Tíminn - 20.04.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.04.1971, Blaðsíða 7
(fUÐJUDAGTJK 20. aprfl 1971 TÍMINN 7 Ótgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FnnnÉnreemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórartnn Þónarinsson (áb), Jón Heigason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- atjómarskrifstofur í Bdduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- atofnr Banlkastraeti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á máiruði, innanlands ' 'ausasöiu kr. 12,00 eint. — Prenitsm. Edda hf. Fordæmi Gunnlaugs Dr. Gunnlaugur Þórðarson er sá maður, sem einna bezt hefur kynnt sér landhelgismál íslands að fomu og nýju. Fyrir ritverk sitt um það efni hefur hann líka hlot- ið eina hina mestu viðurkenningu, doktorsnafnbót við frægasta háskóla Frakklands. Skoðanir dr. Gunnlaugs hafa hins vegar ekki altaf farið saman við viðhorf ís- Jenzkra ráðamanna, m. a. vegna þess, að dr. Gunnlaugur setti strax markið hærra en þá þótti framkvæman- legt. Hann var t. d. einna fyrstur manna til að setja fram kröfima um 50 mílna landhelgi fyrir ísland. Síðast liðinn sunnudag hirtist athyglisverð grein í Morgunblaðinu eftir dr. Gunnlaug. Megin niðurstaða hennar er sú, að íslendingar megi ekki draga útfærslu fískveiðilandhelginnar fram yfir hafréttarráðstefnuna 1973. Dr. Gunnlaugur Þórðarson minnir á í því sambandi, að ekki hafi munað nema einu atkvæði, að tólf mílna fískveiðilandhelgi fengi tilskilinn meirihluta atkvæða á hafréttarráðstefnunni 1960. Eftir að hafa bent á þetta og fleira, farast dr. Gramlaugi svo orð: „Nú stendur tfl, svo sem kramugt er, að ný ráðstefna verði haldin á árinu 1973, og þá má ekki stefna málum okfkur á ný í þann voða, sem gert var á Genfarráðstefn- rmní 1960. Því er það heflög skylda okkar við óbomar kynslóðir og neyðarréttur að gera nú þegar eða að minnsta kosti ekki síðar en stjómarandstaðan leggur tfl nauðsynlegar ráðstafanir tfl útfærslu landhelginnar í 50 sjómflur, þannig að við mætum á ráðstefnunni með þeg- ar gerðar ráðstafanir, og í því efni virðist þjóðin vera einhuga. Annað væri glapræði af okkar hálfu". Dr. Gunnlaugur Þórðarson segir enn fremur „Að mínum dómi er óviðeigandi og rangt að kalla það „siðlausa ævintýrapólitík í utanríkismálum“, eins og utanríkisráðherra kallaði það í útvarpsumræðunum á dögunum að vflja afstýra því, að við getum ekki gert frekari ráðstafanir tfl útfærslu landhelginnar eftir 1973, af því við treystumst ekki tfl að gera það fyrir fyrirhug- aða ráðstefnu 1973. Eins og fyrr segir álít ég það heflaga skyldu okkar og það er meginástæða tfl þess, að ég tel mig ekki geta átt samleið með mínum flokki, Alþýðu- flokknum, í hönd farandi kosningum. Staðreynd er, að ég hef jafnan haft sérstöðu í ýmsum málum í mínum flokki og ekki sízt í þessu mikflvægasta máli þjóðarinnar. Ég hef heldur aldrei farið dult með, að það hafi ekki verið rekið með þeim hætti, sem vera bar frá upphafi, en nú er alltof mikið í húfi og geng ég því ekki með tfl þessa leiks“. Þess má geta, að dr. Gunnlaugur Þórðarson hefur lengi átt sæti í forustusveit Alþýðuflokksins, t. d. setið um alllangt skeið í miðstjóm flokksins og var endurkosinn f hana á þingi flokksins á síðastl. hausti. Dr. Gunnlaugur Þórðarson hefur alltaf verið traustur Alþýðuflokksmað- ur, þótt