarakrossi fyrir störf í
þágu íslands.
Reykjavík, 17. apríl 1971
Forseti íslands hefir í dag sæmt
Jóhann Hafstein forsætisráðherra
stórkrossi hinnar íslenzku fálka-
orðu.
Reykjavík, 14. apríl 1971.