Tíminn - 20.04.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.04.1971, Blaðsíða 11
VBBBmvetBBR ». aprfl 1971 TIMINN 11 Myndin var tekin nýlega á nemendasýningu hjá Lát- bragðsskóla Teng Gee Sigurðs- son. Nemendumir á myndinni hafa verið tvo vetur í skólanum og þau eru að túlka með látbragðs leik hvemig spumingaþáttur Kristins Hallssonar í sjónvarpinu, Hver, hvar hvenær?, fer fram. Þetta er í þriðja sinn, sem nem endur skólans halda sýningu fyr ir foreldra og aðstandendur. f þetta sinn var sýningin tvítekin, 27. marz og 3. apríl. Hanna Eiríks dóttir aðstoðar Teng Gee Sigurðs son við kennsluna, en fjórir náms hópar era í skólanum. Kennslu er nú lokið í vetur, en skólinn tek ur til starfa í október. — S.J. (Tímamynd Gunnar) Lítil athugasemd f grin í Tímanum 7. apríl s. 1. spyr Sigurður oddviti Þórisson um það, hvað Akureyringar hafi boðið Húsvíkingum til að svíkja málstað Þingeyinga í Laxárvirkj unardeilunni. Get ég ekki af þessu tilefni komizt hjá því að upplýsa Sigurð og aðra öfgamenn um það, að HúsvOringar hafa myndað sér skoð anir um eitt og annað, þ.á.m. um Laxárvirkjunardeiluna án þess að Akureyringar eða aðrir hafi skikkað þær skoðanir upp á þá. Það eru mörg sjónarmið í flestum málum og Sigurður verður að bíta í það súra epli, að til séu fleiri skoðanir en skoðun hans eða þeirra, sem hann deilir við í einhverju máli. Hvaða skoðanir, sem Húsvíkingar kunna að hafa á virkjunarkarpinu, þá er hitt víst að þeir eru sammála um, að hvorki Sigurður ná aðrir hafi um- boð til að móta löggilta skoðun allra Þingeyinga á virkjunum í Laxá. Hitt er annað mál, að um margra ára skeið hafa bæjaryfir völd í Húsavík haft áhuga á því að gerast aðilar að virkjunarfé- laginu um Laxárvirkjun og er hin mesta slysni að Húsavíkur- bær skuli ekki hafa verið þar aðili að frá upphafi. Vonumst við til að við næstu lagasetningu um virkjunina verði af hálfu hins háa Alþingis opnuð leið fyrir Húsavíkurbæ að gerast aðili að virkjuninni. Bæjaryfirvöld rituðu einnig sýslunefnd S.-Þingeyjar- pýslu fyrir 2 áram síðan, þar sem vakin var athygli á nauðsyn end urbóta á fyrirkomulagi raforku- mála í héraðinu. Hvað sýslunefnd hefur gert eða hyggst gera í mál inu ákveður hún sjálf, en það er skoðun mín, að með eignar- og stjórnaraðild að Laxárvirkjun geti Húsvíkingar haft jákvæðari áhrif á þróun raforkumála í héraðinu en með endalausu karpi í dag blöðum. Húsavík, 13. apríl 1971 Björn Friðfinsson Flokksþingið Framhald af t>ls 1 er ritari og gjaldkeri flokksins höfðu flutt skýrslur sínar. Stóðu umræðurnar til kl. 16 og tóku ;.Hs 25 þátt í þeim, en þeir era: Ölafur R. Grímsson, Jónatan Þór- mundsson, ívar ívarsson, Egill Sig- urgeirsson, Hrafn Sveinbjamar- son, Halldór Kristjánsson, Sigurður A. Magnússon, Guðmundur Björns- son, Ólafur Jensson, Björn Gunn- arsson, Hannes Pálsson, Steingrím- ur Hermannsson, Eysteinn Jónsson, Andrés Kristjánsson, Böðvar Stein- þórsson, Brandur Gíslason, Baldur Óskarsson, Tómas Ámason, Ólaf- ur Þórðarson, Björn Jónsson, Már Pétursson, Ólafur Ólafsson, Elías S. Jónsson, Tómas Karlsson og Haf- liði Jósteinsson. Þá kvaddi Ólafur Jóhannesson sér hljóðs og las upp kveðju þings- ins til Hermanns Jónassonar fyrrv. forsætisráðherra, með óskir um góðan bata og þakkir fyrir unnin störf fyrir Framsóknarflokkinn. Ennfremur las Tómas Araason upp heillaskeyti, er þingið sendi Hall- dóri Ásgrímssyni fyrrv. alþingis- manns í tilefni 75 ára afmælis hans. í lok fundarins á laugardaginn var svo samþykkt tillaga frá Ólafi R. Grímssyni, Baldri Óskarssyni og Má Péturssyni, þar sem skorað er á