Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 1
„Tíu beztu skákmenn, sem
nppi hafa verið í heiminum,
ern allir Iifandi í dag. Hver er
beztur? Þetta er spurning, sem
ég ætti kannski ekki að svara
— og þó“. Það var Bent Lar-
sen, stórmeistari, sem talaði,
þar sem við ræddum saman á
herbergi hans á Hótel Sögu í
fyrrakvöld, en síðan kom
glampi í augu hans og hann
hélt áfram. „Ég er beztur —
auðvitað ætla ég mér að verða
hemismeistari í skák“.
Bent Larsen er ákaflega
heillandi persónuleiki, einlæg
gleði hans og kraftur smitar
út frá sér, og maðurinn er
fjölmenntaður á hinum ólík-
legustu sviðum — málamaður
með afbrigðum — stærðfræð-
ingur og skáksnillingur, sem
gæddur er þeim þýðingarmikla
eiginleika að hafa ódrepandi
trú á sjálfan sig — hæfileika
sína og getu við skákborðið,
eiginleiki, sem áreiðanlega á
eftir að koma honum að miklu
gagni í baráttunni um æðstu
metorð í skákinni í dag —
heimsmeistaratitilinn.
Bent Larsen kom til Reykja-
víkur á þriðjudag til þess að
tefla einvígi við Friðrik Ólafs-
son í sjónvarpssal. Þeir munu
tefla sex skákir, og hinni fyrstu
verður sjónvarpað á föstudags-
kvöld. Þetta verða ekki kapp-
skákir í venjulegum skilningi
— heldur hraðskákir, þó með
heldur lengri umhugsunartíma
en almennt gerist í hraðskák-
um, þar sem hvor keppandi
hefur 15 mínútna umhugsun-
artíma. Hver skák stendur því
í hálfa klukkustund. Upptaka
skákanna hófst í gær og voru
þá tvær hinar fyrstu teknar
upp — en í dag ljúka þeir ein-
víginu, þar sem Larsen heldur
aftur til Kaupmannahafnar á
föstudag.
vera þjóðhetja, og þá einkum
og sér í lagi í litlu landi. Frið-
rik féll það ekki — og þess
vegna sneri hann sér að lög-
fræðináminu, og tefldi sama
og ekkert í nokkur ár.
En nú hefur hann komið
fram á sjónarsviðið að nýju
og „come-back“ hans er mjög
gott — hann hefur teflt mjög
vel og það á hann sennilega
eftir að gera í mörg ár enn.
En ég hef ekki trú á, að hann
komist alveg á „toppinn", það
sem hann hefur misst á náms
árunum kemur sennilega ekki
aftur. Auðvitað veit hann það
sama í skákinni og áður, en
hann hefur tapað dýrmætri,
áralangri þjálfun, sem vont er
að öðlast aftur — þjálfun, sem
aðeins fæst með því, að tefla
stöðugt á stórmótum, án þess
þó að tefla of mikið.
Ég tefldi til dæmis allt of
mikið á síðasta ári eða 115
kappskákir og þá kemur stund
um í mann skákþreyta — en
ég hef aldrei fengið leið á
skákinni, segi aldrei við sjálf
an mig, að ég ætli ekki að
sjá skákborð næstu mánuðina,
Bent Larsen nei, það geri ég aldrei og
Auðvitað verð ég
heimsmeistari!
segir Bent Larsen, sem kominn er til íslands til að tefla ein-
Guðmundur Arnlaugsson,
rektor, mun lýsa skákunum
jafnóðum og þær verða tefld-
ar, en hann ásamt keppendum
og sjónvarpsmönnum þeim,
sem að upptökunni vinna, er
bundinn þagnarheiti, þannig að
úrslit eiga ekki að síast út.
Skákirnar verða svo allar sýnd
ar í sjónvarpinu næstu vikurn
ar — sennilega tvær á viku.
En snúum okkur að Larsen aft
ur.
Lítið teflt liraðskák.
