Tíminn - 20.04.1971, Síða 9
ÞRH>JUDAGUR 20. aprfl 1971
ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR
9
TBR fékk alla meistarana
Haraldur Kornelíusson varð þrefaldur Reykjavíkurmeistari í
badminton. — Sigraði í öllum leikjum, sem hann tók þátt í
Haraldur Koruelíusson, TBR
sýndi og sannaöi í Reykjavíkur-
mótinu í badminton, sem haldi'ð
var um helgina, að liann er ekki
lengur efnilegur í badminton —
heldur beztur. Hann sigraði í
öllum þeim leikjum, sem hann
Í6k þátt í á mótinu, bæði með og
án samherja.
Hann varð þrefaldur Reykjavík
urmeistari. Sigraði í einliðaleik,
tvíliðaleik ásamt Steinari Peter
sen og í tyenndarl. ésamt Hanne-
lore Köhler. Keppt var í fjórum
flokkum á þessu móti, og sigraði
Haraldur í þrem þeirra, en í
þeim fjórða var hann ekki með
al keppenda, því að það var tví-
iiðaleikur kvenna, en þar átti
TBR samt sigurvegarana.
í einliðaleiknum sigraði Har
aldur, Reynir Þorsteinsson, KR
f úrslitum 15:3 og 15:8, en í und-
anúrslitum sigraði hann Friðleif
Stefánsson, KR 15:8 og 15:10. En
Reynir sigraði Óskar Guðmunds
son KR 10=15 — 15:9 — 15:5.
f tvíliðaleiknum sigruðu þeir
Haraldur og Steinar Petersen, þá
Óskar Guðmundsson og Friðleif
Stefánsson, KR í úrslitum, þar
Eyjaskeggjar
fá engan leik!
„Þctta er 3ja og sfðasta tilraun-
in í vetor, sem við reynnm að
komast tfl Vestmannaeyja með lið
SS,“ sagðí Hafsteinn Guðmunds-
son, er íþróttasíðan hafði tal af
honum í gær, til að fá fréttir af
æfingjaleikjum landsliðsins í
knattspymu.
„Helgin var alveg ónýt fyrir
okkur, því við biðum fram á
nriðjan sunnudag eftir að flogið
yrði til Eyja,“ sagði Hafsteinn.
„Það var ekki möguleíki á að
koma öðrum leik á í staðinn, eins
Framhald á bls. 10.
„Pattarion" var að þessu sinni
450 þúsund krónnr og fá úr hon-
om þrír menn sem voru með 11
rétta um 105 þúsund krónur
hver, og er einn af þeim frá fsa-
firði.
Með 10 rétta voru 54 og fær
bver mn 2000 krónur. Nú eru áð-
eins tveir seðlar eftir með leikj-
um ensku deildarinnar, en síðan
koma íslenzkir og danskir leikir á
getraunaseðlunum fram eftir
sumri.
12 réttir og úrslit í Englandi á
laugardag urðu þessi:
LeSdr 17. april 1971 i X 2 mm
AfseDal — Newcastle / t - 0
Blackpool — Nott’m Focr. 2 z • 3
Coventry — Buralcy / 3 - 0
C. Palace— Man. TJtd. Z 3 - S-
Berby — Everton / S - t
Ipswich — HuddersRcld / 2. - 0
Leeds —e W.BA. z 1 - 2
Liverpool — Tottcnham X 0 - 0
Manch. City — Chelsea X 1 - /
West Ham —Btoke / 1 - 0
Wolves — Southampton z 0 * 1
Sbeff. U. — Birmingham / 31- 0
sem háð var hörð og spennandi
keppni 17:15 og 18:15. í undan
úrslitum sigruðu þeir Haraldur og
Steinar þá Reyni Þorsteinsson og
Leif Gíslason, KR 15:6 og 15:3.
En Óskar og Friðleifur, sigruðu
þá Jón Árnason og Garðar Alfons
son, TBR 11:15 — 15:9 — 15:11.
f tvenndarleik léku til úrslita
Haraldur og Hannelore Köhler og
Steinar og Lovísa Sigurðardóttir
og sigruðu þau fyrrnefndu 15:9
og 15:13 eftir jafna og fjöruga
keppni.