þingfulltrúa að leggja 500 kr. í sjóð til styrktar þeim, er lengst þurfa að sækja til flokksþingsins. Landinu skipt Framhald aí bis. I Aðsetur héraðslæknis á Sauð- árkróki. Akureyrarhérað, tekur yfir svæð ið frá Siglunesi að Kollumúla ásamt Grímsey. Aðsetur héraðs- læknis á Akureyri. Austurlandshérað, tekur yfir svæðið frá Kollumúla að Skeiðará. Aðsetur héraðslæknis á Egils- stöðum. | Suðurlandshérað, tekur yfir svæð ið frá Skeiðará að Herdísarvík ásamt Vestmannaeyjum. Aðsetur héraðslæknis á Selfossi. Gert er ráð fyrir að hvert hér aðslæknisembætti hafi starfsað- stöðu á heilsugæzlustöð, sem sett ar verða á stofn. Þar sem aðstæð ur leyfa skal heilsugæzlustöð vera í starfstengslum við sjúkra hús og rekin sem hluti af því, og að þjónustudeildir og starfs lið sjúkrahússins nýtist fyrir hvoru tveggja.” Á hverri” héilzugæzlu- stöð skulu vera starfandi að minnsta kosti tveir læknar. Þótt landinu verði skipt milli heilsugæzlustöðva, munu íbúar einstakra sveitarfélaga eða byggð arlaga jafnan eiga rétt á að leita læknishjálpar til þeirrar heilzu gæzlustöðvar, læknisseturs eða læknismóttöku, sem þeir eiga auð veldast með að ná til hverju sinni Eftirfarin ákvæði eru í greinar gerðinni og eru sögð til bráða- birgða: Til þess að koma á þeirri héraðs skipan, sem ráðgerð er í lögum, er ríkissjóði skylt að bjóða fram námsstyrki til 2ja lækna árlega næstu 5 ár til að afla sér sér- menntunar í félagslegri læknis- fræði og heilbrigðisfræði. Náms- styrkir þessir skulu nægja fyrir skólagjöldum og dvalarkostnaði viðkomandi erlendis í 1 ár. Við gildistöku laganna skal ekki auglýsa hin nýju héruð ef þeir héraðslæknar, sem búsetu hafa þá í Reykjavík, Borgamesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi, óska eftir að taka að sér héraðslæknisstörf- in, er.da búi þeir sig undir þau ef nauð'íyn krefur. Héraðslæknar samkvæmt eldri lögum, skulu flytjast til heilsu- gæzlustöðva, þar sem svo á að vera, þegar aðstaða er fengin, en ella sitja á núverandi aðsetri. Meðan lögin eru að komast til i fullra framkvæmda, er heimilt að | ráða lækna að heilsugæzlustöð I með búsetu og starfsstað til bráða birgða utan stöðvar. Engar breytingar. á stöðu lækna, skulu leiða til hlunninda- eða tekjurýrnunar . 2. mgr. 2. gr. laganna tekur gildi þegar annar hvor lætur af starfi, núverandi ráðuneytisstjóri eða landlæknir. Heilsuverndarstarf samkv. lög um nr. 44/1955, sbr. lög nr. 28/1957, skal haldast óbreytt frá því sem er við gildistöku laganna, þar til heilsugæzlustöðvar hafa verið. skipulagðar á svæðunum til að annast það. HÚSEIGN TIL SÖLU Innkaupastofnun ríkisins óskar kauptilboða í hús- eignina Egilsbraut 11 í Neskaupstað, ásamt til- heyrandi lóðarréttindum. Lágmarkssöluverð húseignarinnar, skv. 9. gr. laga nr. 27/1968, er ákveðið af seljanda kr. 1.100.000,00. Stöðvarstjóri pósts og síma í Neskaupstað mun sýna húsið þeim, er þess óska, og afhenda til- boðseyðublöð. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. þann 10. júní n.k. Buff? Sfeikfur fiskur? Ekki þó einhver nýr réffur? - Eða eru það bara þessar venjuiegu bollur? Það skipfir ekki höfuðmáli. Allf þeffa gelur verið hnossgæfi, ef það er mafreiff á réffan háff með réffum efnum. Gleðjið fjölskylduna með regiulegu góðgæfi. Reynið FLÓRU-smjör- líki, það gefur mafnum lokkandi úflif og Ijúffengf bragð. FLORU SMJÖRLÍKI SMJÖRLÍKISGERÐ ■ einnig eftirsótt i alian bakstur AKUREYRI BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 37 LJÓSASTILLINGAR IIJULASTIlLINliAH MUTURSTIIIINCAR- Látiö stilla i tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.