„Ég hef lítið gert af því að
tefla hraðskák um dagana —
ég held það sé að minnsta kosti
eitt ár síðan ég tefldi hrað-
skák síðast. Það var við Naj-
dorf — ég hafði ekki nokkurn
frið fyrir honum og lét til leið
ast. En ég hlakka til þessa ein-
vígis við Friðrik, því að það
er alltaf gaman að tefla við
hann. Við höfum teflt margar
skákir um dagana. Þegar við
mættumst í Kaupmannahöfn
fyrir um sex árum, þá held ég
það hafi verið tuttugasta kapp-
vígi við Friðrik Ólafsson í sjónvarpssal
skákin okkar. Ég hef ekki
fylgzt með þessum skákum okk
ar nákvæmlega, en ég held þó,
að Friðrik hafi aðeins vinning-
inn £ þeim — hann byrjaði á
því að vinna mig í þremur
fyrstu skákunum, sem við tefld
um saman. (Þess má geta, að
samkvæmt nokkuð öruggum
heimildum munu þeir Friðrik
og Bent hafa teflt saman 28
skákir og hefur Friðrik hlotið
fimmtán og hálfan vinning í
þeim gegn tólf og hálfum vinn
ing Bents — eða þremur vinn-
ingum meira).
Hefur mikla hæfilcika.
Og Bent heldur áfram. „Frið-
rik hefur mjög mikla hæfi-
leika sem skákmaður, en ég
held að hann hafi ekki gefið
sig algerlega að skákinni vegna
þess, að honum líkaði ekki að
vera þjóðhetja — og það veit
ég að hann var í augum flestra
íslendinga. Það er erfitt að
Friðnk Olafsson
auk þess er ég atvinnumaður í
skákinni og hef haft miklar
tekjur af því að tefla, kenna
og skrifa.
Einvígi við Uhlman.
Hins vegar hef ég tekið líf
inu með ró síðustu tvo mán
uðina. Ég á að tefla einvígi
við Uhlman frá Austur-Þýzka
landi, sem hefst hinn 13. maí
næstkomandi á Kanaríeyjum
og það er fyrsta einvígið hjá
mér í sambandi við heimsmeist
arakeppnina. Ég hef kynnt mér
vel skákir Uhlmans og það er
létt, því hann er ákaflega ein-
hæfur í byrjunum og breytir
þar lítið út af. Þess vegna hef
ég tekið lífinu með ró að und
anförnu og ég er mjög bjart
sýnn á að vinna Uhlman. En
það verður ekki neinn yfir
burðasigur — þessi einvígi
verða öll jöfn. Uhlman hcfur
aðeins vinninginn gegn mér í
innbyrðis skákum — hann hef
ur unnið fjórar, ég þrjár —
en töp mín gegn honum hafa
átt sér stað í sveitakeppni, ann
að hvort á Olympíumótum eða
í landskeppni við Austur-Þjóð
verja og nú eru orðin mörg
ár síðan ég hef tapað fyrir hon
um. Á millisvæðamótinu á
Majorka í fyrrahaust vann
ég hann í mjög góðri skák —
hafði aðeins betra tafl, sem
mér tókst að nýta til sigurs.
Sjónvarpseinvígið
En hvað um einvígið nú
við Friðrik?
— Ja, ég veit ekki hvað ég
á að segja. Ég hef nokkrum
sinnum teflt í sjónvarpi, t. d.
því sænska við heimsmeistar
ann Bóris Spassky. En þar var
kappskák og var sjónvarpað
þrívegis, tuttugu mínútur
hverju sinni, svo mikið var
klippt úr skákinni, skiljanlega.
Ljósin háðu mér ekkert, en
hitinn í sjónvarpssalnum var
illþolanlegur. Nú, skákinni lauk
með jafntefli og voru báðir
ánægðir.
Einvígið við Friðrik verður
allt öðru vísi — þarna verður
hvor keppandi að ljúka skák
inni á fimmtán mínútum —
og þó annar sé kannski með
miklu verri skák teflir hann
áfram, ef hinn er kominn í
tímahrak. Klukkan hefur því
mikið að segja og ekki ólík
legt, að annar hvor okkar tapi
skák á henni, það er falli á
tíma. Það verður sem sagt að
máta í þessum skákum til að
fá vinning, en auðvitað er hægt
að gefa skák, þegar staðan er
orðin illverjandi, ef hinn á
nægan tíma.
Vegna þrengsla í blaðinu í
dag látum við hér staðar num
ið, en í næsta blaði verður
ítarlegt viðtal við Larsen, rætt
við hann um fremstu skák-
menn heims nú, eins og Fischer
og Spassky og sitthvað fleira.