Ekkert var keppt í einliðaleik
kvenna á þessu móti, en þess í
stað í tvíliðaleik Þar sigruðu þær
Lovísa og Hannelore, þær Erlu
Franklín og Þorbjörgu Valdimars
dóttur, sem báðar léku lengi með
KR í handknattlcik, 15:4 og 15:7.
Mót þetta gekk mjög vel fyrir
sig og var margt um áhorfendur.
Næsta mót í badminton verður
um aðra helgi, en þá fer fram
íslandsmótið í Laugardalshöllinni
og verður gaman að vita hvort
Haraldur leikur sama leikinn þar.
Úrslitin í vikulokin
— í kosningunni um handknattleikmann ársins 1971
Klp—Rcykjavík.
Um helgina var talið í at-
kvæðagreiðslu Tímans um
handknattleiksmann ársins
1971, en skilafrestur á atkvæða
seðlum rann út fyrir helgi. Á
annað þúsund scðlar bárust
blaðinu, og er það mcsta þátt-
taka, sem verið hefur í at-
kvæðagreiðslu um handknatt-
leiksmann ársins. En þegar kos
ið hefur verið um knattspyrnu
mann ársins, hefur ætið verið
meiri þátttaka.
\ Úrslit atkvæðagreiðslunnar
TBR-liöið, sem sigraSi í Reykjavíkurmótiou í badmintonmWftrflldvr Kornelíusssn, lengst tjl, vinstrj á myndinni,,
varS þrefaldur Reykjavíkurmeistarl.
KOMA TEKKARIHAUST?
HSÍ hefur óskað eftir tveim leikjum við Tékkóslóvakíu. —
25 manna hópur valinn til æfinga með landsliðinu í þessari
viku. — Æfingar hefjast aftur í júní
Íþróttasíðan fregnaði fyrir
skömmu, að verið gæti að tékkn
eska landsliðið í handknattleik
komi hingað í haust og leiki hér
tvo leiki í Laugardalshöllinni. Við
höfðum tal af formanni HSÍ, Val
geiri Ársælssyni í gær og spurð
um hann hvað hæft væri í þessu.
Hann sagði að HSÍ væri búið
að skrifa tékkneska handknattleiks
sambandinu, og óskað eftir tveim
leikjum hér á þessu ári, en ekk
ert væri enn búið að ákveða um
þessa leiki, og væri alveg eftir
að semja við Tékkana um þá.
Ef af þessum leikjum við Tékkó
slóvakíu verður, fara hér fram 4
landsleikir í haust, þvf að þegar
UNGLINGAMÓT
í HAFNARFIRÐI
Handknattleiksráð Hafnarfjarð-
ar hefur ákveðið að gangast fyr
ir handknattleiksmóti í 2. og 3.
fl. kvenna og 2—3 og 4. fl. karla
í nýja íþróttahúsinu , Hafnarfirði
dagana 26. — 30. apríl næstkom
andi. öllum félögum er heimil
þátttaka. Fyrirkomulag í hverjum
flokki fer eftir þátttöku. Þau fé-
lög sem hafa áhuga á þátttöku
geri svo vel að senda tilkynningar
tii Kristófers Magnússonar, öldu
slóð 24, sími 21240 og 51983.
er ákveðið að landslið Júgóslavíu
komi hingað og verður það í
fyrsta sinn, sem landslið þaðan
leikur hér á landi.
Stærsta viðfangsefni landsliðs-
ins á komandi keppnistímabili, er
undankeppni Olympíuleikanna,
sem fram fer á Spáni í febrúar
1972. Þar leikur ísland í riðli
með Finnlandi, Belgíu og Noregi,
um að komast í lokakeppnina,
sem fram fer í Miinchen næsta
sumar.
Fyrir þessa viðureign, svo og
landsleikina hér heima í haust,
verður í þessari viku valinn 25
manna hópur, og mun hann að
öllum likindum hefja æfingar um
miðjan júní. Var ákveðið að gefa
leikmönnum frí frá öllum æfing
um og keppnum þar til þá, því
almenn þreyta er meðal þeirra
eftir hina miklu og hörðu keppni
í vetur. Að sögn nær sú þreyta
einnig til landsliðsþjálfarans og
landsliðsnefndarinnar, og er það
vel skiljanlegt, því keppnistima
bilið sem nú er nýlokið, hefur
verið eitt það erfiðasta og mesta,
sem um getur. Það frí, sem nú
fer í hönd verður vonandi öllum
til góða, því ekki mun veita af
að taka vel á hlutunum, ef ís-
lenzka landsliðið, á að verða með
al þátttökuliða á Olympíuleikjun
um 1972. — klp.
