Tíminn - 20.04.1971, Side 10
Trumbudans í Kulusuk á Grænlandi.
GRÆNLANDSFLUG FLUGFÉLAGSINS í SUMAR
TÍMINN
Á sumri komandi efnir Flug
félag íslands til skipulagðra
skemmtiferða til Grænlands, ell
efta sumarið í röð. Fyrstu ferðirn
ar voru farnar sumarið 1960 og
þóttu þá þegar lofa góðu, því
bæði erlendir ferðamenn og ís-
lendingar luku lofsorði á náttúru
fegurð og annað á Grænlandi, sem
þar er að sjá.
Ferðirnar til Grænlands, sem
í sumar verða til hinna fornu
íslendingabyggða við Eiríksfjörð
og tii 'eyjarinnar Kulusuk á Ang
magssalik-firði verða sem áður
undir leiðsögn reyndra fararstjóra.
VIPPU - BitSKÚRSHURÐIN
Lagerstærðir miðað við múrop:
.Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar stærðir.smlðaðar eftir beiðni.
GLUGGASMIÐJAN
Síðumúla 12 - Sími 38220
Eins dags ferðir til Kulusuk.
Til Kulusuk verður 21 ferð.
Lagt er af stað frá Reykjavík á
hádegi og lent á Kulusuk eftir
rúmlega tveggja stunda flug. Það
an ganga ferðalangarnir til þorps
ins Kap Dan, og er það um 30
mín. gangur. Mikil náttúrufegurð
cr á eyjunni. Nálægt flugvellin
um er útbrunnin eldgýgur, en
handan fjarðarins er fagur jökul
dalur og þar gengur skriðjökull í
sjó fram. Þorpið Kap Dan er
fámennt og þar er engin gerð gata
íbúarnir koma saman .í kirkjunni,
sem jafnframt er skóli þeirra og"
félagsheimili. Þeir syngja fyrir
ferðafólkið og bjóða því minja
gripi til kaups, svo og skinn. Þeir
sýna einnig, hvernig húðkeipum
er róið að fornum grænlenzkum
sið. Þá sýna þeir einnig hinn
forna trumbudans. Sem kunnugt
er, hefir stjórn Grænlands látið
byggja mörg hús fyrir íbúa Kap
Dan á síðari árum. Þorpið hefir
því breytt um svip frá því fyrstu
ferðalangarnir komu þangað á
vegum Flugfélags íslands sumar-
ið 1960, þótt ennþá standi allmörg
hinna frumstæðu húsa. Nú stend
ur til að byggja hótel í Kap Dan.
Fjögurra daga ferðir til Eiríks
fjarðar.
Ferðir til hinna fornu íslend-
ingabyggða við Eiríksfjörð og
Einarsfjörð á Vestur-Grænlandi
þykja mikið ævintýri. Tólf slíkar
ferðir verða farnar í sumar. Þar
af verða ellefu fjögurra daga ferð
ir og veiðiferð, sem stendur í
viku. Auk veiði gefst þátttakend
um kostur á sams konar ferðum
um Grænland óg í öðrum ferðum
til Narssarssuaq.
f ferðum til hinna fornu fs-
lendingabyggða er lagt upp frá
Reykjavík kl. rúmlega 10 að
morgni og lent £ Narssarssuaq
laust eftir hádegi. Eftir að ferða
menn hafa komið sér fyrir £ Hotel
Artie verður farin bátsferð til
Brattahlíðar, bæjar Þjóðhildar og
Eiriks rauða. Næstu dagar verða
notaðir til bátsferðar eftir Eiriks
firði, alla leið til bæjarins
Narssaq, sem er stærsti bær á
Suður-Grænladdi með yfir 1000
ibúa. Þá er komið við í Görðum,
hinu forna biskupssetri. Þar, eins
og reyndar í Brattahlíð, er margt
fornra minja. Þá er einn dagur
notaður til gönguferðar upp að
Grænlandsjökli.
Fyrstu ferð til Narssarssuaq
hefst 11. júlí, en fyrsta ferð til
Kulusuk verður farin 13. júní.
Auglýsing
um gjaldfallinn þungaskatt skv. ökumælum.