stundum hafi hann verið ósammála ýmsum aðal- leiðtogum flokksins, eins og margir einlægir Alþýðu- flokksmenn hafa verið á undanfömum áratug. Það hefur því vafalítið ekM verið alveg sársaukalaust fyrir dr. Gunnlaug að taka framangreinda ákvörðun. En dr. Gunnlaugur Þórðarson gerir sér ljóst, að land- helgismálið er nú stærsta lífshagsmunamál þjóðarinnar. Afkoma hennar í framtíðinni getur oltið á því, að hún marM ákveðna og einbeitta stefnu í landhelgismálinu í þingkosningunum í vor. Því munu áreiðanlega margir þeirra, sem gera sér þess grein, hve mikið er hér 1 húfi, fylkja sér um stefnu stjómarandstæðinga, þótt þeir hafi stutt aðra flokka áður. Landhelgismálið er eitt þeirra höfuðmála, þar sem önnur mikilvægari bönd en flokks- böndin verða að ráða afstöðu kjósenda. Þ. Þ. MILOVAN DJILAS RITHÖFUNDUR: Heimskommúnisminn er klofinn í tvennt um aldur og ævi Vesturveldin verða að hagnýta sér það með varfærni MAO TSE TUNG SIGUR byltíngarinnar í Kina hefur hvorki bundið endi á foman ágreining milli Kína- veldis og Rússaveldis né rutt heimssigri kommúnismans braut. Árangurinn er í raun þveröfugur við þetta. í heimi kommúnista fer ekkert eins og til er ætlazt eða kenningamar kveða á um. Sá ágreiningur, sem nú gætir mest milli Kína og Sovétríkj- anna, á upptök sín í byltíng- unni í Kína. Við sérhverja byit ingu losna úr læðingi öfl, sem greina hana ekki aðeins frá hinu eldra kerfi, heldur öðr- um hlutum heimsins um leið. Ekkert er byltingu jafn háska- legt og eftirlíking. Öllum er kunnugur ágreiningur Mao Tse tungs við valdhafana í Moskvu og útsendara Komintem, og sá ágreiningur hófst þegar í npp- hafi byltingarinnar árið 1927. Hitt er svo annað mál, að ágreiningurinn við Sovétrfkin tók ekki að koma fram í and- stæðum hugsjónum og hags- munum fyrri en að byltingar- menn í Kína vom teknir við völdum og búnir að treysta sig £ sessi. Þar með var hcims- kommúnisminn klofinn í tvennt um aldur og ævi. ENGINN getur framar full- yrt, hvor gerðin sé hinn réttí kommúnismi. Allar sellur kommúnismans bera í sér meinið, sem farið er að grafa um sig. „Hin nýja stétt“ skrif- stofuvalds flokksins ræður yfir þriðja hverjum íbúa jarðar, en hinar einstöku þjóðir skipa sér í tvö andstæð og afmörkuð stór veldi. Sérhverjum hugsandi manni er ljóst, að hinar margbrotnu erjur kommúnista á yfirborð- inu era fyrst og fremst dular- gerfi harðvítugrar baráttu um völd og forustu. En hugsjónin gegnir hlutverki eins konar æðri vemleika í heimi komm- únista. þeit lifa að hálfu £ þess um ímyndaða veraleika og era reiðubúnir að láta Iff sitt fyrir hugsjónina meðan hin nýja skipan hefur ekki fært þeim ðryggi og ánægju. Hinn ráð- andi flokkur í Ráðstjómarríkj- unum hefur öðlazt öryggi og velsæld, og hugsjónabarátta hans er því fyrst og fremst vopn £ baráttunni um útfærslu og aukið vald. Skrifstofuvald kinverska kommúnistaflokksins er hins vegar ekki enn farið að njóta ávaxta spillingarinn- ar, en væntir þeirra og lifir £ voninni. f KÍNA gerðu bændumir byltinguna en ekki öreigamir. Flokkurinn gegndi höfuðhlut- verki sínu í hemum, en ekki innan flokksins sjálfs. K£na stóð hvergi nærri jafn framarlega og veldi Zarins í Rússlandi. Umbreytingu flokksins £ „nýja stétt“ varð ekki fram komið án aðstoðar skrifstofuvalds sov- ézka flokksins. Mao Tse-tung var hins vegar mætavel