Körfuknattleikur
Hart barizt í 2. flokki
klp—Reykjavík.
KR-ingar urðu sigurvegarar í 2.
flokki karla í körfuknattleik er
þeir á sunnudag, sigruðu Þór frá
Akureyri í úrslitaleik, 49:48, eftir
framlcngingu.
Til úrslita í þessum flokki léku
KR, Þór og IISK. KR hafði áður
sigrað HSK með litlum mun, og
nægði því sigur gegn Þór, til
að hljóta titilinn.
Leikurinn var afar spennandi
og skemmtilegur, en ekki sérlega
vel leikinn. Akureyringar, ef
nefna má þá því nafni, því aðeins
tveir þeirra eru frá Akureyri,
höfðu yfir í hálfleik, 18:15. f síð-
ari hálfleik tókst KR-ingum að
komast yfir 23:22, og höfðu þeir
yfir þar til 5 sek. voru til leiks-
loka, en þá var staðan 40:37. Þá
fengu Þórsarar dæmd tvö vjta-
köst, sem bezti maður liðsins í
Framhald á bls. 10.
verða kunngerð í hófi, sem
haldið verður n.k. föstudag, en
í blaðinu á laugardag verður
sagt frá úrslitunum.
Mörgum lá mikið á að koma
atkvæðaseðli sínum til hlaðs-
ins, og á einu bréfinu fundura
við t.d. þessa skemmtileg*.
vfsu:
Kæri póstur flýttu þér,
þetta bréf til Tímans fer.
Fyrir ellefta, flýttu þér,
því annars er allt ónýtt
fyrir mér.
+ Senn fer að líða að því að
golfmenn og konur geti farið að
taka fram kylfur sínar og kúlur,
því nú fer að koma að þeim
tíma, sem starfsemi golfklúbbanna
fer í gang. Íþróttasíðunni er
kunnugt um að fyrsta keppni sum
arsins hjá Golfklúbbi Ness, verður
á Sumardaginn fyrsta, en klúbbarn
ir eru nú þessa dagana að senda
út skrár yfir mót sumarsins.
■+■ A.m.k. tveir nýir golfklúbbar
taka til starfa nú í sumar, en
þeir voru báðir stofnaðir s. 1.
haust. Eru það Golfklúbbur Sel
foss og Golfklúbbur Sauðárkróks.
Á fleiri stöðum á landinu, er mik
ill áhugi á að stofna golf-
klúbba, og má búast við að
þeim fjölgi ört í sumar, enda
er áhugi á þessari íþrótt mikill
meðal almennings.
-sV í lok þessa mánaðar fer um
70 manna hópur héðan til Skot-
lands til að æfa og leika golf.
í fyrra fór um 50 manna hópur
héðan á svipaðar slóðir og nú á
að halda, og var mikil ánægja
meðal þeirra sem fóru þá ferð,
sem var mjög ódýr, og var þá
ákveðið að fara aðra ferð á þessu
ári, og hafa nú um 70 manns
látið skrá sig.
í sumar verða hér á landi
milli 15—20 opnar keppnir, hjá
golfklúbbunum víða um land.
Keppnunum hefur verið raðað
niður þannig að þær rekist ekki
á, enda eru nær sömu þátttakend-
ur í þeim flestum.
Undanfarin ár hefur öllum með
limum golfklúbbanna verið heim
ilt að taka þátt í þessum opnu
keppnum, og þar ekkert verið
spurt að aldri. Nú bregur hins
vegar við að keppendum yngri en
18 ára, er óheimilt að taka þátt
í opnu keppnunum í sumar.
Er þetta alveg furðuleg ráð^töf
un. Nær hefði verið að hafa keppn
irnar opnar öllum, sem hafa náð
ákveðinni forgjöf, og miða þar
með við getu keppenda en ekki
aldur. Þessi ráðstöfun er sjálfsagt
runnin undan rifjum eldri kylf
inga, sem ekki þola að strákamir
séu að sigra þá og taka af þeim
verðlaun, og er miður að slíkur
hugsunarháttur, skuli fá að hafa
yfirhöndina í þessari íþrótt, sem
á að vera fyrir alla! —kip.