Fjármálaráðuneytið minnir hér með þá bifreiða-
eigendur, sem hlut eiga að máli á, að eindagi
þungaskatts samkvæmt ökumælum fyrir 1. árs-
fjórðung ársins 1971 er 21. apríl n.k.
Gjaldfallinn þungaskatt ber að greiða hjá viðkom-
andi innheimtumanni ríkissjóðs, sýslumanni eða
bæjarfógeta, en í Reykjavík tollstjóra.
Þeir bifreiðaeigendur, sem ekki hafa greitt skatt-
inn á eindaga mega búast við, að bifreiðar þeirra
verði teknar úr umferð og númer þeirra tekin til
geymslu, unz full skil hafa verið gerð.
Fjármálnráðuneytið, 19. apríl 1971.
HANNES PÁLSSON
L.IÓSMYNDAR1
MJÖUBUI) 4
Simj 23081 Revkjavfk
Opið frá kl 1—7
PASSAMYNDL^
TEK
eftii gömlum myndum
Litaðar landslagsmyndir
ti) sölu.
ÞRIÐJUDAGUR 20. apríl 1971
Ölafsfjörður
Fram'hald af bls. 2.
ur nýlega af Vestfjörðum.
Netaveiði hefur verið afar treg
þessa viku, og sömuleiðis grá-
sleppuveiðin.
Undanfarið hefur gengið yfir
slæm inflúensa og hefur verið
nokkuð mikið um veikindaforföll
í skólum.
Á laugardagsmorgun skall hér á
norð-austan stórhríð með mikilli
snjókomu og eru því allir vegir
ófærir öllum venjulegum bifreið-
um.
Á vtðavangi
Framhald af bls. 3. ,
samlegar íslendingum, og vald
ið því, að margir telja, að fs-
lendingar kunni að hyggja á
ákaflega víðtækar og ósann-
gjarnar aðgerðir í landhelgis-
málum. Hefur bókin valdið tor-
tryggni á aðgerðum og afstöðu
íslendinga í þessu máli.
G.G.S“.
— TK.
Handritin
Framhald af 1. siðu.
skrifstofum og verzlunum lok
að og önnur vinna felld niður
frá kl. 10,30 til hádegis.
Þá er þeim tilmælum beint
til skólasjóra, að kennsla verði
felld niður í skólum á miðviku
daginn.“
Tíminn reyndi í dag árang
urslaust að ná sambandi við
Vædderen, þar sem hann er
á leið frá Kaupmannahöfn til
Reykjavíkur, Ekki náðist sam
band við skipið, en ekki mun
þó vera ástæða til þess að ætla
annað en að ferðin gangi vel,
og handritin eigi eftir að kom
ast heilu og höldnu til fslands
á miðvikudagsmorguninn.
íþróttir
Framhald af bls 9.
þessum leik, Þorleifur Björnsson,
tók. Það fyrra heppnaðist, en fyr-
ir það síðara gaf hann félögum
sínum merki, og skaut síðan vilj-
andi fram hjá körfunni, þannig að
þeir náðu knettinum í frákastinu
og tókst þeim að senda hann í
körfuna og þar með var leikur-
inn jafn, 40:40.
Þá var framlengt í 1x4 mínútur
og voru þær æsispennandi. KR-
ingum tókst að komast í 49:44, en
Þórsarar skoruðu þá tvær körfur
í röð, og munaði þá aðeins 1 stigi,
49:48. Þeir fengu knöttinn á síð-
ustu sekúndunum, en skot þeirra
mistókst og" þar með varð KR sig-
urvegari i þessum flokki. Ef skot-
ið hefði farið í körfuna, hcfði Þór
að öllum líkindum orðið fslands-
meistari, þvj um kvöldið sigraði
liðið HSK, 61:59, í ekki síður
spennandi leik, þar sem einnig
þurfti að framlengja leiknum cftir
að staðan í leiklok hafði verið
54:54.
LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA I
Tómas Árnason hrl. og
Vilhjálmur Árnason hrl.
Lækjargötu 12.
(IðnaðarbankahúsiS, 3. h.).
Símar 24635 — 16307.