Ijóst, að slík fram- vinda hefði £ för með sér út- vötnun á eðlislægum sérkenn- um kínversku byltingarinnar og hlytí um leið að hnekkja sjálfstæði Kína. Þetta olli klofn lngi í forustu kínverskra komm únista, en Mao Tse-tung tókst að halda stjórnvölnum. Sér- kenni kínversku byltingarinnar efldust og hún stóð loks á eigin fótum. Mao Tse-tung studdist eink- nm við herinn, eða öUu heldur þann hluta flokksins, sem frá hemum var runninn. Hann attí fjöldanum út £ hina svo- nefndu mpnningarbyltingu, en henni var fyrst og fremst beint gegn skrifstofuvaldi flokksins. ÞANNIG standa málin. Kommúnistar hafa komið sér upp tveimur höfuðstöðvum, hið fhaldssama skrifstofuvald hef- ur aðsetur í Moskvu, en £ Kfna er aðsetur byltingaraflanna, sem halda tryggð við fræðin og kenningamar. Kína er enn það snautt, að hugsjónin heldur áfram að vera helzta vopn Kfn- verja f baráttunni fyrir einingn inn á við og auknum áhrifum út á við. Það er því út í hött að halda fram, að hinn kínverski komm- únismi hafi enga möguleika á að ná fótfestu meðal vanþró- aðra þjóða, hvað þá £ þróuð- um ríkjum, hvort sem áhang- endur „hinnar nýju vinstri stefnu" öðlast fullan skilning á honum eða ekki. Mestu máli skiptir, að Kínverjar munu fyrst um sinn halda áfram að trúa á gildi goðsagnarinnar um byltinguna. Barátta valdhafanna £ Moskvu og Peking um sálir kommúnista f heiminum hlýt- ur að halda áfram þar tíl beir hafa sjálfir öðlazt eigið frelsi. SOVÉTRÍKIN halda enn víð áttumiklum landsvæðum, sem Zarinn hrifsaði á sinni tlð úr höndum Klnverja. Hugsjóna- baráttan sækir þvf f sífellu næringu og eflingu í rikja-, þjóðemis- og jafnvel kynþátta- ágreining. Kfnverjar hafa tímann tvi- mælalaust með sér í þessum deilum. Þegar Kfnverjar eru búnir að ná Sovétmönnum að „kjarnorkueyðingarmætti“, — og sú stund er ekki svo ýkja langt undan — hafa þeir öðl- azt miklu betri aðstöðu á allan hátt, ekki hvað sfzt hernaðar- lega. Þess ber tíl dæmis að minn- ast, að Kfna er bæði félagslega og þjóðemislega miklum mun heilsteyptara en Sovétríkin sem hafa á sinni könnu bæði landsvæðin, sem Zarinn lagði undir sig í austri og hin þró- uðu ríki Austur-Evrópu, sem einveldi Stalíns braut undir sig. Vonimar um, að lýðræðið eflist hið innra í Sovétríkiun- um og þau opni dyr sínar móti Vesturveldunum, eru bæði ótímabærar og óraunhæfar. ÁGREININ GURINN milli Kína og Sovétrikjanna er f sem stytztu máli bæði djúpstæðari og eldfimari en ágreiningur hvors um sig við Bandaríkin. Hitt er svo annað mál, að óviturlegt og tilgangslaust væri fyrir sérhverja ríkisstjóm (og hér hefi ég Bandaríki Norður- Ameríku fyrst og fremst í huga), að reyna með stefnu- mótun sinni að efna til átaka milli Sovétríkjanna og Kína, eða að reyna að knésetja ann- að hvort þeirra. Stórveldin þrjú, Bandaríkin, Sovétrfkin og Kína, hljóta að halda áfram sína afmörkuðu braut, og ekkert þeirra er lík- legt til að gefast upp við að gegna sínu sérstaka hlutverki £ heimlnum. Af þessum sökum halda stórþjóðimar áfram að vera á öndverðum meiði. En ekkert þessara stórvelda getur borið sigurorð af hinum tveim- ur, og ekki einu sinni öðru þeirra án þess að mana hitt gegn sér um leið. Þetta trygg- ir í senn tllbreytíngu og fram vindu í heiminum — og um leið jafnvægi, svona með viss um hætti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.