Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 2
18 TÍMINN FIMMTUDAGUR 22. aprfl 1971 HEYHLEÐSLUVAGNAR Bændur athugið! KEMPER heyhleðsluvagnarnir skara framúr. Stytztur hleðslutími og losunartími. Hleðslutíminn er aðeins um 4 mínútur pr. tonn af þurrheyi. BÆNDUR! Vinsamlegast lesið skýrslu Bútæknideildar. Bændur! KEMPER heyhleðsluvagnarnir koma með einföldum eða tvö- földum hjöruliðum á drifskafti í vali kaupenda. KEMPER heyhleðsluvagnarnir gefa því möguleika á að vinna vel og örugglega við erfiðustu skilyrði. Allir KEMPER vagnarnir eru afgreiddir þannig: 1. Vélræn lyfting á sópara, knúin frá vinnudrifi. 2. Stillanlegt beizli, þannig, að eftir gerð traktorsbeizlis má tengja vagn- inn án breytinga á dráttarkrók, eða dráttarbita, eða þverbita þrítengis, eða á dráttartengi ofan vinnudrifs (þýzkir traktorar). 3. Afturstæður sópari. 4. Á breiðasta fáanlegum öxli og stærstum hjólbörðum. 5. Handbók um notkun á íslenzku fylgir. 6. Stjórntæki vagns þannig staðsett að þeim má stýra úr ekilssæti. 7. Með sópara, sem ekki þarf að ganga við losun. 8. Losunarhraða má stjórna aftan frá (ekki þó á Diamant). 9. Með festingum fyrir hnífa. 10. Vartengsli á drifskafti sem rofnar við ofálag. 11. Stöðuhjól við beizli með sveifstilltri hæð. 12. Handhemill á hjólum. Bændur! KEMPER er sterkastur. KEMPER er til afgreiðslu strax á mjög hagkvæmu verði og greiðslukjörum. Athugið fímanlega með viðskipti við okkur beint eða viðskipta- kaupfélag yðar. SAMBAND ÁRMÚLA 3 SlMI 38900 ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA VÉLADEILD kvíði hvorki elli EINAR EINARSSON né féleysi" Hann er bókavörður á Heilsuhælinu í Hveragerði. Þar sá ég hann fyrst og veitti því eftirtekt, að hann fór höndum um bækurnar á þann hátt, sem þeir einir gera, er hafa notið þess að eiga þær að vinum. Hann er dökkur yfirlitum og grannholda, hefur greinilega aldrei dekrað við þá hugsun, að hafa „mör og kjöt meira en almennt gerist“. Um aldur hans gat ég ekk- ert ráðið, kom þó til hugar að runnið hefði hann nær hálfrar aldar skeið. Hver er hann þá, þessi mað- ur? — Ég heiti Einar Einarsson, er 68 ára gamall, fæddur að Syðri-FIjótum í Meðallandi, sonur Einars Einarssonar og Eulaliu Einarsdóttur. Foreldr- ar mínir voru þar húsfólk hjá sæmdarhjónum og veit ég eng in dæmi slíkrar húsmennsku. f Meðallandinu var þá stund uð korntekja, en þó meiri áð- ur og á harðréttisárunum mun kornskurðurinn hafa haldið líf inu í Meðallendingum. Ekki treysti ég mér til þess að gera viðhlítandi grein fyrir því, hvernig kornið var unnið til matar, en úr því voru bök- uð brauð, sem voru góður mat ur og sveik engan hvað nær- ingargildi snerti. Fengi maður vænan hleif að morgni, þurfti ekki að óttast sult daginn þann. Líklega hef ég naumast verið jafn duglegur við korn- skurðinn og við að eta brauðið, en þó lærði ég að binda korn það vel, að seinna, þegar ég um t£ma vann á búgarði í Dan mörku, var ég í því efni eng- inn eftirbátur hinna innfæddu og undruðust þeir mjög, að maður, sem ekki var uppalinn í kornræktarlandi skyldi kunna á þessu jafngóð skil. Lífsbjargarvegir Meðallend inga voru því nær eingöngu landbúnaður, einkum sauðfjár- rækt, höfðu fjárflestu bændur, að ée ætla, frá fjögur til sex hundruð fjár. Ungir menn, eða þeir sem lausir voru, fóru þó alltaf á vetrarvertíð, sumir höfðu kindur á fóðrun hjá bændunum og unnu fyrir þeim á sumrin og alla tíma árs aðra en vertíðina, hana höfðu þeir fría. Þegar ég var sextán ára fór ég upp í Landbrot og var þar eitt sumar hjá systur minni, sem bjó í Ásgarði. Frá henni fór ég svo til Eiríks Þorsteins- sonar í Efri-Vík í sömu sveit og var hjá honum í fimm ár. Eftir það kallaðist ég lausa- maður en átti þó heima fyrir austan fram til ársins 1932. Árið 1933 fór ég svo út til Svíþjóðar og ferðaðist þar um en var svo í lýðskóla í Dan- mörku um tíma. Eftir að ég fluttist að aust- an átti ég svo heima í Reykja- vík fram til ársins 1953. Þar vann ég sjö ár á búi Gísla heitins silfursmiðs, önnur sjö ár við vitabyggingar úti á landi, þess á milli fékkst ég við múrverk og get raunar sagt, að það hafi verið aðalat- vinna mín í þrjátíu ár. Á veturna gerði ég talsvert að tréskurði, en við hann hafði ég föndrað frá því ég var átta ára gamall. Faðir minn var leturgrafari og kunni öll hugs- anleg stafróf og rúnir. Ég skar prjónastokka, nálhús, hillur og ýmislegt fleira, sem fólk vildi eiga eða taldi gagnlegt, sér- staklega eftir að ég fluttist til Grímseyjar. Ástæðan til þess að ég fór þangað var sú, að lítil atvinna var hér syðra og ég þekkti fólk, sem þar var búsett. í Grímsey var nóg fyrir mig að gera, ýmiss konar bygginga- vinna og lagfæringar. Þar voru líka, á þeim tíma, mikið minni útgjöld, enda þótt það breytt- ist síðar. Ég kunni ágætlega við mig, enda þótt þarna væri gagn- ólíkt, þeim lífsháttum sem ég var alinn upp við cða hafði áð- ur kynnzt. Fólkið var ekki í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.