ÞORSTEINN SKÚLASON
héraðsdómslögmaður
HJARÐARHAGA 26
Viðtalstími
kl. 5—7. Sími 12204.
UMSK-mót í
frjálsum íþróttum
Innanfélagsmót UMSK í
frjálsum jþróttum innanhúss,
verður haldið í Baldurshaga
n.k. föstudagskvöld kl. 20.00.
Verður þar keppt í fjórum
greinum karla og kvenna, 50
metra hlaupi, 50 m. grinda-
hlaupi, hástökki með atrennu
og langstökki án atrennu.
Miðvikudaginn 28. apríl
verður mótinu haldið áfram í
Kársnesskóla í Kópavogi, og
þá keppt í kúluvarpi karla og
kvenna, hástökki án atr., lang-
stökki án atr. og þrístökki.
íþróttir
Framl'’ ’qf bls 9.
og tekizt hefur í bæði skiptin
sem við höfum orðið að aflýsa
Vestmannaeyjaferð í vetur, því
það var orðið það áliðið, þegar
við loks gáfumst upp við að bíða.“
Ekki eru eftir nema tveir æfinga-
leikir hjá landsliðinu fram að
fyrsta landsleiknum í ár, sem
verður við Frakkland þann 12.
næsta mánaðar og verður um
næstu helgi reynt að komast til
Akureyrar með liðið.
Eyjaskeggjar verða því að bíða
þar til íslandsmótið hefst, til að
fá leik, því að þeir hafa ekki feng
ið eitt einasta lið til að koma í
heimsókn í vetur, og verður varla
af því héðan af, því nú fer
Reykjavíkurmótið að hefjast og
Litla bikarkeppnin er í fullum
gangi. — klp.
Enska knattspyrnan
FramKhald af bls. 8
Leeds—West Brom. 1:2
Liverpool—Tottenham 0:0
Man. City—Chelsea 1:1
West Ham—Stoke 1:0
Wolves—Southampton 0:1
í 2. deild gerði Leicester jafn
tefli gegn Sunderland, á útivelli,
0—0, Cardiff tapaði á heimavelli
fyrir Watford, 0:1, Sheff. Utd.
vann Birmingham heima 3:0, Hull
vann Orient heima 5:2 og Carlislé
vann Norwich einnig heima, 4:2.
Staða efstu liða í 2. deild er þá
þessi:
Leicester 39 20 13 6 53:29 53
Sheff. Utd. 39 19 13 7 64:37 51
Cardiff 38 18 13 7 60:32 49
Hul 39 18 13 8 52:35 49
Carlisle 39 18 12 9 60:44 48
Á Skotlandi gerðu Aberdeen og
Celtic jafntefli, 1:1 og hefur því
Celtic möguleife á að ná Aber-
deen að stigui^' með því að
vinna þá þrjá leiki sem félagið
á eftir að leik, en staða félag
anna er þessi:
Aberdeen 33 24 6 3 68:17 54
Celtic 31 23 5 3 76:20 51
Að lokum er það svo staðan í
1. deild á Englandi.
Arsenal 37 26 6 5 66:26 58
Leeds 39 24 10 5 66:30 58
Chelsea 39 17 14 8 50:40 48
Wolves 39 20 7 12 61:53 47
Tottenh. 37 16 13 8 49:31 45
Liverpool 38 14 16 8 36:22 44
Southampt. 38 16 12 10 49:39 44
Man. C. 38 12 16 10 42:33 40
Coventry 39 15 9 15 34:36 39
Man. Utd. 38 14 10 14 57:58 38
Derby 39 14 9 16 52:53 37
Newcastle 39 13 12 14 40:43 37
Everton 40 12 12 16 54:58 36
Nottm. F. 39 14 7 18 42:58 35
Stoke 38 11 12 15 41:44 34
W.B.A. 39 10 14 15 56:68 34
Huddersf. 39 10 13 16 37:46 33
Crystal P. 38 11 11 16 36:45 33
Ipswich 39 12 8 19 40:45 32
West Ham 39 9 13 18 44:57 31
Burnley 38 6 Í3 19 27:59 25
Blackpool 39 3 13 23 30:64 19 kb—